Spurning hvort að lyf sem raunverulega mundi hindra Alzheimer - geti verið á leiðinni?

Ég reikna með því að fullt af fólki hafi - fingurnar í kross; ekki síst vegna þess að sú leið sem er farin með þessu lyfi - er enn umdeild.
M.ö.o. að langt í frá allir eru sannfærðir að sá árangur sem lyfið virðist ná, hafi þau áhrif sem vonast er eftir -- að hindra að fólk fái Alzheimer.
Það fer eftir því -eftir allt saman- hver er raunveruleg orsök sjúkdómsins.
Eða, m.ö.o. - hvort að kenningin að baki lyfinu, er rétt!

Biogen’s Plaque-Busting Alzheimer’s Drug Shows Promise

Alzheimer's drug shows promise in human trials

The Alzheimer's results are in: How Biogen and Eli Lilly stack up

 

Nú skulum við láta liggja milli hluta, hvort að kenningin að baki lyfinu er rétt - einfaldlega gefa okkur að svo sé!

  1. Rannsókn hefur sýnt lyfið hafa ágæta virkni.
  2. En einungis í skömmtum, sem valda alvarlegum hliðaráhrifum í hluta þeirra sjúklinga er tóku þátt í prófuninni.

Nýjar prófanir séu hafnar, sem ætlað er að rannsaka nánar - hvaða skammtur skilar áhrifum --> Í von um að unnt sé að finna áhrifaríkan skammt, án slíkra alvarlegra og hugsanlega hættulega hliðarverkana!

"Biogen’s drug, called aducanumab, was given to 165 patients, and the company says in those who took the highest dose it practically eradicated the amyloid plaques in their brains."

Nú ef við gefum okkur tvennt:

  1. Að skammtur sem ekki leiðir til hættulegra hliðarverkana fynnist - þannig að unnt sé að gefa sjúklingum lyfið í því skyni, að forða því að þeir fái Alzheimer.
  2. Þá gæti hugsanlega orðið mögulegt, að forða milljónum um allan heim frá þeim örlögum að verða fyrir barðinu á þeim hræðilega sjúkdómi.

Þetta eru auðvitað -- stór ef!

"Biogen has estimated that testing aducanumab could cost $2.5 billion, but if it works, it would be hugely profitable and essentially transform what it means to get old for many people."

  • Hagnaðurinn af fyrsta lyfinu - sem raunverulega mundi virka sem - hindrandi meðferð.
  • Yrði að sjálfsögðu gríðarlegur.

Ég þarf varla að nefna það, að auki að þeir sem fá Alzheimer eiga aðstandendur - sem ganga síðan í gegnum lífið með þann persónulega ótta!
--Að hugsanlega fari eins fyrir þeim!

Ef lyf sem raunverulega virkar kemur fram!
Þá væri það einnig mikil sáluhjálp fyrir slíka aðstandendur.

 

Niðurstaða

Ég er sjálfur aðstandandi einstaklings sem lést eftir að hafa klárað meðgöngu Alzheimer - alla leið! En sjúkdómurinn endar með því, að skilja sjúklinginn eftir fullkomlega sem það sem á ensku nefnist "vegetable." Þ.e. í ástandi sem mætti líkja við - heiladauða.
M.ö.o. allt sem var sá einstaklingur er þá horfið - að auki er líkami viðkomandi einnig visnaður, því á lokametrunum hverfur geta sjúklingsins til að geta nærst!

Vegna þess að sú vegferð tekur árafjöld, þá er þetta nánast eins og að fylgjast með hryllingsmynd á óskaplega hægri ferð - sem verður afar persónuleg upplifun því þetta er að koma fyrir þinn eigin ættingja!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég þekki þetta afar vel,var með eiginmann minn heima í nokkur ár þar til ég gat bara ekki annast hann lengur.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2016 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband