3.10.2016 | 23:24
Pútín segir upp samningi Bandaríkjanna og Rússlands frá 2000 - um gagnkvæma eyðingu tiltekinna plútóníum birgða!
Þessa frétt má sjá: Russia Withdraws From Plutonium Disposal Treaty.
Það sem maður veltir fyrir sér er af hverju akkúrat núna? En ég þekki af reynslunni af yfirlýsingum rússneskra stjórnvalda - að maður á aldrei að taka því sem öruggu, að uppgefnar ástæður rússneskra stjórnvalda séu akkúrat þær ástæður sem eru að baki þeirri ákvörðun rússneskra stjórnvalda að segja upp þessum samningi!
Eitt sem má velta fyrir sér --> Er hvort Pútín hafi áhuga á að efla kjarnorkuvopna vopnabirgðir Rússlands!
En það má framleiða mjög margar kjarnorkusprengjur úr þeim umræddu plútóníumbirgðum.
- Uppgefnar ástæður, að Bandaríkin hafi ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins -- en t.d. er vitað að Bandaríkin lentu í tæknilegum vandræðum með kjarnorkueldsneytis úrvinnslustöð sem til stóð að reisa -- og hefur Obama lagt til að hætt verði við verkefnið í fjárlögum fyrir næsta fjárlagaár í Bandaríkjunum!
"...glitches and cost overruns in the mox plant at Savannah River, S.C., delayed the American program. This year, Mr. Obama proposed canceling the program in the 2017 budget..." - "...and instead sending the plutonium for long-term storage at a nuclear waste site in Carlsbad, N.M."
Obama plans to scrap MOX plant; SC leaders livid --Tæknilega hafa þar með Rússar -kannski- rétt fyrir sér, þó að enn sé mögulegt fyrir Bandaríkjastjórn - að hætta við að hætta. - Málið er samt sem áður, að ég efa að þetta sé af hverju Pútín tekur þá ákvörðun að segja samkomulaginu upp - enda eftir allt saman, unnt að taka vægari skref - eins og að óska eftir nýjum viðræðum um samkomulagið, eins og þegar Rússland og Bandaríkin ræddu málin síðast -- 2009.
Um er að ræða verulegt magn af Plútóníum --> "...it concerns 34 tons of plutonium in storage in each country that might go into a future arsenal, none of which has yet undergone verifiable disposal."
Ég er ekki klár á því hve margar sprengjur er unnt að smíða úr 34 tonnum - af hættulegasta efni í heimi.
--En það eru örugglega fjölmargar sprengjur!
- Það er freystandi á álykta - að Pútín ætli sér að fjölga rússneskum kjarnasprengjum -- -- > Eða að framleiða nýjar í eldri stað.
- En vitað er að fyrirhugað er endurnýjun kjarnavopnabirgða Rússlands.
Augljóst er þægilegt að nota "fissionable" eða kjarnakleyf efni -- sem þegar eru til.
Þannig að --> Yfirlýsing Pútíns, sé þá sennilega "for public consumption."
Niðurstaða
Mín skoðun er að þegar kemur að Rússlandi, eigi maður aldrei að reikna með því að opinberar skýringar - segi endilega rétt frá ástæðum þess að stjórnvöld Rússlands ákveða að taka nýja ákvörðun.
--Mín skoðun er að opinberar skýringar Rússlandsstjórnar, séu einfaldlega þær skýringar sem rússnesk stjórnvöld telja -- henta að gefa upp, við þær tilteknu aðstæður sem eru til staðar þá stundina.
--Og hafi ekki endilega neitt að gera við þær ástæður er raunverulega standa að baki nýrri ákvörðun.
- Auðvitað getur maður einungis - giskað í eyðurnar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 856020
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einaar þú hefur stundum svo einkennilega röksemdafærslu.
.
Rússar og US gera samning.
US ákveður einhliða og án nokkurs samráðs að standa ekki við samninginn.
Þín niðurstaða :Putin er ljóti kallinn,en ætti að sjálfsögðu að standa við samninginn þó US geri það ekki.
Samt gefurðu honum smá slaka ,en hann hlýtur samt að hafa einhverjar myrkar ástæður fyrir þessu.
Það er einhvern veginn útilokað í þínum huga að þetta stafi af því að US ákvað að hundsa samninginn.
.
Ef ástæður US væru sannar ,að þeir geti ekki eytt plutoni væri nærtækast fyrir þá að hringja í Putin og segja við hann:Við geturm ekki fundið út hveernig við eigum að eyða plutoni,geturðu hjálpað okkur. Eða :Við erum ekki enn búnir að finna út hvernig á að eyða plutoni,getum við frestað dagsetningum.
.
Það er alls ekki í verkahring Rússa að hafa frumkvæði að nýjumm viðræðum ,enda voru þeir tilbúnir með allt sitt.
.
Bandaríkjamenn hafa reyndar ekki gert mikið veður út af þessari uppsögn,en maður sér samt í bandarískum blöðum að þó þeir játi að þetta sé ekki ólöglegt þá sé þetta siðlaust og ástæðurnar hljóti að vera einhverjar aðrar en að US ætlar ekki að standa við samninginn.
.
Auðvitað geta Bandaríkjamenn eytt plutoniog allir vita það.Þeir ætla bara ekki aðð gera það.
.
Þetta er bara enn eitt dæmi um afstöðu Bandarískra stjórnvalda til samninga sem þeir gera. Af einhverjum ástæðum finnst þeimm engin ástæða til að standa við þá.
Nýjasta dæmið um þetta eru friðarsamningarnir í Sýrlandi þar sem US hafði bara eitt hlutverk. Að aðskilja hófsama hryðjuverkamenn frá al Nusra. Ekkert annað.
Það er ekki að sjá að þeir hafi gert neina tilraun til að verða við þessu,þvert á móti notuðu þeir tækifærið og gerðu loftárásir á Sýrlenska herinn og dreifðu meiri vopnum til hryðjuverkamanna.
Síðan slíta þeir á öll samskifti og bölsótast yfir að gagnaðilinn stóð ekki við samning sem þeir voru sjálfir margítrekað búnir að brjóta að fyrra bragði.
.
Rabbfundur sem Kerry átti við Sýrlenska hryðjuverkamenn , og var lekið á netið,varpar svo ágætu ljósi á stöðuna.
.
Þá komum við að exeptionalismanum.Það virðist vera að Bandarískir ráðamenn trúi þessu helv. bulli.
Fyrst þegar ég heyrði um þetta hélt ég að þetta væri eitthvað rugl eins og þegar við eru að grobba af víkingum.
Allir Íslendingar og þar með talið stjórnmálamenn vita að þjóð sem stundar fyrst og fremst feminískan hugleiðslu og lútuleik á ekkert skilt við Víkinga,en það er samt svolítið gaman að berja á kríthvítt og innfallið brjóstið á sunnudögum og þykjast vera víkingur.
En það virðist vera að stjórnvöld í US virkilega trúi að þeir séu einhvern veginn útvaldir og þeir standi hærra og sjái lengra ,eins og þeir stundum segja.
.
Þetta er ákaflega hættulegur hugarheimur,sérstaklega þegar þetta gerist hjá jafn öflugri þjóð og Bandaríkjunum.
Þetta virðist vera grunn ástæðan fyrir að þeir t.d. standa ekki við neina samninga. Þeim finnst það einfaldlega ekki skifta máli af því þeir "Standa hærra og sjá lengra" en annað fólk.
Þetta er líka ástæðan fyrir að þeim finnst ekkert athugavert við að eyða öðrum þjóðum og leggja löndin þeirra í rúst. Þeim finnst einfaldlega að þeir hafi rétt til þess af því þeir séu með einhverjum hætti úrval mannkyns.
Við ættum svo sem að þekkja einkennin frá síðustu öld ,þegar ein af þjóðum Evrópu fann það skyndilega út að hún væri úrval mannkyns. Áhrifin voru þau sömu,endalausar blóðsúthellingar.
Borgþór Jónsson, 4.10.2016 kl. 11:31
Boggi minn, að sjálfsögðu geta kanar eytt plútóni -- með ákvörðun sinni er Obama að "spara pening" í stað þess að verja milljörðum í að halda áfram smíði þessarar endurvinnslu.
--Svo er það umdeilt af könum, hvort þ.e. brot á samningum eða ekki, að setja plútónið í djúpa neðanjarðarhvelfingu.
Eina leiðing til að vota hvort svo sé, væri að hafa aðgang að texta samkomulagsins -- þú er bersýnilega þar af leiðand, einungis með -> Eigin ágiskun, er þú fullyrðir kanar hafi brotið það samkomulag.
En hann tók greinilega ákvörðun um uppsögn þessa samkomulag - hann að auki þurfti ekki að segja því upp, þ.e. ekki um að ræða nauðsynlega ákvörðun -- þeir hefðu getað heimtað viðræður við Bandaríkin t.d. um málið, haft t.d. hugsanlega uppsögn þess -sem hótun- í stað þess, að taka slíka ákvörðun -- án viðræðna um málið.
--Þannig hefðu Rússar getað beitt Kana þrýstingi, að halda smíði endurvinnslunnar til streitu, eða til að finna aðra lausn á því!
Útkoman er bersýnilega -- að plútoninu verður líklega ekki eytt.
Þú getur auðvitað haft þína skoðanir -- ég hef t.d. veitt því athygli, að þú tekur yfirleitt skýringar Pútíns "hráar" þó í miklum fjölda tilvika í fortíðinni, hafi hans skýringar -- ekki reynst réttar.
Ég hef dregið þann lærdóm, að trúa skýringum Pútíns - helst aldrei, nema að utanaðkomandi gögn styðji þær skýringar.
Mér virðist það einmitt sennilegast, að Pútín ætli að nota plútónið --> Að vísa í meint brot Kana, sé þar af leiðandi -- yfirvarp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.10.2016 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning