Trump virðist hafa unnið -- skv. könnun vilja bandarískir kjósendur að nýr leiðtogi bindi endi á forskot ríkra áhrifamikilla

Ef marka má kosningaúrslit undir morgun -- stefndi í sigur Trumps

Ég greini síðan frá niðurstöðu Reuters-Ipsos könnunar er birt var á kjördag í Bandaríkjunum! Ef maður skoðar frambjóðendurnar -- verður vart sagt að þeir standist þessar væntingar:

  1. Trump milljarðamæringur, erfði auðinn - tæpast dæmi um það sem kjósendur þá kalla eftir.
  2. Varla getur Clinton talist það heldur, atvinnupólitíkus með langa sögu þátttöku í stjórnmálum - þó Trump sé ríkari en hún, er Clinton fjölskyldan mjög auðug.
  • M.ö.o. eru bæði - plútókratar!

-------------------

U.S. voters want leader to end advantage of rich and powerful

  1. "75 percent agree that "America needs a strong leader to take the country back from the rich and powerful.""
  2. "68 percent agree that "traditional parties and politicians don’t care about people like me.""
  3. "76 percent believe "the mainstream media is more interested in making money than telling the truth.""
  4. "57 percent feel that "more and more, I don't identify with what America has become.""
  5. "54 percent feel "it is increasingly hard for someone like me to get ahead in America.""

-------------------

Trump hefur reynt að halda á lofti að hann væri ekki - elítupólitíkus!

En hann er klárlega af auðugu elítunni í Bandaríkjunum - og ef maður skoðar það sem hans framboð berst fyrir, þá er mjög erfitt að túlka það sem - vinsamlegt þeim sem minna mega sín.

En hann ætlar að leggja af svokallað "Obama care" - en án þess að skipta því kerfi út fyrir annað kerfi, sem býður sambærilega vernd fyrir þá - sem trauðlega hafa efni á heilsugæslu.
--En augljóslega með því að færa Bandaríkin til baka til sama kerfisins er var áður - þá fækkar þeim aftur sem eiga efni á - heilsutryggingu, og aðgengi þeirra sem tapa aðgengi að heilsutryggingum þá versnar.

Hann ætlar að lækka skatta með hætti, sem mun skila verulegum hagnaði til auðugra Bandaríkjamanna - og bent hefur verið á að tillaga hans um að afleggja erfðafjárskatt sem einungis virkar fyrir eignir að verðmæti mælt í milljónum dollara, muni bæta velferð barna Trumps.

Hann ætlar að skera niður í velferðarmálum almennt - m.a. til að fjármagna skattalækkanir.

Það sem hann hefur reynt að slá sig til riddara út á - eru hugmyndir hans um verndartolla, gagnvart helstu stóru viðskiptalöndum Bandaríkjanna.

  1. Jafnvel þó það væri rétt, að verksmiðjur mundu snúa aftur -- inn fyrir slíka tollamúra, ef þeir væru settir nægilega háir.
    --Þá tæki það mörg ár fyrir nýjar verksmiðjur að hefja starfsemi.
  2. Við vitum í reynd ekki, hvort slíkar verksmiðjur mundu bjóða mörg störf --> En þ.e. nú hafin týska í róbót væðingu, þ.e. alveg möguleiki að nýjar verksmiðjur væru reistar skv. því módeli, þannig að fá framleiðslustörf yrðu til.

En gallarnir við slíka nálgun eru mjög alvarlegir:

  1. En háir verndartollar einhliða settir á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna - án nokkurs vafa, framkalla tafarlausa - heimskreppu.
  2. En kreppa mundi verða í Bandaríkjunum, ef innflutningsverð hækka verulega --> Sem mundi fúnkera eins og að gengi Dollar hefði lækkað verulega, þ.e. kaupmáttur bandarískra borgara mundi lækka.
    --Sem þíddi, samdrátt í neyslu, þar með tap á störfum í verslun og þjónustu almennt.
    Vegna þess að stærsti einstaki liðurinn í bandaríska hagkerfinu í dag - er neysla, þá leiðir samdráttur í neyslu samtímis og hagvöxtur er hægur - án vafa til kreppu.
  3. Kreppa mundi samtímis skella á í viðskiptalöndum Bandaríkjanna - sem eru verulega háð Bandaríkjamarkaði, svo sem Kína - líklega einnig S-Kóreu og Japan, jafnvel Þýskalandi að auki.
    --Kreppa samtímis í þeim löndum og Bandaríkjunum = heimskreppa.
  4. En kreppa í stærstu hagkerfum heims, þíddi -- samdráttur og kreppa alls staðar.

En nettó áhrifin mundu án vafa leiða til mun fleiri tapaðra starfa innan Bandaríkjanna -- en nokkrar líkur væru á að hugmyndir Trump væru líklegar að skapa!

Svo væri kjara-rýrnun Bandaríkjamanna sennilega varanleg!
--Þar með að sjálfsögðu, þeirra sem eru í fátækari hluta launamanna!

Með þetta í huga -- þurfa launamenn er kusu Trump að hafa verið afar einfaldir!
--Því þeir augljóslega kusu gegn sínum hagsmunum.

 

En jafnvel þó maður geti auðveldlega teiknað Clinton einnig sem elítumanneskju!

Þá hefur hún ekki haft það sem stefnu - að setja einhliða upp nýjar viðskiptahindranir gegn helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna, eins og Trump hefur skýrt og skorinort hótað.

Það eitt og sér, þó ekkert annað væri nefnt -- gerði hana að skárri vakost fyrir fátækari hluta Bandaríkjamanna!

Þar auðvitað eru menn að bera saman --absolute disater-- og --status quo.---

En sama ástand er skárra - en breyting til þess mikilla muna verra!
--Jafnvel þó allir væru sammála að núverandi ástand sé slæmt.

Sé órökrétt að kjósendur virðast hafa valið að gera ástandið - verra!

 

Niðurstaða

Samkvæmt þeim niðurstöðum er lágu fyrir um 5-leitið í morgun, stefndi í sigur Trumps!

Eins og ég benti á, þá er hvorki Clinton né Trump það sem bandarískir kjósendur vilja kjósa. Eigi að síður voru Clinton og Trump það val sem kjósendum var boðið upp á.

Eitt algerlega víst að Trump er augljóslega til mikilla muna verri kosturinn ef menn vilja:
A)Ekki að elíturnar auðgist frekar.
B)Ekki að þær verði enn öflugari og áhrifameiri en áður.
C)Vilja að dregið sé úr ójöfnuði.

En meðan að Clinton hefði viðhaldið nokkurn veginn sama ástandi og áður, ef marka má líklega stefnu hennar ef hún hefði náð kjöri <--> Þá augljóslega mun stefna Trumps halla mjög á fátækari hluta Bandaríkjamanna og launamenn innan Bandaríkjanna almennt, sem og auka bilið milli ríkra og fátækra frekar en núverandi ástand.

--Bandarískir launamenn virðast hafa kosið gegn sínum hagsmunum?
Ef marka er hvernig staðan leit út ca. um 5-leitið í morgun!

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trump er með flest fylkin og 60 miljón atkvæði á herðunum. Hann þarf að standa við kosninga loforð sín, ekki hafa áhyggjur af könnunum, sem eru einskis virði.

Í öðru lagi, þá er þessu ekki lokið enn ... atkvæða talning er "frosinn" í síðustu fylkjunum, sem þýðir að ef þeir geta fengið "magic votes", sem gefur þeim það sem eftir er af fylkjunum, verður úr vandamál sem getur þýtt að "electorate" tekur af honum sigurinn. Ef hann vinnur Arizona, og Alaska, yrði það katastrof ef þeir tækju af honum sigurinn.  En Clinton verður með "popular vote", sem samt sem áður er vafasamt ... þar sem bent hefur verið á "voter fraud".

It&#39;s not over, until the fat lady sings.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.11.2016 kl. 14:39

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einar ég held að þú ættir að hætta að ræða um stjórnmál hér í USA, því að þú hefur mjög littla þekkingu á því hvað er að gerast hér.

það fær enginn réttar upplýsingar með því að horfa aðeins á CNN og halda þeir séu algjörir snillingar í innanlandsmálum USA.

það vantaði ekki spámannsgetuna hjá þér fyrir kosningarnar, þá varst þú með á hreinu að Hildiríður Klinton yrði næsti forseti USA af því að CNN hélt því fram.

En af tvennu illu þá held ég að Trompið sé betra en hin gjörspillta Hildiríður Klinton sem er með blóðslóðina á eftir sér eftir að vera Secretery of State.

það var kominn tími að stoppa stjórnmálamaskinu Bush og Klinton fjölskyldnanna og gjör spillingu Klinton fjölskyldunnar og það má Trompið eiga, hann sigraði báðar þessar fjölskyldur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.11.2016 kl. 00:47

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, ég hef ekki horft á CNN í mörg ár.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.11.2016 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband