8.10.2016 | 17:40
Ummæli Trumps þar sem hann hrósar sér af því að komast upp með að áreita fallegar konur kynferðislega sennilega dæmi um það hve slæmur karakter Trump er
Ég er með YouTube hlekk á ummæli Trumps ásamt það sem ég met fremur hlutlausa umfjöllun fréttastöðvar um þau ummæli - en fréttamaðurinn bendir á að þó svo að Trump hafi beðist afsökunar á þessum grófu ummælum, þar sem hann m.a. hrósar sér af því að kynferðislega áreita gifta konu; þá hefur hann langa sögu slæmrar framkomu við konur - t.d. nýlega þegar Clinton endurtók ásökun konu í kappræðum við Trump sem hafði tekið þátt í fegurðarsamkeppni á vegum Trumps - varðandi ummæli hans gagnvart henni er hann kallaði hana "Mrs. piggy" en Trump taldi hana ekki nægilega granna, viðbrögð Trumps -voru dálítið klassískt Trump- þ.e. gagnásökun á þá konu, að hún hafi verið afskaplega erfið og staðið sig illa!
-- --> Hann virðist m.ö.o. hegða sér eins og versti ruddi!
Trump hrósar sér af því að geta komist upp með að kynferðislega áreita fallegar konur!
Trump vows to remain in race after calls for him to withdraw
Í afsökun sinni, segist Trump vera breyttur og betri maður í dag!
Eins og kemur fram -- reynir hann að snúa þessu á Clinton - að hennar framkoma í einhverjum skilningi gagnvart konum sem eiginmaður hennar hafi haldið framhjá henni með, hafi verið verri!
- Á hinn bóginn, halló -- þó þær ásakanir væru sannar, þá var eiginmaðurinn að halda framhjá henni með þeim; það má því alveg segja - að þær hafi átt einhver ónot frá Hillary inni!
- Reyndar grunar mig, að þessi umfjöllun um meinta slæmra framkomu hennar, sé sennilega stórlega ýkt!
En Trump bersýnilega getur ekki komið með nokkra gilda ástæðu fyrir hans framkomu!
-- -- > Eina sem hann getur sagt, ég var fífl - þetta var heimskulegt!
En, er hann nokkuð betri í dag?
-- T.d. hvernig hann svaraði hjónum sem áttu hermann í Íraksstríði Bush forseta, sonur þeirra lést þar - en karlinn faðir stráksins hafði sent hnútur á Trump vegna yfirlýstra skoðana Trump gegn Múslimum - sem Trump svaraði með hnútum á eiginkonuna, sem stóð honum við hlið.
Þ.e. raunverulega áhugavert í þessu tiltekna tilliti, að hann valdi að ráðast að konunni, þó það var eiginmaður hennar, sem talaði!
Þ.e. eins og Trump þyki sjálfsagt að ráðast að konum!
Þetta þótti mörgum Bandaríkjamönnum slæmt - vegna þess að hún er móðir látins hermanns, þ.e. alltaf litið á fjölskyldur látinna hermanna, sem heilagt vé.
Ég bendi aftur á ummælin hans gagnvart konunni er vann fyrir eina af fegurðarsamkeppnum hans -- þetta kom nærri lokum kappræðna hans við Clinton: Flestir fréttaskýrendur telja Clinton hafa haft betur í kappræðum við Trump, a.m.k. klárt að markaðir voru sammála en gengi mexíkóska persósins reis töluvert
--En í stað þess að biðjast afsökunar á að hafa kallað hana "Mrs. piggy" þá valdi hann að hreyta á móti, segja hana hafa verið hræðilega og einn þann versta þátttakanda sem hann mundi eftir.
**Þetta er eiginlega klassískt við tilsvör Trump --> Að vaða alltaf í á móti!
**Hann biðst einungis afsökunar --> Þegar hann á engan annan valkost, eins og í tilvikinu nýja um ummælin frá 2005.
- Ég m.ö.o. held ekki að Trump sé nýr og betri maður!
- Þetta sé einfaldlega hvernig hann er - ruddi og dóni af verstu sort!
- Hann sé -- hræðilegur karakter!
Manni virðist hann fyrst og fremst -sorry- yfir því, þegar ummæli virðast líkleg að hafa neikvæð áhrif á kjósendahópa sem hann þarf á að halda!
--M.ö.o. ekki raunverulega sakbitinn!
Varðandi Clinton sem karakter!
Virðist mér hún nánast eins og dýrlingur í samanburði. En ef hún var ruddaleg við konur sem eiginmaður hennar hélt framhjá henni með, þá var það vart án ástæðu.
Síðan bendi ég á ummmæli "director Comey": Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.
En Comey yfirmaður FBI - hafnar því í rökstuddu áliti, að E-mail skandall Clinton, dugi til að skilgreina hana - glæpamann!
--M.ö.o. hafi FBI ekki getað sýnt fram á að til staðar hafi verið vísvitandi tilgangur að leka gögnum til erlends ríkis.
--Né hafi tekist að sanna að gagnaleki hafi leitt til þess, að leyndar gögn hafi borist til erlends ríkis.
- "All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here."
- "Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case."
Sannarlega hefur sannast með framkomnum gagnalekum - að einhverjum gögnum var stolið af hennar vefþjóni - en fram að þessu hefur enginn af þeim framkomnu lekum, verið - leyndarskjöl.
--Manni grunar, að ef aðilar vildu koma á hana höggi, og væru með þannig gögn í fórum, hefðu þeir lekið þeim - þegar!
- Comey benti á að dóma hefð innan Bandaríkjanna - væri ekki að dæma í máli þ.s. starfsmaður hefur verið kærulaus með meðferð gagna --> En enginn alvarlegur gagnaleki hafi fram að þessu sannast!
--M.ö.o. sagði Comey að meðferð máls Clinton væri - dæmigerð, þ.e. hafnaði því að hún hefði fengið, sérmeðferð.
M.ö.o. sé umræðan um "crooked Clinton" einfaldlega - pólitísk!
Í litlu raunverulegu samræmi við hvað fram að þessu hefur sannast!
M.ö.o. liggi ekkert fyrir sem -- skýrt bendi til þess að Hillary sé hræðilegur karakter!
- Hennar dómgreind hafi á köflum verið gölluð!
--Það sé eiginlega það versta sem unnt sé að saka hana um, dómgreindarbrest á köflum.
- Það auðvitað gerir hana gallaða!
- Trump er nú bersýnilega nú margsannaður sem --> Alvarlega gallaður einstaklingur!
Valið er því eiginlega um það --> Hvor frambjóðandinn sé meiri eða minni gallagripur en hinn frambjóðandinn.
Trump hefur auðvitað ekki haft tækifæri til að taka ákvarðanir fyrir hönd Bandaríkjanna, þannig að einungis er unnt að beita ágiskunum, hvernig hann hefði hugsanlega brugðist við - í sömu tilvikum og Clinton.
En þ.s. áhugavert er, að það eru til ummæli eftir Trump - þ.s. hann styður árás á Gaddhafi.
--Í dag vill hann ekki kannast við málið!
Þetta bendir til þess, að hann hefði ekki tekið aðra ákvörðun en Hillary!
- Eiginlega virðist að Clinton sem utanríkisráðherra, hafi fylgt hans ráðum að verulegu leiti á þeim tíma :)
Og í þessu viðtali hljómar Trump eins og hann styðji innrásina í Írak!
Þannig, að það blasir a.m.k. ekki við - að ef Trump hefði verið þingmaður á sama tíma og Hillary Clinton, að hann hefði ekki -- greitt atkvæði með innrásinni.
Takið eftir -- þegar aðspurður "Are you for invading Iraq?" þá svarar hann "I guess so, I wished the first time it had been done correctly."
- Þau ummæli eru áhugaverð, en það var algeng gagnrýni meðal hægri manna í Bandaríkjunum eftir 1992-1993 stríð Bush eldri við Saddam, að það hefði verið röng ákvörðun Bush eldri - að hafa ekki notað þá tækifærið að fara inn í Írak og steypa Saddam Hussain af stóli.
- Ummæli Trumps þarna, benda til þess að hann hafi stutt þá gagnrýni --> Þar með, að hann á þeim árum hafi raunverulega verið stuðningsmaður innrásarinnar 2003.
--: Þannig að gagnrýni Trumps á Clinton, fellur eiginlega að lang mestu leiti um sjálfa sig, þ.s. hann sennilega hefði gert ca. það sama og hún, ef í hennar sporum!
Eftir stendur þá rifrildið um -- e-mailana!
--Þá auðvitað kemur á móti -- ótal tilvik um raunverulega hræðilega framkomu Trumps gagnvart konum.
- Clinton gerði mistök - sem ekki er sannað að hafi haft slæmar afleiðingar fyrir Bandaríkin.
- Trump aftur á móti, virðist raunverulega viðhafa hræðilega framkomu við konur -- hafa langa sögu af slíku að baki sér.
- Hvort að það skipti máli - verður hver og einn að meta!
-- --> En þetta eru langt í frá einu aðilarnir, fallegar konur - sem Trump hegðar sér illa gagnvart; en eftir hann liggur langur slóði aðila sem hann hefur farið illa með í viðskiptum - t.d. er gjarnan talað um "Trump discount" þ.e. hann virðist margítrekað borga minna en um er samið!
--Treysta á að menn heykjist á því að hefja málarekstur. Því það sé dýrara.
- Dæmigert svar hans virðist - "This makes me smart."
Hann virðist m.ö.o. einungis virða gerða samninga -- ef hann telur sig ekki komast upp með annað!
--Þetta ásamt framkomu hans við konur, er sterk vísbending þess að Trump sé virkilega afar slæmur karakter.
Niðurstaða
Það virðist vera "consistent" þema hjá Trump, slæm framkoma hans gagnvart konum. Sem hafi birst í hegðan hans gagnvart konum í gegnum árin - sem margar sannanir eru til um.
Síðan liggur einnig langur slóði eftir hann ef viðskiptaferill hans er skoðaður, þ.e. aðilar sem hann annað af tvennu borgaði alls ekki, eða borgaði einungis að hluta - fyrir umsamin verk eða keypta vöru.
--Það á ekki endilega einungis við ef skoðað er ferill gjaldþrota fyrirtækja hans, heldur virðist þetta vera -- venja hans, að borga ekki þ.s. er umsamið!
--Nema hann komist ekki hjá því!
Trump raunverulega studdi innrásina í Írak 2003 - og atlöguna gegn Gaddhafi.
--Sem sýnir að hann treystir algerlega á gullfiskaminni fólks, þegar hann segist í dag hafa verið mjög andvígur í bæði skiptin - og álasar Clinton fyrir ákvarðanir er hann sjálfur studdi á þeim tíma í hvort skipti.
- M.ö.o. hann er þá lygalaupur, í ofan í það að vera - svikull í viðskiptum og dóni jafnvel kynferðisbrotamaður gagnvart konum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 856020
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heirðu kallinn,
Þú virðist ekki ennþá gera þér grein fyrir því ... að það andlit sem sýnt er af Trump í fjölmiðlum. Er hið SANNA andlit Bandaríkjanna. Sama andlit og "Hillary" sýnir, þegar myndavélin beinist ekki að henni ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2016 kl. 12:45
Þínar túlkanir eru alltaf jafn drepfyndnar, Bjarne: m.ö.o. ertu að kalla Bandaríkin glæpaþjóðfélag, þ.s. þú segir persónugering persónulegrar spillingar og glæpahneygðar, Trump - myndgervingu þjóðfélagsins í Bandaríkjunum.
Það þarf vart að nefna, að þarna skýn í all svakalega fordóma að því ég best fæ séð af þinni hálfu gagnvart bandarísku þjóðfélagi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.10.2016 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning