NyTimes veitir áhugaverða túlkun á af hverju Pútín er að skapa spennu við stjórnvöld Úkraínu akkúrat núna

Ég held hreinlega að þetta sé sennilegasta túlkunin sem ég hef séð - en túlkunin er sú að Pútín sé að stunda það sem nefnist -"brinkmanship"- þ.e. hann veit að skammt er eftir af forsetaferli Obama, og hann veit að Evrópusambandið hefur alls engan áhuga á því að stríðið í Úkraínu fari í fullan gang að nýju.

Signs of Trouble in Ukraine Prompt Question: What’s Vladimir Putin Up To?

  1. Með því að skapa spennuástand.
  2. Þá sé Pútín að vonast eftir að skapa sér -- sterka stöðu.
  3. Fyrir næstu samningalotu!

En rannsókn óháðra aðila hefur sýnt fram á, að Pútín hefur látið færa umtalsverðan herstyrk yfir til Krím-skaga!

  • "Digital Forensic Research Lab" -- sýnir fram á að dagana áður en Rússland hóf ásakanir gegn Úkraínu, að hafa staðið fyrir meintri hryðjuverkaárás innan skagans.
  • Þá hafi Rússlandsher verið byrjaður að færa töluverðan viðbótar liðsstyrk inn á skagann.

 

Takið eftir því hve samgönguleiðir milli Úkraínu og Krímskaga eru þröngar!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/5f/Physical_map_of_the_Crimea.jpg

Það er nefnilega punkturinn sem þeir sérfræðingar sem NyTimes ræddi við komu fram með.

  1. Að Krímskagi er órökrétt innrásarleið inn í Úkraínu.
  2. Því of auðvelt sé fyrir Úkraínuher að verjast innrás úr þeirri átt!

Það sé m.ö.o. mun sennilegra að liðslutningar Rússlandshers inn á skagann!
--Séu til þess eingöngu að skapa þá sýn, að Pútín gæti látið til skarar skríða.
--Í þeirri von, að það skapi Pútín sterka stöðu fyrir næstu samningalotu.

  • Pútín hafi verið orðinn óþolinmóður með samninga þá sem voru í gangi.
  • Því hvorki gekk né rak, um það að ná kröfum Rússlandsstjórnar í málum Úkraínu fram.

Með því að skapa spennu!
Með því að endurreisa stríðsóttann!
Með því að labba frá samningaborðinu, og samtímis vera með stríðsleiki á landamærum Úkraínu - - þ.e. fjölmenna heræfingu, og efla herstyrk Rússlands á Krímskaga!

  1. Þá vonist hann eftir því, að Obama verði tilbúinn til eftirgjafar, lokamánuðina í embætti.
  2. Og að Brussel muni verða tilleiðanleg, ef stjórnvöld í Bandaríkjunum reynast vera það.

En sérfræðingar NyTimes, telja að Pútín treysti frekar á Obama -- meti Trump sem óskrifað blað, og meti Clinton sem ógn!
Að Pútín sé nú að nota lokamánuði Obama í embætti, í von um að ná fram eftirgjöf í málefnum Úkraínu - í átt að skilgreindum hagsmunum stjórnvalda í Kreml.

  • Að sjálfsögðu vilja stjórnvöld í Kíev, ekki þær eftirgjafir sem Pútín heimtar.
  • En þær felast í raun og veru í því, að takmarka að umtalsverðu leiti sjálfstæði Úkraínu.
  • Og í því að Úkraína mundi sætta sig við það, að Pútín raunverulega héldi áfram að ráða landsvæðum með beinum hætti - sem tæknilega teldust tilheyra Úkraínu.

__Til að stjórnvöld Úkraínu sættust á slíkt.
Yrðu Washington og Brussel - - að leggjast á Kíev!

Hvorki Washington né Brussel, hafa viljað það fram að þessu.

  1. Hver veit -- kannski er túlkun NyTimes rétt, að Pútín sé að leita reyna á það, hvort að hótun um stríð --> Lokamánuði Obama forseta í embætti.
  2. Mundi leiða til þess, að Obama -- lyppist niður gagnvart Pútín.
  3. Pútín gæti þó orðið fyrir vonbrigðum þar um!
    --Og svo er það hitt, að "brinkmanship" getur alltaf endað í raunverulegu stríði.
    --Því rökrétt, ef menn leika háskaleiki, og mótaðilarnir eru tregir til eftirgjafar --> Þá er alltaf freystingin, að stíga eitt skref til.
    --Og þá geta menn á endanun lent þar, sem þeir ætluðu sér ekki!

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði, þá virðist mér túlkun þeirra sérfræðinga sem blaðamenn NyTimes ræddu við, sú sennilegasta sem ég hef séð fram að þessu -- eiginlega, líklega rétt!

En ég á erfitt að sjá hvað Pútín hefði upp úr nýju stríði.
En á hinn bóginn, þá er "brinkmanship" alltaf háskaleikur!
Og getur endað í stríðsátökum, þó þau hafi ekki verið fyrirhuguð!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vissi ekki að fólk væri að lesa New York Times, hélt að það væri eins og Times of London að kaupendur settu það undir arminn til að þykjast vera eitthvað special, en enginn les blaðið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.8.2016 kl. 19:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér virðist þvert á móti NyTimes góður fjölmiðill - ég átta mig alveg á pólit. afstöðu hans; en sú pólit. afstaða virðist mér ekki lita - umfjallanir NyTimes um málefni utan Bandar.
--Þannig að NyTimes sé ágætlega nothæfur fjölmiðill, þegar kemur að málefnum utan Bandar.
Síst verri en margir aðrir -- ef maður vill kynna sé hvað er að gerast í Bandar. borgi sig að lesa samtímis umfjallanir fjölmiðla á hinni hlið pólitíkurinnar innan Bandar.

En hægri sinnaðir fjölmiðlar séu síst hlutlausari - einungis hlutdrægir með öðrum hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.8.2016 kl. 19:19

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef þú ert vinstri maður Einar, þá get ég skilið af hverju þér finnst New York Times góður snefill.

En ef þú vilt góða og neutral blaðamennsku, þá er New York Times ekki blaðið sem fólk treystir á.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.8.2016 kl. 22:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann Kristinsson, fyrirbærið hlutleysi er ekki til. Ég sagði þér mína reynslu af blaðamennsku NyTimes þegar kemur að fréttum af atburðum utan Bandaríkjanna. Ég veit vel að þeir eru ekki hlutlausir er kemur að fréttum af atburðum innan Bandaríkjanna.

En að sjálfsögðu á það sama við um flesta bandar. fjölmiðla - að þeir eru "partisan" að einhverju verulegu leiti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.8.2016 kl. 04:21

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einar Björn, ég er ekki að halda því fram að þú sérst vinstri maður, enda er það ekki það sem ég var að meina og í raun og veru þá kemur mér það ekkert við, hvort að þú ert vinstri eða hægri pólitísk bulla.

New York Times er með svo mikla slagsíðu til vinstri að ef að blaðið væri skip þá mundi því hvolpa og sökkva. Það er ekki langt í að blaðið New York Times fer á hausinn af því að það kaupa fáir þetta blað í dag.

Það mundi enginn sjá eftir þessu vinstrimannarugli, hvort sem það er innlendar eða erlendar fréttir. Þá er ég að tala um fréttir, en ekki eiginn hagsmuna pistla sem blaðið er uppfullt af.

Er það til of mikils ætlast að fréttir séu sagðar eins og þær koma fyrir og leifa lesenda að gera það upp með sjálfum sér hvað honum finnst?

En göturæsablaðamenska er það sem er að eyðileggja dagblöð og tímarit þeim fækkar með hverju árinu sem líður af því að fólk er yfirleitt ekki fífl og getur séð í gegnum áróður göturæsablaðamenna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.8.2016 kl. 16:24

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, í öllum þessum tilraunum þínum að moka aur yfir fjölmiðilinn -- hef ég ekki séð neitt frá þér um fréttina sjálfa.
--Kannski að þú værir til í að tjá þig um hana!

En mér finnst dálítið aumt, að ef menn eru svo fyrirfram dómharðir, að þeir geta ekki séð sér fært að lesa þá frétt sem um er fjallað.

    • Ég hef þessa afar neikvæðu sýn á NyTimes augljóslega.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 15.8.2016 kl. 02:46

    7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

    Óþarfi að skrifa um það sem New York Times birtir í sinum blöðum, vegna þeirra vinsti slagsíðu.

    En ef þú Einar Björn vilt trúa öllu sem er skrifað í New York Times eins og það sé skrifað í Kóraninum, þá þú um það.

    New York Times skrifar allt um þessar mundir til að reina að koma Hillary Rotten Clinton í forsetastólinn og klína öllu illu á Pútín, er það sem kerlingin vill.

    Kveðja frá Houston

    Jóhann Kristinsson, 15.8.2016 kl. 19:39

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 5
    • Sl. viku: 35
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 34
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband