22.11.2016 | 03:44
Trump í videói ítrekaði skilaboð um verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum, og afnám allra hamlandi regla á olíuiðnaðinn sem sett hafa verið vegna umhverfissjónarmiða
Þó Trump segi það ekki algerlega skýrt - verndarstefna - þá lofar hann strax að drepa "T.P.P." þ.e. 12-ríkja samkomulag hringinn í kringum Kyrrahaf samningur sem tilbúinn er en á eftir að staðfesta af Bandaríkjaþingi -- en þ.e. í valdi Trump að slá það allt af!
--Því lofar hann!
Í staðinn talar hann um "sanngjarna 2-hliða samninga" -- sem er sennilega endurtekning hans á þeirri hugmynd sem hann hélt á lofti í kosningabaráttunni, að hann muni taka upp samninga við ríki sem eiga í milliríkja viðskiptum við Bandaríkin.
Þar sem hann muni heimta þ.s. hann kallar "sanngjörn viðskiptakjör" en þá á hann við það sjónarmið - að viðskiptahalli við það land af hálfu Bandaríkjanna sé full sönnun þess að viðskiptakjör séu ósanngjörn fyrir Bandaríkin.
--Þetta hefur nægilega oft komið fram, til þess að hans meining sé orðin nægilega þekkt.
- En þetta sé þá ekkert minna en yfirlýsing um viðskiptastríð.
- Ég held að lönd eins og Kína, hljóti að taka þessum skilaboðum með þeim hætti.
Hitt skýra loforðið, er um losun hamlandi regla á olíuiðnaðinn bandaríska - sérstaklega "fracking" iðnaðinn, sem býr við margvíslegar takmarkandi reglur -- ekki síst ætlað að verja grunnvatn, en þ.e. ákaflega mögulegt að aðferðin leiði til grunnvatns mengunar.
--Hann í staðinn, velur að tala eingöngu um málið út frá því sjónarmiði að um sé að ræða sókn í átt að fjölgun starfa.
--Sumar þeirra regla, eru til þess að verja sérstök náttúruvætti, eða viðkvæmt svæði.
- Mér virðist m.ö.o. á tæru að Trump sé fullkomin alvara með það að eyðileggja Parísasamkomulagið, um aðgerðir til verndar lofthjúpnum - sérstaklega gegn gróðurhúsaáhrifum.
- En hugmyndir hans um eflingu olíuiðnaðar - slá af allar takmarkandi reglugerðir, er ekki samræmanlegar þeim markmiðum sem Obamastjórnin undirritaði á Parísarráðstefnunni.
- Strangt til tekið hefur Parísarráðstefnan öðlast lagagildi - sem alþjóðalög, skv. reglum SÞ. En það snýst um tiltekinn fjölda landa er hafi staðfest alþjóðasamning gerðan í samhengi lagaramma SÞ.
- En Trump getur samt sem áður - látið Bandaríkin leiða skuldbindingar Bandaríkjanna þau sem Obama stjórnin samþykkti hjá sér, sem mjög vel getur grafið undan vilja annarra landa til að fylgja sáttmálanum fram.
Mér virðast vaxandi vísbendingar uppi um að Trump meini flest þau atriði sem hann lofaði í kosningabaráttunni!
--Spurning um forgangsröð hans, að þá væntanlega til viðbótar meinar hann kröfur sínar gagnvart bandamönnum Bandaríkjanna um þ.s. Trump nefndi "fair compensation" --> Sem ég skil sem, "tribute" kröfu Trumps til bandamanna Bandaríkjanna!
--M.ö.o. að þau skuli borga Bandaríkjunum fyrir að fá veitta af hendi, varnarskuldbindingu.
Hann virðist hafa einhvers konar "transactional" hugmynd -- þ.s. allt eru viðskipti.
Hann virðist þá meina, að með því að taka þátt í vörnum annars lands -- séu Bandaríkin að veita þjónustu, sem rétt sé að greitt sé fyrir.
Sbr. ummæli sem höfð voru einnig eftir honum sem leggja má út sem "við höfum ekkert upp úr þessu" -- sem ég skil með þeim hætti, að hann meini í formi peninga, sem þíði að hann meti ekki þann frið sem Bandaríkin t.d. hafa tryggt í Evrópu sem "net gain."
- Það verður mjög forvitnilegt að vita -- hvaða fjárkrafa berst til Íslands frá Trump.
- En ef af verður af vinstri stjórn, þá væntanlega fær hún þann kaleik.
- Höfð eru eftir Trump skýr ummæli þess efnis - að hann mundi taka tillit til þess hvort lönd hafi borgað, ef til mundi koma að á þau væri ráðist.
--Slíkar hugmyndir setja náttúrulega NATO í fullkomið uppnám!
--En reglan um varnarskuldbindingu gagnvart árás, er annaðhvort full gild eða ekki.
Hún er sjálfur grundvöllur NATO. M.ö.o. annaðhvort er hún fullvirk eða þ.e. ekkert NATO.
Pútín mundi að sjálfsögðu verða mjög hamingjusamur! Ef Trump eyðilegði NATO - í einhverju hugsunarleysi.
Niðurstaða
Mér virðast vaxandi líkur á að Trump verði alfarið eins hræðilegur forseti og ég óttaðist er ég skrifaði um líklegar afleiðingar stefnu hans fyrir kosningar í Bandaríkjunum.
--Það þíðir væntanlega að við þurfum öll að fara að undirbúa okkur fyrir Trump heims kreppuna!
--Þegar hann hefur formlega viðskiptastríð við Kína og önnur þau lönd sem Trump telur að Bandaríkin hafi -ósanngjörn- viðskiptakjör gagnvart.
Eins og ég benti að auki á í gær, má að auki vera að Trump fyrirhugi árásir á Íran!
Að Trump hefji átök við Íran virðist sífellt sennilegra
Að eyðileggja NATO væri þá rjóminn ofan á stefnu í átt til fullkomins tjóns.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning