Skv. könnun á vegum Reuters, virðast veikindi Hillary Clinton ekki ætla að skaða hennar fylgisstöðu gagnvart Donald Trump

Ég fjallaði síðast um aðra könnun, en niðurstaða hennar benti til þess að munurinn milli frambjóðandanna tveggja væri að minnka: Forskot Hillary Clinton á Donald Trump komið niður í einungis 2% .
En könnun Reuters/Ipsos gefur aðra niðurstöðu: Reuters/Ipsos-Poll.

  1. Ef þið opnið hlekkinn á könnunina -- takið eftir þróun fylgis frambjóðandanna.
  2. Eins og sést virðist fylgi Trumps undanfarið í uppsveiflu, meðan að fylgi Clinton nánast í kyrrstöðu.

Síðan er til önnur ný Reuters/Ipsos-Poll -- Þar sem fylgi Gary Johnson og Jill Stein er tekið með.

  1. Ef einungis er mælt fylgi Clinton vs. Trump, er fylgi þeirra 42,3% / 38,3%.
  2. Ef mæling tekur tillit til fylgis Gary Johnsons og Jill Stein, er fylgi Clinton vs. Trump 40,9% / 38,2%.
  • Johnson og Stein virðast skv. þessu, frekar ógn við framboð Clintons, en Trumps.
  • Á hinn bóginn, virðist fjölgun þeirra undanfarið sem vita ekki hvað þeir ætla að kjósa eða neita að svara, áhugaverð.

Mér virðist fjölgun þess hóps, helst geta skýrt það að fylgi Clinton virðist skv. þessum könnunum, ca. vera -- flöt lína, í seinni tíð!
M.ö.o. fylgisaukning Clinton hafi numið staðar, meðan að smá fylgisaukning er til staðar hjá Trump.
Trump sé þó ekki búinn að ná því fylgishámarki er hann náði er fylgisstaða hans fór hæst.

Sennilega er samt áhugaverðasta nýja Reuters/Ipsos könnunin þessi - en skv. henni hafa 81,7% á kjörskrá gert upp hug sinn, á móti segjast 18,3% hugsanlega geta skipt um skoðun.

Sjá einnig frétt Reuters: Clinton leads Trump as Americans shrug off her pneumonia scare.

Í fréttinni kemur fram, að kannanir bendi til þess að mjög fáir kjósendur hafi áhyggjur af heilsufari frambjóðandanna 2ja.
Þannig að líklega breyti veikindi Clinton nærri því engu um fylgisstöðu hennar!

"Clinton has an advantage among minorities, women, people who make more than $75,000 a year, and those with moderate political leanings. Trump has an advantage with whites, men, avid churchgoers, and people who are nearing retirement age."

Skv. þessu virðast líklegustu fylgismenn Trumps vera hvítir karlmenn meir en 50 ára aldri, sem ekki hafa háskólamenntun -- og líklega sækja kirkju reglulega!

Clinton virðist ætla að sópa til sín nær öllu fylgi svartra Bandaríkjamanna - digrum meirihluta fylgis Bandaríkjamanna af spænskumælandi ættum - sem og meirihlutafylgi meðal flestra annarra minnihlutahópa innan Bandaríkjanna -- auk þess að konur og fólk með háskólamenntun er mun líklegra að ætla að kjósa hana heilt yfir litið en Trump.

  • Þetta er áhugaverð skipting!
    --En heilt yfir virðist Trump hafa öflugan meirihluta hvítra karlmanna!
    --Nærri sama fylgi hvítra kvenna og Clinton.
  • Samtímis og að mjög víðtæk andstaða virðist við framboð hans, meðal helstu minnihlutahópa innan Bandaríkjanna!
    --Ásamt töluverðri ríkri andstöðu við Trump meðal háskólamenntaðra Bandaríkjamanna.

Spurning hvort þetta sýni --> Vaxandi klofning meðal þjóðarinnar?
--Þ.e. milli hvítra annars vegar og hins vegar, helstu minnihlutahópa!

 

Niðurstaða

Áhugaverð niðurstaða af skoðun á könnunum Reuters/Ipsos, virðist sú - að Trump og Clinton þurfi litlar áhyggur að hafa af Jill Stein og Gary Johnson.
Á hinn bóginn virðist mér fjölgun þeirra sem neita að svara eða vita ekki hvern viðkomandi ætlar að kjósa -- sem virðist gerast á sama tíma og fylgisþróun Clinton hafi orðið að flatri línu - geta verið megin áhyggjuefni Clinton.

Það bendi hugsanlega til þess, að efasemdir um frambjóðendu stóru flokkanna 2.-ráði líklega ferðinni, í fjölgun þess hópa!
En samtímis að fjölgun þess hóps, sé a.m.k. sl. vikur að bitna frekar á Clinton en Trump.

  • Fyrst að þessir kjósendur hafa ekki ákveðið sig enn, þá a.m.k. geta frambjóðendurnir 2.-enn keppt um hylli þeirra.

Miðað við það getur kosningin sannarlega enn farið á hvorn veginn!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband