Herstjórnin í Tælandi fær nýja ólýðræðislega stjórnarskrá samþykkta í þjóðaratkvæðagreiðslu er haldin var með ólýðræðislegri aðferð

Það sem vekur athygli við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar -- að þrátt fyrir að öll gagnrýni á tillögur um nýja stjórnarskrá hafi verið bönnuð í fjölmiðlum, og á netmiðlum einnig - að auki allir fundir gegn stjórnarskrártillögum hersins einnig bannaðir.

  1. Náði herinn samt einungis fram samþykki 61,4% þátttakenda.
  2. Þátttaka var einungis 55%.

____Aðferðin að sjálfsögðu minnkar mjög mikið - lögmæti hinnar nýju stjórnarskrár.

  1. En skv. henni, þá hefur ný Öldungadeild þingsins, sem herinn mun skipa.
  2. Neitunarvald á lög, sem meirihluti kjörinnar Fulltrúadeildar, mundi samþykkja.
  • Að sögn hersins, er pólitískur óstöðugleiki innan Tælands sl. 25 ár, spilltum stjórnmálamönnum að kenna!

____Það áhugaverða er, að herinn hefur nú 3-skipti steypt þjóðkjörinni ríkisstjórn.

Í öll skipti hefur verið um að ræða ríkisstjórn flokka sem tengjast fjölskyldu Thaksin Shinawatra.

  1. Glæpur þessara flokka, virðist fyrst og fremst sá, að hafa verið nærri ósigrandi við kjörborðið sl. 25 ár.
  2. Thaksin Shinawatra á sínum tíma, sá tækifæri í því að -- setja skattfé í það að þróa héröð inn til landsins sem þá voru fátæk sveitahéröð, með íbúum er höfðu litla kosningaþáttöku.
    --En fram að þeim tíma, var þróaði hluti Tælands nær einskorðaður við héröðin nærri höfuðborginni.
  3. Íbúar þeirra svæða sem fengu fé til að þróast - gerðust síðan mjög tryggir kjósendur flokka tengjda fjölskyldu Thaksin Shinawatra.

Það er mjög erfitt að skilja deilurnar í landinu -- en í stað þess að höfða til þessara kjósenda inn til landsins.
Þá virðast flokkar þeir sem sóktu fylgi til svæðanna nærri höfuðborginni -- hafa þess í stað stutt herinn í því, að --> Draga tennurnar úr lýðræðinu.

  • Mann grunar að eitthvað sé til í ásökunum þess efnis, að þeim svæðum sem tilheyra héröðum nærri höfuðborginni -- sé að finna elítu sem hafi verið vön að stjórna landinu.
  • Og hafi ekki áhuga á að sleppa þeim valdataumum.

Fyrst að þeim hafi ekki tekist að halda stjórn á landinu með lýðræðislegri aðferð.
Þá sé lausnin að -- takmarka til mikilla muna raunveruleg áhrif kjósenda!

Thai junta passes ballot box test with referendum win

Thai referendum: Military-written constitution approved

Sjá eldri umfjöllun mína: Tæland hefur nánast verið í samfelldri pólitískri krísu í rúman áratug

 

Niðurstaða

Það er sorgleg útkoma að elítan innan Tælands virðist ekki geta unað þeim niðurstöðum sem frjálsar lýðræðislegar kosningar leiða til innan Tælands. En ég lít svo á að það sé henni þvert á móti að kenna, sá óstöðugleiki sem hefur verið til staðar. En 3-skipti hefur réttkjörinni ríkisstjórn verið steypt af hernum sl. 25 ár!

Þeir sem hafi verið ósáttir hafi verið þeir sem töldu sig vera að missa spón úr sínum aski, vegna þeirra breytingar að héröð inn til landsins sem voru til samans fjölmennari en svæðin nærri höfuðborginni -- voru í reynd farin að stjórna landinu.

3-skipti stóðu slíkir hópar fyrir óspektum, sem í sömu skipti voru síðan notuð af hernum sem tilliástæður fyrir þörf fyrir að herinn mundi koma á röð og reglu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband