Trump virðist alvara að skilgreina Íslam óvin Bandaríkjanna nr. 1 - að fara í átök við Íran "þjónkun við Ísrael?/nýíhaldsmenn?" - að taka aftur upp pyntingar - að hefja aftur rekstur leynifangelsa CIA þ.s. fólki var haldið án dóms og laga!

Það er dálítið sérstakt að sjá þá öfgamenn sem Trump er að skipa sem ráðherra!

Who is Mike Pompeo?

Civil rights groups uneasy over Sessions pick

Trump Turns to His Right Flank to Fill National Security Posts

Trump picks hardliners to head DoJ and CIA

 

Mike Pompeo

Nýr yfirmaður CIA: Hann hefur verið harður gagnrýnandi samnings svokallaðra 6-velda við Íran, þ.s. óhætt að Bandaríkin hafi ásamt Evrópuríkjum og öðrum NATO löndum, ásamt Rússlandi -- samþykkt frið við Íran!
--Hann hefur hvatt til loftárása á kjarnorkuprópramm Írans.
Sjá umfjöllun mína: Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!

Fyrst að Pompeo er skipaður yfirmaður CIA -> Verð ég að gera ráð fyrir því, að Trump er hann tók yfir stefnu nýíhaldsmanna - Ísraels - og Repúblikana flokksins gagnvart Íran, að þá hafi einhvers konar samkomulag verið framkvæmt milli hans og væntanlega nýíhaldsmanna, og jafnvel Ísraels!
--Þannig að Trump sé fullkomlega alvara með það að ætla að sverfa að Íran, jafnvel ráðast á Íran --> Sem væri virkilega slæm hugmynd, enn verri en ákvörðun George Bush að ráðast inn í Írak 2003.

Auk þessa, er Pompeo stuðningsmaður þess að beita pyntingum - og stuðningsmaður leynifangelsa sem CIA rak í tíð Bush stjórnarinnar, þ.s. fólki var haldið fyrir utan lög og rétt:

  1. "He has criticized Mr. Obama’s decision to shut down the C.I.A.’s black-site prisons..."
  2. "...and to require all interrogators to strictly adhere to anti-torture laws, using only those interrogation techniques approved in the Army Field Manual."
  3. "In 2014, he accused Mr. Obama of refusing “to take the war on radical Islamic terrorism seriously,” citing among other Obama policies the president’s “ending our interrogation program in 2009.”"

Skv. þessu mun Pompeo -- styðja eindregið að pyntingar séu aftur teknar upp!
Og að leynifangelsi CIA - verði aftur tekin í rekstur.

Mike Pompeo og Mike Pence, nýr varaforseti Bandaríkjanna, eru sagðir - vinir.

 

Lt. Gen. Michael Flynn

Þjóðaröryggisráðgjafi: Fljótt á litið er Flynn hershöfðingi mjög hæfur til starfsins þ.e. hann hefur að baki sér langan feril sem fær starfsmaður í njósnadeildum bandaríska hersins sbr. "army intelligence" og hann var um tíma yfirmaður "Defense Intelligence Agency."

Það sem setur marga hljóða -- eru afar afar afar harkaleg viðhorf hans gegn Íslam, en hann virðist taka undir þær allra allra harkalegustu skoðanir gegn Íslam sem til eru.

  1. "General Flynn has argued that Islamist militancy poses an existential threat on a global scale..."
  2. "...and he cited the Muslim faith itself — which he has referred to as “a cancer” and a political ideology, not a religion — as the source of the problem."

Líklegt er að mörg ár sem hann starfaði í Afganistan - í baráttu gegn Talibönum, liti þær skoðanir töluvert.
--Þessi viðhorf urðu að vandamáli, og hann var látinn hætta sem yfirmaður "Defense Intelligence Agency" m.a. vegna þeirra - en þau tóna ekki vel við þá staðreynd að nokkur mikilvæg múslimalönd eru mikilvægir bandamenn Bandaríkjanna.

En nú er hann færður inn í ríkisstjórn forseta - sem sjálfur hefur talað mjög harkalega gegn Íslam, þannig að líkur virðast sterkar að - Trump og Flynn séu líklega sammála í megin atriðum.

Flynn að auki -- gangrýndi mjög ákvörðun Obama, að styðja við fall Gaddhafi og um svipað leiti og sá atburður gerðist, að styðja ekki Mubarak af Egyptalandi er hans ríkisstjórn einnig riðaði til falls.
--Sem má sennilega lesa í þannig, að herra Flynn telji að eina leiðin til að lifa með Íslam, sé að styðja harðstjóra sem halda því skipulega niðri.

  • Mér virðist þó ljóst -- að skipulögð krossferð gegn Íslam, mundi einmitt vera það sem últra róttækir Íslamistar eru að óska eftir!
  • En þeir hafa stöðugt haldið því fram að Vesturlönd hati Íslam, svo ef Bandaríkin fara að beita sér skipulega gegn Íslam með öllu sínu afli -- mundi þar með mörgum virðast sá áróður staðfestur, sem gæti valdið því að margir gangi slíkum samtökum á hönd.
    --Sem ekki hafa gert það fram að þessu!

 

Senator Jeff Sessions

Aðalsaksóknari Bandaríkjanna: Hann er harðlínumaður gegn aðflutningi fólks til Bandaríkjanna - og tónar því skipun hans mjög vel við loforð Trumps í kosningabaráttunni, að beita sér mjög gegn aðflutningi fátæks fólks til Bandaríkjanna - sem ekki hafa formlegt landvistarleyfi.

Hann er mikill stuðningsmaður dauðarefsingar - samtímis mikill harðlínumaður gegn fóstureyðingum - - að auki hefur hann í fortíðinni látið sér um munn fara ummæli sem auðvelt er að túlka sem kynþáttahatur gegn blökku fólki, sem og að auki hatur gegn fólki af mexíkósku ætterni.

Þannig að skipan hans - tónar mjög vel við málflutning Trumps í kosningabaráttunni.
--En hann studdi eindregið -vegginn- hans Trumps.

Á sínum tíma er stóð til að skipa hann sem - alríkisdómara, var honum hafnað af þingnefnd skipuð að meirihluta þingmönnum Repúblikana í tíð Ronald Reagan:

"In testimony before the committee, former colleagues said that Mr. Sessions had referred to the N.A.A.C.P., the Southern Christian Leadership Conference and other civil rights groups as “un-American” and “Communist-inspired.”"

Hreint magnaðar skoðana-öfgar!

 

Niðurstaða

Þessar skipanir með réttu ættu að fylla allt skynsamt fólk ógn og skelfingu:

  1. Nýs yfirmanns CIA sem er Írans hatari - styður pyntingar og fangelsun utan laga og réttar, taldi Obama ekki nærri því nægilega harðan í baráttunni við öfga Íslam - þar virðist hann ekki gera greinarmun á Súnní Íslam sé Shia Íslam.
  2. Nýr Þjóðaröryggisráðgjafi: Sem virðist eindreginn Íslam hatari, er virðist kalla Íslam -trú 1/6 hluta alls mannkyns- hnattræna ógn, pólitíska hugmyndafræði frekar en trú.
  3. Nýr alríkissaksóknari Bandaríkjanna, sem hefur í fortíðinni líkt baráttufólki fyrir mannréttindum við kommúnista, látið frá sér ummæli sem auðvelt er að túlka sem kynþáttahatur - ummæli sem þannig voru túlkuð af þingnefnd í tíð Ronalds Reagan sem meirihluta var skipuð Repúblikönum og honum var þá hafnað af þinginu þó að Ronald Reagan hefði þá haft þingmeirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins, auk þess harðlínumaður gegn fóstureyðingum og aðflutningi fátæks fólks til Bandaríkjanna sem ekki hefur landvistarleyfi.

Ég verið að bíða eftir því að sjá hverja Donald Trump skipar. En val hans á hverjum harðlínumanninum eftir öðrum -- virðist sýna að stefni í mestu harðlínu hægri stjórn sem setið hefur á valdastól í Bandaríkjunum, hugsanlega nokkru sinni.

Þarna stefni ekki í að meðalvegurinn verði fetaður -- heldur langt, langt í frá!

Skipulögð krossferð gegn Íslam fyrirhuguð?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki sjálfum þér samkvæmur hér.

Hvað með Ku Klux Klan? Ertu líka hlyntur þeim? Í dag er Ku Klux Klan, vinsamleg samtök sem halda fundi, en myrða engan ... eigum við að gerast meðlimir? Nei, takk ... friðsamleg, eða ekki þá vitum við báðir hvað er að baki þeim, og fyrir hverju þau standa. 

Kristni, var fundin upp til að "Gelda" Gyðinga og gera þá "gentile".  Islam, var fundin upp til að "eyða" ... þeim. Þú átt aðeins tvo kosti, samkvæmt Islam ... "convert or die".

Fólkið í mið-austurlöndum, sem slíkt eru ekki óvinir okkar ... en trúin, er það.  Á meðan Islam, ekki gengur í gegnum svipaðar "breytingar" og Kristin trú gerði í gegnum "uppreisnina", þar sem úr varð "mótmæłendatrú".  Er Islam, sem slíkt ... hreinn og beinn, óvinur okkar.  Allar aðrar hugsanir, eru annaðhvort af ókunnáttu eða upprunnar af hreinu "Gyðinga hatri".

Bæði kristni, og Islam eiga upptök sín í "gyðingahatri".  Þ.e.a.s. andstöðu við það, að aðeins Gyðingar séu "fólk Guðs". Að við "hin" séum það líka.  Núverandi "kristni" (mótmælendatrú), gengur út á það, að afneyta þessu.

Þessa breytingu, hefur Islam ekki gengið í gegnum.  Og stríðið í mið-austurlöndum, gengur meðal annars út á ... að Islam fari í gegnum slíkar breytingar.  En stuðningur, vestrænna velda við "Islam", er aftur á móti ekki "focused".

Fólk hér, hefur almennt ekki hugmynd um hvað það er að gera ... það tekur á móti flóttamanni frá Íran, Írak, sem er að flýja "Islam" vegna þess ... kanski, að hann er samkynhneigður.  Síðan, tekur fólk á móti "Islam", og þessi "nýji" flóttamaður flytur inn við hliðina á hinnum fyrri. Niðurstaðan eru glæpir, morð, barsmíðar, nauðganir ... af ólíkum ástæðum, þeirra sem verkið framkvæmir.  En öll vegna vankunnáttu og kjánaskaps fólks hér.  Góða fólkið, sem heldur að það sé að gera gott ...

Hvað varðar CIA, og val Trumps á þessum mönnum.  Þá verð ég að segja, að Obama myrti bin Ladin ... var það ekki morð? að myrða veikan mann í rúmi sínu, og fleygja líkinu í sjóinn og drepa alla sem stóðu að því líka? Obama er ekki búinn að loka Guantanamo enn ... hann veitir ISIS, ríki Islams, vopn og önnur gögn, beint og óbeint í gegnum beinar vopnasendingar sem varpað er ... á land ISIS, náttúrulega fyrir mistök ... kaninn ratar ekki eftir landakorti ... þetta heldur þú, er það ekki. Veit ekki um þig, en það fyrsta sem þú lærir er "to navigate", svo heldur ennþá að þeir rati ekki með vopnasendingarnar?

Einar, fólkið í mið-austurlöndum eru ekki óvinir okkar ... ISLAM er óvinur okkar. Hugmyndafræðin, ER óvinur okkar.  Obama, hefur stutt "hugmyndafræðina" ekki fólkið. En dylur stuðning sinn, með því að setja jafnaðarmerki milli "Islam" og fólksins í mið-austurlöndum.

Heldur þú að allir í mið-austurlöndum, séu ISLAM? Er það sami hluturinn, ISLAM og fólkið?

Það á að "skilja" á milli þeirra, sem ekki fylgja hugmyndafræðinni ... og þeirra, sem gera það.

Nú skulum við sjá, hvað Trump gerir í þessu máli ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 10:12

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er meira en ,,dálítið skrítið".

Þetta er barasta alveg ótrúlegt.  Vantar orð til að lýsa þessu.

Sammála niðurstöðinni.

Skelfilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.11.2016 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband