19.11.2016 | 23:49
Kína að undirbúa yfirtöku á stjórn heims viðskiptakerfisins?
Síðan Trump var kjörinn og snarpar vísbendingar eru því uppi að Bandaríkin ætli að hætta við þá stefnu er þar í landi hefur verið framfylgt alla tíð síðan frá lokum Seinni Styrrjaldar - sem lagði áherslu á frjálst og opið viðskiptamódel sem smám saman þróaðist í svokölluðu G.A.T.T. ferli sem fór í nokkra svokallaða hringi, ásamt fjölda meðlimaþjóða, þ.s. viðskiptahindranir voru lækkaðar í skrefum milli meðlimalanda ferlisins, og að lokum síðustu GATT lotunni - var Heims-viðskiptastofnunin stofnuð, og ferlið varð að formlegri stofnun.
Í dag eru allar þjóðir heims sem skipta verulegu máli í samhengi milliríkjaviðskipta í heiminum, meðlimir að því kerfi sem Bandaríkin í upphafi ræstu og hefur fram að þessu tekist -- að halda undir sinni stjórn.
- En eins og ég hef bent á -- ef Trump tekur upp einangrunarstefnu.
- Er rökrétt að Kína taki yfir stjórnun -- heims viðskiptakerfisins.
China pledges to lead the way on global trade
"Chinese president Xi Jinping vowed on Saturday to open the door even wider to foreign business and play an even greater role in the process of globalisation..." - China will not shut the door to the outside world but will open it even wider, - "fully involve ourselves in economic globalisation". - "Close and exclusive arrangements are not the right choice,
"John Key, New Zealands prime minister, said he would work to try and convince Mr Trump of the value of the TPP and the importance of US engagement in Asia." - There needs to be a realisation [in Washington], - The reason that President Obama pursued the TPP was all about the United States showing leadership in the Asia-Pacific region. We like the US being in the region. But if the US is not there that void needs to be filled, and it will be filled by China.
- Ég held að Kína sé ekki líklegt að gefa skýrari aðvörun en þetta - en orðum forseta Kína var bersýnilega beint að Trump - er hann segir Kína ætla að vera opið öllum til viðskipta - að Kína sé mótfallið sérsamningum við einstök lönd sem ég tek sem beint nei við yfirlýsingum Trump um það, að hann taki upp samninga sem gildi eru milli Bandaríkjanna og m.a. Kína - en Trump hefur talað um 2-hliða samningam milli Bandar. og einstakra landa í staðinn - mér virðist Xi hafna því módeli --> Samtímis og er hann segir að Kína verði opið fyrir viðskipti við alla --> Hótar hann -tel ég- því að taka yfir stjórnun heims viðskiptakerfisins.
- Orð John Key, geta ekki verið skýrari -- en hann er að segja, að ef Bandaríkin taka ekki fullan þátt í því viðskiptakapphlaupi er í gangi hefur verið milli Bandar. og Kína --> Muni flest Asíulönd, leggjast í -viðskiptafaðm- Kína.
**En það þá einnig væntanlega þíðir, að Kína ráði þá viðskiptareglunum.
**Sem færi Kína þá mikil völd sem það hefur fram að þessu ekki haft.
Skv. annarri frétt: Pacific Rim leaders vow to fight new wave of protectionism.
Eru TPP ríkin 11 að Bandaríkjunum slepptum, en 12 með Bandaríkjunum, að ræða sín á milli - að halda í TPP samninginn sín á milli - án Bandaríkjanna.
--En á hinn bóginn, eru þau einnig að ræða, að ganga í nýjan Kyrrahafs viðskiptasamning sem Kína er að bjóða upp á -- er væri að sjálfsögðu undir stjórn Kína.
Punkturinn er sá -- að heimurinn er í vaxandi mæli að upplifa þá tilfinningu að mikilvæg valdaskipti séu framundan!
Jafnvel þó að Kína muni stíga varlega niður til Jarðar a.m.k. fyrst í stað, ef það tekur yfir sem stjórnandi heims viðskipta.
Þá hafa ummæli verið höfð eftir Xi -- að hann vilji lýðræði feygt, þá alls staðar.
M.ö.o. þá sé ósennilegt að ef Kína verður 1.-landið í heiminum, ríkjandi risaveldi -- að þá verði sú framtíð hlinnt frekari útbreiðslu lýðræðis, það þveröfuga sé sennilegra.
Að þá verði lýðræði fljótlega umsetið og í vörn, nánast hvarvetna.
Niðurstaða
Það er óhætt að segja að heimurinn geti verið að standa frammi fyrir stórri stund, ef Trump raunverulega er alvara með það að hætta að keppa um völd og áhrif í hnattrænum skilningi.
Leiðtogi Kína -- sýnir með skýrum hætti að Kína er tilbúið að taka yfir í staðinn.
Forsætisráðherra Nýja Sjálands - er með skýra aðvörun til Donald Trumps um það hvað er framundan, ef Trump dregur Bandaríkin til baka.
Jafnvel þó að stjórnun Bandaríkjanna hafi fylgt margir gallar -- hefur þó þá áratugi gríðarlegar framfarir orðið í heiminum, og fátækt minnkað mikið.
--Hvort sem þ.e. kerfi Bandar. að þakka eða ekki, þá hefði verið unnt að setja á fót kerfi sem hefði verið með til mikilla muna þröngsýnna fyrirkomulagi, sem ekki hefði virkað með sambærilegum hætti - að þátttakendur deili gróðanum með sér!
Kína er að boða, meðan að Trump virðist boða -Merkantílisma- að Kína ætli að fylgja sömu stefnu og Bandaríkin áður gerðu --> En þ.e. góð spurning hvað síðar gerist, ef heimurinn tekur því tilboði og Kína fær öll þau völd til sín.
--Ég held að það skipti máli, eigi eftir að gera það, að Kína er einræðisríki - sem er andsnúið lýðræði og lýðræðislegum lausnum.
Þannig óttast ég að heimurinn standi frammi fyrir -- dekkri framtíð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála egin niðurstöðum þínum ... en, vil benda á að heimurinn hefur snúist við. Obama, Clinton er vinstra fólk ... kommúnistar. "Fjölmenning" er kommúnismi. Rúsar gáfu upp þessu stefnu og eru orðnir kapitalistar, eins og Bandaríkin vóru. Kínverjar, eru að miklu leiti að gefa upp "kommúnista" stefnuna, þó þeir eigi enn langt í land.
Þannig, að ég er sammála því að bandaríkin "sögulega" byggðu upp heiminn ... en við erum ekki lengur að tala um sömu Bandaríkin. Hvenær breitingin varð, eru ólíkar raddir um ... en í dag, hafa bandaríkin valdið meiri usla en leyst vandamál. Mið-austurlönd eru í logum, vegna aðgerða þeirra. Bandaríkin, ásamt Evrópu ... eru í Afganistan. Að framkvæma þar, nákvæmlega það sama og Sovét gerði á sínum tíma.
Þetta er hið stóra og alvarlega vandamál, sem við stöndum frammi fyrir. Bandaríkin urðu "Socialistisk", ala "Sovét" ásamt ESB. Tóku upp sömu "eyðileggingar" og "occupy" stefnu og Sovét.
Kína er ekki orðið heimsveldi enn, en Rússar eru það. Ég þori ekki að segja að Rússar séu orðnir "betri", en ég vona það ... okkar allra vegna.
Nema Trump, takist að breita stefnunni sem Bandaríkin eru á ... Hillary hefði aldrei gert það, hún fylgir Soros að málum ... sem, að sögn, er með messíasar klikkun og heldur að við séum að lifa á síðustu tímum, og pólitíkin sem hann reynir að þvinga fram er í þá áttina.
Evrópa, því miður ... er hand ónýt. Og það gengur ekki upp, að bandaríkin haldi áfram að brenna heiminn eins og síðastliðin 16 ár.
Svo, við verðum að veita Trump tækifæri og sjá hvort hann standi við kosningaloforðin ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 00:21
Það er í raun langt síðan því var spáð, að miðja heimsviðskiptanna myndi færast til Asíulandanna. Spurning hvort við séum ekki að horfa upp á þá þróun einmitt núna. Þeir sjá að stór hluti framleiðslunnar er kominn til þeirra þannig að þeir vita að þeir geta tekið völdin til sín smám saman. Annað getur einnig verið svolítið blekkjandi, þegar verið er að bera saman löndin, að gjaldmiðlarnir geta verið vitlaust skráðir. Við sjáum þetta hjá okkur núna þegar gengi krónunnar styrkist upp úr öllu valdi, að þá virðist landsframleiðslan í dollurum talið vera að aukast stórkostlega. Þannig getur lágt gengi á gjaldmiðlum í Asíu villt okkur sýn, því umreiknað í dollara þá virðast hagkerfin í Asíu vera miklu minni en þau eru í raun og veru.
Sveinn R. Pálsson, 20.11.2016 kl. 14:10
Annað atriði sem blekkir okkur líklega mikið, er að bankastarfsemin á Vesturlöndum hefur vaxið upp úr öllu valdi. Þannig virðast hagkerfin vera gríðarlega stór og öflug, en þá eru þetta að töluverðu leiti raf-peningar sem hafa ekkert gildi þegar upp er staðið. Spurning hvort við eigum ekki eftir að horfa á gríðarlega landskjálfta á næstu árum vegna bankahruna. Deutsche Bank stendur illa og á Ítalíu er víst allt í voða og víða eru kerfin byggð á fjármálagjörningum sem eru eins og veðmál en lítið sem ekkert eigið fé á bakvið, þar sem þetta er gírað upp í hæðstu hæðir og fellur síðan eins og spilaborg einn daginn.
Sveinn R. Pálsson, 20.11.2016 kl. 14:20
Sveinn, þarna er í gangi hreint val, en Vesturlönd ef þau standa saman - eins og þau hafa lengi gert fram að þessu -- geta mjög vel staðið að fullu andspænis Kína, án þess að endilega sé um kalda stríðs ástand að ræða.
--Síðan virðist þú gleyma því mikilvæga atriði, að Vesturlönd hafa haft mikilvæg Asíulönd með sér í liði.
Þ.e. punkturinn, er bandalag-Vesturlanda, er nægilega sterkt - ef það heldur að fullu; þá þurfa Bandaríkin að halda áfram að - standa með sínum bandamönnum.
Án Bandaríkjanna, er það sem eftir stendur af bandalagi Vesturlanda - miklu mun veikara en áður.
Áhættan sem tekin var var hugsanlega í formi verðbólgu -- en í þeim heildarhagkerfis samdrætti er þá var í gangi, var nægur samdráttur innan hagkerfisins -- þ.e. önnur verð voru að falla; þannig að verðbólguáhrif hugsanleg af þeirri prentu -- hurfu á móti!
--Má segja að þau áhrif hafi jafnast út.
Það bendi í reynd ekkert til slíks bankahruns, meðan að menn halda með það format sem er í gangi, að fjármagna þann halla sem upp kemur -- með prentun.
Meðan að það virðist ekki valda eiginlegri verðbólgu -- blasa ekki við slíkir gallar á því fyrirkomulagi, að betra sé að -- velja að taka eitthvert risastórt og mjög djúpr hrun í staðinn.
--En slíkt hrun er sá valkostur sem Trump ákveður þá að láta skella yfir heiminn!
Sem þú mátt bóka 100% að heimurinn mun ekki þakka honum fyrir.
**Þó hans fylgismenn muni halda því fram, að það hefði hvort sem er gerst, er ég fullkomlega ósammála slíkri túlkun -- þvert á móti hefur tekist að halda því peningamódeli sem er í gangi, virku sl. 300 ár síðan það var upp tekið fyrst í Hollandi, síðan tók Bretland það upp einnig - og notaði það síðan í nýlendum Bretlands í Vesturheimi, áður en þær nýlendur hófu uppreisn. Eftir sjálfstæði Bandar. - náðu Bandaríkin smám saman forystu innan þess peningakerfis, og hafa ráðið eða stjórnað því að mestu sl. 80 ár.
M.ö.o. ef Trump velur að slá kerfi Vesturlanda af -- þá hefur það mjög víðtækar afleiðingar, og einungis smár hópur eindreginna stuðningsmanna hugmynda Trumps mun fyrir rest, standa með honum -- er afleiðingar hans ákvarðana koma að fullu fram; ef hann velur þá vegferð.
Að sjálfsögðu á hann að gleyma öllum þessum hugmyndum -- og halda sig við Vestræna módelið.
--Þannig gæti hann orðið annar Reagan!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.11.2016 kl. 15:53
Kerfið núna byggist á trú. Það getur gengið að prenta endalaust meiri peninga, þangað til það verður algjörlega augljóst að Bandaríkjamenn muni ekki geta með nokkru móti endurgreitt skuldir sínar. Segjum til dæmis að skuldirnar verði svo miklar að vextirnir verði meiri en þjóðartekjurnar, þá verður augljóst að þeir ráða ekki við að borga. Eða til dæmis að þeir verði fyrir alvarlegu áfalli, t.d. öflugum jarðskjálfta á LA svæðinu, sem er bara tímaspursmál.
Þá hverfur trúin og kerfið hrynur.
Sveinn R. Pálsson, 20.11.2016 kl. 23:28
"Kerfið núna byggist á trú."
Nei -- þetta er algeng fullyrðing, en hún er kolröng. Peningar í dag hafa algerlega nægilega beina skýrskotun í framleiðsluverðmæti -- þó sú skýrskotun sé óbein.
M.ö.o. virka gjaldmiðlar fyrir ríkin -- ekki ósvipað og hlutafé þeirra!
--> M.ö.o. er allt framleiðsluverðmæti lands, þau verðmæti sem standa að baki gjaldmiðlinum.
Þannig að sú fullyrðing -- að gjaldmiðlarnir standi og falli með "trú" er einungis rétt, ef þú átt við -- trúna á hagkerfið sjálft.
En ef þú ert að halda því fram, að gjaldmiðlarnir séu bara -loft- þá er það kolrangt.
"Það getur gengið að prenta endalaust meiri peninga"
Af hverju ekki? Það eina sem getur gerst, er að gjaldmiðlarir minnki að verðmæti. Allt og sumt.
"verður algjörlega augljóst að Bandaríkjamenn muni ekki geta með nokkru móti endurgreitt skuldir sínar."
Þetta með að - endurgreiða skuldir sínar er alger froða. Ekkert ríki gerir slíkt.
Taktu eftir því -- að Bretaveldi hefur aldrei nokkru sinni endurgreitt sínar skuldir, alla tíð síðan á 18. öld er þau tóku upp nútíma peningakerfi.
Bretaveldi hefur risið og hnigið -- en ekkert meir bendir til gjaldþrots þess í dag en fyrir 300 árum.
--Þessi hugmynd um meinta gjaldþrotahættu landa með "fiat" peningakerfi -- sýnir að menn vita ekki neitt hvað þeir eru að tala um.
Og þ.e. virkilega unnt að prenta peninga án takmarkana!
Sú fullyrðing að það sé ekki hægt -- sýnir að menn skilja nákvæmlega ekki neitt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.11.2016 kl. 23:56
Ástæða þess að verðbólgan fer ekki af stað þrátt fyrir gríðarlega seðlaprentun Bandaríkjamanna, er sú að fjármagnið fer úr landinu (til Asíulandanna) og inn til þeirra streyma ódýrar vörur sem halda niðri verðlaginu.
Þeir sem sagt borga fyrir ódýrar vörur með peningum sem þeir búa til úr engu. Þetta er auðvitað dæmt til að springa einhvern daginn.
Sveinn R. Pálsson, 20.11.2016 kl. 23:59
Ég er ekki að segja að Bandaríkin verði gjaldþrota, helur að kerfið getur hrunið, þ.e. þegar fólk missir trúnna á gildi dollarsins.
Sveinn R. Pálsson, 21.11.2016 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning