Forskot Clintons í skoðanakönnunum hefur greinilega vaxið - það áhugaverðasta getur verið hve erfiðlega Trump gengur að ná upp í 40%

Þetta má sjá greinilega ef maður skoðað t.d. kannanir Reuters á fylgi Trumps og Clinton, þ.e. meðan að fylgi Clinton hefur nú í nokkra mánuði samfellt verið á bilinu 41 - 43%, þá hefur fylgi Trumps verið að sveiflast á bilinu 35-38%.
--Báðir frambjóðendur virðast hafa um nokkra hríð verið með fremur -- stöðugt fylgi.
Trump á bilinu 37-38% / Clinton á bilinu 42-43%.

Reuters/Ipsos Poll: Clinton vs. Trump

Skv. frétt Reuters hefur þó snögg breyting orðið síðan um sl. helgi, þ.e. Trump mældist í nýjustu könnun Reuters með 37% m.ö. innan skekkjumarka miðað við áður - en fylgi Clinton mældist 45%.
--Aðeins hærra en Reuters hefur áður mælt Hillary Clinton.

Trump trails Clinton by 8 points after tape scandal, debate: Reuters/Ipsos poll

Það eru fleiri áhugaverðar kannanir, sbr.:

You said that you would support Hillary Clinton in the general election if she ran against Donald Trump. What is the primary reason why you are supporting her?

  1. 49,4% velja hana vegna þess að hún er ekki Trump.
  2. 39,5% eru sammála stefnu framboðs hennar.
  3. 8,1% líkar við hana persónulega!

You said that you would support Donald Trump in the general election if he ran against Hillary Clinton. What is the primary reason why you are supporting him?

  1. 51,3% velja Trump því hann er ekki Clinton.
  2. 37,9% velja Trump því þeir eru sammála stefnu hans.
  3. 6,6% líkar persóna Trumps, styðja hann þar af leiðandi.

Þetta er eins og margir aðrir hafa bent á --> Haturskosning!

Könnunin sýnir þó eitt áhugavert -- að Clinton hefur tekist að smá fjölga þeim sem styðja stefnu framboðs hennar. Þetta er þó ekki stór sveifla.

Nokkrar áhugaverðar tölur koma fram í frétt Reuters:

  1. 43% Repúblikana segja að ummæli Trumps sl. helgi, gera hann ekki ófæran sem forseta.
  2. 19% Repúblikana eru á öfugri skoðun.
  3. 58% Repúblikana segja að Trump eigi að vera frambjóðandi flokksins, áfram.

--Mér finnst þetta reyndar merkilega lágt hlutfall, þ.e. 58%.

áhugavert að konum sem velja Trump - fækkaði ekki!

  1. 44% kvenna styðja Clinton.
  2. 29% kvenna styðja Trump -- m.ö.o. sömu hlutföll og í eldri könnun.

"Trump, however, appears to be shedding support among evangelicals, who are usually a wellspring of support for Republican presidential candidates. Monday's poll showed that Trump had only a 1-point edge over Clinton among people who identified as evangelicals. That’s down from a 12-point advantage for Trump in July."

Þetta er reyndar -- forvitnilegt, ef Trump hefur snögglega misst umtalsvert fylgi, meðal -- strang kristinna Bandaríkjamanna; þannig að fylgi Trumps og Clinton meðal þess hóps - er nú að mælast ca. jafnt.

 

Niðurstaða

Það sem sé augljósasta ógnin við sigurmöguleika Trump sé sennilega að honum virðist ekki vera að takast að breikka sinn fylgisgrunn - þ.e. fylgi hans sé mánuðum saman sæmilega stöðugt; meira að segja ummæli helgarinnar - valdi sára lítilli sveiflu þar um.

Meðan hann sé stöðugur -- innan við 40%.
Og Clinton stöðug ívið yfir 40%.

Þá virðast sigurmöguleikar Clinton bersýnilega meiri!

  1. Þá verður skiljanlegt af hverju Trump, ætlar að beita þeirri taktík -- að auka persónuárásir á Clinton.
  2. Hann sé sennilega búinn á komast að þeirri niðurstöðu, að helsta von hans - sé að minnka fylgi Clintons.

Jafnvel þó hann næði því fylgi ekki endilega! Þá mundu líkur hans á sigri, vaxa - ef honum tækist að minnka hennar fylgi. Meðan að hans eigið væri áfram nokkurn veginn stöðugt!

Hans stuðningsmenn virðast ekki refsa honum, meira að segja ummæli helgarinnar - virðast ekki hafa minnkað fylgi hans að ráði.
--Þannig að hann virðist skv. því hafa frýtt spil frá þeim, til að ganga eins langt og honum sýnist!

Nýjustu yfirlýsingar Trumps - benda einmitt til þess, að hann ætli sér akkúrat það, að ganga skrefunum lengra: Trump assails House speaker Ryan, McCain as 'disloyal'

Trump segir -- nú fara af mér allar hömlur.

  • 3-kappræðurnar verða líklega virkilega sóðalegar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein hjá þér að venju en ég er ekki viss um áreiðanleik þessara kannana og til hverja þær ná hjá þessum hefðbundnu fréttamiðlum en það er vitað að Democratarnir eiga og stjórna þeim.

Ef það er farið beint til fólksins þá eru tölurnar allt aðrar. eða cirka 70% Trump 30% Hillary.

Það var talað um hve fljótt hefðbundnu fréttamiðlarnir lokuðu á kannanir en það getur verið svar á hve Hillary er alltaf há.

Hér er ein Twitter sem var í gangi eftir síðasta debate. https://twitter.com/search?q=Precidential%20polls&src=typd

Valdimar Samúelsson, 12.10.2016 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband