11.9.2016 | 15:49
Sérfræðingur telur stjórnvöld N-Kóreu, ekki brjáluð, þó að stefna N-Kóreu sannarlega hafi - brjálað útlit
"David C. Kang, a political scientist now at the University of Southern California." - Bendir á að N-Kórea hafi fundið tímabundna lausn á því vandamáli; að stjórnin í N-Kóreu hefði ekki átt að vera mögulegt að lifa af - í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991.
North Korea, Far From Crazy, Is All Too Rational
Útreiknað brjálæði!
Við vitum að N-Kórea hefur hagkerfi, sem þegar er löngu hrunið í öðrum löndum, eða önnur lönd hafa yfirgefið -- vegna þess að það gengur ekki upp.
Síðan vitum við, að stjórnvöld í N-Kóreu - eiga enga raunverulega vini í heiminum; þó Kína virðist velja að líklega sem "lesser evil" frá sjónarhóli Kína, að heimila N-Kóreu að eiga áfram - full utanríkisviðskipti við Kína.Fyrir utan þetta, þá er vitað að N-Kórea virkar sem fangelsi fyrir fólkið sem þar býr; þ.s. enn þann dag í dag, er viðhaldið þrælavinnubúðum í stíl við vinnubúðir sem kommúnistaríki viðhéldu fram að hruni þeirra, þ.e. fangelsuðu vinnuafli var haldið við störf af margvíslegu tagi -- undir byssukjöftum.
--Talið er víst í dag, að varningur sé framleiddur í af vinnuþrælum, sem haldið sé í ánauð til æfiloka, til útflutnings til Kína.
--Líklegt einnig að vinnuþrælar séu notaðir við hættuleg störf, t.d. tengd kjarnorkuvígbúnaði, og smíði neðanjarðar stöðva.
- Ekki síst, spurning um lögmætis vanda - en bæði Kóreuríkin segjast stefna að sameiningu Kóreu, standa fyrir Kóreu alla --> En S-Kóreu hefur bersýnilega vegnað miklu mun betur!
- David C. Kang telur að elítan við stjórn N-Kóreu, hafi ekki séð neina leið aðra en --> Áherslu á vígbúnað, á herinn og á þjóðernishyggju með áherslu á fánann.
"It put the country on a permanent war footing, justifying the states poverty as necessary to maintain its massive military, justifying its oppression as rooting out internal traitors and propping up its legitimacy with the rally-around-the-flag nationalism that often comes during wartime." - Hegðan N-Kóreu eftir 1991, hafi verið útreiknuð, til þess að viðhalda stöðugri stríðshættu --> Sem stjórnin í N-Kóreu hafi notað til að þjappa landsmönnum utan um stjórnina í Pyongyang, samtímis og ógnin að utan hafi verið notuð - til að réttlæta að viðhaldið væri stöðugu ástandi ótta inn á við, þ.s. hver sem er gæti verið handtekinn og hnepptur í æfilangan þrældóm - hvenær sem er.
N-Kóreanska elítan, sé tilbúinn til að taka óskaplega áhættu; vegna þess að hún meti að það sé eina leiðin fyrir hana - til að lifa af!
Fókus á kjarnorkuvopn og eldflaugar -- sé ætlað að tryggja að annað af tvennu, að enginn þori að ráðast á N-Kóreu!
Eða, að veita N-Kóreu agnar lítinn möguleika á að lifa af stríðsátök -- í því skyni sé N-kóreanska elítan, til í að hætta á --> Takmarkað kjarnorkustríð, að mati David C. Kang.
- Þetta líklega þíði, að enginn möguleiki sé til að stöðva núverandi stefnu N-Kóreu, þ.e. fókus á kjarnavopn og eldflaugar.
- Meðan að Kína velur enn, að halda N-Kóreu á floti.
Sjá fyrri umfjöllun:
- Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum
- N-Kórea storkar heimsbyggðinni - eina ferðina enn, með kjarnorkutilraun
Ef maður gefur sér að David C. Kang hafi algerlega rétt fyrir sér -- þá eru líkleg viðbrögð Bandaríkjanna, Japans og S-Kóreu -- alvarleg ógn við áætlun elítunnar í N-Kóreu!
En líklegur fókus virðist á -- eldflaugavarnarkerfi, sbr: THAAD.
- Eldflaugavarnarkerfi ættu rökrétt séð, að virka vel gagnvart N-Kóreu.
- Vegna þess, að hversu harkalega sem elítan í N-Kóreu kreystir lífsblóðið úr eigin landi og íbúum; verður mjög takmarkað - hversu mörgum eldflaugum með kjarnorkuvopn, N-Kórea mun geta ráðið yfir.
- Það þíðir, að það ætti að vera ákaflega praktískt - að tékka af ógnina af eldflaugum frá N-Kóreu, með uppbyggingu eldflaugavarnarkerfa.
- Rökrétt viðbrögð stjórnenda N-Kóreu, verða ef til vill á þá leið, að fjölga kjarnorkuberandi eldflaugum sem þeir geta.
Heildar áhrif stefnu N-Kóreu, eins og ég hef bent á undanfarna daga!
--Séu líkleg að vera í þá átt, að magna vígbúnaðarkapphlaup innan Asíu.
En Kína hefur mótmælt hávært uppsetningu THAAD í S-Kóreu, sem fyrirhugað er.
--Sagt kerfið ógn við sig --> Nokkuð í stíl við viðbrögð Rússlands, við eldflaugavarnarkerfi sem sett hefur verið upp í Póllandi og Rúmeníu.
- Það má reikna með því fastlega, að Kína svari með frekari fjölgun eigin eldflauga er bera kjarnavopn.
- Sem rökrétt leiði til frekari fjölgunar varnarflauga!
- Og auðvitað, geti leitt til þess að Japan eða/og S-Kórea komi sér upp kjarnorkuvopnum.
Það getur því stefnt í að innan nk. 20 ára - eins og ég benti á!
--Verði Asía hættulegasta svæðið í heiminum!
- Þannig að kjarnorkustríð langsamlega líklegast sé að hefjast í Asíu.
Niðurstaða
Þó svo að stefna N-Kóreu sé ekki endilega órökrétt, ef maður skoðar hana eingöngu út frá þeim sjónarhóli, að tryggja áframhaldandi völd Kimmanna! Þá sé enginn vafi á að stefna valdaelítunnar í N-Kóreu - ef hún heldur áfram, muni rökrétt kynda undir vaxandi hættu á styrrjöld í Asíu. Það alvarlegasta er, að vegna þess að það stríð gæti verið háð með kjarnorkuvopnum - þá erum við að tala um --> Vaxandi ógn við tilvist mannkyns og lífsins alls á Jörðinni.
Allt til að halda einni valda-elítu við völd!
--En meira að segja, takmarkað kjarnorkustríð, gæti dugað til að drepa hátt hlutfall alls mannkyns - og leiða til útrýmingar þúsunda plöntu og dýrategunda, ef nægilega margar kjarnorkusprengjur eru sprengdar svo að ryk þyrlað upp í heiðhvolf plánetu Jarðar, verður það mikið að af leiðir - hnattrænn kjarnorkuvetur!
- Takmarkað kjarnorkustríð, sem ekki leiddi til notkunar Bandaríkjanna eða Rússlands á sínum kjarnavopnum -- gæti hugsanlega leitt til hnattræns kjarnorkuveturs er stæði yfir um 2 ár; þ.e. hnattrænn uppskerubrestur í 2-ár samfellt
- Sem líklega mundi samt duga til að drepa meir en 50% alls mannkyns úr hungri - kannski svo hátt hlutfall sem 70-80%, og að auki -- hugsanlega allar tegundur stærri landdýra sem og flestar tegundir stærri sjávardýra, og líkleg að auki mikinn fjölda plöntutegunda - sérstaklega í hitabeltinu.
Líklegastar til að lifa af væru dýra- og plöntutegundir í tempruðum eða kald tempruðum beltum. Dýra og plöntutegundir í hitabeltinu t.d. eru ekki aðlagaðar því að þola frost, þannig að ef frystir við miðbaug í meir en ár, eða jafnvel hátt í 2 ár, mundi fátt lifa af - af dýrum og plöntum er nú lifa í hitabeltinu.
PS: Ísland þarf ef til vill að íhuga hvernig mögulegt væri að lifa af kjarnorkustríð!
En svo fremi að engar kjanorkupsrengjur falla hér, og kjarnasprengingar eru það langt í burtu að óveruleg geislun berst hingað - þá væri vandamálið fyrst og frest falið í því að lifa af veturinn sjálfan!
--Tæknilega getur Ísland framleitt nægilegan mat og nægilegt rafmagn fyrir fæðuframleiðsluna með gufu-afli frá háhitasvæðum landsins!
--Góð spurning væri þá hversu djúp snjóalög yrðu, ef vetur t.d. mundi standa yfir í ca. 2 ár samfellt?
Hús mundu fenna í kaf án vafa, byggingar sem framleiða fæðu yrðu að vera nægilega styrktar <-> En væri samt unnt að tryggja að fæða mundi berast til allra?
- Þetta væri augljóslega mjög erfitt vandamál - en ekki endilega fullkomlega óleysanlegt!
--Þannig að tæknilega gætu Íslendingar hugsanlega lifað af slíkt stríð - er væri háð langt í burtu í Asíu, án þess að verða fyrir nokkru verulegu mannfalli. - Stærsta vandamálið gæti á endanum snúist um varnir, þ.e. ef útbreidd hungursneyð væri í nágrannalöndum, gæti freystingin orðið mikil -- að senda hermenn hingað.
--Ef engar eru varnirnar! Nema auðvitað, að utanaðkomandi aðilar bregðast við svo seint, að ferðalög séu þegar orðin ómöguleg!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætti ekki öll ahygli að beinast að forseta kína?
=Annað hvort slái þeir á puttana á sínum litla bróður með því að eyðileggja þeirra kjarnorkustöðvar eða að framkv.stj. SAMEINUÐUÞJÓÐANA gefi út "licence to kill" á N-kóreu.
Jón Þórhallsson, 11.9.2016 kl. 16:27
Það getur hann ekki, nema að Öryggisráðið fyrst hafi samþykkt slíkt, og Kína hefur þar neitunarvald -> Annars hverju ættum við að hóta Kína akkúrat, ef Kína neitar að gefa samþykki sitt?
Þetta mál er í algerri pattstöðu, meðan að Kína neitar að gera nokkuð í málinu, og samtímis hindrar það að aðrir en Kína - geti gert e-h í málinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.9.2016 kl. 22:47
Fyrsta skipti sem ég sé ákveðinn vott af "objektivity" hjá þér. flott!
Síðasta PS. þitt er eitthvað sem fleiri á Íslandi ættu að athuga, og það er að undirbúa land og þjóð undir að lifa af ... jafnvel þó, að ekki verði af neinni kjarnorkustyrjöld. Þá er það algjör staðreynd, að núverandi "góðæir" er aðeins til skammtíma. Skoðar maður mannkynsöguna, sér maður að svona góðæri hafa alltaf komið upp með reglulegu millibili. Að halda, að nú sé þetta öðruvísi ... er "geðveiki", en geðveiki skírist jú á því að "gera aftur og aftur, og halda að nú verði þetta öðruvísi". Og halda að við "maðurinn", sem erum lítið annað en maurar á þessari þúfu í alheiminum, séum að skapa eitthvað sem breiti umgangi himintungla ... er stórmenskubrjálæði, svo engin takmörk séu þar til staðar.
Með þessum orðum vil ég undirstrika að, N-Kórea er mikklu minna vandamál ... heldur kaninn, rússinn, eða kínverjar. Í raun, þurfum við ekkert að óttast N-Kóreu, því þeir eru í þeim fasa að vilja halda öðrum útandyra ... Kínverjar, Bandaríkjamenn og Rússar ... vilja "inlima" alla aðra í sína eigin geðveiki.
Allt gengur út á peninga hjá þessum þjóðum ... til dæmis "flóttamannavandamálið". Tek því fram, að ég er alveg sammála að hjálpa flóttamönnum ... ég er bara ekki sammála að "bedúínar", sem eiga allar olíulyndirnar ... séu flóttamenn. Né er ég sammála því, að í löndum þar sem "múslimar" sem trúarbrögð og "stjórarform" eru að ríða öllu, að þeir séu flóttamenn frá sjálfum sér.
Þetta eru orð, sem ættu að benda þér á ... hversu mikið "kjaftæði" flæðir hér á vesturlöndum. Sem dæmi má nefna Ísland ... sem hefur selt fiskvinnslu sína í hendur útlendingum, sem síðan hafa engan áhuga á að halda uppi "gæðum". Né heldur virða "möskvastærð". Orðið "útlendingur" er vandamál, ekki vegna þess að hann sé "útlendingur" ... heldur er "útlendingur" orð sem notað er, til að veita viðkomandi "sérstöðu".
Það sem ég er að reyna að benda á, er að við eigum að líta okkur nær ... og einblína meira á það sem stendur í PS hjá þér. Undirbúa okkur sjálfa, land okkar og þjóð ... að geta lifað af "skrílinn". Því, saga okkar segir, að við "flýðum" þennan skríl ... því mönnum var ekki borgið fyrir þúsund árum síðan, né heldur verður þeim borgið í framtíðinni ... við eigum því að velja okkur stað ... sem "sanctuary", það hlutverk sem landið hefur gegnt í 700 ár.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 07:59
Staðan sýnir hve að öryggisráðið er máttlaust; kannski svipað og ef að æðsti maður vitisengla sæti ofan á ríkislögreglustjóranum okkar og kæmi í veg fyrir að hann gæti sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti.
Jón Þórhallsson, 12.9.2016 kl. 09:58
Hérna gæti verið komin spádómurinn sem að Nostradamus fjallar um í sínum spádómum = Kína & N-kórea ="GULA HÆTTAN".
Jón Þórhallsson, 12.9.2016 kl. 10:06
Heldur þú að kína myndi eitthvað æsa sig yfir því ef að NATÓ sendi kafbát á svæðið og sendi úr honum eldflaugar til að eyðileggja helstu kjarnorku-skotpalla í N-kóreu?
M.v. að aðgerðin væri leynileg og enginn leiðtogi BANDAMANNA myndi tjá sig í fjölmiðlum um málið?
Hvar er nú 007-raunveruleikans?
Jón Þórhallsson, 12.9.2016 kl. 13:27
Jón, líklega mundi Kína æsa sig út af því, en ef einungis væri um hefðbundin vopn að ræða þ.e. kemískar sprengjur, þá liði það líklega hjá - hinn bóginn væri ólíklegt að einn kafbátur með slatta af stýriflaugum næði að eyðileggja all dótið hjá herra Kim.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.9.2016 kl. 01:25
Samkvæmt landakorti sem að þú ert ný-búinn að setja upp af N-koreu að þá getum við séð hvar helsu skotpallar og kjarnorku-fikt er staðsett.
Myndi ekki nægja að eyðileggja þær bækistöðvar?
Hvað þurfti margar stýriflaugar til að eyðilegggja kjarnorkubröltið í þessu ógæfulandi?
Jón Þórhallsson, 13.9.2016 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning