Shinzo Abe heimtar almennar kauphækkanir japanskra launamanna

En hugmynd Abe snýr að því að auka hagvöxt í Japan, með því að auka neyslu, auk þess að hann vonast einnig eftir því að aukin eftirspurn leiði fram - hækkun verðbólgu í Japan!

Abe calls for wage rises to boost Japanese economy

http://jto.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2013/06/nn20130627e4a.jpg

Vandamál Abe, sem kjörinn var út á loforð um endurreisn hagvaxtar í Japan!

Er að þrátt fyrir sprikl í þeim tilgangi - m.a. massíf peningaprentunar aðgerð. Hefur hagvöxtur í Japan haldist lítill - þó í hans tíð hafi hann oftast nær a.m.k. verið mælanlegur.

Auk þess hefur verðbólga haldist vel innan við 2% -- þrátt fyrir stífa prentun!

Á sl. ári var Abe óheppinn, þegar upplifun markaðarins um efnahagslega óvissu í Kína - leiddi til flótta fjárfesta m.a. í Jen -- gengi jensins þá steig.
--Þá mældist í Japan verðhjöðnun þrátt fyrir stífa peningaprentun.

Slakur hagvöxtur í ný-iðnvæðandi löndum, hafi auk þess leitt til frekara fjárstreymis inn í öryggið!
Japönsk fyrirtæki hafi orðið fyrir -- samdrætti í hagnaði með hækkandi jeni.

Þau hafi því verið síður viljug til að viðhalda þeim stíganda í hækkun almennra launa, sem Abe hafi heimtað síðan hann tók við embætti forsætisráðherra - um árið.

  1. "In 2014 and 2015 his efforts succeeded, but this year the pace of wage hikes slowed for the first time since Mr Abe came to power, with an average rise of 2.14 per cent compared with 2.38 per cent a year earlier."
  2. "According to the Bank of Japan’s latest Tankan survey of business sentiment, they expect current profits to fall 11.8 per cent this fiscal year."

Abe m.ö.o. heimtar að japönsk risafyrirtæki viðhaldi sama launaskriði og á undan - þrátt fyrir minnkandi hagnað.

Hann heldur því fram að olíuverð hafi náð lágmarki og muni fara aftur hækkandi, þannig hjálpa verðbólgunni.
--Að auki heimtar hann að risafyrirtækin verði liprari í samningum við -- verktakafyrirtæki, svo slík fyrirtæki geti einnig tekið þátt í áætlun Abe um launaskrið.

  • Áhugavert hvernig það þykir ekki tiltökumál í Japan - að stjórnvöld hlutist til um ákvarðanir fyrirtækja á markaði.
  • Slík afskipti þættu ákaflega óeðlileg t.d. í Bretlandi! Svo dæmi sé nefnt.
    --Ég man t.d. að hafa bent á það í umræðu á erlendum vef, að Þjóðverjar gæti tekið upp sambærilega stefnu og Abe, til að auka neyslu innan Þýskalands.
    --En hægri maðurinn sem ég ræddi við, kallað mig -- kommúnista :)

Skemmtilegt að muna það í ljósi þess, að Abe fer fyrir megin hægri flokki Japans :)

 

Niðurstaða

Það er nefnilega algerlega rétt, að launahækkanir geta aukið hagvöxt og einnig verðbólgu. Þetta væri t.d. alveg kjörin stefna fyrir Þýskaland, vegna þess að meðan að Þýskaland hefur umtalsverðan afgang af viðskiptum við útlönd - hefur Þýskaland ágætlega efni á launaskriði til aukningar innanlands neyslu. Sem mundi auka hagvöxt innan Þýskalands. Það mundi einnig hjálpa hagvexti í nágrannalöndum Þýskalands - þ.e. gera má ráð fyrir að aukin neysla innan Þýskalands mundi ekki eingöngu fara í neyslu þess sem er framleitt innan Þýskalands.
--Margir hagfræðingar hafa bent Þjóðverjum á þetta - en ekki fengið mikla hlustun!

Þ.s. að ráðandi stefna innan Þýskalands hefur lengi verið með áherslu á hagsmuni útflutnings iðnaðar landsins, þ.e. að halda niðri launum!
--Sem rökrétt hefur leitt fram mjög jákvæðan viðskiptajöfnuð, þ.s. neysla innan Þýskalands hefur lengi verið það lítil hlutfallslega að mun meir hefur verið flutt út en flutt hefur að öllu jafnaði verið inn.
--Það hefur með sér þann ágalla, að einhver annar þarf þá að hafa -- viðskiptahalla til að kaupa allan þennan útflutning.

  • Áður en evrukreppan skall á, þá höfðu öll löndin án undantekninga er lentu í vanda innan evrunnar, viðskiptahalla við Þýskaland.
    --M.ö.o. þá eignast lönd með viðskiptahagnað skuldir við sín viðskiptalönd.

Ef Þýskaland hefði að jafnaði -- utanríkisviðskipti sín í jafnvægi, þ.e. hvorki halli né afgangur, þá væri viðskiptahalli landa við Þýskaland minna vandamál - þar með viðskiptaskuldasöfnun þeirra landa við Þýskaland.
--Þetta leiddi að sjálfsögðu til bætts langtíma efnahagsjafnvægis evrusvæðis.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband