23.9.2016 | 22:05
Hvet Framsóknarmenn til að styðja framboð Sigurðar Inga Jóhannessonar til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins nk. helgi
Ég lít ekki á slíkan stuðning - sem svik við Sigmund Davíð. Heldur einfaldlega - kalt mat á hagsmunum flokksins. Í mínum augum sé flokkurinn alltaf mikilvægari en sá sem situr í formanns sætinu hverju sinni. M.ö.o. snúist málið ekki um einhverja sérstaka persónulega skoðun á Sigmund Davíð að öðru leiti en að því leiti - að mitt mat sé að Sigmundur Davíð sé búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð!
Það hafi hann gert á sínum tíma, er þau hjón varðveittu fé í skattaparadís -- áfram eftir að SDG var orðinn formaður Framsóknarflokksins, og þingmaður!
--Með öðrum orðum, skil ég ekki málið svo, að aðrir hafi framið á Sigmund Davíð - mannorðs morð, eða myrt hans pólitíska feril.
--Heldur hafi hann gert sér þetta sjálfur!
Sigurður Ingi býður sig fram til formanns
Mér finnst persónulega fullkomlega óskiljanlegt, að SDG skuli hafa framið það pólitíska axarskaft - að halda áfram að varðveita féð í skattaparadís, eftir að hann var orðinn einn af helstu pólitíkusum þjóðarinnar!
Að sjálfsögðu vita allir sem vita vilja, að þau hjón frömdu ekkert ólöglegt!
- En málið er að síðan eftir hrun, hefur sérhver eign á fé í skattaparadís -- orðið að pólitískt séð, baneitruðu fyrirbæri.
- Það kemur til vegna athæfis svokallaðra útrásarvíkinga, sem eins og þekkt er - tóku sér gríðarlegar arðgreiðslur út úr fyrirtækjum sem þeir áttu fyrir hrun, og komu því fé í mörgum tilvikum úr landi, og þá nánar tiltekið - gjarnan fyrir í skattaskjóls landi.
- Síðan í fjölda tilvika, reyndust þau fyrirtæki sem þeir höfðu tekið sér þetta mikinn arð út úr, líklega með löglegum hætti; gjarnan fullkomlega eignarlaus og mjög mörg þeirra voru sett í þrot - í fjölda tilvika afskrift skulda nærri 100%.
- Þetta hefur leitt það að verkum --> Að í huga Íslendinga, er eign á fé í skattaparadís -- tengd afar neikvæðum formerkjum.
Þannig að --> Moldviðrið sem varð, hefði SFG átt að vera fullkomlega fyrirsjáanlegt!
Sú eitraða umræða sem fer strax af stað --> Tengist þeirri reiði sem enn býr með þjóðinni, vegna hegðunar útrásarvíkinga!
Það verður þar af leiðandi fullkomlega merkingarlaust í huga fólks - að þau hjón hafi ekkert gert sem ólöglegt var!
Um leið og almenningur fréttir af eign þeirra hjóna, þá fer þjóðin samstundist að munstra / máta þau hjón við -- útrásarvíkinga.
- Málið er að viðbrögð þjóðarinnar, eru nær öll á tilfinningasviðinu!
- Þar með, einfaldlega nær Sigmundur Davíð - einfaldlega ekki þeirri hlustun þjóðarinnar sem hann þarf, er hann trekk í trekk gerir tilraun til að útskýra málið.
Þau hjón lenda í því að verða -- endurskilgreind, um leið og málið fréttist af alþjóð. Með mun neikvæðari formerkjum en áður!
--Ég er viss að sú barátta þeirra, að sannfæra þjóðina - að þau hafi ekkert gert af sér, eða haft illt í hyggju.
--Sé fyrirfram töpuð.
Vegna þess að þjóðin kastar útskýringum þeirra hjóna strax til baka, þannig að þær útskýringar -- hafa ekki áhrif á mat fólks, sem þegar liggur fyrir.
--Þá hafi SDG litla sem enga möguleika til að endurskilgreina sig hjá þjóðinni.
- Hann lendi þar af leiðandi í því, að svara alltaf trekk í trekk, nákvæmlega sömu ásökuninni.
- Án þess að svör hans skili sér í breyttum viðhorfum til hans eða þeirra hjóna.
Vegna þess að svörin -fari inn um annað og út um hitt- nái umræðan ekki að fara lengra!
Sé föst í sama farinu, þ.e. alltaf á sama staðnum!
Það sem ég held að gerist ef SDG leiði flokkinn í nk. kosningaslag!
Sé að SDG og flokkurinn, komist ekkert úr því fari - að stöðugt svara sömu spurningunum, og verja þar með formanninn gegn þeirri ásökun.
Það sem menn þurfa að muna, er það:
- Að það menn trúa að sé rétt!
- Skiptir ofast nær meira máli, en hvað er rétt!
Vegna þess að SDG mæti stöðugt þeirri sannfæringu -- að hann hafi gert rangt!
Sem hann svari með þeim hætti -- að hann hafi ekkert rangt gert!
En vegna þess, að hann nær ekki að hafa áhrif á þá sannfæringu!
--Kemst málið ekki lengra!Þannig að hann er þá stöðugt á sama stað, í því að svara sömu ásökuninni.
- Hættan sé sú, að mínu mati, að nær öll orka formannsins fari stöðugt í þær sömu spurningar, og síðan að gefa sömu svörin -- án þess að nokkurt breytist.
- Vegna þess, að hann sé að glíma við -- mat þjóðar á máli þeirra hjóna er byggist á sannfæringu, ekki endilega rökum.
Þá skýrist af hverju, hann nái ekki í gegn!
--Þjóðin upplifi það, vegna þess að hún breyti ekki sinni sannfæringu sinni, að SDG sé -- siðlaus, er hann hafnar með rökum ríkjandi sannfæringu þjóðarinnar!
--Vegna þess að SDG er að glíma við, ráðandi hughrif!
Sem eðli sínu eru ekki á grundvelli rökhugsunar, þá er barátta hans vonlaus!
- Rökin virka ekki - vegna þess að þjóðin hlustar ekki.
--Hún heyrir þau, en kastar þeim jafnharðan frá sér.
--Þau fara inn um annað og út um hitt!
- Hættan sé sú, að mínu mati, að of mikið af orku og tíma flokksins, og formannsins.
- Fari í það, að svara trekk í trekk sömu atriðunum, sem þjóðin síðan jafnharðan neitar að taka mark á.
--Vegna þess að þjóðin, upplifi frekar viðbrögð við svörum SDG - að hann sé siðlaus.
--En að þjóðin, taki undir þau rök - hans útskýringar!
- Hætta flokksins er m.ö.o. að önnur mál sbr. að kynna fyrir þjóðinni árangur ríkisstjórnarinnar, komist ekki að - sem og að flokkurinn fái ekki nægilegt næði, til að kynna stefnumál sín.
- Hættan er einnig, að upplifun þjóðarinnar - um meint siðleysi formannsins.
--Færist yfir á flokkinn, ef hann tekur þátt í því að verja formanninn.
--Þannig að sú neikvæða ímynd er formaðurinn hefur fengið í tengslum við þetta mál, færist þá einnig yfir á flokkinn sjálfan!
- Það gæti leitt til þeirrar stöðu!
- Að pólitístk séð yrði það - of eitrað fyrir aðra, að vinna með Framsóknarflokknum.
Flokkurinn gæti þá staðið frammi fyrir pólitískri einangrun, með SDG áfram í brúnni!
--Höfum í huga, að flokkurinn sögulega séð hefur einna helst áhrif með þeim hætti, að aðrir flokkar sjá hag sínum borgið að vinna með Framsóknarflokknum.
Pólitístk einangrun - þíddi pólitískt áhrifaleysi!
Að auki, sennilega að fylgið við flokkinn, færi stórum hluta annað!__En Framsókn á ekki tilkalla almennt séð til atkvæða, nema út á það gamla loforð flokksins að atkvæði greidd flokknum, tryggi áhrif.
__Það kemur til af því, að Framsóknarflokkurinn sögulega séð -- hefur ekki hugmyndafræði.
Þar af leiðandi ætti Framsóknarflokkurinn gríðarlega erfiða daga, ef hann lenti í því að verða einangraður!
--Það gæti ryðið flokknum að fullu!
Niðurstaða
Hlutverk formanns Framsóknarflokksins er að leiða flokkinn til sigurs. Ef formaður flokksins það fyrirsjáanlega ekki getur. Hefur það ekkert með persónulega óvild að gera, eða skort á þakklæti yfir sigrum eða árangri fortíðar. Fyrir flokksmenn að velja sér annan formann, þann sem þeir telja líklegri til að leiða flokkinn - til frekari sigra!
En flokkar þurfa alltaf að -- horfa til framtíðar! Það eru ekki sigrar gærdagsins sem tryggja sigur morgundagsins, eftir allt saman!
Formaður flokksins, hafi orðið á það axar-skaft, að fremja pólitískt sjálfsmorð!
Þar af leiðandi, þurfi flokkurinn að skipta um formann!
Að sjálfsögðu með góðu þakklæti við fráfarandi formann, yfir sigrum gærdagsins! Og fyrir þau góðu verk sem hann hefur framkvæmd fyrir flokkinn og þjóðina!
En eftir pólitískt sjálfsmorð sitt, sé staða Sigmundar Davíð slík - að hann geti ekki leitt flokkinn til frekari sigra! Þar með þurfi að skipta um formann!
Þetta snúist ekki um vanþakklæti. Heldur um mat á því sem er flokknum fyrir bestu!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2016 kl. 01:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfur Jónas frá Hriflu var látinn fara úr formannsstól 1944, þó enn á góðum aldri, 59 ára gamall.
Ómar Ragnarsson, 23.9.2016 kl. 22:38
Alveg rétt frændi, þ.e. skemmtilegt að nefna í þessu samhengi, að Sigmundur Davíð hefur lengi verið mikill aðdáandi Jónasar.
Að auki er merkilegt við feril Jónasar, að hann fékk ekki aftur að vera ráðherra, eftir að hafa verið Dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni - sem gjarnan er kölluð, Rauðka.
Var áfram formaður, en vegna samskipta við aðra flokka - virtist alltaf skilyrði um samstarf við Framsókn eftir það, að Jónas fengi ekki að verða ráðherra í þeim ríkisstjórnum.
--Tæknilega er kannski unnt að hugsa slíka lausn!
En mun einfaldara að skipta alfarið í brúnni!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.9.2016 kl. 23:58
Þið vitið betur, þetta er gróf aðför og hefur það verið rakið.
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2016 kl. 01:46
Þið frændur eruð með þetta í tiltölulega lausum reipum, en hún Helga stendur vel í ístöðunum.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.9.2016 kl. 10:24
Þessi " Grófa aðför" felst í því að sannleikurinn kom upp á yfirborðið. Samkvæmt því sem ég lærði sem barn þá á maður aldrei að ljúga og reyna að koma sér undan sannleikanum. Eitthvað hefur þetta siðferði brenglast hjá yngri kynslóðinni ef marka má orð Helgu og Hrólfs.
Jósef Smári Ásmundsson, 24.9.2016 kl. 10:34
Éghvet alla framsóknarmenn til að kjósa Sigmund Davíð.
Haukur Árnason, 26.9.2016 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning