5.9.2016 | 23:25
Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum
Undanfarið hafa eldflaugaskot verið tíðir atburðir - nýjasta er skot á 3 flaugum yfir Japanshaf sem taldar eru hafa flogið um 1.000km., áður en þær féllu í hafið: North Korea fires three ballistic missiles as G20 leaders meet in China.
Augljóst að þ.e. ekki tilviljun, að G20 fundurinn er í gangi í kínverskri borg á sama tíma.
Nýlega skaut N-Kórea flaug frá kafbát, sem er nýtt - því það hafði N-Kóreu ekki tekist áður: North Korea Test-Fires Missile From Submarine.
Að auki er ekki langt síðan, að N-Kórea skaut á loft meðal-drægri eldflaug: North Koreas Successful Missile Test Shows Programs Progress, Analysts Say.
Það sem er merkilegt við þá tilteknu flaug, sem telst vera af tegundinni Musudan,
- Er að hún er á "mobile launcher" þ.e. farartæki ekur henni um. Þetta telst vera fullkomnasta eldflaugakerfi sem N-Kórea ræður yfir. Drægi er talið sambærilegt við svokallaðar IRBM flaugar, þ.e. "Intermediate Range Ballistic Missiles" eða hugsanlega á bilinu 2000km. - 3000km.
- Hinar flaugarnar, einnig "ballistískar" eru taldar mun skammdrægari -- þ.e. nokkur hundruð km. í tilviki flaugarinnar er skotið var frá kafbát, upp í kringum eða rúmlega 1.000km. í tilviki flauganna sem -- skotið var á mánudag.
Musudan á "mobile launcher" á hersýningu 2010
Eldflaugatækni N-Kóreu telst samt enn, tiltölulega frumstæð
T.d. eru smærri flaugarnar 4-þ.e. einni skotið frá kafbát, og 3-sl. mánudag skotið frá landi -- taldar vera þróaðar út frá svokölluðum "Scud" flaugum, sem er það gömul tækni frá Sovétárunum - að þær voru þróaðar út frá tækni stolið frá 3-ríki Hitlers, þ.e. tækninni sem Hitlers Þýskaland þróaði í tengslum við V-2 flaugarnar.
Enn þann dag í dag, eru þær flaugar taldar notast við afskaplega lítiðfjörlegt "guidance" þ.e. þær fljúgi fyrirfram ákveðinn kúrs, leitast við að láta þær fljúga sem beinast, eiginlega nokkurn veginn sama tæknin og var notuð 1944-1945.
Eins og frægt var í stríðinu 1993 við Saddam Hussain, var mikið skotið af Scud flaugum á Ísrael -- og eins og einnig er frægt, komu Bandaríkjamenn fyrir Patriot varnarflaugum þar, en þær voru þá einungis 1-kynslóð Patriot, ekki taldar hafa skotið niður margar Scud í raun og veru.
--Langsamlega flestar Scud flaugarnar komu niður -- langt, langt frá líklega fyrirhuguðu skotmarki.
Tæknin í Musudan flaugunum er talin vera mun betri - en samt ljósárum frá því sem Bandaríkin eða Kína eða Rússland ráða yfir -- þ.e. sennilega hafi þær eitthvert raunverulegt "guidance" en líklega ekki sérlega nákvæmt þó.
En þannig séð þurfa þær flaugar ekki meiri nákvæmni en það -- að geta hitt eitt stykki borg. Um leið og N-Kórea er komið með nothæfa "warhead" hönnun fyrir sínar kjarnorkusprengjur.
- Fyrir utan frumstætt "guidance" sem leiðir til mikillar ónákvæmni.
- Hafa n-kóresku flaugarnar einnig þann galla að vera -- með vökvaeldneyti. En mun betra er að notast við, fast eldsneyti.
- Ástæðan er sú, að flaugum með vökvaeldneyti er ekki unnt að færa milli staða, með tanka fulla!
- Að auki er oftast nær ekki unnt að hafa þær fullar af eldsneyti í langan tíma.
- Það þíðir að svokallaður viðbragðstími - er miklu mun lengri.
- Þ.e. t.d. í tilviki Musudan, meðan að farartækið væri að aka með flaugina væru tankarnir tómir. Það þíði að sjálfsögðu, að annað farartæki þarf væntanlega að fylgja með -- tankbíll.
- Síðan nemur flutningatækið staðar, flauginni er komið í upprétta stöðu. Síðan tengd við tankbílinn, og fyllt af eldsneyti.
- Síðan þarf auðvitað að aftengja tankbílinn, koma honum í burtu - áður en flauginni er skotið. Tæknimenn einnig þurfa að koma sér í örugga fjarlægð.
Líklega tekur þetta ferli a.m.k. - tugi mínútna.
Til samanburðar mundi "mobile launcher" með flaug er hefur fast eldneyti, ekki þurfa að gera neitt annað en að, A)Nema staðar, B)Koma flauginni í stöðu fyrir skot, C)Skjóta henni á loft.
Tekur örugglega ekki lengri tíma en - 5 mínútur.
--En fast eldneyti gerir það mögulegt, að hafa flaugarnar -- alltaf tilbúnar!
____________________
Flaugar sem Pakistan ræður yfir - og Íran; eru einnig taldar byggðar á "Scud" tækninni.
--Þannig að V-2 tæknin sem Hitler lét þróa, ætlar að lifa afskaplega lengi!
- En þrátt fyrir allt, þó þær séu þunglammalegar í notkun - þá eru slíkar flaugar -tæknilega- færar um að bera kjarnaodd.
- Sem fyrst og fremst sé þá háð kjarnorkutækni viðkomandi ríkis.
- Og því, hvort að því landi hafi tekist að hanna svokallað "re-entry vehicle." Þ.e. hylki sérhannað fyrir kjarnavopn til að koma því heilu og höldnu aftur inn í andrúmsloftið og örugga leið til skotmarks.
Ekki er enn talið að N-Kóru hafi tekist að brúa það lokabil.
--Þ.e. "successful warhead design" og "successful re-entry vehicle."
En talið öruggt að Kimmarnir í N-Kóreu vinni í þeim atriðum.
Bandaríkin og Sovétríkin -- náðu valdi á öllum þeim atriðum í upphafi 7. áratugarins.
Eins og sést á mynd mundi Musudan ná til nær alls Kína, alls Japans, til Filipseyja, A-hluta Rússlands, Víetnams, Laos og Tælands!
Hvaða áhrif má ætla það hafi ef N-Kórea nær fullu valdi á tækninni að skjóta flaugum með kjanorkusprengjum?
Ég held að megin áhrifin mundu verða þau - að kynda undir vígbúnaðar kapphlaupi í Asíu. En augljóslega láta S-Kóra og Japan það ekki standa aðgerðalaust. Í þeim löndum verði stórefldar varnir gegn "ballistískum flaugum."
Það hafi þau sennilegu áhrif, að leiða til þess - að Kína fjölgi sínum "ballistísku" flaugum, til að tryggja svipaðan tæknilegan áhrifamátt - í tæknilega hugsanlegum átökum við Japan eða S-Kóreu.
Fjölgun flauga Kína, mundi líklega stuðla að enn frekari eflingu gagnflaugakerfa -- sem og auka líkindi þess að Japan sjálft láti verða af því, að þróa kjarnorkuvopn.
Sem ég efa ekki að Japan geti hrint í verk á afar skömmum tíma -- enda hefur Japan rekið í áratugi svokallaða "breeder reactors" -- sem hafa þann eina tilgang að skila auka-afurðinni "Plutonium."
Japan á sennilega eftir áratuga rekstur slíkra -- nægt magn "Plutonium" fyrir mörg hundruð kjarnasprengjur!
Og það mundi koma mér afskaplega á óvart, ef Japan á ekki uppi á hyllu -- "warhead design" og að auki "re-entry vehicle design."
- Eldflaugakerfið sjálf, væri sennilega tímafrekasti hlutinn.
M.ö.o. á örfáum árum, grunar mig að Japan gæti farið mjög nærri því að verða jafnöflugt kjarnorkuveldi - og Kína.
--Ef Japan ákveður að taka þau skref.
- Pólitísk viðkvæmni heima fyrir hefur líklega hindrað slíkt fram að þessu - sem og líklegur þrýstingur Bandaríkjanna!
- Asía gæti orðið hættulegasta svæðið í heimi innan nk. 20 ára.
- Ef Kimmarnir gera sitt til að kynda undir vígbúnaðar kapphlaupinu, sem hafið er þegar milli Kína og Japans, og nokkurra annarra Asíulanda.
Niðurstaða
Eins óþægileg það verður að búa við Kimmana með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnavopn, innan örfárra ára - sennilega. Þá sé það ekki síst líkleg áhrif eflingar N-Kóreu á sinni eldflaugatækni, til almennrar aukningar spennu í Asíu. Sem gæti haft varasöm áhrif -- í samhengi þess vígbúnaðar kapphlaups sem þegar er í startholunum milli Kína og nokkurra annarra Asíulanda.
Asía með stórhættulega vígbúna N-Kóreu, og vígbúnaðar kapphlaup milli Kína og nokkurra Asíulanda í fullum gangi -- gæti orðið afar varasamt spennusvæði innan nk. 20 ára.
- Þar gæti langmesta hættan á upphafi 3-heimsstyrrjaldar skapast.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framkv.stj. SAMEINUÐUÞJÓÐANNA verður að höggva á hnútinn og segja hvað hann vil gera í stöðinni:
1.Að senda NATÓ á staðinn UNDIR MERKJUM SAMEINUÐUÞJÓÐANNA og láta þá eyðileggja allar kjarnorkustöðvar/skotpalla í N-Kóreu.
eða
2.Að halda áfram "að pissa uppí vindinn" með gangslausum fordæmingum sem að skipta engu máli.
Jón Þórhallsson, 6.9.2016 kl. 12:18
Þetta er komið undir Kína, sem mundi beita neitunarvaldi innan SÞ - án nokkurs minnsta vafa -- það þyrfti að semja við Kínastjórn um nálgun á málinu; annars einfaldlega gerist það ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.9.2016 kl. 12:51
Kína er búið að fordæma allt þetta skotflauga-fikt hjá N-kóreu;
svo að nú vantar bara "smiðs-höggið" hjá ÖRYGGISRÁÐINU!
Jón Þórhallsson, 6.9.2016 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning