Daginn þegar Bandaríkjamenn kjósa sinn næsta forseta segir gefur Reuters-Ipsos Clinton 90% sigurlíkur

Sjá hlekk: Clinton has 90 percent chance of winning. En þar kemur fram að mati sérfræðinga Reuters-Ipsos þurfi Trump að hafa betur en Clinton í flestum eftirfarandi fylkja -> Florida, Michigan, North Carolina, Ohio - þar sem niðurstöður könnunarinnar voru innan skekkjumarka þannig að óvisst er hvort Clinton eða Trump hefur þar betur; og helst að auki að sigra í Pennsylvania þ.s. Clinton mældist með naumt forskot.

"Any combination of two losses in the three states of Florida, Michigan and Pennsylvania would almost assuredly result in a Clinton victory."
"At the same time, Trump must hold onto the traditionally Republican state of Arizona, where the race has drawn close, and hope that independent candidate Evan McMullin does not claim another Republican bastion, Utah."

  1. "To win, Trump needs higher turnout among Republican white voters than that which materialized in 2012..."
  2. "...a drop-off in ballots by African-American voters and a smaller-than-predicted increase in Hispanic voters, the project showed.

Tölur sem þegar liggja fyrir, fólk er þegar hefur kosið, bendi til -- eitthvað lakari kjörsóknar meðal svartra, sem eru slæm tíðindi fyrir Clinton
-En á móti, virðist veruleg aukning í gangi í mætingu Bandaríkjamanna af svokölluðum latneskum ættum, miðað við kosningarnar 2012 -- sem eru góð tíðindi fyrir Clinton, gerir hana t.d. "very competitive" í því sem vanalega er "Republican stronghold" Arizona.

Mat sérfræðinga Reuters-Ipsos er:

"The former secretary of state was leading Trump by about 45 percent to 42 percent in the popular vote, and was on track to win 303 votes in the Electoral College to Trump’s 235, clearing the 270 needed for victory, the survey found."

Ég skal ekki segja að það sé fullkomlega útilokað að svo reynt fyrirtæki í gerð skoðanakannana hafi rangt fyrir sér!
En könnunin sem birt var á mánudag, er það nærri kosningum - þ.e. birt daginn áður og unnin um sl. helgi, að mjög hátt hlutfall kjósenda var líklega búnir að ákveða sig.
--> Sem eru rök fyrir því, að könnunin ætti að fara nærri niðurstöðum.

  • Það að FBI-kynnti á mánudag, að rannsókn FBI á e-mailum Clinton væri lokið í annað sinn, með sömu niðurstöðu sem áður -- m.ö.o. að Clinton væri laus mála hvað FBI áhrærir --> Getur síðan alveg leitt til lítilsháttar fylgisaukningar hennar á kjördag.

Það kemur auðvitað í ljós!
En stund sannleikans er upp runnin!

 

Niðurstaða

Öll heimsbyggðin mun án vafa fylgjast náið með talningu atkvæða á kosninganótt aðfararnótt miðvikudags, þar sem þessar kosningar eru óvenju mikilvægar - vegna þess að annar frambjóðandinn ef kjörinn, segist ætla fylgja stefnu er óhætt er að segja að mundi skapa mikið umrót í heiminum, ef þeirri stefnu væri framfylgt.

Flestar þjóðir heimsins, hafa ekki nokkurn áhuga á ruggi af slíku tagi -- allra síst nýrri heimskreppu, er væri ein af líklegum afleiðingum þess ef stefna Trumps næði fram að ganga.
--Auk þess að kalt stríð við Kína - væri nær fullkomlega örugg afleiðing að auki.

Þannig að ef í ljós kemur að Clinton nær kjöri - mun fara um heimsbyggðina án vafa, stór léttir! Þó að enginn hafi sérstakar væntingar til Clintons sem forseta!

Þá a.m.k. á enginn von á því, að hún reyni að rugga málum með þeim hætti, er Trump segist ætla gera ef hann nær kjöri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband