Atlaga ESB gegn Google tekur á sig nýjar myndir

Nýjasta hugmyndin skv. frétt Financial Times: Europe plans news levy on search engines - er að evrópskar fréttaveitur og miðlar sem bjóða upp á lesið efni á vefnum; hafi rétt til að krefjast þess að fá peninga frá Google -- ef leitarvél Google birtir stutta búta úr efni frá þeim vefmiðlum í leitarniðurstöðum.

 

Ég held að þetta sé afskaplega slæm hugmynd!

  1. "At the heart of the draft copyright plan, news publishers would receive “exclusive rights” to make their content available online to the public in a move that would force services such as Google News to agree terms in a move that would force services such as Google News to agree terms."
  2. "Citing dwindling revenues at news organisations, the commission warns that failure to push on with such a policy would be “prejudicial for . . . media pluralism”, according to one internal document."
  • Critics of the idea argue that similar efforts to charge Google for aggregating news stories have failed in both Germany and Spain."
  • "Google responded to a mandatory levy in Spain by shutting down Google News in the country."
  • "In Germany, many publishers opted to waive the charge in order to still appear on the search engine’s news results after suffering big drops in traffic."

Flestir sem nota Google - kannast sjálfsagt við það, að í leitarniðurstöðum --> Birtir Google oft 2-línur úr texta síðna sem koma upp í leit.

Ég get ekki ímyndað mér, að það sé slæmt fyrir síður -- að koma þannig upp í leit; að það birtist suttur útdráttur úr texta -- skaði þá ekki, heldur auki líkur á að sá sem framkvæmdi leit --> Opni þeirra síðu.

Þannig auki það líklega traffík á síður viðkomandi -- ef þeirra síður koma upp með þessum hætti í leitarniðurstöðum.

  1. Þó sannarlega selji Google auglýsingar sem birtast gjarnan meðfram leitarniðurstöðum.
  2. Þá sé þar með ekki verið að -- taka neinar tekjur af þeim síðum, sem koma upp í leitarniðurstöðum.
  3. Þvert á móti, þá séu þær tekjur sem Google þannig fær, fé sem mundi ekki leita til þeirra aðila -- hvort sem er.
  4. Og þar sem það auki traffík um þeirra síður, að koma upp í leit með þeim hætti --> Þá stuðli það samtímis að því, að þær síður geti frekar selt auglýsingar á sínum síðum.


Þarn sé m.ö.o. um að ræða fyrirbærið --> "Mutual Gain!"

Mjög margir virðast eiga mjög erfitt með það hugtak!

Sú hugmynd virðist mjög algeng -- að einhver annar hljóti að tapa, sbr. "Sero sum."

Mig grunar að enn eimi eftir af hinni -marxísku- hugsun, að gróði sé -- form af ráni.
--Sem leiði til þeirrar hugsunar, að gróði eins hljóti að vera tap annars!

 

Niðurstaða

Mér virðist þessi nýjasta aðför ESB að Google, vera dæmi um gamaldags hugsun - þ.e. að fólk sé fast í hugsunarfari sem sé í dag einfaldlega - úrelt. En það sé einungis unnt að skilja þessa nálgun -- ef menn virkilega halda að með því að græða á því að birta leitarniðurstöður á vefnum. Þá sé Google þar með -- að skaða aðra!

Þá virðast menn algerlega hafna hugtakingu -- "Mutual gain."

En ég virkilega sé ekki með hvaða hætti vefsíður skaðast af því, að Google í reynd vekur athygli á þeim í hvert sinn sem þær birtast í leitarniðurstöðum.

En óhjákvæmilega mundi Google bregðast við kröfum um að fá greitt fyrir það að birta 2-lína úrdrátt úr síðum, með þeim hætti -- að hætta að birta slíkan 2-ja lína úrdrátt.
--Þá verður síðar viðkomandi minna áberandi í leitarniðurstöðum, og þar með fær færri heimsóknir út á að birtast í leitarniðurstöðum.
--M.ö.o. sé ósennilegt að það leiddi til annarrar útkomu en taps fyrir þær síður er legðu fram slíka kröfu á Google.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband