16.11.2016 | 00:57
Hvaða áhrif hefði efnahagsstefna Trumps - ef maður gerir ráð fyrir að hann gleymi yfirlýsingum um einhliða toll aðgerðir gegn stórum viðskiptalöndum?
Nú er ég að tala um það, að ef Trump fylgir einfaldlega því "supply side" efnahagsplani sem Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa teiknað upp, og getur verið hrint í framkvæmd með litlum fyrirvara, þessi lagasetning hefur þegar verið undirbúin af þingmönnum Repúblikana.
Áhrifin eru þekkt, en 2-forsetar Bandaríkjanna hafa fylgt slíku efnahagsmódeli fram.
- Reagan á hinn bóginn, gerði það einungis framan af -- en þ.s. margir kjósa að gleyma er að hann án hávaða smám saman dróg til baka skattalækkanir sínar, þannig að einungis er unnt að tala um "supply side model" á hans fyrra kjörtímabili.
--Ástæðan var sú, að hallinn á ríkisstjóði Bandaríkjanna varð það mikill að Reagan söðlaði um, vildi ekki skila af sér búi þ.s. skuldir ríkisins hefðu vaxið stórum. - Sá sem aftur á móti fylgdi "supply side" í gegnum sína forsetatíð, var annar forseti sem mun minna vinsælt er að vitna til -- nefnilega Bush forseti hinn síðari. En þar endurtók sig það sem Reagan uppgötvaði að skattalækkunarstefnan leiddi til aukins halla á ríkissjóði Bandaríkjanna -- en ólíkt Reagan söðlaði Bush yngri ekki um, heldur hélt lækkuðum sköttum kjörtímabil sitt á enda.
--Enda hækkuðu ríkisskuldir Bandaríkjanna verulega meðan hann var forseti.
Martin Wolf hjá Financial Times: Donald Trumps false promises to his supporters.
- "The revised Trump plan would reduce the top individual income tax rate to 33 per cent and the corporate tax rate to 15 per cent."
- "It would also eliminate the estate tax." -- sá gildir einungis fyrir eignir umfram milljón dollara, svo þetta er skattalækkun einungis fyrir auðuga.
- "The highest-income taxpayers 0.1 per cent of the population, those with incomes over $3.7m in 2016 dollars would receive an average cut of more than 14 per cent of after-tax income."
- "The poorest fifths taxes would fall by an average of 0.8 per cent of taxed income."
- "The net effect of these plans would be a large rise in fiscal deficits."
- "Calculations by the Tax Policy Center at the Brookings think-tank suggest that by 2020 the deficit would increase by 3 per cent of gross domestic product."
- "With current forecasts as the baseline and ignoring any additional spending, this would mean a deficit of around 5.5 per cent of GDP in 2020."
- "Cumulatively, the increase in federal debt by 2026 might be 25 per cent of GDP."
--------------
- Martin Wolf síðar bendir á, að bandaríska ríkið verji 88% sinna fjárlaga í --> Varnir + heilbrigðismál + stuðningsaðgerðir við lágtekjufólk + félagslegar tryggingar + vaxtagjöld.
- Heilt yfir séu útgjöld alríkisins 20% af þjóðarframleiðslu.
Á 10-árum mundu skuldir alríkisins hækka um 25% af þjóðarframleiðslu, við þann hallarekstur sem rökrétt verður til -- ef ekkert væri skorið niður á móti.
Ósennilegt virðist að Trump og Repúblikanar samþykki niðurskurð til hermála - en eitt af loforðum Trumps er einmitt, aukin framlög til hermála!
--Þannig að ef maður gerir ráð fyrir að hann meini það loforð, þá væri það endurtekning nær fullkomin á hagstjórn Bush yngri, þ.e. lækkun skatta + aukin útgjöld.
--Fyrir utan að Trump einnig vill verja auknu fé til opinberra framkvæmda!
Það virðist þar með blasa við --> Að höggvið verði í liði fjárlaga, er beint er að almenningi!
-Heilbrigðismál - aldraðir - fátækir.-
- M.ö.o. að í annan stað fái auðugir Bandaríkjamenn, afnám erfðafjárskatts þ.e. þeir sem eiga yfir milljón dollara í eignir + almenna skattalækkun.
- En líklega verði öll stuðningskerfi við almenning, skorin niður.
Þannig að þó allir eigi að fá skattalækkun -- þá líklega leiði niðurskurður útgjalda er styðja við tekjur þeirra sem hafa minna en meðal laun, til þess að slíkir hópar tapa sennilega heilt yfir.
--Að auki verða heilbrigðis tryggingar örugglega mun dýrari en í tíð Obama.
- Þannig að ef það er rétt greint, að tekjumismunur sem hafi vaxandi farið í bandarísku samfélagi, sé ekki síst að baki þeirri reiði kjósenda sem hafi skilað kjöri Trumps.
- Þá líklega leiði stefna Repúblikana sem Trump líklega leiðir fram -- einmitt til þess að tekjumismunur ríkra og fátækra vex enn frekar, og að auki sennilega verða fátækir og læra launaðar stéttir fyrir nettó skerðingu sinna kjara.
Einungis sé hugsanlegt að loforð Trumps að verja fé í framkvæmdir komi á móti.
Skv. þessu, þegar þessi stefna birtist kjósendum Trump síðar á nk. ári!
Má líklega reikna með reiði-öldu frá þeim er kusu Trump!
--Spurning vaknar þá, hvað gerir Trump þá til að viðhalda sínum vinsældum?
--Trump gæti þá gripið til vanhugsaðra skyndilausna, til að halda í sínar vinsældir!
Nema auðvitað að Trump hafni útgjaldalækkunarhugmyndum þingmanna Repúblikana. Sem mundi skapa honum þinglega sennilega svipaða stöðu og Obama glýmdi við alla sína forsetatíð, að standa gegn kröfum þingsins um útgjaldalækkanir.
--Þá auðvitað líklega skilar sér þessi 25% aukning ríkisskulda Bandaríkjanna að fullu!
Niðurstaða
Greining Martin Wolf sem vitnað er til, gerir ekki ráð fyrir þeirri hugsanlegu kreppu sem má vera að Trump búi til. En það án vafa leiðir til kreppu, ef Trump einhliða setur háa tolla á Kína, og fjölda viðskiptaþjóða sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla við.
Ef það yrði snögg umskipti yfir í heimskreppu, þá að sjálfsögðu snarversna forsendurnar sem upp eru gefnar að ofan - þ.s. þá minnka tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna, sem mundi leiða til mun stærri halla á ríkissjóði Bandaríkjanna og því mun hraðari skuldaaukningar bandaríska alríkisins - en að ofan er nefnt.
Punkturinn í þessu er sá, að jafnvel þó ekki sé gert ráð fyrir því að Trump búi til heimskreppu -- þá fyrirsjáanlega mun hans stjórn auka verulega á skuldsetningu Bandaríkjanna!
--Nema auðvitað að Trump mundi skera mjög grimmt niður þá þætti kostnaðar, er einmitt snúa að almenningi!
--En Trump mundi þá hætta á að tapa sínum vinsældum meðal þeirra sem kusu hann til þess að til að bæta kjör almennings.
Trump gæti auðvitað -- hafnað kröfum þingmanna Repúblikana um útgjalda niðurskurð.
Sem gæti leitt hann inn í svipaða þingumræðu og Obama lenti í - í sinni forsetatíð.
--Það auðvitað þíddi að skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna mundu stöðugt vaxa líklega í gegnum hans forsetatíð, þó maður geri ráð fyrir að Trump standi ekki við þau stóru orð að knýja fram stórfelldar breytingar á erlendum viðskiptasamningum Bandaríkjanna.
Þannig að útkoman yrði þá eins að því leiti og hjá Bush -- að Trump mundi skila að sér umtalsvert skuldsettara þjóðarbúi en áður!
--Skuldir Bandaríkjanna miðað við þjóðarframleiðslu gætu farið í kringum 120%.
- Án þess að gera ráð fyrir hugsanlegri kreppu!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 856020
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maðurinn er ekki forseti enn, og ekkert öruggt að hann verði það. Þannig að segja "false promises", er hreinn og beinn bull.
Og spá í það, hvað þessi maður gerir eða ekki ... Maðurinn er ekki kominn í embætti enn, hefur ekki sinnt neinum opinberum embættum og því ekkert markstætt í því sem þú bullar. Maðurinn er "stór" í sínum bransa, hefur skilað miklum árangri ... þannig að allt sem þú segir, er þvert á staðreyndir ... það að hann hafi gert vel í sínum bransa, er engin trygging fyrir því að hann verði góður forseti ... langt frá því, enda hefði ég aldrei kosið hann (nema ef bara hann og hillary hefðu verið í framboði). En það að halda því fram, að "Viðskiptamaður", sem hefur æfilangt "success" í þeim bransa að baki sér, komi að "mistakast" við þetta núna ... er ekki byggt á neinum staðreyndum ... heldur "óskhyggju" í þér sjálfum.
Hvaða ástæðu hefur þú fyrir því að óska honum, eða bandaríkjamönnum "falls" í þessu sambandi? Móðgaðist þú við tal hans? Við hvað? Ef þú hefur móðgast, þá er það vegna þess að þú skyldir ekki hvað hann var að segja. Svipað og stór hluti "immigrants" í Bandaríkjunum, sem aldrei hafa lært almennilega "amerísku". Litað fólks, sem fer aldrei út fyrir "Chinatown" eða "Little Italy", og hóp ungra fasista sem ekki einu sinni hafa greindarvísistölu til að skilja að þeir séu fasistar. Þú ert þá í hópi margra manna, sem "talar" ensku án þess að skilja hana ... svipað eins og fjármálaráðherra 2008, þegar hann talaði við Breta.
Sko, ef Trump ætlaði að fara í Heimstyrjöld ... eins og Hillary, gæti ég skilið bullið. Ég kysi ekki hillary, því hún er fulltrúi manna sem eru að búa undir heimstyrjöld ... meira að segja orðið sammála. Hef enga skoðun, né vit á því hvað maðurinn gerir ... en segi eins og Farrage, og Johnson í bretlandi. Þessi maður er "viðskiptamaður" og því samningahæfur ... þetta er það EINA sem hægt er að segja með vissu. Allt annað er bara "þvaður" í taugaveikluðum kjánum og fasistum. Ég sagði þér fyrir ári síðan, að honum yrði ekki leift að verða forseti ... að EF hann yrði kosinn, þá myndi "Electoral College" að öllum líkindum brjóta hefðina og hindra hann í að verða.
Gerir þú þér einhverja "hunds" grein fyrir því, hverjir afleiðingar geta orðið ... ef "Electoral College" brýtur hefðina?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 14:58
Ég gæti trúað að tjón Bandaríkjamanna muni liggja í því að vopnasala muni dragast saman.
Sveinn R. Pálsson, 16.11.2016 kl. 21:51
Sveinn, ég tek þannig athugasemd sem hverju öðru gríni, enda er sala vopna ekki eitt þeirra megin atriða er halda bandar. hagkerfinu í gangi -- ef fólk vill leita uppi land sem hefur mjög stóran vopnaiðnað miðað við landsframleiðslu, þ.s. sala vopna raunverulega er efnahagslega mikilvæg - beinið sjónum að Rússlandi.
--En Rússland viðheldur mjög hlutfallslega stórum her miðað við landsframleiðslu sem einungis er svipuð að stærð og landsframleiðsla Ítalíu -- samt er viðhaldið kjanorkuheralfa ívið stærri en kjarnorkuherafli Bandar. og herafli rúmlega milljón manns -- -- langt yfir þeim herkostnaði sem Ítalía hefur valið að standa straum af.
--Og ítrekað hefur vopnasala Rússa verið notuð til að fjármagna ný vopn, verið mikilvægur þáttur í því, að svo miklu mun minna hagkerfi geti haldið í við Bandaríkin í hertækni.
Efnahagslega skiptir hergagnasala nákvæmlega -- engu máli fyrir Bandar.
--Þetta með meint óskaplegt mikilvægi hergagnasölu Bandar. - er þjóðsaga!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.11.2016 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning