Líklega ekki rétt hjá Helga Hrafni, að ódýrara væri að heimila hælisleitendum að setjast hér að en að vísa þeim úr landi!

Það er auðvitað rétt ábending hjá honum að kostnaður við það ferli að vísa hælisleitendum úr landi er töluverður - vegna málaferla sem því vafstri fylgir ásamt lögfræðiaðstoð til viðkomandi meðan á því öllu stendur, þangað til að löglegar leiðir til að tefja brottvísun eða kollvarpa henni hafa verið kláraðar: Þingmaður telur kostnaðarsamara að senda hælisleitendur úr landi heldur en að veita þeim hæli.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata.

En það eru sennilegir kostnaðarþættir sem má vera hann reikni ekki með!

Hann t.d. sennilega reiknar ekki með því, að sú ákvörðun að heimila öllum hælisleitendum að setjast hér að -- leiði til verulegrar fjölgunar hælisleitenda!
Eða, að hann telur að sú fjölgun mundi ekki verða -- umtalsverð!

Við þekkjum stefnu Íslands varðandi hælisumsóknir í gegnum árin, að langsamlega flestum er vísað úr landi skv. 1-lands reglu Dyflinnar samkomulagsins.
--Nema viðkomandi takist að sýna fram á málefnalegar ástæður í samræmi við ákvæði laga byggð á reglugrunni Flóttamannasáttmála SÞ - þess að veita viðkomandi hæli af mannúðarástæðum á Íslandi.

  1. Við þekkjum afleiðingar þess í Þýskalandi, er Kanslari Þýskalands ákvað að framfylgja ekki 1-lands reglunni -- undir þrýstingi frá S-Evr. ríkjum er höfðu hótað að hætta að taka við flóttamönnum er þannig væri vísað til þeirra til baka.
  2. Flóttamenn sumarið 2015 reyndust vera rúm milljón í Þýskalandi það ár!

Í kjölfarið reis upp veruleg óánægja innan Þýskalands, og Merkel hefur sætt umtalsverðu ámæli.
__Þó að rétt sé að taka fram, að ég sé ekki hvernig hún gat tekið aðra ákvörðun, er fyrir lá að löndin í S-Evr. mundu neita að taka við þeim til baka!

  • Í tilviki Íslands -- liggur ekki fyrir nein slík hótun.
    --Það væri því algerlega óþvinguð ákvörðun af okkar hálfu, að hætta að beita 1-lands reglunni!
  1. Punkturinn er sá, að þ.e. einmitt ástæða að ætla, að ef við hættum -- eins og Þýskaland gerði 2015, að framfylgja 1-lands reglunni.
  2. Þá gerist svipað, að það spyrjist út til flóttamanna, þannig að hælisleitendum til Íslands -- fjölgi sennilega mjög verulega!

 

Við skulum samt ekki mála skrattann á vegginn!

Það er dýrt að fara hingað -- fjöldinn yrði aldrei neitt í líkingu við það sem Þjóðverjar upplifðu sumarið 2015. Á hinn bóginn --> Þá yrði alveg örugglega erfitt fyrir okkur að glíma t.d. við það - ef 20þ. leituðu eitt sumarið til Íslands og óskuðu eftir hæli.

  1. Það sem þarf að muna eftir, að Íslendingar hafa aldrei viðhaft þá opnu stefnu sem Norðurlönd voru með um árabil.
  2. Heldur tekið einungis við þeim fjölda hælisleitenda --> Sem Ísland hefur vel ráðið við að koma í vinnu, aðstoða við aðlögun að samfélaginu; þannig að engin þau vandamál sem t.d. Svíþjóð, Noregur og Danmörk hafa lent í, hafa dunið yfir hér!
  • Hér eru ekki -- jaðarsamfélög innflytjenda, sem lenda utan við samfélagið.
  • Fá ekki vinnu -- ná ekki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu hér!

En það væri einmitt hættan, að ef hælisleitendum fjölgar það mikið --> Að kerfið á Íslandi, ræður ekki við það verkefni -- að veita þeim þá aðstoð sem þarf, til að koma þeim í vinnu - til að tryggja þeim menntun í tungumálinu sem talað er hér - sjá þeim fyrir húsaskjóli.

  1. Við skulum alls ekki vanmeta mikilvægi þess, að sá sem fær hæli - fái vinnu.
  2. En þá er viðkomandi stöðugt í samskiptum á sínum vinnustað.
  3. Það stuðlar mjög að tengingu við samfélagið -- að hafa vinnufélaga sem viðkomandi kynnist a.m.k. að einhverju leiti.
  4. Svo auðvitað það, að viðkomandi lendir ekki -- endalaust á "féló."
  • En ef viðkomandi lenda utan vinnumarkaðar.
  • Þá enda þeir á bótakerfi viðkomandi lands!

Ég held að það sé töluvert stórt lykilatriði -- að taka aldrei við fleirum en þeim, sem unnt er að tryggja með sæmilegu öryggi - starf.

 

Ef það færi að myndast á Íslandi -- jaðarhópur útlendinga utan samfélagsins, sem næðu ekki að mynda tengsl við samfélagið

Þá eru að auki líkur á að því fylgi -- veruleg félagsleg vandamál! Þar með, kostnaður vegna þeirra upphleðslu vandamála!

Síðan má ekki gleyma, að líklega endurtæki sig sagan frá Norðurlöndum - að ástand þ.s. verulegur fjöldi útlendinga myndaði jaðarsamfélag; yrði vatn á myllu hópa sem hvetja til útlendingahaturs.

Ekki síst, þá væru slíkum jaðarhópum, hætt við að enda í -- fátæktargildru. Og það gæti gert þá, viðkvæma fyrir -- áróðri öfgasamtaka.

Líkur á því að útlendingar mundu snúast gegn samfélaginu á Íslandi, mundu vaxa verulega -- tel ég; að ef það mynduðust jaðarsamfélög útlendinga sem lenda utan við.

  1. M.ö.o. gæti slík stefna sem Helgi Hrafn leggur til, leitt til vaxandi spennu milli vaxandi útlendingasamfélags er þá væri hér, og íbúa sem fyrir eru.
  2. Sem gæti stuðlað að verulegri fylgisaukningu flokka, sem berjast gegn aðflutningi fólks.

En sennilega gerðist það sama hér og í Skandínavíu og Danmörku, að andstaða við aðflutning útlendinga, mundi hratt vaxa innan samfélagsins -- sem síðan mundi birtast í sambærilega hratt vaxandi fylgi flokka sem mundu berjast gegn aðflutningi fólks hingað.

 

Niðurstaða

Með öðrum orðum, þá grunar mig að sú stefna sem Helgi Hrafn leggur til, mundi leiða til það mikils aðflutnings flóttafólks til Íslands - að í kjölfarið mundi rísa sterk bylgja útlendinga-andúðar á Íslandi eins og t.d. í Danmörku - er líklega mundi lísa sér eins og í Danmörku í hratt vaxandi stuðningi við og áhrifum flokka er mundu boða útlendingaandúð.

Ég er m.ö.o. því þeirrar skoðunar að sú stefnumörkun sem Helgi Hrafn leggur til, sé á hæsta máta óráðleg -- vegna þess, að ég vil ekki að Ísland verði fyrir sambærilegri bylgju útlendinga-andúðar og gætir í dag í Danaveldi, og vegna þess að ég vil ekki upplifa það samfélagslega umrót á Íslandi sem ég tel sennilegt að slík stefna mundi fram leiða.

Við erum að tala um kostnað -- sem er ekki, bara mældur í peningum!

  • Ég er ekki endilega að segja -- það væri útlendingunum endilega að kenna það umrót er líklega yrði -- heldur sé það málið að þanþol okkar eigins samfélags sé ekki slíkt að það mundi geta leyst betur úr svo auknum aðflutningi en þetta!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband