N-Kórea smíðar miklu mun öflugari hreyfil fyrir eldflaugar! Yfrið nægilega öflugan fyrir - ICBM

Það er að sjálfsögðu ekki vitað hvort að nýi hreyfilinn - virkilega hefur 80 tonna kný. En það gerir hann ca. 2,5 sinnum öflugari en knýr hreyfils svokallaðrar Nodong flaugar, sem hefur hreyfil með 30 tonna kný.

Þessi mynd frá stjórnvöldum N-Kóreu kvá sýna hreyfilinn í gangi!

Fig. 1.

Það er áhugavert að bera þennan hreyfil saman við hreyfla svokallaðrar Falcon-9 flaugar fyrirtækisins Space-X, sem Elon nokkur Musk á, en hann einnig á Tesla fyrirtækið.

Skv. upplýsingum á síðunni, hefur Merlin 1D kný upp á 140þ.pund, eða 70 tonn.

Svokölluð Falcon 9 v1.1 hefur 5 Merlin 1D hreyfla í fyrsta þrepi, og sú flaug getur borið 13,5 tonn upp á sporbaug!

  1. Ef nýi hreyfill N-Kóreu hefur 10 tonna kný umfram Merlin 1D.
  2. Þá er ljóst, að þetta er alvöru - hreyfill.

Það sem samanburðurinn við Falcon 9 flaugina sýnir fram á, er fyrst og fremst, hvað er tæknilega mögulegt - með þetta öflugan hreyfil.

To the Moon, North Korea? Or Does a Rocket Have a Darker Aim?

  • En skv. yfirlýsingu N-Kóreu, a.m.k. skv. einni yfirlýsingunni, beinast sjónir N-Kóreu nú að Tunglinu.

Skv. sérfræðingi sem fréttamiðillinn ræddi við, þá væri tæknilega unnt með 5-X hreyflum með 80 tonna kný - að skjóta einhverju á sporbaug við Tunglið.

North Korea’s New Rocket Engine Test: What Does It Mean?

David Wright -sjá hlekk- bendir á að Kína hafi á 8. áratugnum þróað svokallaða DF-5 flaug, sem notaðist við hreyfil með 70 tonna kný, sem Kína þróaði á 7. áratugnum.
--Þetta hafi verið fyrsti ICBM Kína.

  • Skv. því sé enginn vafi að N-Kórea með hreyfil með 80 tonna kný, ef rétt er sagt frá afli þess hreyfils -- nú ræður yfir eldflaugahreyfli með nægilegu afli, til að knýja kjarnorkusprengju til hvaða staðar sem er á hnettinum.

Það geti þó vel verið, að N-Kórea noti hreyfilinn fyrst - til að skjóta upp gerfihnöttum.
--T.d. vel unnt með svo öflugum hreyflum að skjóta hnetti upp á svokallaðan "geosynchronous orbit" þ.e. sporbaug þ.s. gerfihnöttur hefur brautarhraða = snúning Jarðar.
--Þá er hnöttur alltaf yfir sama stað!

Sjá einnig: North Korea's New Rocket Engine Could Loft Satellites — Or Missiles

 

Niðurstaða

Ef fréttir af nýjustu tilraun N-Kóreu eru réttar, þá ræður N-Kórea nú yfir miklu öflugari eldflaugahreyfli en nokkru sinni áður. Það þíðir að sjálfsögðu, að þá getur N-Kórea smíðað mun öflugari eldflaugar en áður. Hreyfill með 80-tonna kný virðist yfrið nægilega öflugur fyrir "ICBM - Intercontinental Range Ballistic Missile" sbr. að fyrsti ICBM Kína var með hreyfil er hafði 70 tonna kný.
--Að auki ef samanburður er hafður við Falcon 9 flaug Space-X, þá er unnt með öflugum hreyflum af þessu tagi að smíða mjög öflugar flaugar sem geta borið marga gerfihnetti í einu upp á sporbaug - - eða tæknilega jafnvel, sent gerfihnött alla leið til Tunglsins.

  • Klárlega er eldflauga-áætlun Kimmanna á flugferð þetta ár!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband