Að Trump hefji átök við Íran virðist sífellt sennilegra

Ég verð að segja að mér líst sífellt verr á forsetatíð Trumps eftir því sem ég sé fleiri vísbendingar - hverja hann ætla að velja.

Nýjustu fréttir eru á þá lund, að Marine Corps General James Mattis -- verði næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna!

 

Ég hef ekkert persónulega gegn honum, en fortíð hans vekur athygli:

  1. Hann var yfirmaður 1-herfylkis landgönguliða í Írak 2003, síðar sá sem stjórnaði aðgerðum Bandaríkjahers í hörðum bardögum er urðu 2004 í Fallujah.
  2. Hann var síðan yfirmaður aðgerðastjórnunar bandaríska heraflans um árabil á Persaflóasvæðinu - þ.s. hann sá ekki síst um að hafa nánar gætur á Íran.

M.ö.o. ef einhver þekkir Persaflóasvæðið - og hefur tekist á við landamæragæslusveitir Írana og sveitir íranska byltingavarðarins.
--Þá er hann líklega sá maður!

http://static1.businessinsider.com/image/56f41cdb91058422008b88cb-480/mad-dog.png

Sl. föstudag bárust fréttir af því að Mike Pompeo yrði yfirmaður CIA:

  1. Sá maður hefur gagnrýnt harkalega 6-velda samninginn við Íran, talið hann stórfelld mistök - tekið undir þau sjónarmið að hann leiði til þess að Íran verði kjarnorkuveldi.
  2. Hann hefur hvatt til loftárása á kjarnorku prógramm Íana!

Punkturinn er sá, að þarna eru komnar 2.-mikilvægar ráðherraráðningar, aðila sem eru þekktir Írans-haukar - annar verður yfirmaður leyniþjónustunnar, hinn líklega - varnarmálaráðherra!

  1. Í kosningabaráttunni, gagnrýndi Trump 6-velda samkomulagið við Íran, sem hræðileg mistök.
  2. Hann tók undir þá gagnrýni, að nauðsynlegt væri að -- eyðileggja það samkomulag án tafar, og gera allt í valdi Bandaríkjanna til að - rústa kjarnorkuprógrammi Írans.
  • En punkturinn er sá - að þ.e. ekki hægt, nema með innrás.

Sem ekki getur verið að Mattis viti ekki!
Ástæðan er sú, að mikilvægir þættir kjarnorkuprógramms Írana, eru grafnir undir fjöll inn í sérstyrkt neðanjarðarbyrgi. Þar sem sú starfsemi er óhult fyrir loftárásum - eiginlega algerlega fullkomlega.
Innan Írans, eru öll þau mannvirki staðsett -- langt frá sjó!
Nánar tiltekið, mitt inni í fjallendi Írans!

  1. Íran er að mörgu leiti eins og Afganistan, fjöllin ekki alveg alveg eins há, en þó þannig að þau samt eru farartálmar.
  2. Samtímis og landið Íran er verulega fjölmennara -- her Írans er ekki nærri eins fullkominn og her Bandaríkjanna, en her Írans er fjölmennur - og væntanlega þekkir öll fjallaskörðin í Íran, fyrir utan sjálf fjöllin.
  • Að berjast í Íran, er sennilega ekki ósvipað því - að berjast við lið eins harðsnúið og Talibanar - betur vopnum búið, og töluvert fjölmennara.

Eins og Talibanar hafa aldrei hætt --> Á ég ekki von á að Íranar heldur hætti nokkru sinni.
Fyrr en þeir hafa hrakið innrásar-aðila af höndum sér!

Og segjum að Kanar fyrir rest labbi í burtu með skottið milli lappa -- þá má fastlega reikna með því, að Íranar leggi allt í sölur að koma kjarnorkuprógrammi sínu aftur í gang!
Þannig að það eina sem Bandaríkin hefðu þá afrekað -- væri að tryggja að kjarnorkuvopnavætt Íran, virkilega væri þeim afskaplega óvinveitt!
--Og auðvitað það, að það síðan mundi sækjast eftir því að gera þeim lífið leitt eins og Írönum framast væri unnt!

Stríð gegn Íran er einfaldlega virkilega hræðileg hugmynd!

Ég man enn eftir aðdragandanum að Íraks stríðinu 2003 - hversu hræðilega heimskar og vitlausar ég upplifði hugmyndir Bush stjórnarinnar, um meintar afleiðingar þeirrar fyrirhuguðu innrásar og ekki síst hversu virkilega heimskar væntingar þeirra voru um viðbrögð Íraka við þeirri innrás.

-- -- > Ég ætla að segja það eina ferðina enn!
Stríð gegn Íran er enn verri hugmynd, en innrás í Írak 2003 var!

Ef menn halda sig sjá Mið-austurlönd í upplausn í dag!
Þá segi ég - ef ráðist verður á Íran: "You aint seen nothing yet."

Sjá fyrri umfjöllun mína: Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!

Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það sem þar stendur!
Það standi enn fyrir sínu!

 

Niðurstaða

Einfaldlega er það - það virkilega hræðilegasta heimskulegasta sem Bandaríkin geta gert, að hefja stríð við Íran --> Fyrir utan að hefja bein hernaðarátök við Kína eða Rússland.
Í samanburði við innrásina í Írak 2003 -- er stríð við Íran heimskulegra í margfeldum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn ertu alveg úti að aka.

1. 6 velda samningurinn, eru mistök.  Það eru einungis 5 kjarnorkuþjóði, og hvaða samningar sem eru, eru að röngu bergi brotnir.  Ísrael, er með kjarnorkuvopn, enginn samningur við þá og verða ekki gerðir.  Pakistan, N-Kórea og Indland eru líka með slík vopn ... en engir samningar verða gerðir við þá heldur.  Samningur Obama við Iran, má spyrja sig að hvort maðurinn sé muslimi.

2. Irak var aldrei ógn, en Íran var og er það.  Þetta má meðal annars sjá í Sýrlandi.  Sama gildir Saudi Arabíu, sem sjá ma í Yemen.

Að ráða hershöfðingja, sem veit eitthvað um málefni mið-austurlanda er skyndsamlegt.  Einnig að ráða mann, yfir leyniþjónustunni sem er á móti að leifa Íran að þróa slík vopn.

Samningurinn við Íran, er ekkert annað en "leyfi" handa þeim að vera stikk frí og geta þróað það sem þeir vilja.

Allt þetta kommúnistakjaftæði, gengur of langt ... hvernig stendur á því, að fólk getur ekki lært af mannkynsögunni. 

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:10

2 identicon

Íran, hefur alltaf verið land sem styður hryðjuverk ... og stór hluti þeirra "Islam" manna, eru á þeirra vegum og aðrir á vegum Saudi Arabíu.  Mistök kanans, var að ráðast á Írak, og Lýbíu ... og síðan Sýrland, sem öll eru "secular". En láta aðal stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka vera stikk frí ... kaninn, notfærði sér þessi hryðjuverkasamtök til að setja mið-austurlönd á annan endan "divide and conquer".  Í augum margra bandarískra hershöfðingja, er það aðal atriðið að höggva hausinn af nöðrunni ... þá sprikklar skrokkurinn, en er hættulaus.  Grískar sögur hafa farið forgörðum, sem segir þér að við hvert höfuð sem þú heggur af ... koma upp tvö önnur.

Síðan segi ég enn og aftur ... Trump, er ekki orðinn forseti enn. Það eru líkur á því, að Electoral College muni hlusta á alla krítikina og velja að ekki leifa honum að verða forseti.  En, hugsaðu nú vandlega málið ... og athugaðu hverjar afleiðingarnar verða.  Ef þú vilt, að bandaríkin líði undir lok ... sem stuðningsríki við okkur hér, þá skaltu óska þess að svo verði ... ef ekki ... hugsaðu þig þá vel um.  Það eru ákveðin öfl, sem standa að baki því að vilja frá fram "klofningu" innan bandaríkjanna ... en þá þarftu að spyrja sjálfan þig, hvað tekur við?

Lýst þér vel á Putin? Villtu hafa "Rússa" sem númer 1? Heldurðu að Hillary hafi stjórn á Putin? Heldurðu að hún hafi stjórn á Xi Jinping?  Bandaríkin hafa eytt svo miklu magni og auðæfum í styrjaldir undanfarin 16 ár, að þeir eru komnir aftur úr.  Ef þú villt, að þeir haldi áfram að vera Bandaríkin ... ættir þú að hugsa þetta nánar.  Ef kaninn heldur áfram, eins og hingað til ... verður árið 2018, Rússar orðnir stærsta heimsvaldið. 2018, verða Kína orðið stærsta fjármálaveldið.

Hillary, er enginn manneskja til að afstýra þessu ... hún er sama gerð af kandidata og Angela Merkel.  Í tíð Angelu Merkel, er þýskaland að lýða undir lok.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:40

3 identicon

Þegar Trump segir, að Evrópa eigi að taka meiri þátt í NATO samstarfinu, þá er það bara jákvætt.  Ef Evrópa vaknar ekki upp, og hættir þessu kommúnistabrölti sem þeir eru svo duglegir við eins og er.  Þá verða öll löndin svo illa stödd, að þau geta aldrei fengið meirihluta innan landamerkja sinna, til að geta stöðvað framgang Rússa.  Án stuðnings frá hinum svokallaða "Evrópubúa", er Evrópa ... glötuð.  Og bandaríkjamenn geta aldrei veitt Evrópu algran stuðning.  Þeir verða dreifðir á tvo vegu ... Kyrrahfa, og Atlantshafið ... þeir munu eiga fullt í fangi með annað, og geta ekki sinnt báðum.

Þetta er málið, Einar...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:47

4 identicon

Þannig, að ef fer sem horfir ... þá verður Hillary forseti. Sama agreiningi, verður haldið áfram eins og hingað til.  Bandaríkin munu beina athygli sinni að öllum stöðum.  Mið-austurlöndum, Ukraínu, Atlantshafi og Kyrrahafi.  Engin niðurstaða mun fást í neinum þessarra mála, á þessu tímabili.  Á sama tíma, munu bæði Kínverjar og Rússar ljuka við gerð 6-generation fighters, meðan kaninn er enn með sína 5th-generation F35, sem er ekkert annað en galla fyrirbrygði.  Kína, mun taka við sem lánsaðili Asíu markaðarins.  Þetta mun gera vald alþjóða gjaldeyrissjóðsins valdaminni og áhrif bandaríkjanna, munu minnka.  Á sama tíma, verður Sarmat II, fullgerð ... og skeyti Rússa, sem gera varnir Evrópu úreltar, einnig.  Bandaríkin, munu standa frammi fyrir minnkun á útlátum til varnarmála á meðan þeir halda uppi NATO.

Kaninn er eins og málning, sem verið er að dreyfa á of stóran flöt ... þeir tapa, bara spurning hvernig og hvenær.

Hættan er enn meiri, að þegar hér er komið við sögu ... munu margir hershöfðingjar bandaríkjanna mæla með "pre-emptive" strike.  Alveg eins og í Sýrlandi, þá eiga þeir möguleeika á að vinna með þessum hætti.

En, þeir vinna aðeins orrustuna en tapa stríðinu ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:55

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú bersýnilega fattar ekki mjög einfaldan mótleik eða möguleika sem Íran á -- en ég er fremur viss að Xi mun sjá hið augljósa tækifæri fyrir Kína -- ef Bandaríkin eru að safna liði fyrir árás á Íran, þó þau hefji fyrst aðgerðir með því að þrengja að Íran með öllum tiltækum öðrum aðgerðum -- --> Nefnilega að Xi bjóði Íran upp á bandalag við Kína, á móti fullri hervernd Kína, gegnt því náttúrulega að Kína fái herstöðvar á landsvæði Írans, og Íran selji sína olíu í gegnum Remninbi til Kína sem síns langsamlega mikilvægasta Kúnna!
Nú, Kína hefur sætt sig við N-Kóreu, Kimmana, þ.s. þeir vita að kjarnorkuvopn Kimmanna eru ekki beind að þeim -- sama mundi gilda um kjarnorkuvopn Írans.
Íran mundi að sjálfsögðu strax á stundinni, endurræsa sitt kjarnorkuprógramm á fulla fart, um leið og Bandaríkin mundu formlega segja upp 6-velda samkomulaginu af sinni hálfu, og lýsa yfir því að þau ætluðu að beita Íran ítrukustu þvingunum síðar jafnvel árásum.

    • Kína fengin bandamann.

    • Íran fengi vilyrði Kína að mega eiga eins mörg kjarnavopn og þeir vildu.

    Þ.s. Kína mundi einnig vita að kjarnavopn Írana væri ekki beint að Kína, fremur en gildir um kjarnavopn Kimmanna af N-Kóreu.
    ----------------
    Þú virðist ekki skilja að Obama samþykkti kjarnorku-samkomulagið við Íran, vegna þess að Vesturveldi voru búin að tapa í málinu. Sú niðurstaða leiðist fram, hvort sem Íranar eru nægilega skynsamir að samþykkja tilboð Xi - er örugglega kemur, áður en Bandaríkin ráðast á landið; eða þeir gera það eftir Íran er mikið til í rúst eftir árásar stríð Trumps og þá stæði Íran mun veikar gagnvart Kína, væri þá Kína til muna háðara.

    M.ö.o. mun skynsamar fyrir Írana að samþykkja tilboð Xi -- áður en Trump ræðst á Íran.
    Svo þeir yrðu undir vernd Kína þaðan í frá -- náttúrulega mjög nærri eins konar leppríkis fyrirkomulagi.

    En það væri þá hvað Trump afrekaði -- að færa Kína nýjan bandamanna, og herstöðvar við Persaflóa beint andspænis herstöðvum Bandar. v. Persaflóa - og kjarnavopn Írans væntanlega verða þá til í skjóli Kína -- eins og Kína hefur ekkert gert til að hindra fjölgun kjarnavopna N-Kóreu.

    Það sem þú fattar ekki er að -- ný hernaðarstefna gegn Íran, mundi leiða fram miklu mun stærra tap Bandaríkjanna, en annars við blasir.
    --En eins og staðan er nú, þarf Íran ekki hervernd Kína!
    En Bandaríkin geta hrakið Íran í þá átt, og það væru Bandaríkin er mest tapa á þeirri útkomu.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 21.11.2016 kl. 11:31

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband