Tek fram að þessi túlkun er ekki endilega óhjákvæmileg - en óneitanlega freystandi miðað við hvernig Trump svarar spurningum GEORGE STEPHANOPOULOS.
- Best að nefna strax - að Trump hefur ekki enn skilgreint nákvæmlega - hvað hann akkúrat vill, er hann segir -- NATO lönd ekki borga Bandaríkjunum.
-Sem hann ítrekar þarna að neðan.
-Segir síðan, NATO lönd vera að notfæra sér góðvilja Bandaríkjanna.
**En Trump hefur sagt, skýrt, að hann muni ekki verja NATO land, sem ekki hafi borgað!
Enn vantar skilgreiningu hans á þeirri -- fjárkröfu!
--En þ.e. alveg full ástæða að gagnrýnendur Trumps gagnrýna hann fyrir þetta --> En mun NATO virkilega standast það, ef aðstoð Bandaríkjanna er skilyrt --> Beinni fjárkúgun? - Það er síðan athyglisvert hvernig hann bregst við því, er Stephanopoulos -- spyr hvort að Bandaríkin eigi að beygja sig fyrir Rússum út af Krím --> Og Trump hafnar því að hann beygi sig!
--En ítrekar síðan, hversu gott það væri að eiga gott samstarf við Rússland, t.d. vegna ISIS.
**Og síðan fyrir rest - viðurkennir Trump að hann íhugi að viðurkenna yfirráð Rússa yfir Krím. - Svo ítrekar hann það í frekari svörum að gott væri að vera vinur Rússa, er hann fullyrðir að bandarískir herforingjar hafi brugðist í baráttunni við ISIS.
__En rétt er að nefna, að fram að þessu hafa Bandaríkin beitt sér afar takmarkað, þ.e. A)Með loftárásum, B)Með sérsveitum er aðstoða vinveittar sveitir Kúrda, og að einhverju leiti einnig hersveitir stjórnarinnar í Bagdad, C)Með vopnasendingum til Kúrda.
**En Bandaríkin hafa ekki sent her til Mið-austurlanda, til þess að berjast við ISIS. - Það vekur því spurningar --> Hvernig Trump hyggst sigrast á ISIS, í samstarfi við Rússland.
Ályktun er virðist blasa við, ef mið er tekið af svörum Trumps.
**En freystandi er að álykta að Trump muni senda herlið.
- Sem væri óneitanlega áhættusamt!
- En Rússland í samhengi Sýrlands átakanna, er greinilega bandamaður Írans - Hezbollah og Alavi minnihlutastjórnarinnar í Damascus.
--Þetta færir átökunum mjög sterkan -- trúarbragða stríðs keim.
--Þegar haft er í huga, að uppreisnarmenn eru án undantekninga -- Súnní Íslam trúar.
**Og þeir eru studdir af Súnní Araba löndum við Persaflóa -- sem standa í átökum við Íran um stóran hluta Mið-austurlanda. - Bandaríkin, vegna þess að Flóa Arabar og Saudi Arabar eru mikilvægir bandamenn, og aðstaðan við Persaflóa er strategískt mikilvæg fyrir Bandaríkin --> Hafa ekki viljað styggja þau lönd --> Með því að virðast taka afstöðu gegn þeim í átökum þeirra við Íran.
Hvernig Trump mundi ætla m.ö.o. að fara í herför með Rússum!
Án þess að valda meiriháttar upplausn samskipta Bandaríkjanna við Arabalöndin við Persaflóa og Saudi Arabíu.
--Virðist þyrnum stráð a.m.k. við fyrstu sýn.
________________Úr viðtali við Trump
Trump: If our country got along with Russia, that would be a great thing...
Stephanopoulos: But if we have a good relationship
Trump: I think that's good.
Stephanopoulos: by bowing to his annexation of Crimea
Trump: We're not gonna be bowing to any
Stephanopoulos: is that a good thing
Trump: Hey, George. You know me pretty well. I don't bow, okay? I don't bow. But if we can have a good relationship with Russia, and if Russia would help us get rid of ISIS, frankly, as far as I'm concerned, you're talkin' about tremendous amounts of money and lives and everything else. That would be a positive thing, not a negative
Stephanopoulos: Even if that means conditioning our commitments to NATO, as you said?
Trump: No, because you're not gonna do that. NATO is gonna be just fine. But NATO countries, we have 28 countries, many of them are taking advantage of us. 'Cause they're not paying. So we're protecting these countries. And they're not paying...I was also right about the fact that NATO we're t being taken advantage of by NATO countries, totally advantage of, George
Trump: You have Obama there. And frankly, that whole part of the world is a mess under Obama with all the strength that you're talking about and all of the power of NATO and all of this. In the meantime, he's going away. He take takes Crimea. He's sort of, I mean
Stephanopoulos: But you said you might recognize that.
Trump: I'm gonna take a look at it...And having a good relationship with Russia is a good thing, not a bad thing.
Niðurstaða
Það þarf varla að taka fram að svör Trumps valda deilum - en t.d. Repúblikanar sem styðja NATO, en fjöldi þeirra gerir. Geta eðlilega átt erfitt með að styðja stefnu Trumps --> Ef Trump er virkilega alvara með þá stefnu --> Að ætla að fjárkúga NATO lönd, eða neita ella að taka þátt í vörnum landa, sem ekki greiða uppsett verð.
Svo eru margir Repúblikanar mun harðari gegn Rússlandi en Obama stjórnin í deilum Rússlands við Úkraínu. Og sá hópur eðlilega er ekki par ánægður með það -- ef Trump virðist skv. viðtalinu ætla að viðurkenna einhliða yfirtöku Rússlands á Krím.
--En rétt er að benda á þá staðreynd, að á 10. áratugnum undirritaði Rússland yfirlýsingu þar sem Rússland formlega viðurkenndi þáverandi landamæri Úkraínu, um alla framtíð!
Svo er fullkomlega óljóst hvað Trump hyggst fyrir í Mið-austurlöndum, sem mundi virka svo miklu betur gegn ISIS - í samstarfi við Rússland.
--En eins og ég sagði, freystandi á álykta að Trump ætli að senda her!
En það gæti verið mjög eldfim aðgerð, í ljósi bandalaga Bandaríkjanna á Mið-austurlanda svæðinu.
- Þetta krystallar eiginlega þá ábendingu, að stefna Trumps virðist augljóst geta sett nánast allt bandalagakerfi Bandaríkjanna í algert uppnám.
--En í alvöru talað, einhliða fjárkrafa á bandamenn Bandaríkjanna! Með hótun um að neita að taka þátt í þeirra vörnum. Fjárkúgun - er eðlileg túlkun.
Hafandi þetta í huga, að Repúblikanaflokkurinn hefur áratuga sögu af því að standa þétt að baki bandalagakerfi Bandaríkjanna á erlendum vettvangi.
Þá get ég vel trúað því að margir Repúblikanar séu virkilega - sárónánægðir með Trump.
Sjá gagnrýni McCain á Trump: John McCain Denounces Donald Trumps Comments on Family of Muslim Soldier
Sjá gagnrýni bandarískra hermanna á eftirlaunum á Trump: The VFW Strongly Condemns Donald Trump
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"And having a good relationship with Russia is a good thing, not a bad thing."
Við ættum að ráða Trump sem utanríkisráðherra. Væri mikil framför.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.8.2016 kl. 00:45
Ég tek þessu svari sem hverju öðru gríni -- en stefna Trumps ógnar öllu öryggiskerfi Bandaríkjanna, og einnig Evrópu allrar -- og væri augljós gjöf til óvina Bandaríkjanna; og þess fyrir utan -- er alvarleg ógn við öryggi Íslands.
Ef hún nær fram að ganga gæti sjálfstæði Íslands tekið endi þegar svo snemma sem nk. sumar.
--En ég sé ekki hvernig NATO lönd -- sætta sig við fjárkúgunarkröfu Trumps.
--Eða að S-Kórea, eða Ástralía, eða Japan geri það heldur.
Þá tekur bandalagakerfi Bandar. endi!
___
Svo startar hann heimskreppu og gerir stóran hluta landa heimsins, brjáluð út í Bandaríkin, ofan á það allt saman.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.8.2016 kl. 00:55
Þannig er að Trump bendir þarna á hið augljós, að gott samband BNA við Rússa sé gott, og meira virði en pólitísk markmið ESB. Jú gott ef það er bara ekki þó nokkuð til í þessu hjá honum.
Guðmundur Jónsson, 2.8.2016 kl. 15:38
Mín tilfinning er sú að Trump mun gera mun betur í utanríkismálum en Clinton.
Clinton á að baki mjög slæma takta í utanríkismálum s.s. Bengazi, Íran, Sýrland, Úkraína o.fl., o.fl. Clinton virðist hafa notað stöðu sína sem utanríkisráðherra á fyrra kjörtímabili Obama til að auðgast.
Svo virðist sem hún hafi opnað fjölda dyra og tækifæra fyrir stjórnvöld vestrænum gildum óhagstæð fyrir milljóna dollara greiðslur í Clintonfoundation, sem á að vera góðgerðarsjóður, en þeir fjármunir virðast fara fyrst og fremst í þeirra eigin vasa. Bill Clinton hefur skreytt sig með fjöðrum annarra og þóst hafa lagt af mörkum þar sem þau hafa ekki komið nokkur staðar nærri. Þessi foundation þeirra virðist ekki hafa komið nokkrum til góða nema þeim sjálfum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.8.2016 kl. 15:56
Trump er augljóslega miklu betri kandidat en kerlingarálftin ,þó hann sé einstaklega óskemmtileg persóna. Forsetar eru hvort sem ekki skemmtikraftar.
.
Trump gerir sér ljóst að Rússar eru ekki óvinir Bandaríkjamanna,en þeir vilja heldur ekki vera Bandarísk nýlenda.
Ef Bandaríkjamenn láta af þessari nýlendustefnu verður allt í lagi milli þessara þjóða. Þetta gerir Trump sér ljóst og líka að Rússland er besti bandamaður sem hann getur fengið í baráttunni við hryðjuverkamenn.Hryðjuverkamenn sem hafa starfað undir verndarvæng Bandaríkjamanna og sumra Evrópurikja,auk nokkurra einræðisríkja í Miðausturlöndum
.
Krím skiftir hér engu máli,Trump þarf ekkert að lúta vilja Rússa í því máli. Hann þarf bara að lúta vilja Krímverja sem er ótvíræður og eðlilegur.
.
Skilningsleysi þitt á viðhorfi hans til NATO er svo útúrsnúningar einir.Þér er örugglega full ljóst að hann er að krefjast þess að þjóðir Evrópu borgi þá prósentu af GDP til varnarmála sem þeir hafa lofað.
Evrópubúar vilja svo ekki borga af því þeir vita að þeir eru ekki í neinni hættu.
.
Bandaríkin eru hnignandi veldi sem bankar nú fast á að fá fjármuni frá öðrum löndum til að þeir geti áfram ofsótt ríki hvar sem er í heiminum.
Staðreyndin er nefnilega sú að hlutverk NATO er ekki að verja Evrópu,enda engin þörf á því,heldur virkar þetta sem fjáröflun fyrir Bandaríska heimsveldið og tæki til að fá gæðastimpil á óhæfuverk þeirra um allan heim. Þetta er núverandi hlutverk NATO.
Trump virðist haldinn þeim misskilningi að Bandaríkin séu að fórna sér fyrir öryggi Evrópu .Það er svolítið sætt ,en að sama skapi barnaleg hugmynd
.
Nýlega þröngvuðu Bandarísk stjórnvöld Evrópuríkjum til að senda hermenn að landamærum Rússlands. Þarna hefur augljóslega átt sér stað hið fræga "arm twisting" sem Obama talaði um,sérstaklega var þetta augljóst með Hollande sem hafði fyrr um daginn gefið út yfirlýsingu um að Rússland væri ekki óvinveitt ríki og NATO ætti ekki að stjórna utanríkismálastefnu Frakklands.
Það væri fróðlegt að sjá handlegginn á honum,skyldi hann vera búinn að ná sér.?
.
Sum þessara ríkja sendu innan við 200 hermenn. Hver skyldi vera ástæðan fyrir að Obama leggur svona mikla áherslu á að það séu Evrópskir hermenn á landamærum Rússlands.
Jafnvel þó þeir séu bara örfáir og með nánast engan búnað.
Það sem Obama er að reyna að tryggja er að ef það brjótast út átök ,verði öll ríki Evrópu fyrir mannfalli á fyrsta degi. Með því móti er líklegra að Evrópuríkin muni sameinast gegn Rússum.Þetta gefur ofríki þeirra á landamærum Rússa líka vissan gæðastimpil.
Síðan kemur það í hlut Hillary að kveikja eldana og eyðing Evrópu getur hafist enn einu sinni.
Við verðum að hafa í huga að Evrópuríkin að undanskildu Bretlandi eru ekki vinaríki Bandaríkjanna ,heldur leppríki.
Neokonunum finnst ekkert meira mál að eyða Evrópu heldur en löndum í Miðausturlöndum.
Í miðausturlöndum er taktíkin að etja saman trúarhópum ,í Evrópu er taktíkin að etja Evrópu gegn Rússum
.
Það sem undrar mig mest er hvers vegna Evrópskir þjóðarleiðtogar láta fara svona með sig.Hvernig þeir leggja þjóðir sínar í stórhættu til að þóknast heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna.
Líklega er skýringin að handleggirnir á þeim eru frekar veiklulegir.
Trump setur allt þetta í hættu og nú eru fjölmiðlarnir settir á yfirsnúning til að koma í veg fyrir að hann nái kjöri.
Borgþór Jónsson, 3.8.2016 kl. 01:50
Boggi, alltaf sterkur í þeim fantasíum sem þú virðist þó trúa á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2016 kl. 03:24
Guðmundur, en á hvaða verði eru þau "góðu samskipti keypt?" Pútín veit nákvæmlega hvers konar fífl Trump er, sem þíðir - að Pútín ætlar sér að notfæra sér heimsku Trumps - á kostnað Bandaríkjanna að sjálfsögðu, og Evrópu að auki -- að því marki sem Pútín kemst upp með.
__Pútín a.m.k. er ekki fífl!
Kostnaðurinn, mun síðan bitna á okkur öllum, kostnaðurinn af heimsku Trumps.
Meðan að Pútín glottir stórt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2016 kl. 03:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning