10.9.2016 | 01:26
N-Kórea storkar heimsbyggðinni - eina ferðina enn, með kjarnorkutilraun
Um virðist að ræða svokallaða "nuclear fission bomb" m.ö.o. kjarnorkusprengja sem byggist á kjarnaklofnun. Slíkar sprengjur eru mun aflminni en sprengjur sem framkalla, kjarna-samruna, eða svokallaðar - vetnissprengjur.
--Það áhugaverða er, að þetta er aflmesta sprengjan sem N-Kórea hefur sprengt fram að þessu, þ.e. kraftur upp á 10-kílótonn.
Skv. frétt: North Koreas Nuclear Blasts Keep Getting Stronger
- 8. okt. 2006, 1 kílótonn.
- 24. maí 2009, 2,35 kílótonn.
- 12. feb. 2013, sprengikraftur ekki uppgefinn, en meiri en fyrri skiptin.
- 5. jan. 2016, sprengikraftur svipaður.
- 8. sept. 2016, 10 kílótonn.
Það sem er áhugavert við þetta er að krafturinn í sprengingunum 2013 og 2016, virðist benda til þess að N-Kórea sé að ná valdi á smíði kjarna-klofnunarsprengju, með kraft á bilinu 8-10 kílótonn!
Til samanburðar: Hiroshima sprengjan, 17kt - Nagasaki sprengjan, 21kt.
- Skv. þessu teljast N-kóreönsku sprengjurnar, fremur kraftlitlar!
Á hinn bóginn, virðast síðustu 3-sprengingarnar benda til þess að N-Kórea hafi náð sæmilegu valdi á tækninni.
--Tilraunirnar 2006 og 2009 bendi til þess, að þær sprengjur hafi sennilega verið - lítt skilvirkar.
Það skilst í þeirri merkingu, að lágt hlutfall kjarnakleyfs efnis - er sprengjurnar innihéldu, hafi tekið þátt í virkninni er framkallaði sprengingu.
En að síðan þá - gangi þeim betur - þannig séð, í þeim skilningi að sprengjurnar séu skilvirkari.
Sennilegt virðist að N-Kóreu sé sennilega að takast að ná að þrengja hringinn um einhvers konar -- staðlaða hönnun!
--Sem gæti orðið að "warhead."
Decoding North Koreas Claim of a Successful Nuclear Test
A Big Blast in North Korea, and Big Questions on U.S. Policy
North Korea Tests a Mightier Nuclear Bomb, Raising Tension
North Korea condemned for fifth nuclear test
Heimurinn virðist standa alfarið ráðþrota!
Vandamálið sem allar tilraunir Vesturvelda til að einangra N-Kóreu stranda á, er það:
- Að refsiaðgerðir fram að þessu hafa engin áhrif á hegðan N-Kóreu!
- Vegna þess að Kína heldur landinu uppi.
Eitt af því sem Bandaríkin undir Obama hafa samþykkt sem viðbragð - er að lofa S-Kóreu því að senda THAAD eldflaugavarnarkerfi til S-Kóreu.
Þeirri ákvörðun hefur verið mótmæl hátt af hálfu Kína - sem fullyrðir að kerfið sé í reynd beint að Kína!
--Þó að bandaríkjastjórn og S-Kórea hafni slíkri túlkun, bendi á að N-Kórea sé nærri því að geta sett kjarnavopn á sínar eldflaugar.
- Punkturinn er sá -- að það getur verið að Kim telji að viðbrögð Kína feli það í sér, að hann hafi í reynd - heimild Kína til að gera það sem hann vill!
"North Korea almost certainly sees this as an opportunity to take steps to enhance its nuclear and missile capabilities with little risk that China will do anything in response, Evans J.R. Revere, a former State Department official and North Korea specialist, said in a speech in Seoul on Friday."
Það er Kína sem hefur alla strengi í höndum sér - þ.e. tryggir að N-Kórea geti haft utanríkisviðskipti -- er Vesturlönd hafa í reynd lokað á landið.
--Vörur frá Kína streyma til N-Kóreu.
--Varningur frá N-Kóreu er seldur í Kína.
- Á meðan getur Kim sent Vesturlöndum - fingurinn!
- Samtímis getur hann treyst á það að Kína - stöðvi allar aðgerðir innan SÞ með neitunarvaldi.
Af hverju gerir Kína ekkert í málinu? Samtímis og það hindrar aðra?
Í raun og veru veit enginn það -- en kenningar hafa verið nefndar!
- Einn möguleikinn, sem bent er á, er sá að Kína óttist hrun N-Kóreu -- en líklega skellur flóttamannabylgja á Kína.
Enginn veit hvað mundi gerast, í því ástandi sem mundi fara af stað - ef stjórnin væri við það að hrynja. En hún ræður yfir kjarnorkuvopnum.
--Kjarnasprengingar á yfirborði mundu geta sent geislavirkni sannarlega yfir svæði innan Kína. - Annar möguleiki er sá, að Kína óttist þann möguleika - að S-Kórea nái N-Kóreu, ef N-Kórea hrynur. Þannig að Kína hafi bandalagsríki Bandaríkjanna, beint upp við sín landamæri.
--M.ö.o. N-Kórea sé "buffer" ríki í augum Kína, sem mikilvægt sé að halda í.
Enginn veit í reynd hvort annað hvort - er akkúrat það sem leiðtogar Kína óttast.
En það má sannarlega fastlega reikna með því - að stjórnvöld Kína mundu óska þess að leiðtogar N-Kóreu hegðuðu sér með öðrum hætti en þeir gera.
En samtímis virðist ljóst - að Kína vill alls ekki rugga bátnum innan N-Kóreu.
- M.ö.o. bendi fátt til annars en innan fárra ára verði það staðreynd að N-Kórea ráði yfir fjölda eldflauga er bera kjarnorkusprengjur.
- Sem mundu geta náð til helstu landa Asíu.
Afleiðingin geti vart annað en orðið sú!
-Að hafa áhrif til stigmögnunar vígbúnaðarkapphlaups innan Asíu.
Eins og ég bendi á, í minni síðustu umfjöllun: Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum
Niðurstaða
Kimmarnir halda áfram að storka heiminum með kjarnorkutilraunum, og tilraunum með eldflaugum er geta borið kjarnavopn. Og fátt virðist benda til þess að nokkuð verði gert í því sem dugar til þess að hindra þá útkomu - að N-Kórea verði að kjarnorkuveldi er ráði yfir eldflaugum er bera kjarnorkusprengjur, sem unnt sé að skjóta á helstu þjóðir innan Asíu.
Afleiðingin geti vart annað orðið sú, að stuðla að mögnun vígbúnaðarkapphlaups innan Asíu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning