30.10.2016 | 22:37
Sennilega rökréttast að álíta Sjálfstæðisflokk í - oddastöðu!
En einungis er augljóslega unnt að mynda 3-ja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Og Sjálfstæðisflokkur eins og sést að neðan, getur myndað starfhæfan meirihluta með hvaða tveim öðrum flokkum sem er -- eða 13 tæknilega mögulegir mismunandi starfhæfir möguleikar!
Sverrir Sv. Sigurðarson, tók saman mögulegar stjórnarmyndanir - alla tæknilega mögulegar meirihlutastjórnir á og sendi hlekk á mynd sem hann hafði búið til: Tíminn þegar Framsókn þótti tæk í vinstri stjórn.
Það sem þægilegt er að notast við - samantekt hans, þá set ég hana nú inn:
Fyrst 3ja. flokka stjórnir!
- 41 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Píratar.
- 39 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Framsóknarflokkur.
- 38 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Viðreisn.
- 35 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Björt Framtíð.
- 34 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Samfylking.
- 39 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Framsókn.
- 38 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Viðreisn.
- 35 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Björt Framtíð.
- 34 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Samfylking.
- 36 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Viðreisn.
- 33 Þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Björt Framtíð.
- 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Samfylking.
- 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Viðreisn - Björt Framtíð.
Fjögurra flokka stjórnir!
- 35 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Viðreisn.
- 32 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Björt Framtíð.
Fimm flokka stjórnir!
- 32 þingmenn, Vinstri Grænir - Framsókn - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
- 32 þingmenn, Píratar - Framsókn - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
- 34 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
- 35 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Björt Framtíð - Samfylking.
Nú getur fólk spáð og spekúlerað!
- Augljóslega eru stjórnir með einungis 32 þingmenn, ekki raunverulegir möguleikar.
- Mig grunar að Samfylking eftir útkomuna í kosningunum, fari líklega ekki í stjórn!
--Nema kannski sem hluti af - vinstri tilraun.
Áhugaverður möguleiki virðist mér ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks - Framsóknar og BF!
--En með meirihluta upp á 2-þingmenn, er um tæknilega starfhæfa stjórn að ræða!
Auðvitað hefur stjórn með Sjálfstæðisfl. - Framsóknarfl. og VG - meirihluta upp á 8 þingsæti, því mjög gott borð fyrir báru, ef innanflokks erjur koma upp.
--En formaður VG - hefur a.m.k. enn sem komið er, virst útiloka stjórn með Sjálfstæðisfl.
- BF-hefur a.m.k. ekki með neinum formlegum hætti, útilokað neitt!
--Það gæti því vel verið að BB - ræði við BF.
Sannarlega er að auki mögulegt að mynda stjórn Sjálfstæðisfl. - Framsóknarfl. og Viðreisnar.
--Ég hef þó á hinn bóginn, mikla andúð á hugmynd þess flokks um myntráð: Verður uppganga flokksins -Viðreisnar- til þess að á næsta kjörtímabili þurfi að setja ný gjaldeyrishöft?.
Það sem gerir málin flókin, eru hve margir útiloka!
Formaður Viðreisnar - hefur sagst ekki vilja koma sem 3-ja hjól undir vagn fallinnar ríkisstjórnar.
--En það á eftir að reyna á hvort hann meinar slíkt einnig, að kosningum afstöðnum.
- En ef hann útilokar Framsókn og Sjálfstæðisfl.
- VG útilokar sömu flokka einnig.
- Og Píratar að auki gera það sama!
Yrði stjórnarmyndun bersýnilega gríðarlega tafsöm og erfið!
--En einungis ein 5-flokka stjórn er möguleg án Framsóknar og Sjálfstæðisfl.
Katrín líklega verður treg til samstarfs til hægri, a.m.k. fyrst um sinn!
--En ég get alveg séð VG skipta um skoðun, ef stjórnarkreppa stendur í einhvern verulegan tíma, m.ö.o að líklega muni BB ekki takast stjórnarmyndun með VG - í fyrstu umferð!
Mér virðast möguleikar BB m.ö.o. vera, ef maður gefur sér að formenn Viðreisnar og BF séu til í tuskið:
- 36 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Viðreisn.
- 33 Þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Björt Framtíð.
- 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Björt Framtíð - Viðreisn.
--Heldur tæpur meirihluti þó, sennilega minnst líklegur af möguleikunum þrem!
Slík stjórnarmyndun gæti þó reynst erfið innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - vegna þess að hvort tveggja í senn BF og Viðreisn, eru aðildarsinnaðir og líklega vilja ekki mynda stjórn, nema fá það í gegn að kosið verði um spurninguna um aðildarumsókn og farið í nýtt umsóknarferli ef almenn kosning fer með þannig.
::Það gæti m.ö.o. farið svo að BB skili keflinu!
Ég held að sennilegar sé að formaður Viðreisnar fái keflið næst, en formaður Pírata!
Vegna þess, að það feli í sér fleiri raunverulega stjórnarmöguleika, að formaður Viðreisnar fái keflið frá Guðna - en formaður Pírata!
Viðreisn gæti þá reynt 2-stjórnarmyndanir samtímis, til að hámarka sína möguleika.
- Stjórn með Sjálfstæðisfl. og Framsókn eða Bjartri Framtíð.
- Stjórn með Pírötum - VG - BF og Samfylkingu.
Þarna yrði stjórnarmyndunartilraun BB - að hafa mistekist.
--Ef hún mistókst vegna deilna innan Sjálfstæðisfl. og Framsóknar, vegna kröfu aðildarsinna um aðildarviðræður - gætu viðræður undir forystu formanns Viðreisnar reynst mjög erfiðar.
En kannski með hugsanlega stjórn með vinstri flokkunum - sem hótun!
--En þá þarf hún auðvitað að líta svo út að myndun hennar geti heppnast.
M.ö.o. að þetta viðræðuferli gæti tekið verulegan tíma.
Segjum að formaður Viðreisnar skili keflinu fyrir rest - þá er ef til vill rökrétt, að Katrín Jakobsdóttir fái keflið!
Á þessum punkti, væru stjórnarmyndunarviðræður búnar að ganga -- 2 hringi. Og búnar að taka mjög langan tíma, kannski lengur en 2-mánuði.
--Fjárlög augljóslega komin í algert "fokk."
Á þessum punkti ætti að vera ljóst orðið - að stjórnarmyndun á vinstri væng, gengur ekki.
--Þannig, að með keflið sjálf á lofti, gæti það verið - að Katrín mundi treysta sér til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn um myndun stjórnar!
- Það yrðu líklega einu stjórnarmyndunarviðræðurnar er væru reyndar á þeim punkti.
--En þá væri þrautreynt orðið að stjórnarmyndun með aðildarsinnuðum flokkum gengi ekki vegna innri andstöðu í Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl.
Ef stjórnarkreppa stendur þetta lengi!
Gæti það farið svo að ný stjórn taki ekki til starfa fyrr en á útmánuðum nýs árs!
Niðurstaða
Þetta eru að sjálfsögðu allt vangaveltur - en mig grunar þó að Katrín geti ekki a.m.k. strax reynt stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki, fyrr en fullreynt þykir að vinstri stjórn með 5-flokkum sé virkilega fullkomlega vonlaus!
--Jafnvel þó það sé líklega fyrirsjáanlegt, sé afstaðan í það miklum tilfinningahita, að líklega getur Katrín ekki myndað stjórn með hægri flokkum - fyrr en stjórnarkreppa hefur staðið nægilega lengi til að málið sé algerlega fullreynt.
Ég held að rökrétt sé að Bjarni Ben fái umboð til stjórnarmyndunar frá Guðna fyrst.
--En meðan að VG-treystir sér ekki til að mynda stjórn með hægri flokkunum, þá séu einu raunhæfu möguleikar BB - líklega með annað hvort BF + Framsókn eða Viðreisn + Framsókn.
Stjórnarmyndanir er geta orðið erfiðar fyrir Sjálfstæðisfl. og Framsóknarflokks! Myndanir er geta farið út um þúfur, vegna andstöðu innan þeirra flokka!
Ef sú andstaða reynist sterk - gæti slík stjórnarmyndun einnig reynst ómöguleg, ef Guðni afhendi umboðið til stjórnarmyndunar yfir til formanns - Viðreisnar.
--Og sennilega getur Viðreisn ekki myndað 5-flokka stjórn með vinstri flokkum í staðinn.
Þannig að umboðið gæti endað hjá - Katrínu Jakobs, og ekki fyrr en í 3-umferð orðið mögulegt að mynda stjórn!
--Þá eftir hugsanlega lengstu stjórnarkreppu lýðveldissögunnar!
Fólki er velkomið að koma með sínar skoðanir á líklegum stjórnarmyndunum!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 31.10.2016 kl. 08:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning