22.11.2016 | 23:16
Ríki heims munu ekki láta Trump kúga sig - ég held nú ekki!
Trump hefur raun og veru staðfest, að honum er fullkomin alvara með að ætla að gera tilraun til þess - að þvinga fram í gegnum 2-hliða samninga við einstök viðskiptaríki Bandaríkjanna; viðskiptafyrirkomulag er væri til muna hagstæðara Bandaríkjunum en hefur verið fram að þessu.
Af hverju ríki heims munu hafna tilraunum Trumps!
- Málið er að hann ætlast til þess að þau samþykki - umtalsverða tollmúra milli Bandaríkjanna og þeirra.
- Þeir tollmúrar mundu að sjálfsögðu samstundis skaða þeirra efnahag, skapa atvinnuleysi og samdrátt í þeirra útflutningsiðnaði.
- Ef hlutfall útflutnings til Bandaríkjanna er mikið hlutfall heildarútflutnings ríkis - gæti það dugað til að skapa kreppu í því landi.
- Að sjálfsögðu væri það afskaplega óvinsæl aðgerð -- þ.e. vinsældir stjórnvalds er léti undan slíkri kröfu Trumps --> Tæki óhjákvæmilega stórt högg í kjölfarið.
- Þannig séð skipti ekki máli fyrir efnahagslegu útkomuna - hvort Trump legði tollinn á einhliða.
- En það liti allt öðru vísi út pólitískt séð, fyrir stjórnvald lands - hvort það stjórnvald samþykkti aðgerðina -- undir þrýstingi þó.
- Eða ef Trump legði tollinn á -- algerlega einhliða.
Í seinna tilvikinu gæti stjórnvald viðkomandi lands - varið sig á þeim grundvelli, að útkoman væri ekki þeim sem er sytur á valdastóli að kenna!
Þetta er hvað ég tel fullkomlega óhjákvæmilegt að verði val landa heims, gagnvart kröfum Trump -- að breyta viðskiptaforsendum umtalsvert Bandaríkjunum í hag.
--Að þau velji að hafna kröfunni!
--Láti svo á það reyna, hvort Trump lætur af því verða - að leggja tollinn á einhliða.
Málið er einnig það, að það er allsendis óvíst að Trump geti lagt á einhliða verndartolla
En til þess þarf hann samþykki þingsins, sem alls óvíst er að hann geti náð fram. En samningaviðræður við önnur lönd getur hann hafið, án þess að ræða við þingið. Hann getur lokið þeim, án þess að ræða við þingið.
--En einungis þingið geti formlega leitt milliríkjasamning í gildi - eða afnumið; eða lagt formlega á tollmúra.
- Þannig að á þeim punkti að hann mundi fá höfnun frá landi, um breytingar á viðskiptakjörum í þá átt að gera kjörin verulega hagstæðari Bandaríkjunum en áður.
- Þá mundi koma spennandi stund - hvort hann hefur þingið með sér eða ekki.
Ef hann nær ekki fram þingmeirihluta fyrir slíka einhliða aðgerð!
--Væri Trump búinn að bíða ósigur.
Það sé því að lágmarki þess virði fyrir land -- að hafna kröfu Trumps, vegna þess að fyrirfram er alls ekki víst - að hann nái að standa við hótun sína.
En það sé einnig þess virði að hafna kröfu Trumps, ef hann nær að standa við hótun sína
Þá augljóslega munu stjórnvöld þess lands -- kenna Trump um efnahagstjónið sem það land varð fyrir.
Stjórnvöld segja þá líklega, að þau standi alsaklaus fórnarlömb frammi fyrir aðgerð Trumps, og auðvitað þjóðin öll!
--M.ö.o. að sérhver ríkisstjórn sem fyrir aðgerð Trumps verður.
--Mun án vafa kjósa að beina reiði þjóðar sinnar að Trump.
Með þessum hætti sennilega geta þær ríkisstjórnir staðið af sér óánægju storminn heima fyrir.
Ef meðlimalönd Heimsviðskiptastofnunarinnar yrðu fyrir einhliða tollaðgerð Trumps
Þá er slík einhliða tollaðgerð án nokkurs vafa brot á skuldbindingum Bandaríkjanna skv. reglum "WTO."
Ríkin geta þá kært málið fyrir dómstól "WTO."
Sem vart getur dæmt með öðrum hætti en Bandaríkin brotleg.
- Þá held ég að reglur "WTO" heimili sambærilega refsitolla sem mótaðgerð.
- Þannig að Bandaríkin gætu þá staðið eftir í þeirri áhugaverðu stöðu.
- Að mörg "WTO" ríki hafi refsitolla á Bandaríkin -- Bandaríkin hafi lagt einhliða tolla á þau tilteknu lönd --> En þau lönd viðhefðu láttolla skv. reglum "WTO" sín á milli.
- Bandaríkin gætu þá staðið -- ein innan hárra tollmúra!
- Meðan að restin af helstu viðskiptalöndum heims, mundu halda áfram að eiga viðskipti sín á milli í - lág toll umhverfi.
Það yrði þá áhugaverð prófraun á kostum lág tolla umhverfis.
Vs. galla há tolla umhverfis.
Málið er að Bandaríkin væru þá ekkert í góðum málum!
- En ef Trump leggur háa tolla á þau lönd þaðan sem Bandaríkin flytja inn megnið af sínum - hátækni varningi.
- Þá hækka þær vörur í verði - verða dýrari fyrir bandaríska neytendur.
- Það auðvitað skerðir kaupmátt þar í landi, sem samstundis minnkar neyslu.
- Samdráttur í neyslu, þíddi þá glötuð störf hjá verslunarfyrirtækjum.
Það yrði þá tafarlaus aukning í atvinnuleysi í Bandaríkjunum.
Og ef Trump leggur tolla samtímis á allar þær viðskiptaþjóðir sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart --> Þá sennilega yrðu samdráttaráhrif víðtækra vöruverðs hækkana það mikil, að Bandaríkin detta við það yfir í samdrátt.
Það sé möguleiki að samdráttaráhrif á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna - af minnkaðri sölu til Bandaríkjanna.
Dugi einnig til að framkalla samdrátt í einhverjum þeirra!
--Heimskreppa væri þá möguleg - óhjákvæmileg ef tollaðgerð mundi ná að skapa samdrátt í Kína, samtímis og í Bandaríkjunum.
- En meðan að hin löndin halda sig áfram við viðskiptakerfið sem Bandaríkin sjálf bjuggu til.
- Á ég ekki von á að kreppu áhrif verði - harkaleg fyrir þau lönd.
- En ég held að þau yrðu veruleg innan Bandaríkjanna.
Trump glatar þá stuðningi!
Og við losnum við Trump eftir 4-ár!
Niðurstaða
Að sjálfsögðu óskar enginn eftir heimskreppu. Ég held að Trump sé fastur í hugmyndafræði þar sem hann haldi, að löndin muni beygja sig fyrir Bandaríkjunum - ef hann sé einungis nægilega ákveðinn. Eða, að hann haldi að áhrifin af háum verndartollum, yrðu fyrst og fremst - jákvæð. M.ö.o. hann átti sig ekki á hinum sterku neikvæðu áhrifum þeirra.
Ranghugmyndir geta valdið stórum vandamálum ef áhrifamiklir valdamenn eru haldnir þeim.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.11.2016 kl. 08:33 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að hann ríki sem lengst.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2016 kl. 23:37
Manni leggur hlátur í hug ... lesa þessa komma þvælu.
Segi eins og Helga, vona að maðurinn ríki sem lengst ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.11.2016 kl. 00:35
Þið eruð snargalin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.11.2016 kl. 08:34
Einar ég hefði vilja láta reyna á stefnu Trumps enda ekki eins og það yrði heimsendir. Bandaríkin eru alveg í stakk búinn að vera sjálfbært land alveg eins og Ísland. Með hugviti og vilja höfum við næga orku sem felst í Metan gasi og fallvatni ásamt heitu vatni. Ef við gætum losnað undan þessu fólki hér á landi sem fær borgað fyrir váskýrslur á ýmsum sviðum og talandi um mengun sem var fyrir 60 til 100 árum og er ekki lengur. Það eru engin spúandi orkuver í vestræna heiminum né súrt regn.
Kola orkuver brenna kolum án þess að svartur reykur myndist en svo hefir það verið í tugi ára.
Þetta er alls ekki ádeila á þín skrif sem eru góð og gild heldur á þetta fólk sem lýgur að heimsendir sé í nánd geri við ekkert í sambandi við CO2. Málið er að við öll erum að gera einhvað í þessum málum það er bara að sumir sjá það ekki.
Valdimar Samúelsson, 23.11.2016 kl. 12:38
Ég átta mig ekki fyllilega á því hver langtímaáhrifin verða ef tollar verða hækkaðir af innflutningsvörum til Bandaríkjanna. Að einhverju leiti munu seljendur taka á sig tollahækkunina og að einhverju leit munu verðin hækka og þar með mun draga örlítið úr innflutningi til þeirra.
Margir menn, bæði af hægri kanti stjórnmálanna og vinstrikantinum, eru þó sammála um að einhverjir verndartollar verði að vera. Annars er vinnuaflið í Bandaríkjunum í beinni samkeppni við Kínverjana, og sú samkeppni mun á endanum tapast, þar sem Kínverjarnir eru tilbúnir að vinna fyrir nánast ekkert kaup, en það gengur ekki upp í Bandaríkjunum.
Þannig að ég sé ekki betur, en að stíga verði einhver skref í þessa áttina.
Sveinn R. Pálsson, 23.11.2016 kl. 14:08
Eins og Valdimar bendir á, þá eru Bandaríkin svo sjálfbært land, að þeir þurfa ekki svo mikið á innflutningi að halda.
Aftur á móti, þá eru mörg Bandarísk fyrirtæki orðin fjölþjóðleg í dag, þannig að til dæmis Asíulöndin gætu farið þá leið að þjarma að starfsemi þeirra í Asíu, vilji þeir koma með krók á móti bragði.
Sveinn R. Pálsson, 23.11.2016 kl. 14:17
Þakka Sveinn en ég sá í gær sem ég reiknaði ekki með kæmi í ljós svo fljótt en hlutabréfamarkaðurinn hefir hækkað vegna fyrirhugaðar skattalækkunar á fyrirtæki og það þýðir að meira fé verður sett í það og svo koll af kolli. Þarna veðja fjármagnseigendur á innlend fyrir tæki. Svona hugmyndafræði myndi ekki ganga upp hér eða hvað segir Einar.
Valdimar Samúelsson, 23.11.2016 kl. 14:43
Valdimar -- nei, þú ert að misskilja verðhækkanir á hlutabréfamarkði, en um er að ræða það veðmál markaða -- en Trump meini ekki raunverulega þá stefnu; að leggja á verndartolla.
Þá eru þeir einungis að meta til hugsanlegrar hagvaxtaraukningar -- áhrifin af skattalækkunarstefnu hans -annars vegar- og -hins vegar- af auknum opinberum framkvæmdum.
Markaðurinn heldur enn - að Trump ætli einungis að fylgja efnahagsstefnu Repúblikanaflokksins.
--En ekki m.ö.o. - yfirlýstri stefnu Trumps sjálfs.
----------------
Um leið og markaðurinn fattar að Trump ætlar virkilega að stefna að - hátum tollamúrum, eða markaðurinn metur að bandar. þingið stendur með honum að slíkri stefnu.
---> Þá hefst verðhrunið á mörkuðum. Það yrði miklu mun stærra en þær hækkanir sem hafa fyrst i stað orðið; þegar markaðurinn er enn að halda að Trump sé -- venjulegur Repúblikana forseti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.11.2016 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning