Gæti stefnt í hörð átök milli Kúrda og Tyrkja í Sýrlandi

Það lísir ákveðinni örvæntingu -- áskorun Bidens, varaforseta Bandaríkjanna:

“We call on all armed actors to stand down,” - “We want to make clear that we find these clashes — in areas where Isil [Isis] is not located — unacceptable and a source of deep concern.”

  1. Málið er, að það sé afar ósennilegt að Bandaríkin velji sýrlenska Kúrda fram yfir Tyrki - jafnvel undir Erdogan; ef á reynir.
  2. Sem þíðir, að það geti algerlega verið, að Erdogan ætli fullkomlega að hundsa óskir stjórnvalda í Washington - þess efnis að Erdogan stöðvi sókn gegn YPG hernaðararmi sýrlenskra Kúrda.
  • Þar með gæti áætlun Bandaríkjanna gegn ISIS innan Sýrlands -- hreinlega hrunið til grunna.

Græna svæðið - umráðasvæði sýrlenskra Kúrda

Ljósbrúna svæðið - umráðasvæði ISIS

Lítil gul svæði sem bent er á - sókn Tyrkja!

Ljósblá svæði - undir stjórn Damaskus stjórnarinnar

Sjá má einnig fljótið - Efrat á miðri mynd

Það sem bandaríkin óttast --> Væri stór-orrusta milli Kúrda og Tyrkja um, Manbij.

Borgin Manbij, má sjá sem -svartan díl- á svæði undir stjórn sýrl. Kúrda, Vestan-megin Efrat.

  1. Tyrkir hafa krafist þess, að Kúrdar hörfi til baka - yfir Efrat.
  2. Bandaríkin hafa hvatt þá einnig til þess, að nota Austur bakka Efrat sem takmörk síns umráðasvæðis til Vesturs.

Það eru einungis örfáar vikur síðan - Kúrdar með stuðningi hóps Súnníta þeirra þjálfun Bandaríkin höfðu kostað -- tóku Manbij. Aðgerð sem Bandaríkin lístu sem mikilvægu takmarki í sókn gegn yfirráðum ISIS.

  • En stefnan var að halda smám saman áfram í humátt til -- Raqqa.

En nú virðist stefna í að það falli allt um sjálft sig.

 

Meginsókn Tyrkja virðist beinast að "enclave" sem sýrlenskir Kúrdar ráða Vestan Efrats

Það virðist veruleg hætta á að í stað þess að hörfa til baka, þá séu YPG liðssveitir sýrl. Kúrda -- að koma sér betur fyrir, undirbúa varnir Manbij.

  1. En Kúrdum gæti hreinlega dottið í hug, að láta á það reyna -- hversu mikið púður Erdogan er raunverulega til í að leggja í þessa sókn.
  2. Þ.e. hvort Erdogan væri raunverulega til í það mannfall, sem átök um Manbij væru líkleg að leiða til.

Hann virðist vera að nota -- hóp sýrl. uppreisnarmanna, sem berjast nú virðist undir stjórn hers Tyrklands -- sem byssufóður: Knowing the Risks, Some Syrian Rebels Seek a Lift From Turks’ Incursion.

En með því að auki -- þá skapar Erdogan þá hættu, að átök í Sýrlandi verði enn flóknari en þau hafa þó fram að þessu verið.

Ef skærusveitir uppreisnarmanna -- berjast við YPG sveitir Kúrda.

En milli þeirra hópar -- er gamalt hatur, sem auðvelt bersýnilega væri að æsa upp frekar.

  • Það sé vel hugsanlegt að ef Tyrkir sækja alla leið að Manbij, að síðan geti bardagar um borgina staðið vikum - jafnvel mánuðum saman.

Meðan færi líklega nánast allur kraftur Kúrda í þau átök.
--Og auðvitað, Bandaríkin mundu neyðast til að hætta stuðnings aðgerðum við sýrl. Kúrda.

 

Útkoman væri þá sú, að sóknin gegn ISIS innan Sýrlands tæki endi, a.m.k. að sinni

Rétt að hafa í huga, að þessar vikurnar standa mjög harðir bardaga yfir um borgina -- Aleppo. Þar er fókus Írana - Rússa og Damaskus stjórnarinnar nú.

Tilraunir Damaskus stjórnarinnar til að sækja frekar fram gegn ISIS -- runnu út í sandinn fyrr í sumar, og hafa ekki hafist -að því er best verður séð- aftur.

  • Ef síðan nú tilraunir Bandaríkjanna til að skipuleggja framsókn gegn ISIS innan Sýrlands -- einnig renna út í sandinn.
  • Þá væri þar með, alfarið a.m.k. tímabundinn endir kominn á frekari sókn á landi gegn ISIS innan Sýrlands -- hvort sem sveitr sem styðja Assad stjórnina eiga í hlut, eða - sveitir sem Bandaríkin styðja.

 

Niðurstaða

Áætlun Obama stjórnarinnar gegn ISIS innan Sýrlands -- gæti verið við það að hrynja fullkomlega í rúst. Vegna aðgerða Erdogans er virðast einkum eða nær eingöngu beinast gegn sveitum sýrlenskra Kúrda, sem hafa sl. 1,5-2 ár verið megin bandamenn Bandaríkjanna innan Sýrlands - gagnvart ISIS.

Á hinn bóginn, þá hefur það leitt til sífelldrar stækkunar umráðasvæða YGP hernaðararms sýrl. Kúrda --> Sem ef að marka viðtöl NyTimes við sýrlenska uppreisnarmenn sem nú berjast undir stjórn -- Tyrkja. Er litið á með vaxandi tortryggni af Súnní Araba íbúa hluta Sýrlands. Þar sem YGP sveitir Kúrda hafi sókt inn á svæði meirihluta byggð Súnni Aröpum, þannig að YPG sveitirnar stjórni nú tölverðum svæðum sem ekki séu meirihluta byggð Kúrdum.

Þetta virðist Erdogan nú --> Færa sér í nyt, til að skapa klofning milli Kúrda og Súnní Araba. Væntanlega í því skyni, að skapa vandamál fyrir YGP sveitirnar á svæðum sem þær sveitir stjórna, þ.s. aðrir en Kúrdar búa meirihluta til.

  • En hans meginmarkmið virðist vera að -- veikja hernaðararm sýrlenskra Kúrda!
    --M.ö.o. að stjórnin í Ankara kjósi að álíta YGP hernaðararm sýrlenskra Kúrda, megin ógnina fyrir Tyrkland í samhengi Sýrlands átakanna.

Útkoman virðist líklega að verða sú -- að áætlun Obama gegn yfirráðasvæðum ISIS innan Sýrlands, býði hnekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband