Úrskurður Kjararáðs um laun þingmanna - ráðherra og forseta Íslands, virðist skýrt lögbrot!

Á þetta atriði hefur verið bent af Formanni stéttafélagsins Framsýnar: Vill að kjararáð segi af sér. Aðalsteinn Baldursson heimtar afsögn Kjararáðs - fljótt á litið virðist það sanngjörn krafa.
--En mér virðist ábending Aðalsteins um lögbrot rétt!

Lög um kjararáð 2006 nr. 47 14. júní

8. gr. Við úrlausn mála skal kjararáð gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. [Við ákvörðun sína skal kjararáð gæta þess að föst laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra skv. 3. gr.]1) Við ákvörðun launakjara skv. 4. gr. skal kjararáð sérstaklega gæta samræmis milli þeirra og þeirra kjara hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjarasamninga annars vegar og ákvarðana kjararáðs skv. 3. gr. hins vegar.
Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.

Úrskurður Kjararáðs - þar segir:

"Í 8. gr. laga um kjararáð segir, að það skuli við úrlausn mála gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður, og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist  með tilliti til starfa og ábyrgðar."

Ekki gat ég fundið nein rök fyrir því - af hverju einungis er vitnað til fyrri helmings Gr. 8.
M.ö.o. - fann enga skýringu þess, að seinni helmingur ákvæða Gr. 8 sé hundsaður!

 

Í Kjararáði sitja:

  • Jónar Þór Guðmundsson, formaður - miðstjórnarmaður í Sjálfst.fl. og formaður kjördæmaráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi, og stjórnarformaður Landsvirkjunar, auk þess formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi.
    --Slatti af embættum sem sá meður hefur!
  • Óskar Bergsson, varaformaður, fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarfl.
  • Svanhildur Kaaber, fyrrum formaður ráðsins, fyrrum framkvæmdastjóri VG.
  • Hulda Árnadóttir var skipuð af Bjarna Ben Fjármálaráðherra en hún er varaformaður Fjölmiðlanefndar.
  • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður - var um skeið borgarlögmaður, sat fyrrum í Landsdómi -- hann er skipaður af Hæstarétti.

Þetta fólk ætti því að hafa ágæta hæfni til að skilja lög og reglur um þá starfsemi sem þau sinna!

 

Þetta virðast meginröksemdir Kjararáðs:

  1. "Kjaradómur mat það svo á sínum tíma að eðlilegt væri að þingfararkaup  væri hið sama og ákvörðuð  mánaðarlaun  héraðsdómara, enda væru þessir hópar hliðsettir handhafar tveggja þátta hins þrískipta valds." 
  2. "Kjararáð telur rétt að þingfararkaup taki áfram mið af mánaðarlaunum héraðsdómara, en um nokk urt skeið hefur það verið lægra." 
  3. "Á sama hátt  telur kjararáð rétt að laun ráðherra taki mið af launum  hæstaréttardómara."

Kjararáð m.ö.o. fyrir nokkru síðan - hækkaði laun dómara!
Síðan ákveður það að binda sig við eldri úrskurð Kjaradóms, þó að Kjaradómur hafi ekki starfað eftir sömu lögum og Kjararáð.
--Þannig ákveðið að hækka laun þingmanna til samræmis við fyrri launahækkun til dómara.
Síðan ákveður Kjararáð að laun ráðherra skuli þau hin sömu og laun Hæstaréttardómara!

  • M.ö.o. að ef það eru einhver rök fyrir því - að líta framhjá ákvæði 8. Gr. laga um Kjararáð, þess efnis að taka skuli tillit til almennrar launaþróunar!
  • Þá liggi það í ofangreindri ákvörðun --> Að taka tillit til gamals úrskurðar Kjaradóms er starfaði skv. lögum um Kjaradóm sem ekki gilda lengur -- þar af leiðandi ég kem ekki auga á að Kjararáð hafi með nokkrum hætti þurft að fylgja þeim úrskurði.
  • En eigi að síður tekur ákvörðun um slíkt.
    --> Sem leiði fram þá ákaflega umdeildu ákvörðun, að hækka laun þingmanna og ráðherra um 44%.

Áttaði þetta ágæta fólk virkilega sig ekki á því hvaða sprengju það væri að varpa fram?

Öll helstu stéttafélög landsins hafa mótmælt ákvörðuninni, og ASÍ krefst þess að Alþingi komi saman hið allra fyrsta - til að breyta hinni umdeildu ákvörðun!

Ákvörðun kjararáðs stuðli að upplausn

Ákvörðun kjararáðs verði strax dregin til baka

BSRB mótmælir launahækkun kjararáðs

Vill setja kjararáði viðmiðunarreglur

Hækkunin á við byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga

Tímabært að leiðrétta kjör kennara

Samninganefnd ASÍ boðuð til fundar

Stéttafélögin hóta því að ákvörðun Kjararáðs, muni setja alla kjarasamninga í uppnám!
Muni hleypa af nýju launaskriði, þar sem nýtt viðmið yrði a.m.k. 44% -- í stað 30% frá 2013 til ársloka 2018.

Það þarf vart að taka fram, að 75% launahækkun þingmanna á 3-árum, er ekki í samræmi við 30% launahækkun almennra launamanna dreift yfir 5-ára tímabil!

Mér virðist þar með augljóst að ákvörðun Kjararáðs geti hleypt illu blóði í kjaramál innan samfélagsins.
--Þannig að það sé virkilega nauðsynlegt að taka ákvörðun Kjararáðs til baka -- hið snarasta!
--Og sennilega rétt að auki, að skipta alfarið um þá sem eiga sæti í Kjararáði!

Þeir einstaklingar hafi ekki reynst starfi sínu vaxnir!

 

Niðurstaða

Eins og fram kemur að ofan, þá virðist mér rétt sú umkvörtun Aðalsteins Baldurssonar formanns stéttafélagsins Framsýnar að Kjararáð hafi gerst sekt um brot á 8. Gr. laga um Kjararáð í úrskurði sínum um laun þingmanna - ráðherra og forseta Íslands.

Þannig að skv. því þá verði sá úrskurður að teljast brot í starfi af hálfu 5-menninganna sem sitja í Kjararáði.

Rétt refsing við því broti, og því tjóni á samfélaginu sem einkar heimskulegur úrskurður 5-menninganna virðist geta valdið því; sé sennilega sá að 5-menningarnir allir með tölu verði látnir sæta þeirri ábyrgð að víkja hið snarasta úr ábyrgðastöðum sínum innan Kjararáðs.
--Og eigi þangað ekki afturkvæmt!

Nýr hópur einstaklinga verði síðar skipaður! Lögin um Kjararáð virðast í reynd nægilega skýr. Eftir þeim hafi einfaldlega ekki verið farið!
--Það eitt sé næg brottrekstrarsök!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband