Trump greinilega ætlar ekki að leita sátta innan síns eigin flokks

Það má vera að Trump telji sig einfaldlega ekki þurfa, eftir að það kom í ljós að framboði hans gekk vel að safna fé í júlí: Donald Trump Makes Up Major Financial Ground.

Hinn bóginn læðist að manni sá grunur, að Trump sé einfaldlega að hefna sín!

Mike Pence Splits With Donald Trump on Paul Ryan Endorsement

--En viðbrögð Trumps virðast vera nákvæmlega - "tit for tat."

  1. "Mr. Trump said...he was considering endorsing Mr. Ryan for re-election, but was not ready. “I’m just not quite there yet,” Mr. Trump said. “I’m not quite there yet.”"
  2. "Mr. Trump’s choice of words was strikingly similar to the speaker’s language in May, when Mr. Ryan said he was “not ready” to endorse Mr. Trump for president."

Sem gæti þítt að Trump ætlar hugsanlega að styðja framboð Ryans síðar.
--Á hinn bóginn, gæti annað atriði bent til þess - að verið geti að Trump ætli að nota tækifærið til að losna við Ryan.

  1. "Mr. Ryan is facing a primary challenge on Tuesday from a businessman, Paul Nehlen..."
  2. "...on Tuesday, Mr. Trump told The Washington Post that Mr. Nehlen was “running a very good campaign.

Jafnvel þó að Trump opinberlega segist -- líka við Ryan, leiðtoga Repúblikana á þingi.
Þá efa ég að nokkur maður raunverulega trúi því.

Það á auðvitað eftir að koma í ljós!

  • En varaforsetaefni Trumps, Mike Pence -- hefur aftur á móti líst yfir stuðningi við framboð framboð Ryans til endurkjörs á bandaríska þingið.

Hvað það akkúrat þíðir, er virkilega góð spurning.

  1. Einn möguleikinn er sá, en vitað er að Pence og Ryan raunverulega líkar við hvorn annan, að Pence sé einfaldlega að styðja sinn vin -- burtséð frá því hvað Trump segir eða gerir.
  2. Annar möguleiki væri að Trump og Pence séu að spila einhvern -- "good cop / bad cop" leik.

Hafandi í huga, hversu auðveldlega Trump virðist fara yfir í reiði viðbrögð -- sbr. viðbrögð hans um sl. helgi, er framboð Clintons tjaldaði foreldrum látins hermanns er fórst í Persaflóastríði George Bush, fólk af pakistönskum ættum - m.ö.o. múslimar.
--Og faðir látna hermannsins, gagnrýndi Trump!
Og Trump svaraði með því m.a. að gera lítið úr móður látna hermannsins, sem er óhætt að segja að hafi farið illa í marga innan Bandaríkjanna!---M.ö.o. viðbrögð sem sannarlega voru pólitískt séð, ósnjöll.

  • Þá einfaldlega grunar mig að það passi betur við karakter Trumps - að Trump sé að hefna sín á Ryan þingmanni og þingleiðtoga Repúblikana.
  • Þar með gefi hugmyndinni um að bera klæði á sárin innan Repúblikanaflokksins
    --> Fingurinn!

Þannig séð væri það fullkomlega í stíl við gagnrýni Trumps á sinn eigin flokk, meðan hann stóð í baráttunni um útnefningu!
Á hinn bóginn, ef Trump mundi vísvitandi ganga beint á hagsmuni þeirra sem hafa ráðið flokknum fram að þessu.
Þá væntanlega má hann einnig reikna með því, að þeir hætti öllum tilraunum til að vinna með honum!

Kannski þó án þess að formlega lísa yfir nokkru!
--En það gæti t.d. sést á því, ef áhrifamenn innan flokksins, mundu fókusa peninga undir stjórn flokksins og þær bjargir sem hann ræður yfir, í baráttu þingmanna flokksins um þeirra persónulega endurkjör.
--Í stað þess að fókusa þær bjargir og peninga, í stuðning við framboð Trumps til forseta.
_________________

Það er til fordæmi, en 1996 þá fókusaði flokkurinn frá framboði Bob Dole - einbeitti sér þess í stað, að framboðum einstakra þingmanna og fylkisstjóra.

 

Niðurstaða

Sú sérkennilega staða gæti myndast - að Repúblikanaflokkurinn vegna vaxandi rofs milli dæmigerðra íhaldsmanna og framboðs Trumps -- einfaldlega fylgi fordæminu frá 1996, er miðstjórn Repúblikanaflokksins - í reynd yfirgaf framboð Bob Dole.

En Trump er frambjóðandi flokksins hvort sem flokknum líkar eður ei.
--En ekkert í lögum flokksins í reynd bindur hann til að styðja frambjóðanda flokksins til forseta!

Þannig að ef Trump er alvara með að lísa sínu frati!
Þá gæti það mjög fljótlega orðið gagnkvæmt.
__________________

Framboð Trumps virðist hvort sem er ekki ætla að gera tilraun til þess að sækja inn á miðjuna, eins og venja er hjá frambjóðendum er þeir hefja beina baráttu um embættið.

Heldur ætla að halda sig við markaða stefnu er Trump hefur fylgt frá upphafi.
--Það yrði þá að koma í ljós, hvort hann geti unnið út á - "hate and controversy" eingöngu.

  • Ákveðið svar við því má hugsanlega sjá í fylgistölum:
    "The former secretary of state has even been performing remarkably well in polls taken in traditionally right-leaning states, such as Arizona and Georgia where Republican candidates typically win by healthy margins."
    __Það geti bent til þess að Clinton sé að takast að ná til sín hluta hefðbundinna kjósenda Repúblikana!
    **Á móti hugsanlega nær Trump einhverjum hluta hefðbundins fylgis meðal verkamanna af Demókrötum.

Þannig að það sé engin leið að fullyrða a.m.k. enn að kosningin geti ekki orðið spennandi!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

það er ekki neinn möguleiki á að Trump verði kjörinn forseti USA.

Til að vinna þá þarf Trump að vinna Ohio og Flórída, ef kosninga úrslit verða eins og í síðustu skoðunarkönnun í Flórída þá er Hillary Rotten Clinton með 6% meira fylgi en Trump.

Loka úrslit Hillary Rotten Clinton verður svarin inn sem forseti USA 20. janúar 2017. 

Svo einfalt er þetta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.8.2016 kl. 01:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vonandi rétt hjá þér, Repúblikanar fá annað tækifæri eftir 4-ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.8.2016 kl. 01:21

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Repúblikanar eru að þurrkast út smátt og smátt og það verður ekki repúblikani forseti USA í náinni framtíð.

Horfum á frambjóðanda demókrataflokksins, þetta er manneskja sem er orðabóka dæmi um spurninguna hvað er spilling. Samt sem áður þá er hún valin sem forsetaefni demókrata.

Yfirmaður Alrikislögreglunar (FBI), telur upp fleirri fleirri afbrot sem að frambjóðandi demókrata hefur brotið, en að upptalningunni lokinni þá segir hann að það verður engin ákæra.

Hvað er að gerast í þessum stjórnmálum hér í USA er ósköp einfallt, peninga elítan stjórnar og peninga elítan vill Hillary Rotten Clinton, það er auðveldara að stjórna henni, það er aldrei að vita hvað trúðurinn í Repúblikanaflokknum gerir.

það er hvert fylkið á eftir öðru sem að er að verða eins Flokka fylgi og stjórnað af demókrötum, eins og gamla Sovétið var hér i den tid. Það furðulega við þetta er að þessi eins flokka Fylki eins og Kalifornía, New York, Michigan, Maryland og fleirri mætti telja, sem hafa verið stjórnað af demókrötum eru að nálgast gjaldþrot, alveg eins og gamla Sovétið, en fólk vill ekki læra af reynslunni og heimtar allt frítt.

En svona er þetta, bómullarkynslóðin vill ekki vinna, mikið betra að fá allt frítt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.8.2016 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband