2.8.2016 | 23:02
Engin takmörk hve langt Trump getur sokkið? Nú kallar hann Clinton - djöful, og talar um kosningasvik 100 dögum fyrir kosningar
Ákaflega sérstakt, að tala um kosningasvik -- 100 dögum fyrir kosningar!
En vanalega þegar slíkar ásakanir koma fram, gerist það að afloknum kosningum.
Trump: 'I'm Afraid' The General Election's 'Gonna Be Rigged'
""I'm afraid the election's gonna be rigged, I have to be honest," Trump told the crowd."
3-möguleikar koma upp í hugann!
- Trump sé með þessu, að leitast við að auka líkur á því að sem flestir stuðningsmanna hans, mæti til að kjósa.
--Skapa tilfinningu spennu meðal þeirra. - Gæti einnig verið tilraun til þess, að dreifa umræðu undanfarinna daga sem hefur verið Trump ákaflega óhagstæð -- eftir vægt sagt umdeilda sennu milli Trumps og foreldra hermanns er fórst í Persaflóastríði Bush forseta, er Trump virtist gera lítið úr móður hermannsins --> Sem er óhætt að segja að hafi ekki vakið lukku meðal bandar. þjóðarinnar.
- Og síðan - gæti hann hreinlega verið farinn að óttast að tapa kosningunum.
Og sé farinn að undirbúa afsökun frammi fyrir eigin stuðningsmönnum -- að hann hafi í reynd ekki tapað, heldur hafi sigurinn verið tekinn af honum með svikum.
- Síðasta atriðið getur verið mjög varasamt - því það geti þítt, að í kjölfar hugsanlegs sigurs Clinton, ef sá er ekki mjög afgerandi, geti stuðningsmenn Trumps staðið fyrir skipulagðri óhlýðni á almennum stöðum - jafnvel efnt til óeirða, sbr. orð eins helsta ráðgjafa Trumps: Roger Stone Says There Will Be a Bloodbath if Election is Stolen From Trump.
Alveg fullt af liði í kringum Trump - er væri fullkomlega tilbúið að trúa ásökunum um sviknar kosningar --> Burtséð frá því hvort nokkuð væri hæft í slíkum ásökunum.
Fyrir utan þetta, hefur Trump toppað öll ummæli tengd kosningabaráttu sem ég hef heyrt um, með eftirfarandi:
Trump calls Clinton 'devil,' warns of 'rigged' race, makes ISIS charge
"Speaking at a stop Monday night in Pennsylvania, Trump did not mince words as he also blasted Sanders for backing Clinton. If he would have just not done anything, go home, go to sleep, relax, he would have been a hero. But he made a deal with the devil. She's the devil. He made a deal with the devil. It's true, Trump said."
Augljóslega er Trump mjög pyrraður út í Sanders -- að hafa valið að styðja Clinton sem hinn skárri kost eða "lesser evil" - en ef Sanders t.d. hefði farið í sérframboð eru mjög miklar líkur að slíkt sérframboð hefði gert kosningasigur Trumps öruggan!
En nú -í ljósi ummæla þar sem hann talar um meint kosningasvik 100 dögum fyrir kosningar- þá er hann væntanlega nú -- enn pyrraðri en fyrr, gagnvart Sanders.
Kannski lísa ummælin um Clinton -- vonbrigðum Trumps.
Er hann ef til vill sjái sæng sína uppbreidda, í ljósi nýjustu skoðanakannana: Clinton extends lead over Trump to 8 percentage points: Reuters/Ipsos.
Niðurstaða
Ummæli Trumps um kosningasvik 100 dögum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum, og ótrúlega hatrammleg ummæli um Sanders og Clinton þar sem Trump kallar Clinton -djöful- sem getur bent til biturðar. Séu ef til vill vísbendingar þess, að Trump sé að tapa voninni um sigur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 3.8.2016 kl. 09:39 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góðann pistil
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.8.2016 kl. 00:46
Takk fyrir innlitið. Var að horfa á "Back to the Future" myndirnar. Skrítið hvernig maður upplifir þessar kosningar - eins og maður væri staddur á -gatnamótum- milli 2-ja tímalína. Þar sem önnur úrslitin þíða, að sá tími sem við þekkjum - haldi áfram. En, hin úrslitin, að heimurinn taki skarpa beygju til annarrar framtíðar - sem ég óttast að ef verði, geti orðið verulega mun dekkri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2016 kl. 03:36
Þú hefur ótrúlega stutt minni Einar.
Það er ekki nema vika síðan að Hillary varð uppvís að grófum kosningasvikum.
Það er þesvegna alls ekkert út úr kú að Trump óttist kosningasvik af hennar hálfu,sérstaklega af því hún er með allt kerfisliðið í vasanum.
.
Að kalla hana djöful er alls ekki ónákvæmt. Auðvitað meinar hann ekki að hún sé djöfull í stöngustu merkingu þess orðs ,en þetta er oft notað til að lýsa ómerkilegri ofbeldisfullri manneskju og þá oft í samsettum orðum eins og Kalldjöfull eða kerlingardjöfull.
Mér finnst þetta lýsa henni ágætlega fyrst við höfum ekkert sterkara orð á takteinum.
Borgþór Jónsson, 3.8.2016 kl. 17:22
Hillary er að vinna fyrir hernaðarlið sem hefur ekkert betra að gera en að skjóta eldflaugum á einhverja menn í Afríku. Sömu menn og Obama er að vinna fyrir. Enda hafa fáir látið skjóta jafnmörkum rakettum á Afríku.
Sömu menn eru sífellt að streða við, að því er virðist, að koma á öðru köldu stríði. Sem okkur vantar eins og augu innan í lifrina.
Hvernig er hún betri en *einhver?* Hver sem er?
Ástæðan fyrir dálæti fólks á Trump er að hann er ekki tengdur inní neitt svona furðulegt. (Það, og hann fer í taugarnar á allskyns hundleiðinlegu fólki sem hefur fengið að vaða uppi allt of lengi.)
Það sagt...
Áfram Gary Johnson!
Ásgrímur Hartmannsson, 3.8.2016 kl. 21:42
Boggi, hvaða kosningasvik ertu að tala um? Bendi þér á að ég fylgdist vel með þeim afhjúpunum sem fram komu þegar e-mailarnir voru birtir sem fram fóru milli meðlima sem sátu í stjórn Demókrataflokksins.
--En þ.e. engin leið að þó þeir hafi haft sínar eigin skoðanir á málum, að það sé unnt að líkja því við kosningasvik.
Þ.e. afar langsótt að halda því fram að þær dagsetningar hafi skipt öllu máli.
Síðan ræður Clinton engu um það hvert fyrirkomulag kosninga er í einstökum fylkjum.
Það er undir hverju fylki fyrir sig komið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.8.2016 kl. 01:24
Ágrímur -- ég virkilega nenni ekki að tj+a mig um svona dellu "Hillary er að vinna fyrir hernaðarliðið."
Þú munt kynnast raunverulegri geðveiki, ef Trump nær kjöri.
--Og á skömmum tíma tvístrar bandalögum Bandaríkjanna.
------------
Heimskreppa - Kína með yfirráð innan heims-kerfisins -- Rússland að endurreisa járntjaldið.
--Kannski að taka yfir Ísland --> Nema að eins og 1940 Bretland kannski verði fyrra til.
Hver veit -- Heimsstyrrjöld 3-gæti hafist ekki löngu síðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.8.2016 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning