Utankjörstaða-atkvæði geta haft áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum

Það er misjafnt eftir fylkjum hvenær opnað er á utankjörstaða-atkvæðagreiðslu!
Mér skilst að fyrir forsetakosningarnar 2012, hafi nærri 32% þeirra sem kusu, verið búnir að greiða atkvæði - fyrir kjördag!

Það áhugaverða er - að niðurstöður slíkra utankjörstaða-atkvæða, virðast liggja fyrir strax.
Sem er óvenjulegt - en slíkt tíðkast alls ekki í Evrópu, sannarlega ekki hér!
--Þ.s. það getur haft áhrif á kosningahegðan, þeirra sem kjósa síðar!

Þannig hafi Obama getað séð af góðri útkomu í utankjörstaða atkvæðagreiðslum í Iowa og Nevada - að hann gæti fókusað krafta síns fólks á önnur fylki.

  1. Minnesota og South Dakota, 23. sept.
  2. Arizona og Ohio, 12 Okt.
  3. North Carolina og Florida, fljótlega á eftir.

Early voting in Waterloo, Iowa, in 2012. 

Skv. frétt: Early Voting Limits Donald Trump’s Time to Turn Campaign Around.

Er framboð Clinton mjög skipulagt í því, að notfæra sér - utankjörstaða atkvæði.
Og vinnur skipulega í því, að kynna þann möguleika fyrir líklegum kjósendum.
Og Demókrataflokkurinn, ætli að veita fólki aðstöðu til þess að greiða atkvæði.

Ef er að marka þessa frétt, þá sé framboð Donald Trump - með mun smærri umsvif og minna skipulag, er kemur að því að -- höfða til þeirra sem ætla að kjósa fyrir kjördag!

  • Nú er kominn 17/8 -- Minnesota og South Dakora, opna 23/9 á utankjörstaða-atkvæðagreiðslu.

Kappræður frambjóðendanna - hafi þó sögulega séð haft veruleg áhrif á þá kjósendur sem greiða atkvæði fyrir kjördag!

Kappræðurnar eru enn eftir - þannig að ef kjósendur telja Trump koma vel út, gæti það alveg átt eftir að skila sér inn í utankjörstaða-atkvæði.

 

Niðurstaða

Málið er nefnilega að kosningar hefjast í reynd ívið fyrr í Bandaríkjunum, en 8. nóvember nk. Það er að sjálfsögðu í samræmi við þá hefð sem þekkist í lýðræðislöndum, að veita kjósendum rétt til að kjósa fyrir kjördag.
--Eins og ég benti á, virðist þó að úrslit slíkra atkvæða - séu birt strax.
Sem ég veit ekki til að tíðkist utan Bandaríkjanna!
Þ.s. klárlega geti það haft áhrif á kosningahegðan annarra, og klárlega hefur áhrif á kosningabaráttu frambjóðenda!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Utankjörstaðar atkvæði er absentee ballot sem er sent í pósti af því að kjósandi getur ekki verið heima þegar early voting fer fram eða á kjördegi, sem sagt early voting er ekki talið utankjörstaðar kosning. 

Yfirleit kaus ég early voting í Nevada, en gat ekki verið heima eitt forsetakosninga árið þegar early voting og kjördagskosning fór fram og bað um absentee ballot. Fyllti út atkvæðaseðilinn þegar ég var í Melbourne Ástralíu og sendi atkvæðaseðilinn í pósti.

það er early voting sem getur haft mikil áhrif á kosninga niðurstöðu, en absentee ballot (utan kjörstaða atkvæði) hafa yfirleitt engin áhrif á úrslit kosninga.

Til dæmis ef að Hillary Rotten Clinton er með 40 þúsund fleirri atkvæði í Nevada en Trump og utankjörstaða (absentee ballots) eru 10 þúsund, þá eru utankjörstaðaseðlar ekki opnaðir, af því að það hefur ekki áhrif á úrslitin. Waste of time segir Kaninn að opna utankjörstaðaseðla ef það hefur ekki áhrif á úrslitin.

Early voting atkvæði eru yfirleitt opinberuð first rétt eftir að kjörstöðum er lokað á kjördegi, sem sagt early voting atkvæði eru alltaf talin.

Ef fólk man eftir þegar Al Gore tapaði fyrir George W í Flórída, þá eru utankjörstaða atkvæði mikilvæg. En lögfræðingar reina oft að láta dæma utankjörstaðaatkvæði ógild af því að þeir reina að segja að ekki hafi verið farið rétt með atkvæðisseðilinn af kjósenda eða þeirra sem meðhöndluðu kosningaseðilinn.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 17.8.2016 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband