Sennilega rökréttast að álíta Sjálfstæðisflokk í - oddastöðu!

En einungis er augljóslega unnt að mynda 3-ja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Og Sjálfstæðisflokkur eins og sést að neðan, getur myndað starfhæfan meirihluta með hvaða tveim öðrum flokkum sem er -- eða 13 tæknilega mögulegir mismunandi starfhæfir möguleikar!

Sverrir Sv. Sigurðarson, tók saman mögulegar stjórnarmyndanir - alla tæknilega mögulegar meirihlutastjórnir á og sendi hlekk á mynd sem hann hafði búið til: Tíminn þegar Framsókn þótti tæk í vinstri stjórn.

Það sem þægilegt er að notast við - samantekt hans, þá set ég hana nú inn:

Fyrst 3ja. flokka stjórnir!

  1. 41 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Píratar.
  2. 39 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Framsóknarflokkur.
  3. 38 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Viðreisn.
  4. 35 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Björt Framtíð.
  5. 34 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Samfylking.
  6. 39 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Framsókn.
  7. 38 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Viðreisn.
  8. 35 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Björt Framtíð.
  9. 34 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Samfylking.
  10. 36 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Viðreisn.
  11. 33 Þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Björt Framtíð.
  12. 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Samfylking.
  13. 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Viðreisn - Björt Framtíð.

Fjögurra flokka stjórnir!

  1. 35 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Viðreisn.
  2. 32 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Björt Framtíð.

Fimm flokka stjórnir!

  1. 32 þingmenn, Vinstri Grænir - Framsókn - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
  2. 32 þingmenn, Píratar - Framsókn - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
  3. 34 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
  4. 35 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Björt Framtíð - Samfylking.

 

Nú getur fólk spáð og spekúlerað!

  • Augljóslega eru stjórnir með einungis 32 þingmenn, ekki raunverulegir möguleikar.
  • Mig grunar að Samfylking eftir útkomuna í kosningunum, fari líklega ekki í stjórn!
    --Nema kannski sem hluti af - vinstri tilraun.

Áhugaverður möguleiki virðist mér ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks - Framsóknar og BF!
--En með meirihluta upp á 2-þingmenn, er um tæknilega starfhæfa stjórn að ræða!

Auðvitað hefur stjórn með Sjálfstæðisfl. - Framsóknarfl. og VG - meirihluta upp á 8 þingsæti, því mjög gott borð fyrir báru, ef innanflokks erjur koma upp.
--En formaður VG - hefur a.m.k. enn sem komið er, virst útiloka stjórn með Sjálfstæðisfl.

  • BF-hefur a.m.k. ekki með neinum formlegum hætti, útilokað neitt!
    --Það gæti því vel verið að BB - ræði við BF.

Sannarlega er að auki mögulegt að mynda stjórn Sjálfstæðisfl. - Framsóknarfl. og Viðreisnar.
--Ég hef þó á hinn bóginn, mikla andúð á hugmynd þess flokks um myntráð: Verður uppganga flokksins -Viðreisnar- til þess að á næsta kjörtímabili þurfi að setja ný gjaldeyrishöft?.

 

Það sem gerir málin flókin, eru hve margir útiloka!

Formaður Viðreisnar - hefur sagst ekki vilja koma sem 3-ja hjól undir vagn fallinnar ríkisstjórnar.
--En það á eftir að reyna á hvort hann meinar slíkt einnig, að kosningum afstöðnum.

  1. En ef hann útilokar Framsókn og Sjálfstæðisfl.
  2. VG útilokar sömu flokka einnig.
  3. Og Píratar að auki gera það sama!

Yrði stjórnarmyndun bersýnilega gríðarlega tafsöm og erfið!
--En einungis ein 5-flokka stjórn er möguleg án Framsóknar og Sjálfstæðisfl.

Katrín líklega verður treg til samstarfs til hægri, a.m.k. fyrst um sinn!
--En ég get alveg séð VG skipta um skoðun, ef stjórnarkreppa stendur í einhvern verulegan tíma, m.ö.o að líklega muni BB ekki takast stjórnarmyndun með VG - í fyrstu umferð!

Mér virðast möguleikar BB m.ö.o. vera, ef maður gefur sér að formenn Viðreisnar og BF séu til í tuskið:

  1. 36 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Viðreisn.
  2. 33 Þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Björt Framtíð.
  3. 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Björt Framtíð - Viðreisn.
    --Heldur tæpur meirihluti þó, sennilega minnst líklegur af möguleikunum þrem!

Slík stjórnarmyndun gæti þó reynst erfið innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - vegna þess að hvort tveggja í senn BF og Viðreisn, eru aðildarsinnaðir og líklega vilja ekki mynda stjórn, nema fá það í gegn að kosið verði um spurninguna um aðildarumsókn og farið í nýtt umsóknarferli ef almenn kosning fer með þannig.

::Það gæti m.ö.o. farið svo að BB skili keflinu!

 

Ég held að sennilegar sé að formaður Viðreisnar fái keflið næst, en formaður Pírata!

Vegna þess, að það feli í sér fleiri raunverulega stjórnarmöguleika, að formaður Viðreisnar fái keflið frá Guðna - en formaður Pírata!

Viðreisn gæti þá reynt 2-stjórnarmyndanir samtímis, til að hámarka sína möguleika.

  1. Stjórn með Sjálfstæðisfl. og Framsókn eða Bjartri Framtíð.
  2. Stjórn með Pírötum - VG - BF og Samfylkingu.

Þarna yrði stjórnarmyndunartilraun BB - að hafa mistekist.
--Ef hún mistókst vegna deilna innan Sjálfstæðisfl. og Framsóknar, vegna kröfu aðildarsinna um aðildarviðræður - gætu viðræður undir forystu formanns Viðreisnar reynst mjög erfiðar.

En kannski með hugsanlega stjórn með vinstri flokkunum - sem hótun!
--En þá þarf hún auðvitað að líta svo út að myndun hennar geti heppnast.

M.ö.o. að þetta viðræðuferli gæti tekið verulegan tíma.

 

Segjum að formaður Viðreisnar skili keflinu fyrir rest - þá er ef til vill rökrétt, að Katrín Jakobsdóttir fái keflið!
Á þessum punkti, væru stjórnarmyndunarviðræður búnar að ganga -- 2 hringi. Og búnar að taka mjög langan tíma, kannski lengur en 2-mánuði.
--Fjárlög augljóslega komin í algert "fokk."

Á þessum punkti ætti að vera ljóst orðið - að stjórnarmyndun á vinstri væng, gengur ekki.
--Þannig, að með keflið sjálf á lofti, gæti það verið - að Katrín mundi treysta sér til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn um myndun stjórnar!

  • Það yrðu líklega einu stjórnarmyndunarviðræðurnar er væru reyndar á þeim punkti.
    --En þá væri þrautreynt orðið að stjórnarmyndun með aðildarsinnuðum flokkum gengi ekki vegna innri andstöðu í Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl.

Ef stjórnarkreppa stendur þetta lengi!
Gæti það farið svo að ný stjórn taki ekki til starfa fyrr en á útmánuðum nýs árs!

 

Niðurstaða

Þetta eru að sjálfsögðu allt vangaveltur - en mig grunar þó að Katrín geti ekki a.m.k. strax reynt stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki, fyrr en fullreynt þykir að vinstri stjórn með 5-flokkum sé virkilega fullkomlega vonlaus!
--Jafnvel þó það sé líklega fyrirsjáanlegt, sé afstaðan í það miklum tilfinningahita, að líklega getur Katrín ekki myndað stjórn með hægri flokkum - fyrr en stjórnarkreppa hefur staðið nægilega lengi til að málið sé algerlega fullreynt.

Ég held að rökrétt sé að Bjarni Ben fái umboð til stjórnarmyndunar frá Guðna fyrst.
--En meðan að VG-treystir sér ekki til að mynda stjórn með hægri flokkunum, þá séu einu raunhæfu möguleikar BB - líklega með annað hvort BF + Framsókn eða Viðreisn + Framsókn.

Stjórnarmyndanir er geta orðið erfiðar fyrir Sjálfstæðisfl. og Framsóknarflokks! Myndanir er geta farið út um þúfur, vegna andstöðu innan þeirra flokka!

Ef sú andstaða reynist sterk - gæti slík stjórnarmyndun einnig reynst ómöguleg, ef Guðni afhendi umboðið til stjórnarmyndunar yfir til formanns - Viðreisnar.
--Og sennilega getur Viðreisn ekki myndað 5-flokka stjórn með vinstri flokkum í staðinn.

Þannig að umboðið gæti endað hjá - Katrínu Jakobs, og ekki fyrr en í 3-umferð orðið mögulegt að mynda stjórn!
--Þá eftir hugsanlega lengstu stjórnarkreppu lýðveldissögunnar!

Fólki er velkomið að koma með sínar skoðanir á líklegum stjórnarmyndunum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband