Krafan að breska þingið ákveði hvenær Gr. 50 í stofnsáttmála ESB sé virkjuð - virðist krafa um gegnsæi

En eins og Theresa May vill - þá skal það vera ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands, hvenær Gr. 50 er virkjuð, og undir hvaða kringumstæðum.
Eins og fram hefur komið í heimsfréttum, þá hefur dómstóll í Bretlandi úrskurðað, að ríkisstjórn Bretlands verði fyrst að láta breska þingið fjalla um málið - áður en Gr. 50 er virkjuð; eða m.ö.o. að skv. túlkun dómstólsins á bresku lagaumhverfi sé það réttur þingsins að taka þá ákvörðun!

Núgildandi sáttmáli ESB.

Article  50

1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own     constitutional requirements.

2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking  account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.

3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into  force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.

4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.

5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be  subject to the procedure referred to in Article 49.

 

Deilur eru innan Bretlands hvenær á að virkja Gr. 50!

Eins og fram kemur - um leið og Gr. 50 er virkjuð fer af stað formlegt ferli! Að auki, fær Bretland skv. Gr. 50 ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslum um málefni tengd BREXIT, og að auki um leið og ferlið er virkjað -- verður Bretland áhrifalaust innan ESB.
--Þar sem þingmenn Bretlands fá ekki lengur að sitja á Evrópuþinginu, Kommissarar Breta í Framkvæmdastjórn ESB - missa starf sitt, og ekki síst Bretar fá ekki lengur að greiða atkvæði innan Ráðherraráðsins!

  1. Margir hafa því sagt, þar á meðal ég, að þar af leiðandi - þurfi Bretland að bíða eins lengi og mögulegt er, með að virkja Gr. 50. Vegna þess, að svo lengi sem hún hefur ekki verið virkjuð -- hafa Bretar áfram sömu lagaformlegu stöðu og önnur ESB aðildarlönd.
  2. Þau þurfi að leita eftir stuðningi ríkja, kaupan þann stuðning - með stuðningi við þau lönd í atkvæðagreiðslum t.d. - sem gæti þítt að Gr. 50 væri t.d. ekki virkjuð allt nk. ár. Bretland þurfi einhverja bandamenn - vil ég meina.

En það eru aðrir, sem leggja áherslu á -BREXIT- sem fyrst!
M.ö.o. að best sé að Bretland fari út sem allra allra fyrst!

Þeir leggja áherslu á að Gr. 50 verði virkjuð sem fyrst!

 

Dómsniðurstaða: A Brexit thunderbolt from the High Court

"“The King hath no prerogative, but that which the law of the land allows him”: so concluded The Case of Proclamations in 1610." - "The position was confirmed in … the Bill of Rights 1688: “Suspending power — that the pretended power of suspending of laws or the execution of laws by regall authority without consent of Parlyament is illegall.”"

Það sem breski dómstóllinn segir, með því að vitna í grunn stjórnlaga Breta er nær allt aftur á 17. öld -- er að forsætisráðherra Bretlands og ríkisstjórnin, fari á síðari tímum með það vald sem konungur áður fór með.

Skv. túlkun dómstólsins, sé ríkisstjórnin bundin hinum gamla stjórnlagagrunni Bretlands, yfirlýsingunum frá 17. öld -- eins og konungsvaldið á þeim tíma og síðar, var þeim bundið.

Skv. dómsorði þá muni BREXIT sjálfkrafa leiða til breytinga á réttindum breskra þegna - sem þeir hafa í dag, og lögum Bretlands!

Það sé einungis þingið sem hafi réttinn til að gera breytingar á grunnrétti breskra þegna, sem og á lögum Bretlands - fyrir utan þann rétt sem þingið hafi veitt stofnunum ESB á sínum tíma með inngöngunni í sambandið.

  1. Áherslan virðist ekki endilega á að hindra BREXIT.
  2. Heldur á það að ákvörðun um hvenær skal virkja Gr. 50 -- fari fram fyrir opnum tjöldum, og rök fyrir tiltekinni tímasetningu verði þar með rædd innan þingsins, þannig að fjölmiðlar og almenningur geti fylgst með.

Eins og ríkisstjórnin hagar málum þá hafi breskur almenningur afar litlar upplýsingar um þá framtíðar tilhögun BREXIT sem ríkisstjórnin fyrirhugar, eða um þær bollaleggingar sem liggja að baki ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ætla að virkja Gr. 50 þegar á útmánuðum nk. árs.

 

Niðurstaða

Ég endurtek það sem ég hef áður sagt - að í mínum huga er BREXIT eða ekki BREXIT mál Breta og Breta eingöngu, fyrir utan þá samninga sem þeir þurfa að ljúka við aðildarþjóðir sambandsins.

Ég hef m.ö.o. enga sérstaka skoðun á því hvort Bretland á að vera eða ekki vera! Á hinn bóginn, þá mundi ég halda að Bretlandi sé frekar í hag en hitt - að bíða í lengstu lög með að virkja ákvæði Gr. 50; vegna þess sem fram kemur í texta Gr. 50 að um leið fá Bretar ekki lengur að taka þátt í starfi stofnana ESB.

Þess í stað að leita eftir óformlegum samningum við einstök aðildarríki - leitast við að afla málstað sínum fylgis, allt sem tekur tíma. Þ.s. þetta snýst um framtíð Bretland til langs tíma - sé ég ekki hvaða máli töf um eitt eða tvö ár skiptir máli, ef það sé unnt að nota þann tíma til undirbúnings málsstað Breta!

Málið sé að ég kem ekki auga á að Bretar hafi nokkurt samkomulag í höndum um BREXIT. Engin vilyrði um "væga" meðferð. M.ö.o. að BREXIT án nokkurs forms af fyrirfram gerðu samkomulagi - leiði líklega til harðar lendingar!

Sumir virðast raunverulega vilja þannig útkomu - en hörð lending gæti einnig hámarkað efnahagslegt tjón bæði Bretlands og ESB aðildarlanda sem eftir verða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband