Forsætisráðherra Ástralíu leggur til æfilangt bann á bátafólk sem reynt hefur að komast til Ástralíu

Um er að ræða æfilangt bann á það að flóttafólk sem hefur verið komið fyrir á Nauru og Manus eyju af áströlskum yfirvöldum eftir 19. júlí 2013 - að ferðast til Ástralíu og/eða setjast þar að.

Australia’s Proposed Lifetime Ban on Boat-Borne Refugees Draws Fire

Prime minister Turnbull - “It is a critically important strong message to send to people smugglers,” - “They must know that the door to Australia is closed to those who seek to come here by boat with a people smuggler. It is closed.”

Ástralía er samt sem áður mun betur stödd en Evrópa þegar kemur að aðstreymi flóttamanna, því engin landleið er til Ástralíu - og sjóleiðin er lengri en yfir Miðjarðarhaf!

Það er forvitnilegt að skoða tölur yfir fjölda flóttamanna -:

UNHCR Global Trends 2015 – How Australia compares with the world

    1. Asylum seekers recognised as refugees, 2015 = 2.377.
    2. Refugees resettled from other countries, 2015 = 9.399.
    3. Refugees recognised, registered or resettled, 2015 = 11.776.
    4. Refugees recognised, registered or resettled, 2006-15 = 139.398.
    5. Asylum applications received in 2015 = 16.117.
    6. Asylum applications pending, 31 December 2015 = 20.677.
    7. Refugees under UNHCR mandate = 36.917.

-- --> Ef tekin er heildartalan 2006-2015, er meðalfjöldi um 14þ. per ár.

Íbúafjöldi Ástralíu er 23,13 milljón manns.
--M.ö.o. 77-sinnum íbúafjöldi Íslands!

  • Sambærilegt við það að Ísland taki árlega að meðaltali 181 flóttamann!
  • Eða sambærilegt við það að Þýskaland - taki 43þ. flóttamenn, árlega sbr. 1,1 milljón sem kom þangað sumarið 2015!

M.ö.o. miðað við flóttamannavanda Evrópu <--> Er flóttamannavandi Ástralíu, augljóslega - dvergur!

Þetta virðist benda til þess að - umburðarlyndis stuðull Ástralíu, risastórs lands miðað við fólksfjölda - með lágt atvinnuleysi, sé samt sem áður - lágur!

"The Australian government has a harsh policy of turning boats laden with asylum seekers back at sea, towing them into international waters. Mr. Turnbull said that in 800 days, no asylum seeker had successfully arrived by boat, and there had been no deaths at sea."

Sumir telja að vegna þess að þeir segja slíka stefnu virka fyrir Ástralíu - þá muni þetta virka fyrir Miðjarðarhaf!
Á hinn bóginn er einungis ein fær siglingaleið fyrir flóttafólk til Ástralíu.
Sú leið er mun lengri en t.d. frá strönd N-Afríku yfir til strandar Evrópu.
Þannig að sigling til Ástralíu tekur umtalsverðan tíma - sem gefur nægan tíma fyrir áströlsk yfirvöld, að sjá báta sem eru á leiðinni þangað!
Síðan vegna erfiðrar siglingar, eru þetta mun sjófærari fley - en flóttafólk notast við yfir Miðjarðarhaf -- þannig að færa þá aftur út á opið haf, er ekki endilega dauðadómur.
--Á hinn bóginn, velti ég samt fyrir mér, hvernig áströlsk yfirvöld vita afdrif þeirra sem hafa verið dregnir aftur út á haf!

  • Ég hef m.ö.o. efasemdir að þetta virki á Miðjarðarhafi, vegna þess að samanborið við siglingu til Ástralíu, er þá fært yfir Miðjarðarhafið - hvar sem er yfir til Evrópu.
    --Og þ.e. svo gríðarlega mikið siglt yfir Miðjarðarhaf af margvíslegum fleyum, að mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt, væri að loka á smygl!
  • Síðan er fjöldinn það gríðarlegur, og löndin á Suður strönd Miðjarðarhafs, flest fátæk og a.m.k. sum í upplausn, þannig að þau ætti mjög erfitt með að höndla aðstreymi flóttamanna, ef það mundi safnast þar upp -- m.ö.o. löndum í upplausn gæti fjölgað, með slæmum afleiðingum m.a. fyrri straum flóttamanna!

 

Ástralía ætlar að loka flóttamannabúðum á Manus og Nauru!

  1. "Mr. Dutton said the government was working to find third countries that would accept those living on Manus Island and Nauru."
  2. "Mr. de Krester said that around 1,200 men, women and children were being held in Nauru and 900 men on Manus Island."
  3. "New Zealand had offered to take in refugees, but the Australian government declined that offer, believing that lenient migration laws between the countries would allow refugees to eventually resettle in Australia."

Þetta er áhugaverð afstaða --> En gefum okkur að þeim sé komið fyrir í öðru landi, þá væntanlega þíðir löggjöfin - ef flóttamaður sest að í landi -X- sem ekki er Ástralía, síðar meir verður þar ríkisborgari, eignast fjölskyldu ef sá á slíka ekki þegar, hefur starf og litla ástæðu til að vilja yfirgefa það land síðar meir!

Þá er slíkum einstaklingi - samt bannað að koma til Ástralíu. Svo lengi sem sá lyfir. Burtséð frá því að því er best verður séð. Að sá væri orðinn ríkisborgari annars lands!

 

Niðurstaða

Eins og sést á samanburðinum er flóttamannavandi Ástralíu - krækiber í samanburði við flóttamannavanda Evrópu. Sem er ekki furðulegt, því Ástralía er landfræðilega - afskekkt land. Og ekki auðvelt að ferðast þangað fyrir flóttamenn!

Það er því áhugavert hversu harðri stefnu Ástralía framfylgir í dag!
Sem eins og ég benti á, gefur vísbendingu um lágan umburðarlyndis þröskuld samfélagins þar!

Mín persónulega skoðun er að aðferðir Ástrala muni ekki virka fyrir vanda Evrópu - en vegna þess að sigling til Ástralíu krefst sjóhæfni farkosta, þá eru það ekki eins fátækir flóttamenn sem þangað koma - og leita til Evrópu.
--Það þíðir, grunar mig sterklega, að auðveldara er að sannfæra þá um að fara annað!

Meðan að þeir flóttamenn sem leita til Evrópu yfir Miðjarðarhaf, koma gjarnan alla leið frá Afríku sunnan sahara - en ár hvert ferst óþekktur fjöldi í Sahara, síðan drukkna þúsundir jafnvel ár hvert í Miðjarðarhafi.
--Þegar við erum að tala um örvæntingu af slíku tagi, þá held ég að slíkar hótanir sem stuðningsmenn þess að -apa eftir yfirvöldum Ástralíu- leggja til, einfaldlega - virki ekki!

  • Svo er mun auðveldara að komast yfir Miðjarðarhaf - mun meiri þéttleiki siglinga margvíslegra fleya þar um, þar með -- smygl einnig mun auðveldara!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband