1.10.2016 | 00:27
Gæti Framsóknarflokkurinn tapað sínum helstu fjármögnunaraðilum innan atvinnulífsins?
Ég man eftir gögnum sem komu fram rétt eftir hrunið 2007, það var um fjármögnun einka-aðila á stærstu stjórnmálaflokkunum á árunum eftir 2000 - í ljós kom að:
- Sjálfstæðisflokkur fékk mest.
- Síðan Samfylking, er var stór flokkur árin fyrir hrun.
- Síðan Framsóknarflokkur.
- Vinstri-grænir virtust nánast leiddir hjá sér af fjármögnunaraðilum úr atvinnulífinu.
Sú skýring blasir auðvitað við, að fjármögnunar-aðilar innan atvinnulífsins, bjóða flokkunum fé --> Til að hafa áhrif, til að þjóna sínum hagsmunum, ekki af góðmennsku.
--Þeir kasta ekki sínu fé á glæ!
- M.ö.o. líklega fjármögnuðu þeir ekki VG - í bland vegna áhrifaleysis flokksins í landstjórnmálum á þeim árum.
- Í bland við það, að stefna VG má vera að hafi ekki hugnast þeim.
Punkturinn sem ég er að leitast við að koma að er sá - að ef Framsóknarflokkurinn mundi lenda í pólitískri einangrun - þannig að hann hefði mjög óveruleg áhrif í landsstjórnmálum - þá rökrétt sjá einka fjármögnunar-aðilar minni ástæðu til að verja fé til stuðnings framboði Framsóknarflokksins eða frambjóðenda hans!
Pólitísk einangrun gæti kostað Framsóknarflokkinn stórfé í töpuðum framtíðar framlögum, auk þess að frambjóðendur flokksins líklega ættu einnig erfiðar með fjármögnun!
Sjálfsagt vita allir af 2-könnunum sem fram komu í vikunni - :
- Mæling á stuðningi við Sigmund Davíð og Sigurð Inga meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins - annars vegar - og - hins vegar - meðal þjóðarinnar.
A) Ef einungis voru skoðaðir stuðningsmenn Framsóknarflokksins - var fylgi Sigmundar Davíðs 52% en Sigurðar Inga 37% - meðal kjósenda Framsóknarflokksins.
B)Meðal allra landsmanna, var fylgi Sigmundar Davíðs 12,3% en Sigurðar Inga 47,1%. - Síðan önnur könnun, þ.s. þar fólk var spurt hvort það væri líklegra til að kjósa Framsóknarflokkinn - ef Sigurður Ingi væri formaður eða Sigmundur Davíð.
--Könnunin sýndi að 8,6% töldu sig líklegri að kjósa Framsókn ef Sigmundur Davíð er formaður áfram - en rúm 40% ef Sigurður Ingi er framtíðar formaður.
Það sem þetta virðist sýna er að Sigurður Ingi á þeim afar stutta tíma sem hann hefur verið forsætisráðherra --> Hafi hann aflað sér mjög víðtækrar velvildar meðal þjóðarinnar.
Ég t.d. er viss að Sigmundur Davíð náði aldrei þetta hátt -- en þó var hann áður mun vinsælli en hann mælist í dag!
- Ef pólitíkus nýtur víðtæks trausts, hlýtur það að vera mjög gagnlegt, fyrir hann og flokkinn hans.
- Að sama skapi, hlýtur víðtæk andstaða og vantraust - að hamla mjög möguleikum pólitíkuss til að beita sér fyrir sinn flokk.
- Rökrétt hlýtur Sigurður Ingi að vera í betri aðstöðu til að afla Framsóknarflokknum nýrra kjósenda -- -- með þetta mikla mælda velvild þ.e. nærri helmings kjósenda.
- Það sýnir einnig hin könnunin, sem sýni mun fleiri til í að íhuga að kjósa Framsóknarflokkinn - ef Sigurður Ingi er formaður.
Við vitum öll af hverju Sigmundur Davíð er í þessari stöðu að hafa svo skert persónufylgi.
Þjóðin er einfaldlega ekki enn búin að fyrirgefa honum það, að hafa átt í félagi við eiginkönu sína -- umtalsvert fé í aflandsfélagi í skattaskjólslandi.
Eins og ég benti á í sl. viku:
Þá sýnir þetta að mjög víðtæk tortryggni er enn til staðar gagnvart SDG!
- Að sjálfsögðu skaðar sú tortryggni flokkinn ef SDG leiðir hann áfram - þ.e. gerir honum erfiðar með að afla honum nýs fylgis.
- Gerir honum erfiðar að fá aðra flokka til liðs við tillögur og hugmyndir flokksins.
- Og ekki síst -- gerir honum erfiðar fyrir að sannfæra aðra flokka um að vinna með flokknum.
----> Það er sérstaklega síðasta atriðið sem er mikilvægt!
Hættan á pólitískri einangrun!
Ályktun: Ef sú staðar blasir við eftir kosningar, að Framsóknarflokkurinn á mjög skerta möguleika til stjórnarþátttöku, og að auki að samstarf hans við stjórnarandstöðuflokka er stirt og erfitt.
Gefum okkur auk þess, að það sem mig grunar að gerist - ef SDG leiðir flokkinn í kosningabaráttunni, að mál tengd hans persónulegu málum tengd aflandsfélagi þeirra hjóna, ýfist upp að nýju - þannig að deilur um hans persónu verði mjög drottnandi í pólitískri umræðu fyrir kosningarnar, þannig að flokknum gangi illa að kynna sín stefnumál og að kynna árangur stjórnarsamstarfsins.
Þannig að fylgið fari sennilega niður miðað við núverandi stöðu, þannig að flokkurinn fái afar slæma kosningu -- samtímis og deilur um formanninn, leiða til tregðu annarra flokka til að íhuga samstarf við Framsókn.
- Þá gæti flokkurinn -óttast ég- átt það raunverulega á hættu, að glata mikið til þeim fjármögnunar aðilum innan atvinnulífsins sem vanir hafa verið til margra ára að veita flokknum stuðning.
- En þeir aðilar, eru að gefa fé -- til að hafa áhrif, eftir allt saman!
--Þannig að rökrétt gefa þeir ekki Framsóknarflokknum fé.
--Ef Framsóknarflokkurinn stefnir í áhrifaleysi.
- Það mundi þíða, eins og ég benti á efst, að flokkurinn sjálfur hefði skerta möguleika til að fjármagna eigið starf - og ekki síst, til að fjármagna kosningabaráttu framtíðar.
- Að auki, mundi það sennilega einnig bitna á frambjóðendum - skerða einnig aðgengi þeirra að fé, þar með gera samkeppnishæfni þeirra gagnvart frambjóðendum annarra flokka, lakari en ella.
Málið er að það er Framsóknarflokknum afar mikilvægt af fjölda ástæðna að það sé tryggt að hann hafi áfram áhrif í landsstjórnmálum!
Eins og ég benti á, þá hefur flokkurin einungis sæmilega öruggt aðgengi að fjármögnun frá atvinnulífinu - ef flokkurinn á möguleika til að hafa áhrif í landsstjórnmálum.
Þannig að áhrif í landsstjórnmálum snúast ekki einungis um það, að geta komið baráttumálum flokksins fram -- heldur tryggja þau einnig flokknum aðgengi að fjármagni, sem hann ella hefur rökrétt ekki aðgengi að.
Það skiptir máli að sjálfsögðu vegna þess að kosningabarátta er alltaf kostnaðarsöm, hvort sem flokkurinn sjálfur á í hlut - eða frambjóðendur hans.
- Það sem ég er að benda á, er að flokksmenn á flokksþingi Framsóknarflokksins, þurfa að meta hvor frambjóðandinn, þ.e. Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi --> Eru líklegri skaffarar til framtíðar!
- Augljós vísbending ofangreindra kannana, er að Sigurður Ingi klárlega sé það:
Sbr. að mikið persónufylgi hans er virðist ná langt út fyrir raðir kjósenda flokksins, þíðir væntanlega að hann hefur aflað sér góðvilja meðal kjósenda ímissa annarra flokka.
Það eins og kannanirnar sýna bendir til þess að aðrir kjósendur séu líklegri en ella til að íhuga að kjósa flokkinn, vísbending þess að hann geti betur laðað að nýtt fylgi.
Að auki, getur víðtækur góðvilji meðal flokksmanna annarra flokka - aukið líkur á samstarfs vilja þeirra flokka við Framsóknarflokkinn, og þar með líkur þess að þeir flokkar verði tilbúnir til stjórnarmyndunar með Framsóknarflokknum.
-- -- > En þ.e. einmitt í gegnum stjórnarþátttöku sem Framsóknarflokkurinn hefur sögulega séð einna helst áhrif í landsstjórnmálum.
Því meiri líkur eru á að Framsóknarflokkurinn verði þátttakandi í stjórnarmyndun í nálægri sem fjarlægari framtíð!
--Því sennilegra er að fjármögnunar-aðilar út atvinnulífinu sem vilja hafa áhrif með þeim hætti - séu tilbúnir að láta fé af hendi rakna til flokksins og frambjóðenda hans.
Því smærri líkur eru á að Framsóknarflokkurinn verði þátttakandi í stjórnarmyndunum í nálægri sem fjarlægri framtíð!
--Því ólíklegar er að fjármögnunar-aðilar út atvinnulífinu sem vilja hafa áhrif með þeim hætti - séu tilbúnir að láta fé af hendi rakna til flokksins og frambjóðenda hans.
M.ö.o. - - geti flokkurinn tapað mjög miklu fjármagni sem flokkurinn gæti annars ráðið yfir í framtíðinni, sem og frambjóðendur hans --> Ef flokksmenn taka ranga ákvörðun!
Niðurstaða
Ábending mín er að val fulltrúa Framsóknarflokksins á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina, geti skipt miklu máli fyrir framtíðar fjárhag flokksins, og frambjóðenda hans!
--En eins og ég benti á, þá gefa fjármögnunar-aðilar út atvinnulífinu til flokka, til að hafa áhrif!
--Þannig rökrétt gefa þeir einungis til flokka, sem hafa áhrif í landsstjórnmálum.
Þar af leiðandi, gæti röng ákvörðun í formannskjöri helgarinnar - leitt til gríðarlegs framtíðar fjármögnunar taps flokksins, og einnig frambjóðenda hans!
--Sem leiddi þá til skertrar getu flokksins í þeirri framtíð til að fjármagna sína starfsemi, ekki síst - kosningabaráttu framtíðar, og sama gilti um frambjóðendur flokksins að þeir gætu átt erfiðar um vik að afla sér fjármagns og því staðið hallar fæti gagnvart frambjóðendum annarra flokka er hefðu betri aðgengi að fjármagni.
Áhrif eru ekki bara það -- að geta komið málefnum flokksins að!
Áhrif eru einnig -- peningar!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar.
Eftir að uppvíst var um gríðarlega og óhóflega styrki til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum og eigendum þeirra, sér í lagi á fyrri hluta fyrsta áratugar þessarar aldar, voru sett lög um hámark slíkra styrkja. Svo rammt kvað að þessum fjáraustri sumra "fjármálamanna" að um tíma var sagt að Samfylkingin væri í eigu eins þessara "fjármálamanna". Eftir að þessi lög voru sett minnkuðu áhrif fyrirtækja og eigenda þeirra verulega og eru nú hverfandi.
Hins vegar eru allir stjórnmálaflokkar háðir kjósendum, a.m.k. fyrir kosningar. Svo á einnig við um Framsókn. Upplýst hefur verið að innan svokallaðrar grasrótar Framsóknarflokks eigi SDG mun meira fylgi en SIJ. Þetta er í samræmi við það sem maður skynjar niður á gólfinu, þegar rætt er við það fólk sem til þeirrar grasrótar telst. Þar liggja atkvæði Framsóknar, ekki hjá kjósendum annarra flokka.
Það er jú þannig að kjósendur líta til málefna flokkanna og velja sér farveg þar. Það er síðan spurningin um hvort frambjóðendur viðkomandi flokka hafi það til að bera sem kjósendur sækjast eftir, hvort fylgið skilar sér í kosningum. Frambjóðendur sem eru tilbúnir að standa fast á þeim gildum sem flokkurinn boðar eru mun líklegri til að laða kjósendur á kjörstað, sér í lagi ef sá frambjóðandi hefur sýnt að kjarkur og þor er til staðar. Hins vegar skilar fylgi flokka sér illa til þeirra ef frambjóðendur hafa ekki kjark og þor, þegar frambjóðendur hafa sýnt að þeir láta aðra ráða yfir sér.
Enginn gengur til kosninga til að kjósa flokk þar sem frambjóðendur horfa frekar til málefna andstæðinganna.
Auðvitað er það svo að þegar tveir eða fleiri flokkar mynda stjórn, er gerður stjórnarsáttmáli. Þá þurfa menn auðvitað að gefa eitthvað eftir, mismikið. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð gekk það einstaklega vel, enda ótrúlega margt sem féll að málflutningi beggja flokka og lítið sm þeir þurftu að gefa eftir. Því miður hefur borið á því að sú ríkisstjórn hafi gefið eftir í veigamiklum málum og látið aðra flokka ná yfirráðum. Sérstaklega eftir að SDG var ýtt til hliðar.
Ekki hef ég neinar áhyggjur af því að Framsókn tapi styrktaraðilum í stórum stíl. Deilurnar sem eru milli ákveðinna afla innan forustunnar við grasrótina eru vissulega djúpstæðar og víst að einhverjir styrktaraðilar munu yfirgefa flokkinn, hvernig sem fer í formannskjörinu. Ekki er víst að verra sé að SDG haldi embættinu, hvað það varðar. Þetta mun hins vegar litlu breyta fyrir fjárhagsstöðu flokksins, þar sem lög um hámarksstyrki leiða af sér að um mikinn fjölda styrktaraðila þyrfti til.
Það mun hins vegar miklu skipta um fylgi flokksins, hvort SDG eða SIJ verði valinn sem formaður. Grasrótin vill SDG og þaðan koma atkvæðin. Ákveðin öfl meðal núverandi þingmanna flokksins vilja SIJ, svo vilja líka kjósendur annarra flokka. Þessir fáu þingmenn og þröng klíka tengd þeim skila fáum atkvæðum. Kjósendur annarra flokka munu ekki yfirgefa þá til að kjósa Framsókn, vegna þess eins að SIJ er formaður.
Það mun því velta á því hver verður formaður flokksins, hvort hann lifir eða deyr. Stór hluti grasrótarinnar mun annað hvort velja að sitja heima á kjördag, nú eða finna sér annan flokk til að styðja, verði Sigurður Ingi Jóhannsson kosinn formaður. Næsta víst er að þá munu daga Framsóknarflokks vera taldir.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 1.10.2016 kl. 08:52
Veit af þeim lögum, en það þíðir ekki að þeir styrkir sem fyrirtæki eru með í boði skipti ekki máli, en margar óbeinar leiðir sem ekki eru ólöglegar eru til staðar - til að tryggja að styrkir séu í reynd langt umfram þ.s. lög segja þeir skuli vera að hámarki.
"Stór hluti grasrótarinnar mun annað hvort velja að sitja heima á kjördag, nú eða finna sér annan flokk til að styðja, verði Sigurður Ingi Jóhannsson kosinn formaður. Næsta víst er að þá munu daga Framsóknarflokks vera taldir."
Þetta var órökstutt hjá þér.
--Verð því að biðja um rök -- en ég hef rökstuðning fyrir öfugri niðurstöðu að ofan.
Ég er eiginlega algerlega viss að því fer nákvæmlega öfugt farið. Skv. rökstuðningi að ofan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.10.2016 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning