25.9.2016 | 19:43
Spurning hvort að Rússland sé fast í kviksyndi í Sýrlandi?
Max Fisher hjá NyTimes var um helgina með áhugaverða samantekt, þar sem hann gerir tilraun til að átta sig á því - hverju akkúrat Pútín hefur náð fram á þessu rúmlega ári sem hann hefur haft rússneskar flughersveitir og sérsveitir í Sýrlandi, við það verk að aðstoða hersveitir stjórnarinnar í Damaskus og bandamenn þeirra hersveita - við það verk að berjast við margvíslega uppreisnarhópa, sem hafa nú í nokkur ár reynt að sigrast á Assad stjórninni.
Kortið má einnig sjá hér -:In Syrian War, Russia Has Yet to Fulfill Superpower Ambitions.
Gula svæðið sýnir umráðasvæði Assad stjórnarinnar áður en aðgerð Rússa hófst!
Svörtu svæðin sýna landvinninga þá sem unnist hafa síðan aðgerð Rússa hófst!
Rauðu svæðin, svæði sem stjórnin hefur misst síðan 2015!
Sú mynd sem birtist er af stríði nokkurn veginn í pattstöðu!
Um þessar mundir er í gangi mjög hörð orrusta um Aleppo - á hinn bóginn, hefur sú orrusta þegar staðið mánuðum saman, með litlum hléum.
- Stærsta svarta svæðið - frekar sunnarlega, eru landvinningar gegn ISIS.
- Litlu svörtu svæðin - ívið Norðar, eru í flestum tilvikum lítilsháttar landvinningar gegn uppreisnarmönnum.
Það sem Pútín virðist hafa áunnist -- er að hindra það sem fyrir rúmu ári virtist stefna í, yfirvofandi ósigur Assad stjórnarinnar.
Á hinn bóginn, þrátt fyrir mikið sprengjuregn - hafi ekki tekist að sigrast á meginhópum uppreisnarmanna, sem ráða svæðum - einkar Norð-Vestanlega í landinu. Í framhaldi af Aleppo.
Það eru líka til staðar lítil umráðasvæði í uppreisn, allra syðst í landinu - nærri landamærum við Jórdaníu.
Fyrir viku sagði ég frá áliti rússnesks herforingja!
In a recent report, former Russian colonel Mikhail Khodarenok gave the Syrian forces devastating marks. "Assad's soldiers busy themselves with collecting bribes at checkpoints," the report reads. "The Syrian forces have not conducted a single successful offensive in the past year."
He writes that much of the fighting is conducted by foreign units, mercenaries and Syrian militias. "Assad's generals do not believe their troops can bring the country to order without military aid from foreign states." He says a dramatic dearth of men, morale and supplies is responsible. "It is impossible to win the war with such an ally as Assad's army." That's why "a drastic decision" is needed to end the Syria campaign in 2016, involving the withdrawal of troops and leaving only the military bases, he writes.
- Herforinginn m.ö.o. lauk máli sínu með því, að ráðleggja brottflutning rússn. liðsafla, og á að einbeita fókus á að tryggja flotastöðina í Tartus og flugvöllinn við Ladakia.
M.ö.o. virðist Mikhail Khodarenok staðfesta það, að það séu Shíta hersveitir í bandalagi við Íran -- sem hafi tryggt þá hernaðarsigra sem unnist hafi sl. ár!
--Meðan að her Assad stjórnarinnar megi sín lítils, spilling og lélegur agi ráði ríkjum.
Ef maður gefur sér að álit Mikhail Khodarenok sé rétt mynd af stöðu mála!
Þá séu ef til vill litlar líkur á að átökum við Aleppo ljúki í bráð - né séu miklar líkur á endanlegum hernaðarsigri.
--Heldur mun líklegra að - pattstaðan haldi áfram!
- Þetta hafi máski - ekki verið það sem Rússar ætluðu sér!
En eins og Max Fisher hjá NyTimes bendir á, að sá árangur sem Pútín hefur náð fram, er sennilega bundinn því - að Pútín haldi áfram þeim beinum afskiptum af átökunum sem hann hefur viðhaldið í rúmt ár.
Að auki, virðist Pútín hafa náð því fram - að þegar fjallað er um Sýrland af stórveldunum, þá fái ríkisstjórn Rússlands - alltaf sæti á slíkri ráðstefnu.
--En sá árangur sé sennilega einnig háður því, að Pútín haldi beinum afskiptum áfram!
- Þetta er þ.s. ég á við, er ég varpa þeirri spurningu fram!
- Hvort Pútín eða nánar tiltekið Rússland, sé orðið fast í Sýrlands átökunum?
Höfum í huga, að fyrir Rússland er þessi stríðskostnaður stöðugt álag á ríkissjóð landsins
Eins og ég hef bent á, er ekki mikill munur á þjóðarframleiðslu Rússlands og Ítalíu - mælt í bandarískum dollurum: tölur frá 2013.
- Rússland 2.097 milljarðar Dollara.
- Ítalía 2.149 milljarðar Dollara.
Það er ágætt að hafa þetta í huga, er menn íhuga þátttöku Rússlands í slag við Bandaríkin.
- Bandaríkin 16.770 milljarðar Dollara.
Skv. þessu er þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna það ár ca. 8-föld þjóðarframleiðsla hvors ríkis um sig.
--Efnahagslegt umfang skiptir máli, þegar metið er geta landa í því að reka kostnaðarsöm stríð.
- Svo er Rússland enn í efnahagssamdrætti.
- Höfum að auki í huga -> Að Rússland hefur ekkert efnahaglega upp úr því, að verja stjórnina í Damaskus falli.
- Flotastöðin í Tartus og flugherstöðin við Ladakia, hafa afskaplega takmarkaða hernaðarlega þíðingu -> Vegna þess að Tyrkland ræður Posporus sundi.
--Þar með getur NATO alltaf lokað á samgönguleiðir við þær herstöðvar, ef í hart færi. - Rússland hefur enga efnahagslega hagsmuni af Sýrlandi - "það eru vinsælar internet kenningar um meint áform um olíuleiðslu til Sýrlands til hafnar þar" - "sem mér hefur alltaf virst afar fjarstæðukennt" - "fátt bendi til annars að um sé að ræða, internet mýtu" - "enda hefði slík leiðsla legið um svæði, þ.s. mjög erfitt væri að tryggja öryggi hennar, svo sem svæði í Írak þ.s. ISIS nú ræður, hluta umráðasvæðis Kúrda, o.s.frv." --> M.ö.o. trúi ég ekki að þau áform hafi verið líkleg til framkvæmda.
--Þar með afar ólíklegt, að fjarlæg draumsýn einhverra í Bagdad, hafi getað leitt til einhvers samsæris um að hindra þá meintu framkvæmd. - Rússland hefur ekkert fast á hendi, sem tryggi að Rússland hafi efnahagslegan gróða af Sýrlands ævintýrinu í einhverri framtíð.
- M.ö.o. sé Sýrlands þátttaka Rússlands, kostnaður eingöngu!
Með það í huga, þá getur verið að Rússlandsstjórn sé farin að ókyrrast!
--En það væri bitur kaleikur að hætta, án þess að hafa tryggt sér nokkurn hlut.
Sérstaklega mundi það bitna á orðstír Pútíns persónulega!
--Sem sennilega þíði, að Rússlandsstjórn muni halda áfram a.m.k. enn um sinn, að dreifa sprengum yfir þéttbýlissvæði innan Sýrlands í uppreisn, í von um að staðan á jörðu niðri batni.
En mér finnst orðið sennilegt að Rússland á einhverjum enda, leggi skottið niður - og fari heim! En það geti verið ómögulegt að tímasetja hvenær!
Niðurstaða
Ef Rússlandsstjórn stefnir að því að fylgja ráðum "colonel Mikhail Khodarenok" að yfirgefa Sýrland - hann lagði til fyrir nk. árslok. Þó ósennilegt sé að það gerist svo snemma.
Þá efa ég stórfellt að Pútín láti heiminn vita af því með nokkrum umtalsverðum fyrirvara - sennilegar, með engum fyrirvara.
--Þannig að maður mundi þurfa að geta í eyðurnar, svona þegar menn reyndu að fylgjast með fréttum frá Sovétríkjunum, og ráða í það hvernig valdamenn stóðu á hersýningum.
Ein vísbending gæti verið, ef rússneskir fjölmiðlar -- hætta nánast alfarið að fjalla um Sýrland! M.ö.o. beina sjónum almennings innan Rússlands í aðrar áttir.
--Rússland gæti einnig tímasett þetta, við aðra milliríkjadeilu.
Til að tryggja lágmarks athygli heima fyrir, ef og þegar blásið er til brotthvarfs frá Sýrlandi! Það gæti meira að segja verið, að ekkert - nákvæmlega ekki neitt, væri fjallað um það brotthvart í rússneskum fjölmiðlum.
- M.ö.o. Pútín gæti beitti því að stjórnvöld eða vinir Pútíns ráða öllum fjölmiðlum er máli skipta innan Rússlands, til þess að þaga málið í hel!
Það hafa nýlega verið áhugaverðar hreyfingar rússneskra hersveita nærri landamærum Úkraínu, það gæti verið -- að smávegis drama í samskiptum Rússlands og Úkraínu; gæti einmitt verið þægileg aðferð fyrir Pútín - að beina athyglinni annað, meðan hann mundi senda sitt lið heim frá Sýrlandi!
Þetta eru auðvitað - vangaveltur eingöngu! En ég sé ekki að Rússland hafi nokkuð upp úr því að viðhalda stríðsþáttöku innan Sýrlands --> Þannig séð kem ég ekki auga á neitt raunverulegt tjón fyrir Rússland, nema kannski á orðstír Pútíns persónulega, ef Rússland mundi missa öll sín ítök innan Sýrlands.
Fullt af fé mundi sparast - sem betur væri að nýta t.d. í það að bæta heilbrigðismál innan Rússlands, sem enn þann dag eru í molum, eða skólakerfi - eða vegakerfi, eða þá að nota þá peninga til uppbyggingar atvinnulífs í Rússlandi sjálfu!
--En þ.e. nóg fyrir peningana að gera heima fyrir innan Rússlands!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.9.2016 kl. 11:26 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef grun um að Rússar fái greitt fyrir þátttöku sína frá Assad. Einnig hefur þetta virkað eins og sölusýning á vopnum, enda hefur Pútín sagt að Rússar séu að fara meira út á þann "markað".
Sveinn R. Pálsson, 25.9.2016 kl. 22:55
Sveinn R. hefur líklega nokkuð rétt fyrir sér. Það var tölvert skrifað um þessi mál snemma í vor
en lítið síðan. (Sem ég hef séð)
Í viðtali sagði Pútin að það að hafa stóran her sem væri í mikilli þróun væru miklar og stöðugar heræfingar algjör nauðsin. Sýrland væri alls ekki í sjálfu sér slæmur æfinga staður.
Í flugvélar sem Rússar hafa notað þarna hafa þeir fengið pantanir ( væntanlega með öllum búnaði og fylgihlutum)
í tugatali til ýmissa landa t.d. Íran,Pakistan og Kína. Einnig hefur verið talað um sölur á færanlegum loftvarnar kerfum .
Beinar greiðslur til styrktar hernaði Rússa hef ég ekki lesið um en tel þær líklegar.
Snorri Hansson, 26.9.2016 kl. 02:52
Sveinn, í alvöru, hvaða peninga ætti hann að hafa -- t.d. man ég eftir vopnasölu frá Rússlandi til Sýrlands 2014, þegar Assad fékk vopnin afhend án greiðslu, og lánið virtist vera víkjandi?
--Landið hans er gersamlega í rúst, sá maður hefur enga peninga aflögu.
------------------
Snorri, Pútín kaus að nota SU-24 vélar ca. álíka gamlar og F-111 vélar Bandaríkjanna sem teknar voru þar úr notkun fyrir áratug a.m.k., en Rússar greinilega nota enn sínar sambærilegu vélar frá Kalda-stríðinu. Að auki hafa Rússar beitt annarri vél frá Kalda-stríðinu, SU-25.
Rússar hefðu getað beitt mun nýrri vél, þ.e. Sukhoi Su-34. Það hefðu þeir gert, ef markmiðið væri að prófa nýleg vopn við stríðs-aðstæður. En þeir hafa frekar kosið að nota gömul - væntanlega vopn sem ódýrar er að beita, og að auki sennilegar minna kostnaðarsamt - ef þeir missa nokkur stykki af.
Ég held það sé afar ósennilegt, að Rússar séu að fá pantanir vegna notkunar í Sýrlandi, á 3. áratuga gamlar vélar, eins og SU-25 og SU-24. Síðan virðast þeir ekki beita "smart" sprengjum - líklega vegna þess, að gömlu vélarnar sem þeir beita þarna, hafa ekki verið uppfærðar til þess að unnt sé að beita þannig tækni, þ.e. sprengjur sem eru það nákvæmar að þeir lenda með nákvæmni upp á nokkra centimetra til eða frá.
Ég held að auki, að þeir hafi beitt SU-27 orrustuvélum, frekar en nýrri SU-30 eða SU-32 vélum. Sennilega af sömu ástæðu, að -- að minna tjón sé af því ef e-h tapast af eldri vopnum.
Eina nýlega kerfið sem þeir hafa prófað þarna, er loftvarnarkerfið -- en fram að þessu hefur það ekki skotið niður nokkra flugvél.
--Rússar hafa reyndar enga flugvél skotið niður í Sýrlandi! Svo ég kem ekki beint auga á það heldur hvernig þeir ættu að selja loftvarnarkerfin sem þeir hafa sett þar upp, út frá árangri - þ.s. það hefur einfaldlega ekki neitt reynt á þau!
**Enda hafa uppreisnarmenn engar flugvélar, það hefur ISIS ekki heldur! Ekki hefur nein NATO flugvél veri skotin niður!
Flugvélar sem Rússar leggja áherslu á að selja, eru vélar sem þeir virðast einfaldlega hafa ekkert notað í Sýrlandi - sbr. SU-30, SU-32, og SU-34 m.ö.o. þeirra tæknilega fullkomnustu vélar -- þannig að sú algenga net saga að Rússar séu að nota stríðið til að selja vopn --> Einfaldlega stenst ekki skoðun! Þvert á móti, virðast engin dæmi um slíkt!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2016 kl. 04:13
Stríðið í Sýrlandi er sorglegt og flókið mál, sem erfitt er að ná utan um. Það er heldur ekki eins og maður hafi neitt frá "fyrstu hendi", heldur reynir maður að finna upplýsingar sem geta talist "traustar" hér og þar.
En "fjölskyldutengsl" Assad og Rússa ná meira en 40 ár aftur í tímann. Það má ekki vanmeta slíkt. Það má heldur ekki líta algerlega fram hjá efnahagslegum ávinningi Rússa af stríðinu. Alla vegna verður ekkert af þeirri hugmynd að byggja gasleiðslu frá Qatar í gegnum Sýrland og Tyrkland á meðan allt er í rúst og í raun varla á meðan Assad er við völd. https://en.wikipedia.org/wiki/Qatar-Turkey_pipeline
Það hentar Rússum ákaflega vel (plús önnur áhrif þeirra í Sýrlandi) sem og öðrum aðila að stríðinu, Íran, sem hefur eytt milljörðum dollara til að styðja stjórn Assads og jafnframt stutt með (óbeinum hætti) með mannskap.
Þetta er svo sem bara einn moli úr einni hlið þessara flóknu átaka. En eigi að síður athygliverður.
G. Tómas Gunnarsson, 26.9.2016 kl. 04:34
Ég skrifaði athugasemd hjá Einari fyrir nokkrum mánuðum um gasleiðslu drauma Quatar annars vegar og Íran hins vegar sem báðir liggja um Sýrland til Evrópu. Um þessar leiðslur hef ég séð nokkrar greinar og þónokkur innskot í umsögnum. Einar tók þessu afar illa og lýsti þessu sem hreinum uppspuna. Og þar sem við vitum að Einar Björn er algerlega óskeikull þá hef ég passað mig á að lesa ekki fleiri slíkar um það efni.
Þá las ég í vesturlanda blaði á síðustu dögum að ef austur Aleppó félli í hendur Sýrlandsher væru ítök vesturlanda orðin nær ómöguleg. Það var ekki tekið fram hvers vegna, en ég læt mér detta í hug vandræði með flutningsleiðir.
Snorri Hansson, 26.9.2016 kl. 10:45
G. Tómas -- Sú lína var einungis draumaverkefni, virðist afar fjarstæðukennt að verkefni á hugmyndastigi, víðs fjarri framkvæmdastigi, skipti einhverju hinu minnsta máli þegar kemur að ákvörðunum aðila. Ég sé heldur ekki hvaða megin máli það skipti, að Bassar al Assad, skuli hafa haft bandalag við Sovétríkin. Aðstæður eru gríðarlega breyttar í dag, Rússland ekki í nærri sambærilegri aðstöðu þeirri sem Sovétrikin höfðu -- með net bandalagsríkja út um heim, sérstaklega - net bandalagsríkja í Mið-austurlöndum.
Eins og ég benti á - án ávinnings er þetta einungis kostnaður, þar af leiðandi einungis spurning um tíma, hvert úthald Rússlands er!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2016 kl. 10:49
Snorri, það hafa engar vísbendingar komið fram um það, að slík gasleiðsla hafi verið e-h annað en draumaverkefni. En ég hef einnig séð net-umræðu um þetta, en enga slíka hef ég séð sem ekki hefur verið fullkomlega "speculative" þ.e. menn að spá í e-h, sem engin leið er að vita hvort átti nokkra möguleika á að komast á framkvæmdastig nokkru sinni. Hvergi hafa komið fram nokkrar vísbendingar þess, að verkefnið hefði verið nokkurs staðar nærri því að komast til framkvæmda.
Ég hef ekki séð nokkrar þær röksemdir í því flóði vangaveltna, er benda á lausnir tengd þeim augljósu vandamálum, sem því hefðu tengst slíkri framkvæmd - fjármögnun lá að sjálfsögðu ekki fyrir, engar vísbendingar þess að tilraunir til þess að ræða slíka hluti hafi verið komnir af stað - né samningar milli landanna, en slíkt þarf -- -- hver átti að standa straum af þeim her sem hefði þurt að gæta hennar alltaf stöðugt, o.s.frv.?
Þannig að ég kem ekki auga á það, hvernig er unnt að færa rök fyrir því - að framkvæmd sem í besta lagi hefði verið meir en áratug frá því að geta komist til framkvæmda, gæti skipt máli í samhengi átakanna í Írak og Sýrlandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2016 kl. 11:03
Einar,þú virðist vera alveg fastur í Ameríska módelinu sem gengur út á að ráðast á þjóðir til að ná efnahagslegum ávinningi.
Sýrlandsstríðið er einmitt ágætt dæmi um þegar Bandaríkjamenn taka sér fyrir hendur að eyða þjóðríki til að öðlast slíkann ávinning.
Af einhverjum ástæðum virðist þú ekki átta þig á að tilefnislaus árás á annað ríki er stríðsglæpur af fyrstu gráðu og þessir skjólstæðingar þínir eru sekir um síendurtekna stríðsglæpi.
Að gera út málaliða til að drepa fólk í öðru ríki er líka stríðsglæpur.
Bandaríkjamenn hafa algerlega sagt sig frá alþjóðalögum og fara nú sínu fram með grímulausu ofbeldi.Eina samneytið sem þeir hafa nú við SÞ er að koma í öryggisráðið og segja lygasögur og tilkynna að þeir ætli í enn eina herferðin gegn einhverju ríki
.
Rússar eru hinsvegar ekki í þessu stríði til að græða,heldur til að reyna að koma í veg fyrir að það verði til ríki hryðjuverkamana á svæðinu.
Bandaríkjamenn eru í nauðvörn þessa dagana og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málaliðar þeirra í Aleppo verði ekki þurrkaðir út.
Það dylst varla fyrir nokkrum manni lengur að Bandaríkjamenn eru á kafi í að gera út hryðjuverkamenn til að þjóna hagsmunum sínum ,en það hefur leitt til þess að enginn ber virðingu fyrir þessu ríki lengur.
Það ber enginn virðingu fyrir Bandaríkjunum, en menn óttast þetta ríki þeim mun meir ,af því að flestum er ljóst að þeir svífast einskis lengur og eyða hverju ríki sem andar út einhverjum mótbárum gegn þeim.
Frakkar og Bretar drattast svo á eftir þeim ,enda samsekir um endalausa stríðsglæpi á undanförnum árum og eina von þeirra til að sleppa frá skömminni er að ná sigri í þessari drápsherferð.
Þessir menn eru að fórna hagsmunum eigin þjóða til að þeir missi ekki andlitið
.
Í raun höfum við ekki séð svona sóðalegar aðfarir síðan Adolf Hitler gekk hér um garða. Það styttist óðfluga í að Bandaríkjamenn nái þeim ágæta manni í fjölda þeirra ríkja sem þeir hafa eitt.
Milli ISIS og Bandaríkjamanna ríkir svo gagnkvæmur skilningur af því báðir aðilar hafa sama markmið. Heimsyfirráð eða dauði.
.
Mér finnst alveg merkilegt að það skuli enn vera til fólk sem er svo sljótt að það átti sig ekki á að það er ekki eðlileg hegðun að ráðast á þjóðir á færibandi og leggja löndin þeirra í rúst og drepa milljónir af þegnum þeirra. Þetta er alls ekki eðlileg hegðun og ber vott um algert siðleysi stjórnenda Bandaríkjanna.
Þessir stórnendur eru svo siðlausir að þeir finna enga skömm þó þeir séu staðnir að lygum aftur og aftur,þeir ljúga bara aftur eins og er vel þekkt meðal siðleysingja.
.
Þetta verður erfitt stríð enda eru hriðjuverkamenn stöðugt fóðraðir af vopnum og annari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjamönnum,Frökkum og Bretum,auk aðstoðar frá einræðisríkjum í Miðausturlöndum.
Rússar hafa margsinnis gefið Bandaríkjamönnum kost á að bjarga andlitinu með svokölluðum friðarsamningum,en það virðist enginn á þeim bæ hafa rænu á að taka olífugreinina sem að þeim er rétt.
Mér finnst líklegt að nú sé þolinmæði Rússa á þrotum og þeir muni snúa sé að því að eyða þessum hryðjuverkamönnum sem eru að valda óskunda á svæðinu,og þá án tillits til kennitölu.
Öðru hvoru virðist manni glitta í að Obama sé að einhverju leiti mannlegur,en svo verða þæe vonir að engu.
Það er ekki einfalt að sjá hvort það stafar af mismunandi stefnu innan Bandaríska stjórnkerfisins eða hvort þetta eru aðeins látalæti í honum.
.
Stríðið í Sýrlandi er sennilega einhverskonar lokaorusta þar sem ræðst hvort klíkunni sem stjórnar Bandaríkjunum tekst að brjóta endanlega undir sig öll ríki heims.
Vonandi tekst það ekki ,af því það er ekki geðsleg framtíðarsýn að þurfa að búa við það um ókomin ár.
Sovétríkin og Þýskaland Hitlers eru ágæt dæmi um hvað það getur verið erfitt að losna við slíkar klíkur ef þær ná bólfestu.
Núna erum við að horfa á svipað fyrirbæri,en af algerlega áður óþekktri stærðargráðu.
.
Það eru ekki bara Rússar sem eru í þessu kviksyndi,við eru öll föst í því.
Borgþór Jónsson, 26.9.2016 kl. 11:06
Ég nenni ekki að fara í langar rökræður um gasleiðslur, enda sagði ég að þær væri aðeins moli úr einni hlið átakanna. En það ber vott um gríðarlega einföldun að afskrifa þessi áhrif.
Það að segja að plönin séu einhverjir "draumórar" er það sömuleiðis.
Rétt eins og svipuð leiðsla frá Íran hefði getað orðið að veruleika og getur enn þó að síðar verði. http://www.wsj.com/articles/SB10001424053111903591104576467631289250392
En að sjálfsögðu hefur viðskiptabann haft sín áhrif og að sjálfsögðu eins og Einar nefnir, eru minni líkur til þess að nokkrar leiðslur verði lagðar, á meðan svæðið logar allt í ófriði.
Það er engin spurning að Rússum myndi líka það betur ef leiðslan kæmi frá Íran, en best þætti þeim að engin leiðsla yrði lögð.
https://www.foreignaffairs.com/articles/syria/2015-10-14/putins-gas-attack Hér er ágæt grein úr Foreign Affairs, frá árinu 2015. Ég held að báðir höfundar starfi í Pennsylvaníu háskóla.
G. Tómas Gunnarsson, 26.9.2016 kl. 11:42
Boggi -- menn fara aldrei í stríð nema A)Verja það sem þeir hafa, eða, B)Afla sér einhvers framtíðar ágóða er réttlæti stríðskostnaðinn.
--Eða kynntu þér styrrjaldir sl. 5000 ára.
______________
Þú endurtekur þessa dæmalausu fanatsíu þína, að Bandaríkin hafi búið til Sýrlandsstríðið -- sem er fullkomin þvæla, eins og svo margt af því sem þú gjarnan heldur fram, einnig er oftast nær órökstudd þvæla.
Svo kemur einhver ótrúlegur þvælu rugl vaðall, um Bandaríkin sem hættulegt land sem vill efla hryðjuverk - leggja af velli öll lönd sem veita því andstöðu, o.s.frv.
---> Alger steypa einnig, að Rússland sé þarna, til að hinda að þarna verði til hryðjuverkaríki --> Enda bendi fátt til þess að Rússland hafi einhvern verulegan áhuga á baráttunni við ISIS.
---> Þá baráttu hafa Vesturlönd og Bandaríki N-Ameríku leitt.
Ný-íhaldsmenn, reyndu að færa rök fyrir íraks innrás, út á meintan olíugróða - fá bandar. olíufyrirtæki í lið með sér, að styðja málið
--Hvað hefur síðan komið fram? Eftir 2010 eru kínversk olíufyrirtæki langsamlega stærstu erlendu fjárfestarnir í olíuiðnaði í Írak.
--Bandarísk fyrirtæki hafa létu sig flest hverfa!
Írak hefur næga olíu - til þess að tæknilega sé rökstyðjanlegt stríð til að ná tökum á sérstaklega olíusvæðunum nærri Persaflóa, þaðan sem þægileg eru tök til að koma henni á heims markað.
Sennilega er þetta, þ.e. skortur á ávinningi --> Af hverju bæði Rússland, haga málum þannig -- að Rússland og Bandaríkin, sendi nær eingöngu flugvélar á vettvang!
En láti síðan "local" aðila um það að berjast á Jörðu.
Því meira að segja rekstur flughers kostar peninga --> Og réttlætir því vart langa þátttöku á þeim grunni, ef ekki er fyrirsjáanlega unnt að ljúka átökum frekar fljótlega með ásættanlegum hætti, fyrir þann sem er að reka flugherinn þarna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2016 kl. 11:46
G. Tómas, ef þú er með gaspælingar -- þá gerði Rússland samning um nýtingu á auðlyndum í landhelgi Sýrlands fyrir áramót 2014. Hinn bóginn, vegna þess að engar rannsóknir hafa þar farið fram --> Þá get ég ekki séð mögulegt gas sem eiginlegt "mótíf."
--Til þess að það væri einhverrar áhættu virði, yrði tel ég að hafa farið fram bornir er sönnuðu tilvist gass í verulegu vinnanlegu magni.
Þetta svæði var ótryggt og óröuggt fyrir! Meira að segja í tíð Saddams Hussain -- voru þarna skærustríð á landamærunum milli Íraks og Sýrlands.
--Þannig að það hefði verið erfitt að tryggja öryggi leiðslu!
Eftir 2003, virðist það nánast fantasíukennt, að tala um það að leggja leiðslu um þessi svæði - miðað við það, hversu óskaplega erfitt væri að tryggja öryggið.
Það virtist allt eftir, þ.e. að ákveða akkúrat hvar hún mundi liggja - semja við aðila á svæðinu þar sem hún ætti að vera - fjármagna verkefnið, o.s.frv.
Við erum að tala um framkvæmd, sem engin leið er að vita -- hvort nokkrar líkur hefðu verið á að gæti komist til framkvæmda!
--Miðað við afar ótryggt ástand eftir 2003 --> Mundi ég telja þetta afar ósennilegt!
Þar af leiðandi ekki atriði sem manni virðist sennilegt sé að vigti í ákvörðunum aðila er eiga í átökum á þessu svæði.
__________________
Nánast eini aðilinn á svæðinu í dag, væri Tyrklandsher!
Ef Tyrkland fer í það að leggja undir sig stóra landræmu samfellt meðfram landamærum Tyrklands og Sýrlands --> Og síðan í framhaldinu inn í Írak, Tyrkland tæki þar einnig landræmu meðfram landamærum.
Réði landi alla leið að svæðum, byggðir íraskra shíta ná til --> Þá mætti tæknilega sjá það fyrir sér, að unnt væri að leggja þá leiðslu í gegnum þau umráðasvæði.
Ef Tyrkland í framtíðinni fer í þannig herfarir --> Þá kannski væri e-h slíkt á spýtunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2016 kl. 11:59
Nú er i gangi skemmtileg flétta í Sýlandi.
Eins og einhverjir vita var gerð árás á bílalest í Sýrlandi sem flutti hjálpargögn.
Innan nokkurra mínútna voru Bandaríkjamenn með það á hreinu að þetta væri Rússum að kenna.
.
Hvaðan fengu þeir þessar upplýsingar?
Þær komu frá manni að nafni Ammar Al-Selmo.
Hver er Ammar Al-Selmo?.
Hann er talsmaður Hvítu hjálmanna í Sýrlandi.
Hverju berjast hvítu hjálmarnir fyrir?
Stöðva lofthernað í Sýrlandi.
Hverjir eru Hvítu hjálmarnir?
Þeir eru áróðursdeild Al Nusra.
Hverjir fjármagna Hvítu hjálmana?
Það er Pentagon með 23 milljón dollara framlagi.
.
Hverjar eru kröfur US.?
Þær eru þær sömu og Al Nusra,flugbann á Sýrlenska og Rússneska herinn
Al Nusra er að kikna undan loftárásum Rússa og þetta vita Bandaríkjamenn og vilja stöðva þær.
.
Nýlega var gert friðarsamkomulag í Sýrlandi.
Bandaríkjamenn höfðu eitt hlutverk í því,aðeins eitt.
Það var að aðskilja eitthvað sem þeir kalla "Moderate rebels" frá Al Nusra.
Þetta geta Bandaríkjamenn ekki af því það eru engir "moderate rebels" ,Bandaríkjamenn hafa allan tímann verið að styðja Al Nusra í Sýrlandi sem er pólitískkt óverjandi í heimalandinu af því Al Nusra er afsprengi þeirra sem réðust á Tvíburaturnana sællar minningar. Út af þessu varð lygin um "mogerate rebels" til.
Af þessum ástæðum var ráðist á Sýrlensku hermennina,til að eyðileggja vopnahléið þannig að það kæmi ekki í ljós að keisarinn er ekki í neinum fötum.
.
Borgþór Jónsson, 26.9.2016 kl. 12:17
Boggi, geisp - Bandaríkin eru líklega með gerfihnött sveimandi yfir svæðinu. Í dag eru myndir teknar mjög líklega -- tölvu-unnar sjálfvirkt. Þannig að áhugaverðar niðurstöður - birtast sennilega mjög fljótt í stjórnstöð; þaðan sem unnt sé að hringja stax í háttsetta innan bandar. hersins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2016 kl. 15:06
Hér er viðtalið þar sem Pútín segir að þetta sé bissness hjá þeim:
„Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu.
„Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“
http://www.visir.is/putin-vill-ad-bandarikjamenn-taki-thatt-i-ad-styrkja-stjorn-assads-syrlandsforseta/article/2015151019686
Sveinn R. Pálsson, 26.9.2016 kl. 15:08
Þegar Rússar voru að skjóta stýriflaugum frá Kaspíahafi yfir Íran og alla leið til Sýrlands, þá var nokkuð auðséð að það var ákveðið sjóv í gangi, því skotmörkin voru ekki svo merkileg. En það voru birt vídeó af þessu og fréttir, þannig að þetta vakti mikla athygli á því afli sem Rússar búa yfir, og það var væntanlega tilgangurinn.
Sveinn R. Pálsson, 26.9.2016 kl. 15:15
Ástæða Bandaríkjamanna er Pedro Dollarinn. Þeim er alveg sama um hver á olíu.
Það er eitt sem Saddam Hussein,Gaddafi og Assad eiga sameiginlegt ,en það er að þeir ætluðu allir að kljúfa sig út úr samkomulaginuu um Pedro dollarann.
Nú er Vladimir Putin í þessum hópi.
Tveir af þessum mönnum eru þegar dauðir og tveir á dauðalistanum.
Þeir sem fikta í þessu gulli siðleysingjanna verða sjaldan langlífir.
Pedro Dollarinn sem var ein helsta tekjulind Bandaríkjamanna í áratugi er núna að snúast upp í stór vandræði fyrir US og núna er Putin og fleiri einmitt að pota harkalega í þennan veika blett.
.
Rússar vilja svo ekki hryðjuverkaríki á næstu grösum við sig. Við verðum að athuga að álitlegur hluti Al Nusra og ISIS kemur einmitt frá suður Rússlandi og voru kallaðir "freedom fighters" í gamla daga eins og þú manst væntanlega. Putin vill ekki að það fólk ráði yfir nágrannaríki Rússlands.
.
Ég mundi ekki halda niðri í mér andanum Einar.
Ætli þær verði ekki sýndar um leið og gerfhnattamyndirnar sem voru teknar þegar MH 17 var tekin niður. Það eru til myndir af því,en þær eru af einhverjum ástæðum ekki hæfar til sýningar.
Af einhverjum ástæðum hefur það dregist.
.
Eins og segir í kvæðinu.
Við hefðum tekið myndir en við höfðum engan kubb
Sönnunargagnið er astraltertugubb
Borgþór Jónsson, 26.9.2016 kl. 18:03
Boggi minn - pedró dollara kenningin, er 100% rugl. Hún er svo fullkomlega órökrétt, en lægri Dollar mundi þvert á móti gagnast Bandaríkjunum að mörgu leiti, gera fjárfestingar innan Bandaríkjanna alls ekki minna áhugaverðar, t.d. ef hann lækkaði verulega - ímyndum okkur 50% lækkun eins og Rúbblan gekk í gegnum; þá mundi heldur betur batna samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu í Bandaríkjunum, og "Made in USA" gæti aftur orðið eins algeng sjón og upp úr 1950.
---Engir mundu tapa meir á ódýrum Dollar, en tja lönd sem selja varning til Bandaríkjanna!
**Þ.e. algerlega af og frá, að ódýr Dollar leiddi til skuldavandræða í Bandar.
Aftur á móti eru engar líkur á skyndilegu stóru verðfalli Dollars, nema kannski að Trump nái kjöri.
Ef þú vilt leita uppi gjaldmiðil, sem er mjög háður olíu -- leitaði ekki lengra en að rússn. rúbblunni. Í hvert sinn sem heims olíuverð hreyfist - hreyfist andvirði rúbblunnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2016 kl. 23:53
Sveinn, ég mundi aldrei taka nokkuð mark á opinberum yfirlýsingum rússn. stjv.
"„Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. - „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“"
Hafðu í huga, að Rússland viðheldur milljón manna sterkum her -- með hagkerfi ca. 1/10 af umfangi hagkerfis Bandaríkjanna!
--Það virðist augljóst að miðað við heildarumfang rússn. hagkerfisins, er umfang hergagnaiðnaðarins líklega hlutfallslega stærra
Þannig að tæknilega getur Pútín búið til hagvöxt -- mældan þ.e., með því að fyrirskipa aukna fjöldaframleiðslu á t.d. skriðdrekum!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2016 kl. 23:57
Ef þeir geta selt hergögnin þá getur það staðið undir hagvexti. Við sjáum hvernig smærri þjóðir eru neyddar til að kaupa hergögnin, eins og þegar Grikkir þurftu að kaupa herskip af Frökkum þegar þeir voru í krísu, þó svo að þeir hafi ekki viljað fá herskipið. Eða þegar Egyptar keyptu þyrlumóðurskip þegar þeir voru í krísu. Það er ekkert gefið eftir þegar milliríkjasamningar eru annars vegar. Þannig geta Rússar núna verið að gera framvirka samninga við Sýrlendinga um hergagnakaup, hugsanlega með veðum í olíulindum.
Sveinn R. Pálsson, 27.9.2016 kl. 08:04
Eins og alltaf, þá er Einar með allt á hreinu ... Rússar eru búnir að gera innrás í Úkraínu, eins og allir vita.
Nýjustu fréttir herma, að "bandaríkin" hafi beðist afsökunar á því að varpa sprengjum á Assad ... þetta voru mistök, samtímis sem þeir neita algerlega að þeir gefi Al Nushar (Al Qaida) vopn. Þeir neita því ekki, að þessi vopn geti komið frá "öðrum bandamönnum" þeirra. Þetta hefur komið fram, eftir að þýskt blað hafði samtal við einn af yfirmönnum Al Nushra. Sem staðfestir, að Al Nushra fær vopn sín frá vesturlöndum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.9.2016 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning