Trump vill meina að nýjar ásakanir um að hann kynferðislega áreiti konur séu liður í samsæri gegn honum

Áhugaverð nálgun -- en það hafa komið fram 2-konur sem halda því fram að Trump hafi kynferðislega áreitt þær:

  1. Ein konan kom fram í -vídeó- Jessica Leeds segir að Trump kringum 1980 hafi veist að henni kynferðislega í um 15 mínútur - hann hafi m.a. þuklað brjóst og reynt að þukla kynfæri.
  2. Rachel Crooks, segir Trump 2005 í Trump turninum á Manhattan, þegar hún starfaði í andyri - hafa kysst hanna beint á munninn, án þess að hún hefði haft nokkurn áhuga á því.

Engin leið er auðvitað að staðfesta eða hafna þessum ásökunum --> Þar sem um orð gegn orði er að ræða!
-- --> Trump getur þó mjög vel verið búinn að gleyma þessu í báðum tilvikum!

'Absolutely false,' Trump defiantly responds to women's groping allegations

Donald Trump Calls Allegations by Women ‘False Smears’

Hinn bóginn hefur hann valið þá nálgun, að kalla þessar ásakanir -- illviljaðar lygar!
Talar auk þess um - elítu samsæri gegn sér!

Fólk getur auðvitað tekið því eins og það vill!

Ég held að það séu ágætar líkur á að Trump muni ekkert eftir þessu!

En annað skiptið er fyrir 30 árum - hitt fyrir 11 árum.

En nálgun hans er óneitanlega - dramatísk!

  1. “These events never, ever happened. The claims are preposterous, ludicrous and defy truth, common sense and logic,”
  2. “We already have substantial evidence to dispute these lies and it’ll be made public in an appropriate way and at an appropriate time.”
  3. “Let’s be clear on one thing. The corporate media in our country is no longer involved in journalism. They’re a political special interest,”
  4. “And their agenda is to elect crooked Hillary Clinton at any cost, at any price, no matter how many lives they destroy.”
  5. “I take all these slings and arrows for you,” he told a crowd in West Palm Beach, Florida. “The only thing that can stop this corrupt machine is you. The only force strong enough to save our country is us.”

Samsæriskenning sem erfitt er að trúa að nokkur taki mark á - nema þeir sem þegar eru sannfærðir stuðningsmenn!
En það sem er áhugavert við nálgun af slíku tagi - að Trump þarna leitast við að ófrægja megin fjöllmiðla Bandaríkjanna - alla með tölu!
Þó flestir þeirra hafi misjafna eigendur - eiga að vera samantekin ráð, um að með skipulögðum hætti, ófrægja hann!
Vegna þess, að Trump ógni sameiginlegum hagsmunum eigenda þeirra!

  1. Í sterkri kaldhæðni, er það líklega rétt -- að Trump ógnar sameiginlegum hagsmunum eigenda helstu fjölmiðla!
  2. En það er auðvitað vegna þess, að efnahags áætlanir Trumps - eru ógn við alla íbúa Bandaríkjanna!
  3. Þar sem að ef innleiddar, mundi það leiða til samtímis djúprar kreppu innan Bandaríkjanna, og heimskreppu -- sem engin ástæða er annars að ætla að verði.

Ég mundi svara því þannig -- að fullkomlega ótengdir hugsandi einstaklingar, séu færir um að samtímis komast að sömu niðurstöðu - að Trump sem forseti væri gegn þeirra persónulegu hagsmunum!
--Án þess að um samantekin ráð sé að ræða!

 

Niðurstaða

Ég persónulega efa að þessar nýju ásakanir breyti miklu - þar sem engin leið er til að sanna þær né afsanna, orð gangi gegn orði. Hinn bóginn, þá eykur nálgun Trumps er hann elur á samsæriskenningum af ofangreindu tagi - ekki trúverðugleika hans sem frambjóðanda!

Ég mundi segja - að ef hann raunverulega trúir slíku, þá væri það eitt út af fyrir sig, næg ástæða, til að gera hann fullkomlega ófæran sem forseta í mínum huga, þ.s. að sérhver sem trúi slíku - hljóti að hafa skerta dómgreind!

Aftur á móti sé sennilegra að hann sé að beita slíkri orðaræðu vegna þess að hann haldi að hún falli í kramið meðal fylgismanna!
--En hún sé ólíkleg til að höfða til breiðari hóps en þess er þegar styður hann!

Sem krystallar þann vanda Trumps, að hann skv. könnunum er ekki að ná upp í 40% fylgi. Sennilega vegna þess, að flestir Bandaríkjamenn - trúa ekki á slík meint samsæri, auk þess að líklega trúa þeir ekki heldur á sýn Trumps á bandarískt þjóðfélag!

En ef þú ert ekki að kaupa þá sýn - þá nær hann ekki til þín.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg rétt hjá honum ... kosningarnar í Bandaríkjunum eru "rigged".

Eins og ég sagði þér fyrir ári síðan, þá var alveg ljóst að "Trump" er "Manchurian candidate".  En það er Hillary líka. Báðir þessir aðilar eru svikahrappar, hvor á sinn máta ... Trump, tilheyrir "electorate" hópnum.  Og hann er þarna, bara til að tryggja að hún komist til valda ... með því að vera nógu dónalegur, fælir hann fólk yfir á hennar hlið.

Fyrir George Bush, voru Bandaríkin hálfgert draumaríki ... en það sem gerði Bandaríkin "gott", var ekki þrískipt vald, heldur dómsmálakerfi þeirra. Aðeins í bandaríkjunum, var hægt að kæra ríkið ... og vinna. Öll stjórnarform, enda á sama hátt .. ÖLL. Eina leiðin, til að "tryggja" veraldarbyggðina ... er að Rússar og Kínvejar rísi upp og axli þá ábyrgð sem þeim ber.  Vandamálið er það að Kínverjar eru alltof "regional", og Putin hefur sagt að hann hafi engan áhuga á að vera "bjargvættur".

Og Evrópa, er ennþá lítið annað en illa agað nasista ríki. Frakkar, sem "vóru" rödd skinseminar ... þora ekki að andmæla kananum eins og þeir gerðu.  Þjóðverjar ... eru ennþá "hertekið" land, og ólíklegt að þeir verði neitt annað.  Bretland, og Holland eru ennþá ... "colonial" powers, sem þykjast vera vinir þræla sinna. Norðurlöndin eru svo sundruð, að sjá ekki neitt annað en dægurvandamál og draumóra um að verða olíu furstar.

Þetta er veröldin í hnotskurn ... þess vegna er verið að benda á, að við séum á leið inn í miðaldirnar ... Saudi Arabía, og Katar eru lönd sem eru fulltrúar "feudal society".  Og löndin, sem styðja þá ... þrátt fyrir gróf brot þeirra á mannréttindum, eins og Bandaríkin ... hafa akkúrat, sömu stefnu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 07:25

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar. Ég tek undir með Bjarne en sjáðu eða hlustaðu á þessa ræðu Bill C.  https://www.facebook.com/numbersusa/videos/1022412267815468/

Hann er að segja sömu hlutina varðandi Innflytjenda málin og Donald Trump. Þeir eru að reyna að klína allskonar málum á Trump á meðan þeir þegja yfir glæpsamlegum málum vegna Clinton hjónanna.

RÚV er með í þessum leik alþjóðamedíunar svo bara það sínir að þetta er persónuleg árás á Trump sem globalistar standa fyrir. 

Valdimar Samúelsson, 14.10.2016 kl. 12:22

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, alltaf jafn sérstæð sú heimssýn er þú heldur á lofti!

Valdimar, innflytjendamál eru langt í frá meginmálið! Ef það væri allt og sumt sem Trump talaði um, og hefði hugmyndir um að breyta -- þá væri andstaðan gegn honum allt önnur en hún er.
---> Þú getur verið viss að Bill Clinton, talaði aldrei fyrir því - að hugsanlega yfirgefa NATO, eða gefa eftir hugsanlega önnur bandalög Bandaríkjanna - né setti hann -einhliða- kostnaðarkröfur á bandamenn Bandaríkjanna --> Þaðan af síður, datt Clinton í hug, að setja upp einhliða verndartolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna!

Innflytjendamál, eru einungis - lítill hluti af þessu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2016 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband