Víetnam setur upp vígbúnað sem ógnar nýjum flotastöðvum Kína á tilbúnum eyjum á Suðurkínahafi

Þetta kom fram í Reuters: Vietnam moves new rocket launchers into disputed South China Sea.
--En ef upplýsingarnar sem fram koma í féttinni eru réttar!
Þá virðist vígbúnaðarkapphlaup á Suðurkínahafi, vera að færast á nýtt stig.

En sl. 2 ár hefur Kína verið að smíða 3-eyjar. A.m.k. 2-þeirra hafa nú herstöðvar, þ.e. flugvöll og höfn. Stöðvar á 3-eyjunni enn í smíðum.

Kína hefur hegðað sér sem ruddi gagnvart réttindum nágrannalanda sinna Sunnan við Kína. Lætur sem að þau lönd eigi engin réttindi á svæðinu!

Kína virðist staðráðið í því að slá eign sinni á nær allt hafsvæðið, nánast upp að ströndum landanna sunnan við Kína.

Krafa Kína - sjá rauðu línuna!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/d/de/South_China_Sea_claims_map.jpg

Það sem Víetnam gerir með þessu, er að neita Kína um starfsöryggi á ný-smíðuðum stöðvum sínum á Suðurkínahafi

  1. "Vietnam has discreetly fortified several of its islands in the disputed South China Sea with new mobile rocket launchers capable of striking China's runways and military installations across the vital trade route, according to Western officials."
  2. "Diplomats and military officers told Reuters that intelligence shows Hanoi has shipped the launchers from the Vietnamese mainland into position on five bases in the Spratly islands in recent months, a move likely to raise tensions with Beijing."
  3. "The launchers have been hidden from aerial surveillance and they have yet to be armed, but could be made operational with rocket artillery rounds within two or three days, according to the three sources."

Augljóslega munu viðbrögð Víetnams -- auka spennu milli Víetnams og Kína.

Ég hugsa samt sem áður, að engum ætti að koma á óvart, að nágrannalönd Kína -- leitist við að mæta hernaðar uppbyggingu á svæðum --> Sem hin löndin telja sig eiga fullan rétt til.

  • Með því, að byggja upp sinn eigin herstyrk á móti.
  • Þá eru þau samtímis, að árétta sínar kröfur.
  • Leitast við að þrýsta á Kína til að semja við þau.

Auðvitað getur vaxandi spenna leitt til hernaðarátaka!
En grannar Kína hafa einungis þá valkosti, að mæta hernaðaruppbyggingu Kína.
Eða að "de-facto" gefast upp á að sækja rétt sinn!

Greinilega eru a.m.k. víetnömsk stjórnvöld ekki á þeim buxum að gefa eftir!

 

Niðurstaða

Þetta er merkileg þróun. Samtímis þróun sem ætti ekki að koma nokkrum manni að óvörum. Enda hefur það blasað við um nokkurt skeið. Að löndin við Suðurkínahaf fyrir utan Kína. Ef þau ætla sér að halda áfram að sækja rétt sinn gagnvart Kína. Þá eiga þau ekki annan valkost en þann -- að efla víbúnað sinn á svæðum sem eru umdeild. Sjá kort!

  • Suðurkínahaf gæti á nk. árum orðið eitt eldfimasta svæðið í heimi hér!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband