Hugsanleg meginhætta með Pírata við stjórn getur verið að þröngt skilgreind réttlætismarkmið verði efnahagslegum markmiðum yfirsterkari

En -krafa um réttlæti- getur snúist upp í andhverfu sína -orðið ranglát- ef réttlætissýn viðkomandi, er of þröngt skilgreind.
Það sem ég hef áhyggjur af, þegar Píratar komast í stjórn sennilega eftir nk. kosningar, sé að í sókn eftir réttlæti - verði efnahagslegum markmiðum, hugsanlega fórnað.
Þannig að réttlætiskrafan, geti snúist í höndunum á ríkisstjórn Pírata.

 

Krafa sem nýtur vinsælda meðal Pírata, er að leggja af kvótakerfið!

Nú skulum við ímynda okkur, að tiltekin réttlætis-sjónarmið verði ofan á í kjölfarið.

  1. Að áhersla verði á að dreifa kvóta sem víðast um byggðir landsins meðfram sjó, m.ö.o. - byggðastefnuleg sjónarmið verði ofan á.
  2. Síðan grunar mig að andstaða við stór útgerðarfyrirtæki sé algeng meðal Pírata, þannig að samtímis getur verið, að sú afstaða ráði ferð -- að dreifa kvótanum á sem flesta smáa aðila og mögulegt er.

__Vandi við slíka stefnu, er að hún getur einmitt - verið ranglát frá öðrum sjónarmiðum.

  1. En kostnaður við útgerð að sjálfsögðu vex, ef aflanum er dreift á fleiri aðila. Án þess að auknar tekjur bersýnilega komi á móti.
    --Sem þíðir, að nettó afrakstur af útveginum þá minnkar, þar með tekjur ríkisins af honum.
  2. Væntanlega vex kostnaður einnig við vinnslu, þ.s. slík stefna væntanlega einnig hefði þá afleiðingu, að dreifa aflanum milli fleiri og smærri aðila.
    **Þannig væri stærðarhagkvæmni tekin út, og smáum minna hagkvæmum aðilum, mundi fjölga.
    --Þessi þáttur mundi einnig draga úr nettó afrakstri af sjávarútvegi, þar með tekjum ríkisins.

Byggða-samfélagsleg sjónarmið, útfærð með þessum hætti.
Með því að draga út skatttekjum ríkisins af sjávarútvegi og vinnslu, mundu augljóslega ógna margvíslegum öðrum félagslegum markmiðum -- er vinstri stjórn væri líkleg að vilja halda fram.

  • T.d. þeim markmiðum, að auka félagslegan stuðning við fólk í lægri tekjum, eða verja auknug fé til menntamála, eða auknu fé til heilbrigðismála.
  • Í þeim skilningi, gæti ofangreind stefnumörkun -- leitt til ranglætis.

 

Annað sem er vinsælt meðal Pírata, er svokölluð -- útboðsleið!

Vandi við stefnu Pírata þar, er að -- markmið takast á.

  1. En togstreita er milli aðila, sem vilja -- auka tekjur ríkisins af sjávarútvegi.
  2. Og þeirra sem vilja, dreifa aflanum sem mest og sem víðast.

__Þau markmið útiloka hvort annað!
__Svo skiptir auðvitað mjög miklu máli, til hversu langs tíma boðið væri upp á kvóta.

  • En meðal Pírata, er vinsælt að -- kvóti væri boðinn út til 1-árs í senn!

__En það er að sjálfsögðu, ósamrýmanlegt markmiðinu -- að hámarka afrakstur auðlyndarinnar.

Einna helst virðast þeir hrifnir af skammtíma leigu -- er vilja dreifa aflanum sem víðast, og vilja einnig að útgerðaraðilar séu sem flestir og sem smæstir.

  1. Það getur ekki nokkur vafi verið á því, að stóru útgerðarfyrirtækin, yrðu nær öll gjaldþrota á skömmum tíma, ef sú stefna væri tekin upp.
    --Að bjóða upp allan afla, en þá einungis til 1-árs í senn.
  2. Aftur á móti, ef menn vilja að uppboðsleið skapi hámörkun tekna ríkisins. Þá þarf að bjóða upp á kvóta - til nægilega langs tíma, til þess að lánskjör útgerðarinnar haldis viðráðanleg, svo að áfram verði unnt að fjárfesta í endurnýjun tækja.
    -- 20 ár í senn, tel ég ná slíku markmiði fram!

Ég held að mjög ósennilegt væri að meðal Pírata munsdi geta náðst sátt um útboð til svo langs tíma!

 

Af við gefum okkur að útboðsleið verði ofan á, og einungis afli boðinn til 1-árs í senn!

  1. Þá mundi það hafa þveröfug áhrif, að minnka verulega afrakstur þjóðarbúsins af sjávarauðlyndinni.
    --Þar með draga úr tekjum ríksins, sem mundi draga út getu ríkisstjórnarinnar, til að mæta öðrum félagslegum marmkiðum sínum.
  2. Það sem þarf að hafa í huga, er að lánskjör útgerðarfyrirtækja verða því óhagstæðari, sem óvissan um framtíðartekjur þeirra, vex.
    --Sama lögmál og á við um einstaklinga!**Ef t.d. viðkomandi hefur einungis öruggar tekjur 1-ár fram í tímann, þá er enginn að lána viðkomandi til lengri tíma en það.
    Augljóslega gætu einstaklingar þá ekki fjármagnað húsnæðiskaup.
    **Þetta virkar alveg eins fyrir útgerðir, að öruggar tekjur einungis 1-ár fram í tímann, mundu nær algerlega útiloka að mögulegt væri að fjármagna endurnýjun skipa og annars búnaðar.
  3. Ef menn íhuga rétta lengd -- útboðs samninga!
    Þá þarf að hafa þetta í huga, að því lengri sem samningur í boði er, því hagstæðari geta lánskjör útvegsfyrirtækja orðið - því lægri lántökukostnaður.
    --Þá auðvitað skapast svigrúm fyrir endurnýjun tækja, og auðvitað - hagnað.
    **Þarna verða menn að ákveða sig <--> Hvaða markmið að ráða, þ.e. að auka afraksturinn af auðlyndinni, eða stuðla að því þveröfuga - þá þess í stað að fókusa á einhver önnur markmið.
  4. Síðan að auki, þarf að hafa það í huga -- að útgerðir í dag flestar hverjar, selja sinn fisk fyrirfram. Það er, eru með langtíma samninga þar sem - tryggð afhending á fiski hefur verið boðin í staðinn fyrir betri verð. Kaupendur verið tilbúnir til þess að borga meira, gegn öruggri afhendingu fram í tímann.
    --Augljóslega geta fyrirtæki ekki boðið örugga afhendingu mörg ár, ef útboð væru einungis til 1-árs í senn.
    --Þá auðvitað, tapast þeir samningar er tryggja hærri verð - gegnt öruggri afhendingu árafjöld fram í tímann.
    --Þá auðvitað, minnkar afraksturinn af auðlyndinni, einnig vegna -- lækkunar fiskverðs. **Ef sú stefna yrði ofan á, að kvóti væri einungis til 1-árs í senn.
  5. Í þessu tilviki á svipað við, að því fleiri ár fram í tímann, sem útgerð getur boðið kaupendum örugga afhendingu --> Því hærri verð.
    Þannig að aftur <--> Verða menn að ákveða sig, hvaða markmið á að ráða - þ.e. aukning afraksturs af auðlynd <--> Eða að ákvörðun er tekin er leiðir til minnkaðs afraksturs meðan að einhverjum öðrum markmiðum er sinnt.

Umræðan meðal Pírata hefur mér virst afar neikvæð gagnvart sjávarútvegnum, sérstaklega útgerðinni.
Nánast eins og að fjölmargir meðlimir þess flokks, beinlínis vilji stærri útgerðarfyrirtæki, feig.

  1. Það markmið að drepa stærri fyrirtækin, næst sjálfsagt -- ef kvóti væri til 1-árs í senn --> Þá auðvitað væri unnt, að endurdreifa kvótanum til fjölda smárra aðila, ef það væri vilji stjórnarinnar.
  2. En þá í staðinn, mundu nettó tekjur af sjávarútveg minnka þ.e. kostnaður vaxa samtímis og tekjur minnka -- þar með tekjur ríkisins einnig.
  3. Höfum að auki í huga, að gjaldþrot stærri útgerðaraðila væri stórt högg fyrir bankakerfið -- þannig að langt í frá útilokað væri, að stefnan mundi þá hugsanlega skapa fjármálakrísu innan Íslands.
    --Ríkið gæti neyðst til að koma bönkunum til aðstoðar!
  • Því má ekki gleyma, að kjör allra Íslendinga skerðast ef afraksturinn af sjávarauðlyndinni, skerðist umtalsvert!

 

Niðurstaða

Mig grunar að átök um stefnuna í sjávarútvegi geti átt eftir að reynast ákaflega hörð -- ef vinstri stjórn Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar - tekur við eftir kosningar.
En meðan að mér virðist Píratar afar harkalega andstæðir sjávarútvegi eins og hann er stundaður í dag -- þá virðist mér meira að segja VG ekki nærri eins neikvæður gagnvart núverandi fyrirkomulagi, og enn síður Samfylking.

Átök gætu orðið milli flokkanna um það -- hvaða markmið ættu að verða ofan á, ef og þegar auðlyndastefnan í sjávarútvegi væri endurskoðuð. En ég er nokkuð viss, að Samfylking mundi vilja að stefna um uppboðsleið - mundi leiða til aukins afraksturs.

Meðan að mig grunar sterklega, að meira fylgi sé hjá Pírötum við það markmið, að drepa stóru útgerðarfyrirtækin - og síðan reka sjávarauðlyndina skv. félagslegum markmiðum, í stað marmkiða ætlað að stuðla að hámörkun afraksturs.
___________

En stefna sem mundi valda því að afrakstur samfélagsins af sjávarauðlyndinni skreppur verulega saman -- mundi samtímis augljóslega skaða önnur félagsleg markmið þau sem ríkisstjórnin gæti viljað halda á lofti, sbr. að minnka fátækt, setja aukið fé til menntamála, og aukið fé til heilbrigðismál - svo eitthvað sé nefnt.

  • Það mundi auðvitað ekki stuðla að vinsældum stjórnarinnar, að lækka kjör almennings.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Og stendur þetta allt í sjávarútvegsstefnu pírata?

Haraldur Rafn Ingvason, 15.8.2016 kl. 18:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Engin samræmd slík stefna til staðar, heldur virðist háð því - hvað kemur út úr kosningu á Píratavefnum hverju sinni -- en þau sjónarmið sem ég nefni, virðast njóta vinsælda á þeim vef, þó óljóst sé hvort að helstu forystumenn Pírata eru nákvæmlega þess sinnis eða ekki.
--Ég geri ráð fyrir því, þar til annað kemur í ljós, að það sem er útkoma kosninga á þessum vef þeirra, sé stefnan!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2016 kl. 01:04

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún er lífseig mantran: "Það markmið að drepa stærri fyrirtækin".
Kannski mætti eitthvað deyfa þessa skelfilegu móðursýki ef fylgjendur kvótakerfisins treystu sér til að mæta á fundina sem haldnir hafa verið af efasemdamönnum; málin rædd; skipst á skoðunum og tekist á með rökum.

Um langt árabil hefur verið nægur afli í lögsögu okkar til að stórauka sóknina en þá hefur komið upp vandamálið: Að aukningar á aflaheimildum draga úr eftirspurn og andlag veðsins í skipum með kvóta myndi þá snarlækka.

Bankarnir fara í fýlu.

Og póliísk niðurstaða hagspekinga er látin vega þyngra en líffræðileg staða auðlindarinnar.  

Árni Gunnarsson, 16.8.2016 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband