6.10.2016 | 22:01
Meirihluti Bandaríkjamanna er ósammála Trump um alþjóðavæðingu og TPP
Kemur fram í áhugaverðri skoðanakönnun framkvæmd af Chicago Council of Global Affairs. Um könnunina er fjallað einnig í Washington Post: Most Americans say that globalization is a positive and that free trade improves their lives.
Þessi afstaða meirihluta íbúa Bandaríkjanna er áhugaverð í ljósi afstöðu beggja forsetaframbjóðanda - sem lísa báðir yfir andstöðu við TPP "Trans Pacific Partnership."
Trump síðan hefur ítrekað hraunað yfir helstu viðskiptasamninga Bandaríkjanna, og sagt þá hafa skaðað efnahag Bandaríkjanna stórkostlega í gegnum árin, sérstaklega heldur hann því fram að þeir hafi skaðað störf innan Bandaríkjanna!
- Trump gæti verið að lesa rangt í afstöðu bandarísks almenning að mörgu leiti!
Eins og sést á mynd, styður meðaltali 65% Bandaríkjamanna - alþjóðavæðingu!
Það er einnig spurt nánar um afstöðu Bandaríkjamanna til alþjóðaviðskipta!
- Eins og þarna kemur fram, telja 59% Bandaríkjamanna að alþjóðavæðing styrki efnahag Bandaríkjamanna, 57% að alþjóðavæðing styrki bandarísk fyrirtæki, 70% að alþjóðavæðing sé góð fyrir neytendur og 64% að alþjóðavæðing styrki lífskjör Bandaríkjamanna!
- Hinn bóginn virðist einungis 40% trúa því að alþjóðavæðing nettó stuðli að fjölgun starfa innan Bandaríkjanna, og 35% trúa því að hún styrki starfsöryggi.
--Skv. því meta Bandaríkjamenn að alþjóðavæðingu fylgi kostir sem gallar.
Greining eftir flokkum er áhugaverð!
- 68% Demókrata telja alþjóðavæðingu styrkja efnahag Bandaríkjanna, meðan að 51% Repúblikana eru sama sinnig.
- 65% Demókrata meta alþjóðavæðingu góða fyrir bandarísk fyrirtæki, meðan að 50% Repúblikana eru sama sinnis.
- 75% Demókrata telja alþjóðavæðingu góða fyrir neytendur, meðan að 66% Repúblikana eru sama sinnis.
- 72% Demókrata telja alþjóðavæðingu góða fyrir lífskjör, meðan að 60% Repúblikana eru sama sinnis.
- Á móti, telja 47% Demókrata alþjóðavæðingu efla störf innan Bandaríkjanna, meðan að 34% Demókrata eru sama sinnis.
- Og 41% Demókrata telur alþjóðavæðingu efla atvinnuöryggi í Bandaríkjunum, meðan að 30% Repúblikana eru sama sinnis.
Meirihluti Bandaríkjamanna skv. þessu telur alþjóðavæðingu ógna störfum innan Bandaríkjanna!
Meðan að á móti telur meirihluti Bandaríkjamanna alþjóðavæðingu samt góða fyrir efnahag landsmanna, þeirra lífskjör og bandaríska neytendur.
- Skv. því má lesa út þá nettó afstöðu --> Að alþjóðavæðing geri meir gott fyrir Bandaríkin og Bandaríkjamenn, en slæmt!
__Út frá þessu, þá er raunverulega til staðar ótti um atvinnu í tengslum við áhrif alþjóðavæðingar innan Bandaríkjanna --> Svo Trump er ekki fullkomlega á villigötum um vilja Bandaríkjamanna!
__Á hinn bóginn, virðist samt að hann lesi rangt í meirihluta afstöðu almennings innan Bandaríkjanna -- þ.s. heilt yfir styður skv. þessu bandarískur almenningur alþjóðavæðingu, sbr. að almenningur metur að hún styrki þeirra eigin kjör, og sé góð fyrir þá sem neytendur.
Skv. þessari mynd er meirihluta stuðningur með alþjóðavæðingu í öllum aldurshópum
Enginn hópur hefur meirihluta andstöðu við alþjóðavæðingu!
Lokaspurning var síðan um TPP:
- 60% Bandaríkjamanna styðja TPP.
- 71% Demókrata styðja TPP.
- 57% Repúblikana styðja TPP.
- 56% stuðningsmanna Sanders meðal Demókrata styðja TPP.
- Meðan að 74% stuðningsmanna Clintons í Demókrataflokknum styðja TPP.
- Og 47% stuðningsmanna Trumps styðja TPP - meðan að meirihluti Repúblikana er studdi aðra frambjóðendur, styður TPP.
Þetta er merkileg útkoma - þ.s. Trump ítrekað sönglar að TPP sé það versta sem geti komið fyrir Bandaríkin - og Clinton hefur lofað að undirrita ekki samkomulag að óbreyttu.
--Samt er einungis lítill meirihluti stuðningsmanna Trump á móti TPP.
Meðan að meirihluti allra annarra hópa Bandaríkjamanna styður samninginn!
Niðurstaða
Það ætti í reynd þrátt fyrir alla umræðuna í tengslum við Trump, þ.s. hann hefur hraunað yfir alla helstu utanríkisviðskiptasamninga Bandaríkjanna - og lofað að endursemja um þá stærstu og mikilvægustu ef hann verður kjörinn -- -- > Ekki að koma á óvart að meirihluti íbúa Bandaríkjanna - skuli styðja alþjóðasamninga um viðskipti og alþjóðavæðingu almennt.
Því þ.e. einmitt hárrétt mat sem kemur fram í könnuninni þegar bandarískur almenningur er spurður beint -- nefnilega að bandarískur almenningur græðir og það heilmikið á alþjóðavæðingu.
Þetta virðist bandarískur almenningur vita!
__Spurning þá hvort að frambjóðendurnir báðir séu ekki á rangri hyllu!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér kemur svolítið á óvart hvað margir eru andsnúnir alþjóðaviðskiftum samkvæmt þessari könnun.
Það gæti verið að menn leggi mismunandi merkingu í þetta.
Hinsvegar man ég varla eftir nokkrum pólitíkus sem er andsnúinn slíkum viðskiftum.
Ég hef til dæmis ekki heyrt að Trump sé andsnúinn alþjóðaviðskiftum,en hann telur með réttu eða röngu að fyrrverandi stjórnvöld hafi gert svo slaka samninga við önnur ríki ,sérstaklega Kínverja, að það verði ekki við unað.
Ekki veit ég hvort það er rétt,enda hef ég ekki lesið þá samninga.
.
Að spyrja fólk um TPP samninginn er svo alveg merkingarlaust ,af því að enginn aðspurðra veit hvað stendur í samningnum og þeir fá aldrei að vita það.
Það segir meira um kjósendurna en samninginn að þeir skuli yfir höfuð svara spurningunni.
Ert þú til dæmis hlynntur eða andsnúinn sjávarútvegsstefnu Winaq flokksins í Guatemala. (Ekki kíkja)
Ef þú svarar þessari spurningu er það ekki mjög upplýst afstaða.
Borgþór Jónsson, 6.10.2016 kl. 22:51
Hvað ef einhver spyrði á Íslandi, hvort landið hefði orðið betra af eða verr af einkavæðingu bankanna?
Ef niðurstöðurnar sýndu, að meirihluti húsmæðra sem hefðu misst íbúðir sínar vegna afleiðinga hrunsins 2008 ... myndir þú taka mark á niðurstöðum könnunarinnar?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 23:36
Bjarne, erfitt að sjá samhengi milli þeirra þátta sem þú talar um.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.10.2016 kl. 00:35
Boggi, þarna ertu með útúrsnúninga - svokölluð "alþjóðavæðing" snýst um, frjáls alþjóðaviðskipti.
Þ.e. ekki hvað Trump vill --> Hann vill allt annað kerfi, þ.e. --> Stýrð viðskipti.
Sem er akkúrat það þveröfuga við það opna frjálsa kerfi sem er í dag.
Hann vill fara 200 ár aftur í svokallað "merkantilist" kerfi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.10.2016 kl. 00:37
Ég ætlaði ekki að snúa út úr fyrir þér.
Það sem ég meinti er að alþjóðavæðing er meira en viðskifti í hugum margra. Það er líka spurning um alþjóðlegt vald.Ég hélt að andstaða við alþjóðavæðingu væri að mestu leyti við alþjóðlega valdið.
Ég hef kannski ekki fylgst nógu vel með Trump ,sennilega af því mér hefur alltaf fundist hann ógeðfelldur.
Mér sýnist hann hafa alltof háar hugmyndir um það vald sem hann muni öðlast ef hann verður forseti.
Þetta getur orðið varasamt ef hann áttar sig ekki fljótlega á þeim takmörkunum sem hann er háður. Til dæmis ,þegar hann sest til borðs með Kínverjum og ætlar að setja þeim stólinn fyrir dyrnar kemst hann fljótt að því að hann hefur ekki sjálfdæmi í öllumm málum.
Ég hef samt alltaf staðið í þeirri trú að Trump sé í raun háður frjálsum viðskiftum ,en vilji betri samninga.
Þaran eru auðvitað verið að glíma við vandræði sem stafa af mjög mismunandi lífskjörum milli landa.
.
Marie Le Pen er að mínu mati með bestu hugmyndirnar í þessu samhengi.Ég veit ekki hvort þæer eru framkvæmanlegar en þær eru athyglisverðar.
Borgþór Jónsson, 7.10.2016 kl. 11:28
Borgþór Jónsson - Hann mun örugglega ekki ná kröfum sínum fram, nema gegn löndum - sem eru ákaflega háð Bandaríkjunum.
--En hann hefur hótað einhliða verndartollum, ef t.d. Asíulönd hafna kröfum hans.
Það geti ekki vafi verið, ef hann setur einhliða tolla á Kína - ef það dugar til að ýta Kína í innanlandskreppu, að þá mundi það hafa afar neikvæð áhrif á samskipti við Kína.
Síðan, miðað við hótanir hans, að gera þetta einhliða ef kröfum hans er ekki mætt, og hótun um að labba úr WTO - en einhliða tolla-aðgerðir sem hann hótar eru brot á reglum WTO sem Bandaríkin eru bundin af, meðan Bandaríkin eru þar meðlimir.
--Þá treysti ég ekki að útiloka að hann gerði það sem Hoover gerði, í tíð þess forseta var viðskiptakerfið ekki stofnanavætt sem þ.e. í dag - þannig að enginn eftirlits aðili tiltölulega óháður var til staðar!
En Hoover setti verndartolla almennt á innflutning til Bandaríkjanna!__Þ.e. út frá þeim möguleika, að Trump gerði slíkt - einhliða, þ.e. setti t.d. tolla á öll þau lönd samtímis einhliða sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla við.
Sem ég hef sagt að aðgerðir Trumps gætu skapað - heimskreppu.
Þingið gæti verið með uppsteit. En ef hann framkvæmir slíkt - og kemur því til framkvæmda. Þá skylli líklega á kreppa alls staðar í heiminum, í Bandaríkjunum einnig.
Það má þá fastlega reikna með -- "anti American wave" sem bærist um heiminn!
--Mun sterkari slíkri, en þeirri er fór um heiminn - er Bush forseti réðst á Írak 2003.
Trump gæti orðið mest hataðasti forseti Bandaríkjanna í heiminum frá upphafi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.10.2016 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning