Nokkuð er rætt á netinu, hvort að brottvikning forseta Brasilíu var -- valdarán!

Brottvikning Dilmu Rousseff, er sérkennilegur atburður að mörgu leiti.
Lagalega séð, var henni vikið frá fyrir þá sök -- að hafa stórlega fegrað stöðu brasilíska ríkisins fyrir kosningar er hún stóð frammi fyrir endurkjöri fyrir sitt 2-kjörtímabil.
Á því er alls enginn vafi, að hún stórfellt fegraði ásýnd stöðu mála fyrir þær kosningar, og það síðan kom mjög fljótlega í ljós af afloknum þeim kosningum - að staða mála var til mikilla muna verri; en hún hélt þá á lofti.

Hafandi í huga, að hún náði einungis endurkjöri með litlum mun!
Má alveg halda því fram, að hún hafi siglt á fölsku flaggi.

http://media2.s-nbcnews.com/j/newscms/2016_15/1492386/160412-president-dilma-rousseff-jpo-354a_29315c50d05306f505be0ad63a7d6a00.nbcnews-ux-2880-1000.jpg

  1. Fyrir kosningar, afneitaði hún því með öllu - að óveðurs ský hefðu hrannast upp í efnahagsmálum Brasilíu -- lofaði áframhaldandi velsæld og kjarabótum.
  2. Eftir kosningar -- hóf hún samstundis sparnaðar aðgerðir, til að bregðast við efnahags samdrætti sem þá var að hefjast; þá talaði hún um þörf fyrir að herða beltisólar og sparnað --> Sem þannig séð var í lagi, ef það hefði ekki verið svo fullkomlega á skjön við málflutning hennar, fyrir kosningar.
  • Síðan tók við versta kreppa sem Brasilía hafði séð í yfir 20 ár.

Í tilsvörum virtist hún alltaf hrokafull og árásargjörn!
Mjög fljótlega varð hún gríðarlega óvinsæl, eftir að kreppan var hafin.

  1. Það má nánast segja -- að hinar raunverulegu sakir hennar; hafi verið þær - hversu frámunalega óvinsæl hún varð.
  2. Og síðan, hve afskaplega ódyplómatísk hún var í samskiptum við aðra pólitíkusa.

Ætli það megi ekki sjá á niðurstöðu -- efri deildar brasilíska þingsins, ef það greiddi atkvæði gegn henni --> En atkvæðagreiðslan fór 61 - 20.

Þingmenn efri deildar höfðu snúist gegn henni!

Dilma Rousseff’s Impeachment Is the Start of Brazil’s Crisis—Not the End

Dilma Rousseff might be gone, but Brazil’s political crisis certainly isn’t

Dilma Rousseff ousted in Brazil because she was utterly incompetent

 

Það virðist enginn vafi um, að brottvikningin var lögleg aðgerð - ekki brot á stjórnlögum Brasilíu

Á hinn bóginn, þá fer þetta mál fram ekki einungis í skugga kreppunnar í Brasilíu - heldur svokallaðs "Petrobras" hneykslis, þ.s. ljóst er að fjöldi stjórnmálamanna var nánast á launaskrá hjá ríkisolíufyrirtæki Brasilíu.

Dilma sjálf var aldrei sjálft beint tengd við þær peningagreiðslur - á hinn bóginn var hún um tíma, stjórnarformaður Petrobras.
--Maður á mjög erfitt með að trúa því, að hún hafi virkilega ekki vitað nokkurn skapaðan hlut.

Hinn nýi forseti Brasilíu -- hefur á hinn bóginn, verið sakaður um mútur. Þó ekkert hafi verið sannað, og hann hafi ekki verið ákærður.
--Síðan hafi hann fengið á sig 8-ára framboðs-bann.

Það áhugaverða er, að í sérstakri atkvæðagreiðslu, um það hvort að Dilma ætti að fá sambærilegt 8 ára bann --> Var því hafnað, 42-36.
--Sem þíðir, að Dilma getur farið í framboð til þings - næst þegar kosið er eftir 2-ár.

  1. Ásakanir um tengsl við mútur - um mútur, ganga þarna þvers og kruss.
  2. Ljóst að enginn flokkur hefur hreinan skjöld -- það má reikna með því, að hugsanleg tengsl Dilmu verði nú rannsökuð, í kjölfar brottvikningar hennar.

En hvað var hún að gera sem stjórnarformaður Petrobras - áður en hún varð forseti, ef hún vissi ekkert um umfangsmiklar og skipulagðar mútur þess til stórs hluta brasilísku pólitísku elítunnar?

Mig grunar m.ö.o. að Dilma hafi ekki alveg eins hreinan skjöld, og hún vill láta.

  • Kannski er vandamálið í Brasilíu -- að pólitísk spilling sé almenn og útbreidd.
  1. Hvað um það -- fyrst að brottvikning forsetans var lögleg.
  2. Sé erfitt að samþykkja þá túlkun, að hún hafi falið í sér - valdarán.

 

Niðurstaða

Þannig séð - er líklega erfitt að túlka það svo að þeir sem greiddu atkvæði gegn forseta Brasilíu, séu betri manneskjur en hún eða að þeir þingmenn hafi hreinni skjöld en hún. Á hinn bóginn, var það raunverulega afar gróft hvað Dilma gerði er hún barðist fyrir endurkjöri, er hún afneitaði öllum slæmum tíðindum um efnahags framtíð Brasilíu. Lét þá svo að smjör drypi af hverju strái, og ekkert væri að óttast um þá framtíð. Síðan nánst daginn eftir kjördag -- fyrirskipaði hún upphaf sparnaðar aðgerða, og þá lá strax fyrir að landið var á leið inn í kreppudal. Viðbrögð hennar við umkvörtunum voru alltaf hrokafull og þ.s. kallað er á ensku "combative."

  • Það gætu verið hinir raunverulegu glæpir hennar, hversu yfirmáta óvinsæl hún varð nánast daginn eftir að endurkjör var í höfn.
  • Og síðan, hversu afar ódyplómatísk hún virtist alltaf vera.

Henni hafi tekist að fá nánast alla upp á móti sér!
--Hún hafi sjálf nagað sitt pólitíska bakland!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband