19.10.2016 | 22:43
Rússland að sigla flotadeild ásamt sínu eina flugmóðurskipi, Kuznetsov, til Miðjarðarhafs
Það sást til Kuznetsov aðmíráls frá ströndum Noregs, ásamt orustu-beitiskipinu "battle cruiser" Pétri Mikla og a.m.k. tveim smærri herskipum sérhæfðum til kafbátahernaðar!
"A carrier strike group (CSG) is an operational formation of the United States Navy. It is composed of roughly 7,500 personnel, an aircraft carrier, at least one cruiser, a destroyer squadron of at least two destroyers and/or frigates, and a carrier air wing of 65 to 70 aircraft."
M.ö.o. er þetta eina flugmóðurskipa-flotadeildin sem rússneski flotinn ræður yfir.
--Á sama tíma og Bandaríkin hafa 11-flugmóðurskipaflotadeildir "carrier task forces."
Why Putin is unleashing his only aircraft carrier
"A photo taken from a Norwegian surveillance aircraft shows Russian aircraft carrier Admiral Kuznetsov in international waters off the coast of Northern Norway on October 17, 2016. 333 Squadron, Norwegian Royal Airforce/NTB Scanpix/Handout via Reuters"
Höfum í huga að þetta er óhemju dýr aðgerð!
Höfum samt í huga að Kuznetsov er verulega smærra en bandarísku risa flugmóðurskipin -- ber því ekki eins margar flugvélar! Helstu vopn skipsins eru flugsveitirnar um borð. Öflugasta vopnið án vafa flugsveit af Sukhoi Su-33. Sem er þróuð út frá upphaflegu Su-27 til notkunar á flugmóðurskipum. Þær hafa minni burð heldur en sambærilegar landútgáfur af Sukhoi -- vegna þess að þær þurfa að taka á loft á minni hraða en vélar sem taka á loft af langri flugbraut á landi. Einnig eru 2-flugveitir af Mikhoyan MiG-29K vélum um borð! Alls 44 flugvélar!
__Þ.e. samt ekkert útilokað við að beita þeim til lofthernaðar í Sýrlandi!
- Punkturinn er auðvitað sá - að miklu ódýrara væri að senda viðbótar landvélar til Sýrlands - beint frá Rússlandi!
- M.ö.o. er vísvitandi verið að velja mun dýrari leið til að fjölga árásarvélum í grennd við Sýrland er taka þátt í árásum þar.
Mér kemur helst til huga, að Pútín óttist að Bandaríkin ráðist á flugvelli í Sýrlandi!
Að ráðast á þá væri frá herfræðilegu sjónarmiði - auðveld aðgerð, þ.s. unnt væri að beita stýriflaugum enda flugbrautir - óhreyfanleg skotmörk.
--Ekki er líklegt að Rússar séu á sjálfum flugbrautunum, þannig að sú aðgerð væri ekki augljóslega - of áhættusöm!
- En að sökkva Kuznetsov, álíka auðvelt herfræðilega, væri miklu mun áhættusamari aðgerð -- út frá alþjóðapólitískum sjónarhóli.
- Því slík árás mundi augljóslega drepa yfir 1.000 Rússa! En áhöfn Kutznetsov er 1.690 manns, síðan fyrir utan - fylgdarskip.
Þannig að mig grunar að tilgangur þess að senda skipið á vettvang, sé að sýna NATO og Bandaríkjunum fram á --> Að tilgangslaust væri að ráðast að flugvöllum í Sýrlandi, til þess að stöðva loftárásir þar!
Ég á annars mjög erfitt með að sjá -- rökréttan tilgang með því að senda skipið á vettvang.
Það er samt einn hugsanlegur veikleiki á slíkum tilgangi Pútíns!
- Því að NATO gæti dottið í hug - að ráðast samt á flugvellina í Sýrlandi!
- Flugvélarnar um borð í skipinu, geta ekki borið eins mikinn farm í einu.
- En megin tilgangur þess --> Gæti verið sá, að neyða Rússland til að halda sinni einu flugmóðurskipa-flotadeild statt og stöðugt á Miðjarðarhafi.
- Hún getur auðvitað ekki verið nema á einum stað í einu <--> Síðan er mun kostnaðarsamara að halda þeirri flotadeild uppi, heldur en fyrir Rússa að halda í gangi flugvellinum við Ladakia nærri strönd Sýrlands.
- Það gæti verið tilgangurinn <--> Að neyða Pútín, sem vitað er að hefur í sinni tíð verið í vandræðum með fjárlög Rússlands, til þess að -- halda uppi lofthernaði í Sýrlandi, með kostnaðarsömustu aðferðinni sem til er.
Svo auðvitað --> Eru einhver takmörk á því, hve lengi þessum skipum er unnt að halda í gangi samfellt, en vegna þess að Rússland á engin önnur sambærileg skip.
--Þá getur Rússland ekki sent aðra flotadeild, svo skipin geti fengið viðhald og áhafnir hvíld!
Mér skilst að höfnin í Tartus - hafi ekki aðstöðu til að þjónusta skip á stærð við Kuznetsov. Skipið þurfi að sigla til Rússlands til slíkra hluta.
- Þannig að þ.e. ekki algerlega víst -- að NATO bregðist við með þeim hætti, sem Pútín ef til vill er að veðja um!
--NATO gæti þvert á móti, séð þetta "deployment" sem tækifæri!
Niðurstaða
Eins og ég bendi á, er það hugsanlega tvíeggjað fyrir Pútín að senda sína einu flugmóðurskipa-flotadeild á vettvang í Miðjarðarhafi til að styðja við árásir á skotmörk á landi innan Sýrlands.
--En þ.e. augljós galli að Rússland á bara eina slíka flotadeild!
Mig grunar að veðmál Pútíns sé að NATO þori ekki að ráðast á einu flugmóðurskipa flotadeild Rússlands!
--Hinn bóginn gæti það einmitt verið snjall leikur fyrir NATO - að þvinga Rússland til að halda Kuznetsov uppi sem lengst á Miðjarðarhafi.
--Og á einhverjum enda yrði skipið að leita til hafnar í Rússlandi!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 20.10.2016 kl. 19:01 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert nú meiri kallinn ... þú ættir að gefa þér tíma til að lesa Sun Tzu, eða Sun Zi 孫子, eins og hann heitir á Kínversku. Þú fengir allavega "grundvallar" skilning á hernaðartækni.
Rússar hafa ENGA þörf fyrir flugmóðurskip, af því þeir eru ekki með hernað í öðrum löndum. Svo, þetta er í fyrsta skipti í sögu Rússlands sem þeir hafa "not" fyrir skipið.
Skipin eru.
Udaloy Class warships:
Severomorsk
Vice Admiral Kulakov
Bæði skipin eru hlaðin vopnum sem gerir þeim kleift að granda kafbátum, flugvélum og herskipum. Hvort fyrir sig hefur tvær þyrlur.
Piotr Velikiy, eða Pétur mikli. Getur grandað flugskeytum, flugvélum, kafbátum og er með kjarnavopn bæði gegn skipum og landi.
Admiral Kuznetsov, með um 50 flugvélar um borð.
Með þeim, er einnig kjarnorkukafbátur ... en ekki sagt "hver". Med Kuznetsov, fljúga einnig fleiri TU-160 flugvélar, að öllum líkindum sem "trygging", og þá vitum við líka "hvaða" vopn þau bera.
Og hvað varðar "stærð" skipsins, þá er nú málið svo að ástæða þess að flugmóðurskip kanans eru svona stór. Er first og fremst erfiðleikar, við að lenda og koma vélum á loft. Ef þú hefðir horft á AFRTS á sínum tíma, hefðir þú vitað "aðeins" meir um þessi vopn. Flugmóðurskip Rússa, er byggt "eftirá", og er með upplift tríni ... sem er til að gera skipið "minna" og siglingagetu þess "betri", ef svo má að orði komast.
Það er ekkert "betra" að hafa fleiri flugvélar á einum "fljótandi" flugvelli ... hvað ætlar þú að gera, ef Piotr skýtur einu kjarnorku hlöðnu tundurskeyti á skipið. Missa nokkur hundruð vélar, í einni bendu?
Til dæmis, er annars staðar í Evrópu ... "vegakerfið" hannað sem "varaflugvellir". Til að koma í veg fyrir, að sama gerðist hér ... eins og kaninn gerði við Íraka ... að "spila" Pearl Harbour á þá. Að þeir komi ekki flugvélum sínum á loft.
Með þessu, ættir þú einnig að átta þig á ... "hvaða" hlutverki flugmóðurskipið hefur í þessu tilviki. Að öllum líkindum, eru Rússar að undirbúa sig undir að "mögulega" þurfa veita landkrabba flugvélunum stuðning og skjól frá hafi. En í miðjarðarhafi, eru þegar "fleiri" Rússnesk skip ... sem gefur þeim "algert" vald á lofti og láði.
EF, þeir vilja beita því.
En rússar eru bara að reyna að koma á samningum ... vandamálið er það, að þeir neyðast til að "call the bluff". En þar sem kaninn er vanur að spila "chicken" við alla sína andstæðinga ... er hættan ansi stór, að árekstur verði. Og spurning, hvort Rússar gangi svo langt ... allir vita, að þeir vilja helst semja og komast þaðan sem fyrst.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 00:01
Bjarne, þú greinilega ert eins veruleikafyrrtur og vanalega - einmitt Rússar stunda engan hernað í öðrum löndum.
Og þú ert að ímynda þér að Rússland mundi tortíma öllum heiminum og sjálfu sér með, fyrir eitt stykki - skip.
--Hugmyndir þínar alltaf jafn snargalnar - algerlega út í hött að Blackjack vélar séu að fljúga þarna yfir, berandi fleiri kjarnasprengjur!
Þó að skip hafi vopn er geta tæknilega grandað kafbátum -- er trixið að finna þá, en nútíma kafbátar eru mjög góðir í að leynast!
Síðan er það fullkomlega absúrd, að skipin fari að henda kjarnsprengjum frá sér í allar átti - til að granda öllu fljótandi á Miðjarðarhafi og auðvitað skapa nokkur risastór geislaveirk skýr er berast í allar áttir - eytra sjálfsagt virkilega vel - Sýrland; þú virðist bersýnilega halda Pútín fullkomlega geðveikan.
--Pútín er þá orðinn leiður á lífinu, ætlar að taka allan heiminn með sér -- og segja eitt risastórt bless, umbreyta plánetunni í líflausan hnött á braut um Sól.
--Ef einhver vogar sér að granda einum af hans skipum -- þá barasta skal allt þurrkað út, og hann sjálfur í leiðinni ásamt öllum sem hér er!
Svona hugmyndir eru of kjánalegar til að vera fyndnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.10.2016 kl. 00:22
Ég sé nú enga hættu fólgna í þessu
Rússar sigla bara sínum skipum þarna niður eins og þeir hafa fullan rétt til.
Frakkar og Bretar nota svo þetta gullna tækifæri til heræfinga eins og alltaf er gert við svona tækifæri
Enginn meiðist og allir fá eitthvað út úr þessu.
.
Rússar eru ábyggilega búnir að hugsa út hvað þeir ætla að nota þennan kláf niðurfrá
Þeir eru býsna glúrnir í hernaði.
Borgþór Jónsson, 20.10.2016 kl. 11:25
Það að Rússneskur herskipafloti er á leiðinni til Sýrlands getur ekki þítt nema eitt.
Rússar eru yrir löngu hættir að reikna með einhverjum samningum, við þjóða súpuna sem er að blanda sér í innanlandsmál Sýrlands undir stjórn US og Sáda.
Enda kom það fram í Spiegel fyrir nokkru síðan að afskiptamöguleikar US og co. myndu skerðast veruleg við fall austur Aleppo.
Rússar og margir aðrir vita að herskip er í sjáflu sér frekar auðunnið og viðkvæmt fyrirbrigði, þannig að þeir senda allt settið til varnar og fælingar.
Nú þegar uppreisnarmanna glundrið er farið að veikjast verulega og aðföng til þeirra minka, á að gera stórárás á Ísis. Væntanlega með stórfjölgun hers frá Íran og hugsanlega einhverja aðkomu Kína.
Snorri Hansson, 20.10.2016 kl. 12:12
Spurning hvort það sé ekki nokkuð rétt ábending hjá Bjerne, að flugmóðurskip sé tiltölulega auðvelt skotmark í nútíma hernaði, ef stóru löndin beita fullu afli, þannig að það er líklega ekki góð fjárfesting í þeim og skynsamlegt hjá Rússum að eiga bara eitt. Aftur á móti eiga Rússar öflugan kafbátaflota og eru ótrúlega öflugt herveldi miðað við það að þeir eru tiltölulega fámennir og fátækir. En þeir eiga nóg með að verja sitt stóra ríki og ég held að þeir séu ekki að hugsa um neitt annað.
Aftur á móti eru Bandaríkin að æsa til styrjalda út um allan heim. Skemmst er að mynnast þess að það stefndi í stór-styrjöld á Suður-Kínahafi, þar sem egna átti saman Filippseyingum og Kínverjum. Hinn nýi forseti Filippseyja tók aðra stefnu og samdi um frið við Kínverja, þvert á vilja Bandaríkjamanna.
Auk þess eru þessar styrjaldir í Mið-Austurlöndum allar að undirlagi Bandaríkjamanna.
Sveinn R. Pálsson, 20.10.2016 kl. 13:54
Það hefur augljóslega fallið niður eitt orð úr svarinu hjá Bjarne.
Svona mistök geta stundum valdið óþarfa ágreiningi
Setningin á væntanlega að vera svona
Rússar stunda engan ÓLÖGLEGANN hernað í öðrum löndum
Borgþór Jónsson, 20.10.2016 kl. 17:01
Borgþór Jónsson , "Rússar stunda engan ÓLÖGLEGANN hernað í öðrum löndum" -- En þeir einmitt stunda slíkan í Úkraínu, með liðssveitum málaliða svokallaðir uppreisnarmenn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.10.2016 kl. 19:03
Sveinn R. Pálsson, - "...skynsamlegt hjá Rússum að eiga bara eitt."
Þ.e. einmitt vegna þess að þeir eru tiltölulega fátækir - að þeir eiga einungis eina slíka.
En þjóðarframleiðsla Rússlands er ca. álíka stór og þjóðarframleiðsla Ítalíu -- þrátt fyrir að Rússar séu ca. 2-falt fjölmennari.
--M.ö.o. þeir líklegast hafa ekki hreinlega efni á að eiga fleiri slíkar!
Enda er óskaplega kostnaðarsamt að reka þær!
"... þannig að það er líklega ekki góð fjárfesting í þeim..."
Þ.e. ekkert sem kemur í þeirra stað, ef þú vilt drottna yfir heimshöfunum, vera raunverulegt heimsveldi.
--Síðan eru þau ekki raunverulega það rosalega viðkvæm skotmörk.
Ef NATO raunverulega vildi sökkar þessum skipum --> Tæki það einungis, mínútur!
--Það skipti engu máli, hve mörg vopn þau hafa!
"Skemmst er að mynnast þess að það stefndi í stór-styrjöld á Suður-Kínahafi, þar sem egna átti saman Filippseyingum og Kínverjum.".
Ég er fullkomlega ósammála þessari túlkun þinni!
"Hinn nýi forseti Filippseyja tók aðra stefnu og samdi um frið við Kínverja, þvert á vilja Bandaríkjamanna."
Nýi forseti eyjanna er - fífl.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.10.2016 kl. 19:19
Snorri Hansson, það er afar lítið vandamál að binda endi á loftárásir Rússa - ef Bandaríkin þora ekki að ráðast að flugvöllunum í Sýrlandi, eða ráðast að flotadeildinni --> Er mögulegur sá mótleikur, að senda uppreisnarmönnum - fullomnar loftvarnarflaugar, til að skjóta niður flugtæki Rússa! Bandarískar loftvarnarflaugar eru síst lakari en þær er Rússar eiga -- reyndar er ég stórhissa á að Bandaríkin hafi ekki gert þetta fyrir lifandi löngu síðan!
--Megin ástæða þess er sennilega sú, að þeirra eigin vélar gætu orðið í hættu. Hinn bóginn, ef engin önnur leið er til staðar að stöðva glæpi Rússa gegn mannkyni og tilraunir stjórnarinnar í Sýrlandi -- að klára skipulegar þjóðernishreinsanir þ.s. milljónir þegar hafa verið gerðir brottrækir úr landinu með öðrum hætti.
--> Er sjálfsagt og eðlilegt, að beita þessari leið og þannig snarlega binda endi á þær loftárásir.
Það væri á endurtekning á proxy átökunum í Afganistan - þú ættir ekki að vera búinn að gleyma að þar lögðu Sovétríkin niður skott fyrir rest.
Rússar gera það mun fyrr, en NATO raunverulega fer að beita sér fyrir alvöru í því að flæma þá á brott.
Átök Rússa þarna eiga alls enga samúð skilið í mínum augum -- allra síst samúð með blóðhundinum er situr í Moskvu, og er sem dauð hönd á eigin landi, þ.s. hópur í kringum hans heldur uppi ræningjaræði "cleptocracy."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.10.2016 kl. 19:26
Hvernig getur maður sem forðar þjóð sinni frá styrjöld verið fífl? Hann semur við Kínverja um að þeir leigi þessi sker, en að Filippseyingar hafi fiskveiðiréttinn. Er það ekki betra en styrjöld? Bandaríkjamenn voru að gera stóra vopnasölusamninga við Filippseyinga, en Duterte hefur stöðvað öll vopnakaup frá Bandaríkjamönnum. Það horfir allt til miklu betri vegar núna en fyrir nokkrum mánuðum, þegar búist var við stríði á þessum slóðum.
http://edition.cnn.com/2016/07/13/asia/south-china-sea-global-conflict-risks/
Sveinn R. Pálsson, 20.10.2016 kl. 19:43
Þó þetta tengist ekki beinlínis þessari siglingu ,þá gerir þetta samt óbeinlínis.
.
Nú stendur yfir 48 klukkustunda vopnahlé í Aleppo ætlað til að óbreyttin borgara geti forðað sér og einnig til að hryðjuverkamenn geti gert hið sama.
Hryðjuverkamenn skjóta á útgangana með vélbyssum og sprengjum til og varna því að fólk komist út.
.
Af þessu tilefni hafa félagar okkar,Breski forstisráðherrann , Hollande og talsmaður Bandaríska utanríkisráðun. loksins kastað grímunni og nenna ekki að þykjast lengur.
Þeir gefa nú Al Nusra standandi lófaklapp og hvetja þá til að gefa hvergi eftir.
Talsmaðour US gaf í kvöld út loforð um að það yrði ekki ráðist á þá af þeirra hálfu.
Þetta hefur svo sem verið í gerjun lengi ,af því það er langt síðan þeir hættu að kalla þá hryðjuverkamenn,og síðustu viku hafa þeir alltaf verið kallaðir rebels.
Eftir þetta vopnahlé verða þeir væntanlega sæmdir heitinu "freedoom fighter"
Mikið óskaplega skammast ég mín fyrir að landið okkar skuli vera í félagi með þessi hyski.
Borgþór Jónsson, 20.10.2016 kl. 21:25
"Bandríkin eru fyrst og fremst áhorfendur!"
Ertu að reyna að vera fyndinn, eða ertu virkilega svona "einfaldur" ?
* Fort Magsasay
* Basa Air Base
* Antonio Bautista Air Base
* Mactan-Benito Air Base
* Lumpia Air Base
Og hvað ætli þessir áhorfendur, séu að gera ... "The Philippines, eager to resume development of vital oil and gas reserves off its coast, will likely need to reach an accord with a Chinese government infuriated by last week's ruling that granted Manila a big victory in the South China Sea." ... "According to U.S. oilfield services company Weatherford, one concession - SC 72 - contains 2.6-8.8 trillion cubic feet of natural gas. "
Oj, då OLJA ALTSÅ ... IGEN! TÄNK ALTSÅ!
En við vitum jú allir, að Kínverjar hafa ENGAN rétt hérna ... eða?
"The nine-dash line, first shown on a 1947 Chinese map, carves out an area that runs deep into the maritime heart of Southeast Asia, and overlaps claims from Vietnam, the Philippines, Malaysia, Brunei and Taiwan."
Gamalt svæði, hefur verið á kortum síðan 1947 ... jahá ... og, hvað með "áhorfendurna" þína?
Þeir eru að sjálfsögðu ekkert að falast eftir olíu ... englarnir þínir.
"Vietnam warns Beijing over oil rig activities in South China Sea. 19 Jan 2016 ... How the US got outplayed in the Asia-Pacific."
Bíddu nú við "outplayed" ?
China has sovereignty over four archipelagos in the South China Sea, namely, the Xisha, Nansha, Zhongsha and Dongsha Islands, which are indicated by the dash lines on the map drawn in 1947. The Nansha Islands (or the Spratly Islands; coordinates: 3°40'-11°55' N; 109°33'-117°50' E) comprise over 230 islands, islets, sandbanks, rocks and shoals that are scattered along a 1,000 kilometer span from the southeast to the northwest of the Sea.
Beginning in the 20th century, western colonial powers, including the United Kingdom, Germany and France, followed by Asia's emerging power Japan, kept coveting the Nansha Islands as they colonized Southeast Asia and invaded China. Most of their territorial ambitions ended in failure due to strong resistance from China's Late Qing government, the succeeding Nationalist government and the general public. Japan was the first to have seized some of the islands in the South China Sea, including the Nansha Islands. In 1939, Japan occupied part of the Nansha Islands in an effort to control Southeast Asia and in preparations for an invasion of Australia. [ii]
The Cairo Declaration of November 1943, signed by the heads of the governments of China, the United States and the United Kingdom, proclaimed that "…Japan shall be stripped of all the islands in the Pacific which she has seized or occupied since the beginning of the first World War in 1914, and that all the territories Japan has stolen from the Chinese, such as Manchuria, Formosa, and the Pescadores, shall be restored to the Republic of China." ThePotsdam Declaration of July 26, 1945 also stipulated in its eighth article that "the Japanese sovereignty shall be limited to the islands of Honshu, Hokkaido, Kyushu, Shikoku, and such minor islands as we determine, as had been announced in the Cairo Declaration in 1943."
Shortly after taking office in January 2009, the Obama administration signaled that it would correct the Bush administration's misplaced foreign policy by shifting the US's strategic priority to the Asia-Pacific region, which obviously contributed to the confidence of the other claimants in the South China Sea to challenge China.
It is obvious from the incidents and events that have unfolded in the South China Sea over the years that all disputes are centered on sovereignty and rights over the Nansha Islands and their surrounding waters. In fact, such disputes were not uncommon in third world countries in modern history, including during the Cold War era. But the discovery of abundant oil reserves in the Nansha waters in the late 1960s and the introduction of international arrangements concerning the EEZs or the continental shelf, such as the Convention on the Continental Shelf and theUnited Nations Convention on the Law of the Sea, provided fresh incentives for other claimants to covet and grab China's Nansha Islands.
A major development was a new wave of unilateral occupation of the Nansha Islands and development of oil and gas in surrounding waters by some countries. Entering the 1990s, Vietnam occupied 5 more reefs, bringing a total of 29 islands and reefs under its control. By March 1994, Vietnam had illegally licensed out 120 oil blocks in the bulk of the Nansha and Xisha waters through bidding rounds. Malaysia seized Yuya Shoal (Investigator Shoal) and Boji Reef (Erica Reef) in 1999, and has been actively exploiting oil and gas and fisheries resources in surrounding waters. It accounted for half of the oil rigs among the disputed parties in Nansha areas, and its maritime law enforcement made the largest number of expulsions and arrests of Chinese fishermen in the 1990s.
----
The U.S. Energy Information Administration says nearly one-third of global crude oil and more than half of liquefied-natural-gas trade passes through the South China Sea. Energy traders in the days and weeks ahead will watch for any evidence that increased tensions could threaten its crucial shipping lanes.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 22:03
Sveinn R. Pálsson, það sem hefur verið að gerast þarna, er að Kína er að auðsýna klassískan stórveldis yfirgang, þ.e. ætlast til að smærri löndin gefi upp allan sinn rétt - án þess að mögla.
Þú ert m.ö.o. að segja, að rétt sé fyrir þau að beygja sig í duftið - því annað gæti hugsanlega kostað átök við Kína.
En þ.e. einmitt það sem Kína treystir á -- að löndin þori ekki að rísa upp, af óttanum við afleiðingarnar.
Þetta er einnig hvað yfirgangsöm stórveldi ávallt treysta á, að litlu aðilarnir - þori ekki.
Einungis þannig, geti löndin knúið fram sinn rétt!
Samningar við Bretland, hefðu alltaf þítt það -- að gefa eftir rétt Íslands!
--Ef Duterte sleikir Kína -- þá getur það ekki þítt neitt annað, en að hann gefi eftir rétt síns lands á svæðinu, sem Kína segist eiga en Filippseyingar eiga hefðbundin réttindi til ekki síðri a.m.k. en réttindi sem Kínverjar má vera að einnig eigi.
"Það horfir allt til miklu betri vegar núna en fyrir..." -- > Óskapleg skammsýni!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2016 kl. 01:51
Borgþór Jónsson, -"Nú stendur yfir 48 klukkustunda vopnahlé í Aleppo ætlað til að óbreyttin borgara geti forðað sér og einnig til að hryðjuverkamenn geti gert hið sama."
Þetta sannar fullkomlega hvað vakir fyrir!
Þ.e. að losna við þessa milli 200-300þ. íbúa borgarinnar, sem hafa nú síðan 2011 barist gegn Assad.
Þú ert auðvitað samþykkur skipulögðum þjóðernis hreinsunum sem þegar hafa leitt til flótta 5 milljón manns frá landinu.
Þú virðist ekkert sjá athugaver við mestu þjóðernishreinsanir sem sést hafa síðan undir lok Seinni Styrrjaldar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2016 kl. 01:54
Það er engu líkara en þú sért beintengdur við Bandaríska utanríkisráðuneytið.
Það eru bara nokkrar klukkustundir síðan þeir lýstu opinberlega yfir stuðningi við Al Nusra Front og þú ert strax orðinn talsmaður þessara samtaka.
Þér finnst alveg sjálfsagt að hryðjuveerkamenn haldi hundruðum þúsunda manna í gíslingu árum saman og skjóti það svo þegar er verið að reyna að hjálpa því til að flýja.
.
Það var alveg pínlegt að sjá viðtalið við Teresu May eftir fund Hollande og Merkel.
Hún bókstaflega froðufelldi yfir féttamanninn þegar hún gusaði yfir okkur bölbænum yfir Rússum.
Ekki orð um að það væri eitthvað athugavert við að Nusra væru að skjóta á flóttafólkið. No comment.
.
Ekki var síður athyglisvert að sjá Hollande ,sem tók í sama streng ,en var samt hófstilltari í framkomu.
Hollande ,sem sendi herþotur til Sýrlands eftir skotárásirnar í París og drap 120 óbreytta borgara á einu bretti,en engann hryðjuverkamann.
Hollande hefur augljóslega enga samúð með óbreittum borgurum.
Engin athugasemd við að Nusra sé að drepa fólk á flótta.
.
Það er spurning hvort það er eitthvað sérstakt í Aleppo sem Frakkar,US og Bretar vilji ekki að sjáist.
Eins og nokkurn veginn er vitað er hryðjuverkastarfsemi Nusra stjórnað frá Aleppo.
Er hugsanlegt að fjöldi hernaðarráðgjafa frá þessum löndum séu lokaðir inn í borginni.
Og/eða að það séu þar einhver augljós sönnunargögn um samvinnu þessara ríkja við hryðjuverkamenn.
Allavega eru viðbrögð þeirra við eyðingu þessara hryðjuverkamanna ótrúlega heiftúðug.
Það er eitthvað undarlegt við aðð þessi ríki séu tilbúin til að feta sig á blábrún átaka við Rússa ,yfir nokkrum hryðjuverkamönnum.
Rússar eru nefnilega ekkii alveg eins varnarlausir og þú virðist halda Einar.
.
Í gær eyddi Belgísk herþota litlu þorpi skammt frá Aleppo og drap nokkra óbreytta borgara.
Þetta er svolítið undarlegt atvik,ein herþota gerir eina árás á svæði þar sem NATO starfar yfirleitt ekki á.
Spurningin er hvort það sé verið að eyða sönnunargögnum.
.
Ég held þó að þessi læti í þeim séu samt að mestu ástæðulaus.
Allir sem fylgjas eitthvað með hafa vitað lengi að þessar þjóðir hafa árum saman gert út hryðjuverkamenn til eyðileggja ríkin í Miðausturlöndum og víðar.
Það er ekkert nýtt í því.
Flestir hafa einfaldlega sætt sig við þessa staðreynd og ég fæ ekki séð að einhverjar frekari sannanir breyti einhverju þar um..
Þessir tímar hafa líka sínar skemmtilegu hliðar.
Það er bráðspaugilegt að fylgjast með siglingu Rússneska norðurflotans suður með Evrópu
Bretar hlaupa um eins og sperrtir hanar og lýsa því hversu tilbúnir þeir séu til að verja eyjarnar.
Samt er Putin marg búinn að segja þeim að þeir séu bara smáeyjar í Atlantshafinu sem hafi enga þýðingu
Borgþór Jónsson, 21.10.2016 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning