2.11.2016 | 22:32
Eystneskir hermenn og íbúar Eystlands eru þjálfaðir fyrir skæruhernað
Eystland virðist hafa tekið þann pól í hæðina, þar sem að íbúar Eystlands séu fáir, her þeirra að sama skapi fámennur og veikur -> Að eiginlegar varnir séu ekki rétta nálgunin!
--Heldur er fókusinn á að undirbúa íbúa landsins fyrir skæruhernað!
Tiny Estonia Trains a Nation of Insurgents
Ég held að þetta hljóti að vera óvenjulegasta nálgunin hjá nokkru NATO ríki!
Nærri því hverja helgi eru haldnir nokkurs konar -- leikir, sem ætlað er að þjálfa æsku landsins í beitingu skæruhernaðar gegn hugsanlegum innrásaraðila!
--Leikirnir eru í bland -ratleikir- og -feluleikir- í skógum landsins.
Teymi keppa í því að leysa fyrirfram ákveðnar þrautir, þetta snýst einnig um hver er fljótastur, en ekki síst - að halda lífi!
--En hópar hermanna hafa hlutverk óvina sem reyna að finna og ná þeim sem taka þátt í hinum vikulegu leikum, og litið svo á að hver sá sem næst, missi líf!
En það virðist svo að viðkomandi fái samt áfram að taka þátt í leiknum - heildar útkoman síðan gerð upp í rest!
"The Jarva competition entailed a 25-mile hike and 21 specific tasks, such as answering questions of local trivia to sort friend from foe hiding in a bivouac deep in the woods and correctly identifying types of Russian armored vehicles. On a recent weekend, 16 teams of four people had turned out, despite the bitter, late fall chill. The competition was open to men, women and teenagers."
"The Estonian Defense League, which organizes the events, requires its 25,400 volunteers to turn out occasionally for weekend training sessions that have taken on a serious hue since Russias incursions in Ukraine two years ago raised fears of a similar thrust by Moscow into the Baltic States."
"Since the Ukraine war, Estonia has stepped up training for members of the Estonian Defense League, teaching them how to become insurgents, right down to the making of improvised explosive devices, or I.E.D.s, the weapons that plagued the American military in Iraq and Afghanistan. Another response to tensions with Russia is the expansion of a program encouraging Estonians to keep firearms in their homes."
- "The best deterrent is not only armed soldiers, but armed citizens, too, Brig. Gen. Meelis Kiili, the commander of the Estonian Defense League, said in an interview in Tallinn, the capital."
- "The guerrilla activity should start on occupied territory straight after the invasion, General Kiili said. If you want to defend your country, we train you and provide conditions to do it in the best possible way."
Opinberi herinn er ekki skipaður nema -- 6.000!
En "Varnarsamband Eystlands" telur 25.400 meðlimi!
Ég þekki ekki hvað "Varnarsamband Eystlands" akkúrat er - en ef það virkar að einhverju leiti svipað og "US National Guard" þá eru meðlimir í því - allir þeir sem nokkru sinni hafa gegnt herþjónustu!
--Upp að vissum aldri!
Meðal þeirra er taka þátt í þjálfun fólks fyrir skæruhernað, er að finna einstaklinga er þátt tóku í NATO verkefni í Afganistan - og kynntust af eigin raun, aðferðum Talibana!
Sem virðist að þeir ætli að kenna íbúum Eystlands að beita!
- Þannig að ef gerð verður í framtíðinni innrás í Eystland, geti innrásaraðilinn gert ráð fyrir því - að mæta strax á fyrsta degi, útbreiddum og þrautskipulögðum skæruhernaði, fólks sem lært hefur til verka og hefur stuðning íbúa landsins.
Niðurstaða
Ég veit ekki til þess að nokkurt annað NATO land, hafi skæruhernað sem sína megin varnar og sóknaráætlun, ef ráðist verður á landið!
En það er þá gert ráð fyrir því að innrás leiði strax til hernáms landsins.
Sem sjálfsagt verður að teljast rökrétt ályktað!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eistland er lítið land, með ekki mjög marga íbúa. Saga landsins sem sjálfstæðs ríkis er ekki löng, en 2018 eru hundrað ár frá því að landið varð sjálfstætt. En saga sjálfstæðisins inniheldur sögu ríflega 50 ára hersetu, aðallega Sovétríkjanna eins og flestir vita, en einnig Þýskalands.
En Eistland þurfti að berjast við Sovétríkin 1918, en þá réðust þau á landið , en biðu ósigur (einnig var barist við Þýska sjálfboðaliða - Freikorps). Aftur réðust þau á Eistland 1940. Þá var all nokkur aðdragandi, fyrst var krafist herstöðva, en þegar þær voru fengnar fóru Sovétríkin að kynda undir óróa og réðust loks inn í landið og tóku það yfir. Andstaða var engin, utan þess að ein herdeild varðist stutta stund.
En það er einmitt það sem margir Eistlendingar segja að muni ekki koma fyrir aftur. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki geta staðið gegn Rússum, en muni ekki gefast upp baráttulaust.
"Varnarlið Eistlands" (Kaitseliit, en: Estonian Defence League) á einmitt rætur sínar að rekja til 1918. Frelsisstríðið var erfitt og all mikið mannfall. Sjálfboðaliðarnir voru ekki síst unglingsstrákar og í dag má sjá minnimerki við marga eldri framhaldsskóla landsins, með nöfnum þeirra sem létust.
Starfsemi Kaitseliit var að sjálfsögðu bönnuð á meðan á hernámi Sovétríkjanna stóð en hófst fljótlega á ný eftir endurheimt sjálfstæðis.
Félagatalan sem þú nefnir, 25.400, er líklega heildarmeðlimir Kaitseliit. En barna og unglingastarf er all nokkuð. Svo eru einnig "eldri deildir". Ætli meðlimir á "aktívum" aldri gætu ekki verið 12 til 15.000.
En það er ekki nauðsynlegt að hafa verið í hernum til að starfa í Kaitseliit, og ekki skylda að vera í Kaitseliit, þó að einhver hafi gengt herþjónustu (en Eistneski herinn hefur varalið, sem byggist á þeim sem hafa gegnt herþjónustu). Kaitseliit er algerlega byggt á sjálfboðaliðum.
En herskylda er við lýði í Eistlandi, en þó eru ekki allir kvaddir í herinn. Hún er einnig eitthvað mismunandi, og er ýmist 8 eða 11 mánuðir ef ég man rétt.
En það má heldur ekki gleyma "Metsevennad" (Skógarbræður eða Skógarvinir) en það voru óskipulagðir hópar Eistneskra skæruliða sem börðust bæði gegn hernámi Sovétríkjanna og Þýskalands). Þeir höfðust við í skógum og fenjum, og réðust á hernámsliðin, meira af hugsjón en getu. Þó er talið að á fyrstu árunum eftir stríð hafi þeir verið á bilinu 12 til 15.000 í heildina og Sovétmenn þurftu mikinn viðbúnað gegn þeim, og misstu líklega í kringum 1000 menn, þó að allar heimildir séu óljósar.
Þeir nutu velvilja í þorpum víða um landið, en að sjálfsögðu voru ströng viðurlög við að aðstoða þá. Síðasti "skógarbróðurinn" var umkringdur af Sovétmönnum 1978, en drukknaði á flótta.
En þó að Eistneski herinn sé ekki stór, þá fylgja Eistlendingar reglunum. Þeir verja í það minnsta 2% af þjóðarframleiðslu sinni til hersins og hvika hvergi, jafnvel á þeim árum sem erfið hafa verið. Nú eru þeir einmitt að endurnýja all mikið af "vélasveitum" sínum.
Að sjálfsögðu gera Eistlendingar sér grein fyrir því að Rússar geta "rúllað" yfir landið án þess að þeir eigi mikinn möguleika á því að standa þar í vegi, eða að samherjar megni að senda liðsauka ef árás er gerð án mikils fyrirvara. Þannig "liggur landið" einfaldlega. Að sjálfsögðu aðlaga þeir sína taktík að þeirri staðreynd.
G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2016 kl. 06:44
Þetta er auðvitað algerlega rökrétt stefna hjá þeim, og sannarlega rétt að árum saman í kjölfar Seinna-stríðs voru skæruliðar í skógum Eystlands.
--Sú saga sjálfsagt er viss hvatning fyrir íbúa að auki að velja þessa aðferð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.11.2016 kl. 08:43
Líklega væri bara best fyrir þá að taka dönsku aðferðina á þetta.
Gefast upp án bardaga og forðast að verða drepnir.
Borgþór Jónsson, 3.11.2016 kl. 19:23
Alveg frábært ... eru menn að halda því fram, að Rússar vilji taka Eistland?
The Russians are coming ... the russians are coming ...
þetta kallast "paranoid schizofreni" ... hægt að fá meðal við þessu, í pillu formi er mér sagt.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 21:30
Eistlendingar tóku "dónsku aðferðina" á þetta síðast ef svo má að orði komast. Það þýddi 50 ára hernám og tugþúsundir Eistlendinga voru fluttir á brott í gripavögnum og stærstur hluti drepinn. Og tugþúsundir flúðu sömuleiðis land.
Ásælast Rússar Eistland? Ég held að það þurfi ekki nema að horfa til sögunnar til þess að finna svar við því. Og sagan hefur óþægilega tilhneygingu til þess að endurtaka sig.
Enda sjá allir að Rússar hafa "óheilbrigðan" áhuga á Eistlandi, sem og Eystrasaltsríkjunum öllum. Að sama skapi má spyrja sig hvort að það sé út af engu sem Finnar eru orðnir varir um sig og stórauka viðbúnað sinn?
Það "skoplega", sem er þó í raun ekki hlægilegt, er þegar Rússar tala á þann veg að þeir þurfi að ótast Eistland, eða það sem þar er að gerast.
G. Tómas Gunnarsson, 4.11.2016 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning