Gætu Bandaríkin með fremur auðveldum hætti, bundið endi á herför Rússlands innan Sýrlands -- án þess að taka áhættu á stríði?

Það hafa borist fregnir af uppástungum frá Pentagon og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, með hvaða hætti - nýr forseti Bandaríkjanna gæti á skömmum tíma fullkomlega snúið aðstæðum innan Sýrlands - Bandaríkjunum í vil.

Það áhugaverða er - að Rússland hefur þegar -óformlega- brugðist við þeim hugmyndum, með harkalegum hótunum -sem þó er unnt að afneita.-

Apocalyptic posture aimed at White House winner

"Dmitry Kiselyov, Russia’s de facto chief propagandist, had a stark warning: US air strikes on Russian-backed Syrian forces could provoke world war III. “Brutish behaviour towards Russia,” he declared, could have “nuclear dimensions”.

Geta Bandaríkjamenn komist upp með það - að binda endi á lofthernað Rússa, með valdbeitingu?
Geta þeir samtímis komist upp með að - binda endi á lofthernað Sýrlandsstjórnar með valdbeitingu?

Það að Rússar beita ofangreindum hótunum - í gegnum traustan aðila, sem stjórnvöld geta alltaf - afneitað; sýnir að Pútin tekur þessar vangaveltur innan Bandaríkjanna - alvarlega!

 

Ég held nefnilega að Bandaríkin geti ákaflega vel komið þessu í verk!

Áhættan er alltaf að sjálfsögðu - einhver.

  1. Tillögur eru uppi um að beita árásum með stýriflaugum, þannig -- taka ekki nokkra áhættu með mannaðar flugvélar vegna öflugs loftvarnarkerfis sem Rússar hafa sett upp í Sýrlandi.
  2. Bandaríkin geta mjög auðveldlega safnað nægilega mörgum skipum á Miðjarðarhafi, með slíkar birgðir stýriflauga um borð - - að slík valdbeiting væri ákaflega framkvæmanleg!
  3. Höfum einnig í huga, að rússneska loftvarnarkerfið á miklu mun erfiðar um vik - með að skjóta niður stýriflaugar er fljúga ákaflega lágt, en samt hratt, þær nýjustu eru að auki smærri á radar en eldri gerðir, að auki eru þær sjálfar miklu mun smærri skotmörk en -- mönnuð flugvél.
  4. Bandaríkin ættu að auki, að geta beitt "saturation" þ.e. skotið nægilega mörgum flaugum, til að tryggja -- eyðingu skotmarka!
  5. Síðan, er engin hætta á að skotmörkin færi sig, þ.s. líkleg skotmörk mundu vera -- sjálfar flugbrautirnar við Ladakia flugvöll undir umráðum Rússa, og þeir herflugvellir sem stjórnvöld í Damaskus enn ráða yfir.
  6. Auk þess, að líkur á mannfalli eru litlar, ef skotmörkin eru -- sjálfar flugbrautirnar.
  7. En það dugar fullkomlega, til þess -- að þvinga flugher Rússa innan Sýrlands, niður á jörðina. En án flugbrauta til að lenda á, eða til að taka á loft af. Þá tekur flughernaður Rússa --> Snarlega endi.
  8. Það þarf þá ekki að ráðast að sjálfum flugvélunum - né flugskýlum, eða byggingum öðrum - líklegar til að hafa Rússa.
  9. Flotinn gæti viðhaldið jafnri og stöðugri skothríð á flugbrautirnar -- til að tryggja að ekki sé gert við þær.
  10. Án flugbrauta, mundu flugvélar á lofti, verða að lenda á næsta velli - utan Sýrlands. Ef sá er ekki í Rússlandi, þá gæti vélum verið tímabundið haldið í nokkurs konar gíslingu, þangað til að Rússar samþykkja -- kröfur Bandaríkjanna.

Þegar kemur að Sýrlandsstjórn -- er verið að ræða harkalegri aðgerð, þ.e. að beinlínis eyðileggja þær herstöðvar sem stjórnvöld Sýrlands nota til að halda uppi þeirra flugher.
--Sem auðvitað mundi leiða til verulegs mannfalls meðal starfsmanna Sýrlandsstjórnar.

 

Það er engin leið að slík aðgerð, leiddi ekki til ákaflega slæmra samskipta við Rússland!

Aftur á móti, tel ég ósennilegt að hún leiddi til - beins stríðs Rússlands og NATO.

  1. En Rússland fer ekki í stríð, ef stjórnvöld Sýrlands verða fyrir mannfalli og tjóni.
  2. Það væri hugsanlegt jafnvel líklegt - ef Rússar sjálfir yrðu fyrir umtalsverðu manntjóni vegna árása!
    --En það mundi ekki vera ástæða til að ráðast að nokkru öðru en flugbrautunum sjálfum!--Afar ósennilegt að starfslið væri staðsett á þeim sjálfum.

Þannig að unnt væri sennilega -- að binda endi á loftárásir Rússa!
--Með því einu, að eyðileggja flugbrautir við Ladakia, og síðan tryggja gersamlega eyðileggingu flugherstöðva Sýrlandsstjórnar.

  • Aðgerðin þyrfti ekki að kosta einn einasta Rússa lífið.

En þegar kemur að versnun samskipta við Rússland!

  1. Afar ósennilegt að Rússland mundi loka á gas-sölu til Evrópu. En þá missti Rússland þær tekjur sem Rússland munar um, og að auki - gæti Rússland ekki selt það gas annað með nokkrum auðveldum hætti.
  2. Rússland gæti -- endurvakið átök innan Úkraínu.
    --Það gæti verið sennilegasta hefnd Pútíns.
    --En slíkri aðgerð væri unnt að mæta, með því að vopna Úkraínustjórn.
    Ef nýr forseti mundi ákveða að beita hörku í Sýrlandi -- væri sennilegt að sá sami forseti, mundi kjósa að bregðast við nýrri opnun af hálfu Pútíns í Úkraínu, með vopnasendingum til Úkraínustjórnar.
    **Mjög vafasamt að Rússland hefði getu til þess að viðhalda umfangsmiklu "proxy war" þar í langan tíma.
  3. Rússland gæti reynt að skapa óróa og óstöðugleika í Eystrasalt löndum, en í þeim löndum er rússneskur minnihluti.
    --NATO getur auðvitað -- mætt slíku með, umfangsmikilli aðstoð við þau lönd.
  • Síðan auðvitað, ef Rússland mundi ákveða að beita sér með -- "proxy átökum" í næsta nágrenni við NATO lönd.

Er ekkert sem tæknilega hindrar NATO í því - að skoða möguleika á að skapa ójafnvægi innan Rússlands sjálfs.
___________

En þetta eru þær helstu afleiðingar sem væru sennilegar!
--Að Rússland mundi bregðast við, með því að leitast við að efla "proxy" átök í sínum nær löndum, til þess að refsa NATO löndum --> Með flóttamannabylgju!

  • A.m.k. að gera tilraun til þess, að skapa slíka.

 

Niðurstaða

Auðvitað veit maður ekki hversu mikil alvara er að baki þannig pælingum, sem ég hef nú nefnt. En bersýnilega telur Rússlands stjórn næga ástæðu til að taka þær alvarlega. Til að -- senda, óbeina hótun!
Hinn bóginn sé sú framsetning sem kom fram í máli Dmitry Kiselyov "bombastic" þ.e. ég er fullkomlega viss - að ofannefnd hugsanleg aðgerð, leiði ekki til kjarnorkuátaka.
Að auki er ég viss að Rússland, mundi ekki skipa hefðbundnum herjum sínum, að hefja innrás í Evrópulönd.

En það yrði án vafa hefnd í einhverju formi - ætlað að valda NATO löndum umtalsverðum skráveifum.
--Úkraína er augljós fókus punktur, þar sem Pútín mundi sennilega beita í hefndar- eða refsingarskyni fyrir NATO lönd.

Útkoman gæti orðið sú, að Rússland og NATO - væru í beinu "proxy" stíði í Evrópu.
--Hinn bóginn sé ég ekki Rússland hafa betur í þannig átökum, ef NATO mundi beita sér af alefli eins og t.d. var gert á sínum tíma er svokölluð Sovétríki börðust í Afganistan.

En það mundi taka tíma að leiða þá útkomu til lykta - og tjónið fyrir Úkraínu gæti orðið verulega mikið.

  • Svo þ.e. þá spurningin --> Hvort það er þess virði fyrir Bandaríkin, að kollvarpa stöðu Rússlands í Sýrlandi --> Hafandi í huga, hver væru sennileg viðbrögð Pútíns?

Það getur vel verið, að skynsamara sé einfaldlega leyfa Pútín að eiga það sem hann vill innan Sýrlands!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geta þeir það?

Ábyggilega ... ég efast stórlega um, að Rússar muni standa á því fastar en fótunum að fara í stríð. Ef maður skoðar til dæmis, það sem gerist í Sýrlandi ... þá gefa Rússar Sýrlendingum anti-flugskeiti, sem þó eru bara nægileg til að Sýrlendingar geti varið sig fyrir beinni árás.  Radíus þessarra skeita er takmarkaður, og þeir geta því ekki ógnað neinum.

Þetta er diplómatísk lausn hjá Rússum, vegna Dei eZ Zur. Þeir standa frammi fyrir því að verða að nota S-300 til að skjóta niður vélar Bandaríkjanna, Breta og Frakka.  En hér sjáum við, að þeir eru ekki tilbúnir til að fara í stríð.

Þú þarft að gera þér grein fyrir því, að akkúrat þetta ... gerir Rússan jákvæðan í heimsmálum. Mogginn, og aðrar fréttastofur Vesturlanda eru lítið annað en "hernaðar áróðursmaskína nasista".

Rússar hafa bæði S-300 og S-400 í Sýrlandi.  Þetta gerir þeim kleift að skjóta niður hvaða vél sem er, en sjálfir eru þeir með S-500 heima fyrir sem ekki hefur náð "mass production". Sama á við um flugher þeirra, hann er 4 sinnum minni en NATÓ, en þeir geta notað hverja flugvél ... fjórum sinnum meir. Flugvélar þeirra eru af "betri" gæðum en okkar. Þeir hafa einnig besta skriðdrekan.  Bestu brimvörnina.

Vandamálið við Rússan, er að öll hans tækni byggist á "vörn".  Meðan tækni NATO byggist á "árás". Þetta er þáttur sem maður þarf að gera sér grein fyrir, og er mikilvægur. Stjórnir okkar hér, eru í "árás" ekki vörn. Bandaríkin byggja her sinn á því, að geta komið honum fyrir hvar sem er í heiminum, innan 24 klukkustunda.  Rússinn byggir her sinn á því, að öll árás á hann ... er svo kostnaðarsöm. Þeir hafa anti-skriðdrekakerfi ... sem situr og bíður eftir skriðdrekum.  Þeir hafa "sentri" kerfi, sem þeir geta stillt upp á landamærunum, til að tryggja að "enginn" fari yfir landamærinn.

ÖLL tækni Rússa byggist á vörn.

ÖLL tækni NATO byggist á árás.

Af þessum sökum vitum við hver "árásar" aðilinn er.  Við getum einnig skoðað afleiðingarnar ... Víetnam, Kórea, Abu Grahib, Fallujah, Highway of death ... í öllum þessum tilvikum, hafa Bandaríkjamenn (og NATO) notað eiturvopn, sýklavopn, kjarnavopn.  Slík vopn eru bönnuð, en bandaríkjamenn þurfa aldrei að svara fyrir sig. Rússinn beitir "Conventional warfare" ... vegna þess að hann er undir smásjá og er ekki tilbúinn til að fara í stór stríð. Þetta veit NATO og kaninn.  Þú munt sjálfsagt benda á að Sýrlandsstjórn og Írak notuðu "efnavopn".  Í því sambandi ráðlegg ég þér að skoða dæmið nánar ... hverjir notuðu efnavopnin í Írak.  Athugaðu MEK, hverjir þeir eru ... svarið er, að notkun þessara vopna ... ásamt vopnunum sjálfum, kom frá Kananum, og var beitt af mönnum þjálfuðum af kananum. Sýrland ... þessi vopn koma frá heimatilbúnum gas kútum, sem fest hafa verið á toppinn á heimatilbúnum skeitum.  Þetta er ekki "Sýrlenski herinn", heldur skæruliðar sem beita þessu.  Vopnin, hafa varla lent ... þegar þau koma í vestrænum blöðum.  Enginn rannsókn á sér stað, og ef hún á sér stað er hún svo einhliða. Svipað eins og í Ukraínu ... flugvél hrapar, varla líður vika áður en Ukraínski herinn ásamt NATO ræðst að uppreisnarmönnum til að útrýma þeim.  Herinn notar óspart skeiti á íbúa borga, leggur heilu borgirnar í rúst ... og ekkert af þessu nær fréttaflutningi Morgunblaðsins.

Þetta kallast "causus belli" á fagmáli. Atvik, sem notað er sem "ástæða" til árásar og árásar aðilinn á því að vera undir stærsta grun um að hafa staðið að baki atvikinu ... og árásar aðilinn í þessum tilvikum er kaninn og NATO. Ef ekki hefði verið fyrir sentri byssur Rússa, hefðu þeir labbað yfir fólkið í þessum héruðum.  Rússinn, reyndi ekki að ráðast inn í Kiev. Það sem þeir gerðu, var bara "nægilegt" til að stöðva framsókn Kiev, sem hafði NATO að baki sér.

Ekkert meir.

Ekkert af þessu, kemur fram í "nasista" blaðinu ... mogginn.  Ekki heldur Fallujah, eða Highway of death.

Kaninn, sem slíkur er ekki vandamálið ... heldur ert Þú, ég og fréttaflutningur okkar hér ... vandamálið. Evrópa er orðið að "nasistaríki".  Þeir hlusta á ræður Hitlers, sem felur sig í líki George Bush, Obama, Trump eða Clinton ... og eru drukknir af sigurgleði. Svo lengi sem fólk þarf ekki að lesa um afleiðingarnar af því sem það styður, og getur falið sig á bak við "good intensions".  Þá er allt í lagi.  Andstæðingarnir hafa "enga" ástæðu fyrir sínu málefni ... og best að leifa morðóðum saudi aröbum að hálshöggva þá, því þá þarf maður aldrei að standa til svars.

Þetta eru staðreyndir málsins.

Rússar, vita vel að þeir eru hataðir ... og byggja því upp varnargarð. Vandamál Rússans, er sá ... að fyrr eða síðar, fellur varnargarðurinn. 

Rússahatur er í algleimingi, fólk eins og þú ... í meirihluta, þar sem allt gengur út á að hata Rússa. Og þrátt fyrir röksemdir, muntu aldrei breita skoðun ... og aðrir ekki heldur.  Og fyrr eða síðar, mun þér og þínum líkum fá óskum ykkar framgengt og Rússum verður útrýmt, sem fólki og ríki.

Svo svarið, er JÁ.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 09:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"ÖLL tækni Rússa byggist á vörn. / ÖLL tækni NATO byggist á árás."

Færir engin rök fyrir þeim fullyrðingum -- ég mundi segja að Rússar hafi 3-4 sinnum stærri her en þeir raunverulega þurfa á að halda, höfðu áður enn stærri miðað við varnarþarfir.

Þú bullar um gæði rússn. véla vs. NATO véla, sama um skriðdreka Rússa.

Málið er að Rússar hafa nákvæmlega enga þörf fyrir þátttöku í átökum innan Sýrlands - þeim mundi stafa nákvæmlega engin ógn af því ef Úkraína væri innan NATO.

Kjarnavopnaeign Rússa -- ein og sér, fullkomlega útilokar innrás. Þannig að þeir hafa ekki þörf fyrir nærri það stóran her sem þeir ráða yfir -- -- > Nema að þeir hafi e-h annað en einungis varnir í huga.

    • Í kalda stríðinu, byggðu allar áætlanir NATO - á vörnum gegn innrás úr Austri. Sovétríkin hörðu a.m.k. 2-falt fjölmennari her.

    • Í dag, er Rússland enn með drauma -- um snögga innrás ef marka má þeirra hernaðaráætlanir.

      • Sú hugmynd að Rússland þurfi að verjast NATO - með öllum þeim her sem þeir hafa, er fullkomlega klikkað. Þú getur nákvæmlega engin rök fært fyrir slíku.

      " Þetta er ekki "Sýrlenski herinn", heldur skæruliðar sem beita þessu."

      Nei, þ.e. einmitt sýrl. herinn sem ræður yfir efnavopnum og ítrekað hefur beitt þeim, og framleiðir efnavopn til eigin nota.

      " Svipað eins og í Ukraínu"

      Nei, rannsókn var faglega unnin - ekki einhliða, niðurstaða fullkomlega trúverðug og að auki - rökrétt.

      Átök í Úkraínu, markast af -- rússn. árás á það land, hafa alveg frá byrjun þeirrar deilu, snúist um þann þátt, að Rússland vill ekki umbera sjálfstæða Úkraínu -- hafi markast því af tilraun Rússlands til að takmarka að verulegu leiti sjálfstæði þess lands; af tilraun Rússlands til að ákveða framtíð Úkraínu gegn vilja íbúa þess lands!
      --Þegar síðan íbúarnir snerust gegn þeirri rússn. tilraun til að ráða framtíð landsins gegn þeirra vilja, þá hófu Rússar -- refsiaðgerðir gegn íbúum Úkraínu -- í því formi að þeir rændu landi af Úkraínu og síðan hófu - árásarstríð gegn Úkraínu, með málaliðaher - svokallaðir uppreisnarmenn - sem eru ekkert annað en málaliðar Pútíns, með vopn sem Pútín úthlutar þeim.

      Í Sýrlandi hefur Pútí tekið afstöðu með -- Íran og minnihlutastjórn Assads, í baráttur sem í seinni tíða --> Virðist orðin að tilraun til að - hreinsa Sýrland stórum hluta af Súnní Aröpum.
      --> Sem hefur leitt til milljóna flótta meðal Súnní Araba hluta íbúa úr landi, þegar 5 milljónir þeirra flúnir.

      Stuðningur Rússa við skipulegt "ethnic cleansing" er stórhættuleg aðgerð fyrir Mið-austurlönd, þ.s. sú aðgerð er að magna upp hættu á því að -- Shíta/Súnníta stríð í gangi í 2-löndum; dreifist frekar um Mið-austurlönd, og skapi hættu á enn stærri flóttamannabylgju.

      Er örugglega hluti af áætlun Pútíns -- að senda milljónir flóttamanna til Evrópu.

        • En hann vill NATO og núverandi skipulag Evrópu - feigt.

        • Hann líklega heldur að með því að senda milljónir og aftur milljónir flóttamanna til Evrópu, geti hann hugsanlega náð að slá 2-flugur með sama steini, losna við núverandi V-Evrópuskipulag og NATO.

          • Þannig að aðgerð gegn aðgerðum Rússlands innan Sýrlands -- væri í reynd, varnaraðgerð fyrir núverandi skipulag Evrópu, og NATO sem slíkt.
            --Mundi að auki, geta forðað því að stríð Shíta og Súnníta haldi áfram að breiðast út innan Mið-austurlanda.
            --Gera það mögulegt að binda endi á þau átök.

          _________________
          Ef Pútín tapar harlalega í Sýrlandi - mundi auðvitað Pútín verða fyrir álitshnekki.

          Ef hann mundi lenda í vandræðum heima fyrir - væri það einungis góður hlutur, því stefna Pútíns virðist vera á þá leið, að gera Rússland að stöðugt vaxandi hættu fyrir Evrópu, og heiminn að auki.

          En "kaos" innan Rússlands, mundi binda a.m.k. tímabundið endi á ógnina af Rússlandi - út á við.

          Jafnvel þó það mundi ekki enda með því að Pútín lendi í vandræðum heima fyrir --> Er það að mörgu leiti þess virði, að binda endi á tilrauni Pútíns til að útbreiða stöðugt átök Súnníta og Shíta um Mið-austurlönd.

          Þannig draga úr líkum á því að fjöldi flóttamanna þaðan haldi stöðugt áfram að vaxa þaðan, vegna stöðugt stækkandi átaka og fjölgun svæða þ.s. átök milli þeirra hópa fara fram.

          NATO lönd geta þá farið að vinna í því, eins og í Júgóslavíu á sínum tíma - að binda endi á þau átök.

          Skipting t.d. Sýrlands, getur einmitt verið í því liður, lausn sem hefur virkað fyrir fyrrum Júgóslavíulönd!

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 13.10.2016 kl. 10:07

          3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

          Toppurinn. - Mundu að "Nústaðreyndatrúar maðurinn" í okkur reiknar alltaf allt til andskotans. Skaparinn í okkur leysir málin með lausnum sem þig hefur ekki dreymt um nú í dag.  16.9.2016 | 10:58   slóð

          Áður trúðum við því að Gyðingarnir stjórnuðu heiminum.

          Það er betra að segja að Rothschilds, Zionists Khazars, stjórnuðu heiminum.

          Næst komst Islam með sínum olíu auðæfum á toppinn, og stjórnuðu heiminum.

          Í dag er Kína búið að kaupa stærstu fyrirtæki heimsins, og stóru fyrirtækin eiga New World Order, sem þá er í eigu Kína.

          Svona ganga kaupin á eyrinni.

          Þetta er hugmynd.

          Þegar þú hefur svona pýramída, þá þarf aðeins að skipta um toppsteininn.

          Hver sem er, getur tekið toppinn í gíslingu með auðæfum, eða með valdi.

          Egilsstaðir, 13.10.2016  Jónas Gunnlaugsson

          Jónas Gunnlaugsson, 13.10.2016 kl. 13:35

          4 Smámynd: Snorri Hansson

           Ég skora á fólk sem hefur snefil af áhuga á því að  vita hvað  raunverulega gengur á í miðausturlöndum og í kollinum á fólki í hermálaráðuneyti Bandaríkjanna að skoða viðtalið við Gen Wesley Clark sem Þorsteinn Sch Thorsteinsson, bendir á í sinni athugasemd.

          Ég sá þetta viðtal fyrir nokkuð löngu síðan og ég hugsa sífellt til þess og tek mið af því þegar ég les um þessi mál.

          Látið alla sjá þetta viðtal !! 

          Snorri Hansson, 13.10.2016 kl. 16:52

          5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Ég virkilega nenni ekki að hlusta á augljós bullkenningar, um yfirvofandi stríð Bandaríkjanna við Íran. Fólks sem dreifir slíku -- þarf virkilega á hjálp að halda.

          Einnig sérhver sá sem trúir slíkum ruglanda.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 14.10.2016 kl. 01:50

          6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Snorri, þarna er einfaldlega verið að -- endurtaka gamlar ásakanir sem Clark kom fram með þegar mig rámar Bush var enn forseti. Það má vel vera, að Ní-íhaldsmenn Bush hafi haft slík - draumaplön - uppi, sem sérhver sem nennir að skoða hvað raunverulega hefur síðan gerst; getur séð -- að hefur ekki verið að gerast.

          En það sem gerðist eftir að Obama tók við, er að allt annarri stefnu hefur verið fylgt. M.ö.o. hugmyndum ný-íhaldsmanna var kastað á ruslahaug sögunnar.

          Ég hef ótal sinnum heyrt þessar ásakanir -- ég hef engan sérstakan áhuga á að heyra þær í hundraðasta og skiptið. Ég er lifandi löngu síðan búinn að hafna þessari tegund fullyrðinga.

          Löngu búinn að missa allan áhuga á þeim --> Reyndar tel ég fullkomlegan kjánaskap að taka það í nokkru alvarlega enn, að áætlanir ný-íhaldsmanna séu í gangi, eða séu þ.s. raunverulega er að gerast.

          Ég held að fólk sem virkilega trúi því - sé illa haldið af raunveruleika brenglan.

          En það er nóg af sannfærandi sönnunum þess, að ekkert sé hæft í því að slík "plön" séu í gangi. Reyndar virðist mér, það einungis fólk sem tekið hafi ástfóstri við þannig kenningar -- sem halda þessu enn á lofti; ég líki samsæriskenningasmiðum sem reyna að halda þeim kenningum lifandi - við dínósára sem verði stöðugt úreltari og meir hjáróma eftir því sem þeirra heimsmynd verður sífellt meir á skjön við raunveruleikann.

          Það þarf mjög sterkan vilja til að horfa framhjá veruleikanum, til þess að virkilega að trúa því - að hugmyndi ny-íhaldsmanna séu enn - virkt plan.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 14.10.2016 kl. 01:59

          7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

           

          Chinese Secret Society Challenges Illuminati?   

          Chinese Secret Society
          Challenges Illuminati
          By Henry Makow PhD
          6-30-7

          http://www.rense.com/general77/chinsec.htm

          A Chinese secret society with 6 million members, including 1.8 million Asian gangsters and 100,000 professional assassins, have targeted Illuminati members if they proceed with world depopulation plans, according to Tokyo-based journalist Benjamin Fulford, 46.   They contacted Fulford, a Canadian ex pat, after he warned that the Illuminati plan to reduce the Asian population to just 500 million by means of race-specific biological weapons.   "The Illuminati, with the exception of Japan, is very much a white man's game," Fulford says.   The secret society confirmed Fulford's information and asked him for advice. He provided a list of 10,000 people associated with the Illuminati, mainly members of the Bilderberg, CFR and Skull and Bones. Neo Cons are also high priority targets.   "I have been promised that not a single person will die if they negotiate in good faith," Fulford says. ...

          Egilsstaðir, 14.10.2016  Jónas Gunnlaugsson

           

           

           

           

           

           Chinese Secret Society Challenges Illuminati?   

          Hlusta á youtube hjá Valdimar 

          Hér kemur það mjög skýrt fram að Georg Soros styrkir meira en að afmá pólítískan feril Sigmunds Davíð heldur styrkir hann NoBorder og að Útrýma Ísraelsmönnum.  

           Chinese Secret Society Challenges Illuminati?    Hlusta á youtube hjá Valdimar

          Chinese Secret Society
          Challenges Illuminati
          By Henry Makow PhD
          6-30-7

          http://www.rense.com/general77/chinsec.htm

          A Chinese secret society with 6 million members, including 1.8 million Asian gangsters and 100,000 professional assassins, have targeted Illuminati members if they proceed with world depopulation plans, according to Tokyo-based journalist Benjamin Fulford, 46.   They contacted Fulford, a Canadian ex pat, after he warned that the Illuminati plan to reduce the Asian population to just 500 million by means of race-specific biological weapons.   "The Illuminati, with the exception of Japan, is very much a white man's game," Fulford says.   The secret society confirmed Fulford's information and asked him for advice. He provided a list of 10,000 people associated with the Illuminati, mainly members of the Bilderberg, CFR and Skull and Bones. Neo Cons are also high priority targets.   "I have been promised that not a single person will die if they negotiate in good faith," Fulford says.

          Jónas Gunnlaugsson, 14.10.2016 kl. 09:53

          8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

          Nú brást mér bogalistinn. Getur þú lagað þetta?

          Egilsstaðir, 14.10.2016  Jónas Gunnlaugsson

          Jónas Gunnlaugsson, 14.10.2016 kl. 09:55

          9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

          Get ég lagað þetta?

          Jónas Gunnlaugsson, 14.10.2016 kl. 09:56

          10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

           Henda öllu neðan við - Egilsstaðir, 14.10.2016  Jónas Gunnlaugssonog stóra bilið -

          jg

          Jónas Gunnlaugsson, 14.10.2016 kl. 10:01

          11 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

          Þakk fyrir Þorsteinn og þið allir.

          En, get ég ekki lagfært þessi "comment" þegar ég geri mistök?

          Egilsstaðir, 14.10.2016  Jónas Gunnlaugsson

          Jónas Gunnlaugsson, 14.10.2016 kl. 14:31

          12 Smámynd: Snorri Hansson

          Að þú nennir ekki að spá í gamlar spádóma vil ég benda þér á að það er ekki eins og þetta  séu spár Nostradamusar.

           Hér var áætlun um að ráðast á sjö þjóðir á  fimm árum.  Tímaáætlunin gekk alls ekki upp en öllum þessum þjóðum hefur verið rústað  nema  Íran.  Tvær  á tíma Obama.

          Hvort eða hvenær ráðist verður á Íran er erfitt að spá.

           T.d. gæti aðkoma og samvinna Rússa og Írana

          í Sýrlands stríðinu hlítur að vera umhugsunaratriði og sala Rússa á loftvarnakerfum til  Írans  er auðvitað bömmer.

          Snorri Hansson, 17.10.2016 kl. 13:31

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Nóv. 2024
          S M Þ M F F L
                    1 2
          3 4 5 6 7 8 9
          10 11 12 13 14 15 16
          17 18 19 20 21 22 23
          24 25 26 27 28 29 30

          Eldri færslur

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (23.11.): 0
          • Sl. sólarhring: 6
          • Sl. viku: 24
          • Frá upphafi: 0

          Annað

          • Innlit í dag: 0
          • Innlit sl. viku: 22
          • Gestir í dag: 0
          • IP-tölur í dag: 0

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband