Tyrkland virðist vera að skapa sér svæði innan Sýrlands undir sinni stjórn

Rétt fyrir helgi hófst innrás tyrkneska hersins inn fyrir landamæri Sýrlands, á svæði er hefur um töluverða hríð verið undir stjórn -- ISIS samtakanna! Á hinn bóginn, þó svo að aðgerðir hers Tyrklands leiði líklega til þess að svipta ISIS samtökin sínu síðasta yfirráðasvæði meðfram landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þá virðist aðgerð Tyrklandshers -- frekar beint gegn YPG sveitum sýrlenskra Kúrda! En þær hafa fengið umtalsverða hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum sl. eitt og hálft ár, a.m.k. Sem ásamt loftárásum Bandaríkjanna á stöðvar og landsvæði undir stjórn ISIS - hefur gert YGP sveitum sýrlenskra Kúrda kleyft, að sækja verulega fram gegn ISIS og samtímis stækka sitt yfirráðasvæði.

  • Það er það atriði, sífelld stækkun yfirráðasvæðis YGP sveita sýrlenskra Kúrda, sem hafi hleypt upp Tyrkjum -- en þeir líta á YPG sveitir Kúrda; sem -- hryðjuverka-afl.

Turkish army thrusts deeper into Syria, monitor says 35 villagers killed

Syrian rebels backed by Turkey advance into Kurdish territory

https://media.almasdarnews.com/wp-content/uploads/2016/01/North-Syria-Map.png

Ofnotkun orðalagsins -- hryðjuverkasveitir, er til vansa!

Í kalda-stríðinu, var oftast nær talað um --> Skæruliðasveitir, þegar um var að ræða fjölmenna hópa þ.e. frá nokkrum þúsundum upp í tugi þúsunda, sem ekki voru viðurkenndur her ríkis.

  1. Mér finnst það mun eðlilegra orðalag, þegar um er að ræða hreyfingar sem eru þetta fjölmennar, og bersýnilega geta ekki þrifist á því landsvæði sem þær stjórna -- nema að njóta líklega, einhvers stuðnings íbúa þess svæðis.
  2. Í mörgum tilvikum sé um að ræða, raunverulega uppreisnarhópa -- sem njóta fulltyngis a.m.k. hluta íbúa lands. Þannig, að um sé að ræða -- vopnaða uppreisn.
  • Pútín var sá fyrsti að finna upp á þessari notkun hryðjuverkahugtaksins.
  1. En hann kallaði hersveitir Téténa í Téténíustríðinu ca. 2000, alltaf -- hryðjuverkasveitir.
  2. Þó svo að fullkomlega augljóst sé, að um var að ræða mjög víðtækan stuðning íbúa Téténíu við þær sveitir --> Svo almenna, að það sé nær því að tala um það, að Rússar hafi verið að fást við, almenna uppreisn íbúa þess landsvæðis, gegn rússneskum yfirráðum.
  • Þegar verið er að kalla ---> Uppreisnarhreyfingar, hryðjuverkasveitir!
    --> Er bersýnilega verið að misnota hryðjuverkahugtakið, í áróðursskyni.

Með sama hætti, greinilega eftir fyrirmynd Pútíns, kallar Assad alla uppreisnina gegn sér ---> Hryðjuverkasveitir, þannig að alltaf þegar ráðist er fram gegn uppreisnarhópum, er talað á þeim grunni að verið sé að berjast gegn -- hryðjuverkum.

Flughersveitir Rússa í Sýrlandi, nota alltaf sama orðalag --> Í reynd, gera þær engan greinarmun, þegar ráðist er að uppreisnarsveitum - eða ISIS.
---> Orðalagið haft það nákvæmlega sama, ráðist gegn hryðjuverkasveitum!

  • Það þíðir auðvitað, að nær ómögulegt er að ráða í það af fréttatyllkynningum Rússa, á hverja er ráðist hverju sinni.

____________________
Erdogan af Tyrklandi --> Er nú að leika sama leik! Þ.e. að tala um baráttu gegn hryðjuverkum. Eins og Pútín og Assad segja alltaf frá sínum aðgerðum.

  • Er Erdogan er að berja á YPG sveitum Kúrda!

Það er eiginlega ekki unnt að sjá skýrara dæmi um áróðurskennda notkun á tilteknu orðalagi.

 

Takmörkuð innrás Tyrklands í Sýrland, augljóslega mun flækja aðgerðir Bandaríkjahers gegn ISIS

  1. En fyrir skömmu síðan -- þá tóku sveitir Súnníta sem hafa fengið herþjálfun er Bandaríkin hafa kostað, í þjálfunarbúðum á yfirráðasvæði Kúrda.
  2. Og YPG sveitir sýrlenskra Kúrda -- borgina Manbij.

Þetta gæti hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Tyrklandsstjórn.
Því þá þar með voru sveitir YPG -- komnar með fótfestu Vestan meginn Efrat fljóts.

Eftir að innrás Tyrklandshers hófst fyrir helgi -- hafa Bandaríkin skipað YPG sveitunum að hörfa þegar yfir Efrat á, yfir á Austur bakka hennar.

Ég geri ráð fyrir að á sama tíma, séu Bandaríkin að beita Tyrkland þrýstingi um að takmarka sókn sína við -- línuna meðfram Efrat

Þá mundi Efrat verða að landamærum milli yfirráðasvæða!

  • Með þessum hætti má a.m.k. fram að þessu túlka atburðarásina.
  • Árásir Tyrklands hers á YGP sveitir yfir helgina, virðast markast af svæðum Vestan megin Efrat ár.
  • M.ö.o. að Tyrklandsher sé að ýta YGP yfir ána!

Ástæða þess að þetta án efa flæki fyrir herför Bandaríkjanna gegn ISIS, er sú að líklega eru þær Súnníta sveitir þeirra þjálfun Bandaríkin hafa verið að kosta -- ekki nægilega sterkar til að halda áfram sókn gegn ISIS, ein-samlar.
_____________
Aftur á móti virðist Tyrkland líta á YGP -- sem stærri ógn heldur en ISIS, a.m.k. fyrir Tyrkland.

 

Tilgangur Tyrklands virðist vera sá!

Að forða því að YPG geti haldið áfram sókn sinni meðfram landamærum Tyrklands -- og á endanum sameinað yfirráðasvæði sitt. En sjá má gult svæði fyrir Vestan slitið frá hinu mun stærra yfirráðasvæði YPG -- af því svæði sem ISIS hefur ráðið fram að þessu enn.

  1. Það sé alls ekki leyndarmál, að sýrlenskir Kúrdar stefna að stofnun sjálfsstjórnarsvæðis.
  2. Vegna þess að YPG hreyfingin hafi unnið með PKK skæruhreyfingu tyrkneskra Kúrda á árum áður --> Samstarf sem Tyrkir telja enn til staðar.
  3. Þá telja Tyrkir að því er virðist, að samruni yfirráðasvæða YGP hreyfingarinnar alvarlega ógn við Tyrkland --> Þar sem að slíkt sjálfstjórnarsvæði Kúrda gæti hugsanlega veitt PKK virkan stuðning, gert baráttuna gegn PKK mun erfiðari en ella.

Ekki liggur enn fyrir hvort að markmið Tyrkja eru stærri en þau.
--Að hrekja YPG yfir Efrat!

En a.m.k. virðist það sennilegt!
Þar sem að stjórn Tyrklandshers á svæði markað af Efrat, og síðan á hina hlið af hinu mun smærra yfirráðasvæði YPG fyrir Vestan.
Ætti að duga til þess að hindra þann möguleika að sýrlenskir Kúrdar geti myndað eitt samfellt yfirráðasvæði.

Síðan væri það sennilega óskynsamlegt af Tyrklandsstjórn að fara í stærri aðgerð en þetta.

 

Niðurstaða

Ef þ.e. rétt að markmið Tyrklandshers er einungis að hindra sýrlenska Kúrda í því að sameina sín yfirráðasvæði innan Sýrlands í eitt samfellt -- undirbúningur undir stofnun sjálfstjórnarsvæðis. Þannig, að Efrat verði Vestur-landamæri hins stærra yfirráðasvæðis sýrlenskra Kúrda, gagnvart yfirráðasvæði Tyrklandshers.

Þá er það einungis -- "side benefit" að hrekja ISIS frá landamærunum við Tyrkland.

--Þá væntanlega fjarar aðgerð Tyrklandshers út á næstu dögum, eftir að her Tyrklands hefur lokið því að hrekja YGP sveitir sýrlenskra Kúrda yfir á Vestur bakka Efrat.

  • Með því að þrýsta á báða aðila að miða við Efrat -- séu Bandaríkin væntanlega að gera sitt ítrasta til að halda ástandinu undir einhverri lágmarks stjórn.

Það er síðan spurning, hvað Tyrkland síðar ætlar að gera við þetta nýja yfirráðasvæði sitt innan Sýrlands? Einn möguleiki, að búa þar til flóttamannabúðir og færa þangað fjölmenna hópa sýrlenskra flóttamanna er leitað hafa til Tyrklands.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband