FBI tilkynnir heimsbyggðinni, að fyrri niðurstaða FBI að ekki séu nægar sannanir fyrir dómsmeðferð gagnvart Hillary Clinton - standi!

Þetta sjálfsagt kemur sem léttir fyrir marga, sem óttast hugsanlegan sigur Donalds Trump, en miðað við hugmyndir Trumps ef maður ímyndar sér að þær mundu verða framkvæmdar - hafandi í huga það hrikalega tjón sem framkvæmd hans hugmynda leiddi af sér fyrir heimsbyggðina alla, sem og Vesturlönd sérstaklega og Bandaríkin.
--> Þá hlýtur allt hugsandi fólk að vonast eftir ósigri Trumps þann 8/11 nk.

FBI clears Clinton in latest email review two days before election

FBI to take no action against Clinton over new emails

Emails Warrant No New Action Against Hillary Clinton, F.B.I. Director Says

Director James B. Comey FBI

http://media2.fdncms.com/arktimes/imager/u/blog/4477700/maxresdefault.jpg?cb=1467735651

Yfirlýsing Comey: “Based on our review, we have not changed our conclusions that we expressed in July with respect to Secretary Clinton,” - "During that process, we reviewed all of the communications that were to or from Hillary Clinton while she was secretary of state,"

Eins og þarna kemur fram, fór FBI - yfir gögn úr tölvu sem hafði verið í eigu eiginmanns Huma Abedin, sem er -- einn mikilvægasti ráðgjafi og aðstoðarkona Hillary Clinton.
--En Huma hafði einnig notað flatskjá eiginmanns síns í einhver skipti, til að taka við e-mailum frá Clinton, er Hillary Clinton var utanríkisráðherra!

Í dag er Huma Abedin fráskilin, enda hennar eiginmaður orðinn ófrægur fyrir -tippamyndir- sem hann dreifði af sér um netið, varð síðan að segja af sér sem þingmaður fyrir!
Að auki sendi hann óviðeigandi skilaboð til stúlku undir lögaldri!
M.ö.o. yfrið nægar forsendur fyrir skilnaði!

Ég fjallaði um þetta nýlega: Ákvörðun FBI að opna að nýju rannsókn á e-mailum Hillary Clinton 11 dögum fyrir kosningar er að sjálfsögðu gjöf til Donalds Trump.

Þetta var auðvitað risastórt drama - að opna aftur rannsókn á e-mailum Clintons.
Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga, hefur málið skaðað fylgisstöðu hennar, og fært Donald Trump og stuðningsmönnum hans, nýja von!

En nú hefur FBI - lokið þessari nýju rannsókn.
Og niðurstaðan er áfram sem fyrr - að ekki séu næg gögn til að styðja málsókn gegn Clinton.

Sjá umfjöllun mína um fyrri niðurstöðu: Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.

Það verður að koma í ljós -- hverju þetta breytir eða einhverju þegar kosið er á þriðjudag!

Það má auðvitað vera að einhver ný hreyfing verði á lokametranum yfir á Clinton, nú þegar hún er a.m.k. hreinsuð að því marki - að FBI er nú formlega hætt rannsókn á henni!

En miðað við kannanir undanfarinna daga -- > Getur kosninganóttin orðið mjög spennandi!

 

Niðurstaða

Að FBI tjá heimsbyggðinni að fyrri niðurstaða þeirra gagnvart Hillary Clinton standi, eftir að hafa lokið nýrri rannsókn á gögnum er fundust í tölvu fyrrum eiginmanns eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton -- er örugglega mörgum léttir!
Á hinn bóginn, er 7/11 í dag og þ.e. kosið þann 8/11.

--Getur einn dagur haft mikið að segja?
Einn dagur þegar Clinton er laus allra mála frá FBI!

Verður ný fylgissveifla yfir á Clinton síðasta dag kosningabaráttunnar?
Of skammur tími er til stefnu til þess að svarið sé líklegt að birtast fyrr - en þegar talið verður upp úr kjörkössum að kosningum afloknum!

Mig grunar að margir eigi eftir að naga neglur þessa kosninganótt.
Því þessar kosningar virkilega eru ákaflega mikilvægar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og? var ekki búið að segja þér, og þér finnst þetta fréttnæmt?

Ennþá ekki fær um að reikna saman 2+2 ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 07:46

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvernig ætli standi á því að HRC skuli sleppa við ákæru vegna glæpa sem aðrir þurfa að sitja inni fyrir árum og jafnvel áratugum saman???? HRC hefur stofnað þjóðaröryggi í stórkostlega hættu og vitað er að ríkisleyndamál voru aðgengileg fjölda manns sem ekki höfðu heimild til að koma nærri slíkum upplýsingum og erlendar njósnastofnanir komust greiðlega að, talið er að að minnsta kosti 5 erlendar þjóðir, óvinveittar, hafi komist yfir þjóðarleyndarmál BNA með því að komast inn á tölvur hennar. Svo þykist þessi gerspillta kona ekki hafa gert neitt rangt, en þannig er með þá sem eru siðblindir, þeir gera aldrei neitt rangt í þeirra eigin augum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.11.2016 kl. 11:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tómas Ibsen -- þetta er alger þvættingur, en ég get einfaldlega vitnað beint í Director Comey sjálfan þ.s. hann segir skýrt og skorinort, að engar sannanir hafi fundist fyrir því - að leyndargögn hafi tapast. Og fyrir hans niðurstöðu, að málið sé ekki hæft til saksónar.

Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessar fullyrðingar - en þær eru staðhæfulausar með öllu.

FBI Director Comey’s full remarks on Clinton email probe

"All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here."

"Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case."

--------------

Þú mættir þá afhjúpa hvað þú hefur fyrir þér í því að kalla yfirmann FBI - lygara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.11.2016 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband