Ósmekkleg ummæli koma Trump í vandræði, meðan að framboð Clintons fékk nokkra ódýra áróðurspunka að gjöf

Ég er að vísa til -controversy- helgarinnar í Bandaríkjunum, frekar ósmekkleg viðbrögð Trumps við því þegar framboð Clintons tranaði fram foreldrum hermanns af pakistönkum ættum, en þeirra sonur lét lífið í átökum Bandaríkjahers í Írak.

Þetta var snjall leikur á framboði Clintons, að fá foreldra fyrrum hermanns er hafði látið lífið - fólkið af pakistönsku ætterni; sem þíðir - múslimar.
Til að tala gegn hugmyndum Trumps á kosningafundi fyrir Clinton - að banna Múslimum að setjast að í Bandaríkjunum.

  • Og Trump labbaði beint í gildruna!

Clinton accuses Trump of scapegoating Muslim soldier's parents

House Speaker Ryan: Khan family sacrifice should be honored

En herra Khan - sagði "He added that the Republican had “sacrificed nothing” for his country."

Sjálfsagt hefur ásökun herra Khan, að Trump hafi ekki fórnað neinu - gert Trump reiðan!
Þess vegna hafi Trump hlaupið svo rækilega á sig sem hann gerði, sbr. að það voru þau viðbrögð Trumps sem ollu fjölmiðlafárinu í Bandaríkjunum yfir helgina -- en Trump sagði:

  1. "Mr Trump fired back over the weekend, saying he had sacrificed by “working very hard”..."
  2. "...and “employing thousands and thousands of people”."
  3. "...and suggested the soldier’s mother had stood silently alongside her husband during his speech because “maybe she wasn’t allowed to have anything to say”."

Svo þegar ummæli hans voru gagnrýnd -- m.a. af nokkrum fjölda Repúblikana!

  1. “I was viciously attacked by Mr Khan at the Democratic Convention,”
  2. “Am I not allowed to respond? Hillary voted for the Iraq war, not me!”

Einn harðasti gagnrýnandinn -- :

Representative Mike Coffman of Colorado, a Republican who served in combat as a Marine, denounced Mr. Trump’s remarks. - ”Having served in Iraq, I’m deeply offended when Donald Trump fails to honor the sacrifices of all of our brave soldiers who were lost in that war,

Málið er að viðbrögð Trumps - setja sjálfsagt marga Repúblikana í vanda, því að látnir hermenn - foreldrar látinna hermanna - sjálfur herinn; hefur alltaf verið stórt heilagt vígi Repúblikanaflokksins.

  1. Viðbrögð Trumps voru greinilega - pólitískt séð ósnjöll.
  2. Og veittu Clinton og hennar framboði, tækifæri til að gagnrýna Trump með hætti sem án efa hefur náð eyrum töluverðs fjölda stuðningsmanna hersins meðal Repúblikana.

ISIS hefur síðan gefið sína eigin yfirlýsingu: Islamic State calls slain Muslim American soldier an 'apostate'.

En samtökin - íslamska ríkið eða einnig "daesh" líta á sérhvern hermann sem berst fyrir annan málstað en málstað "daesh" sem -- villutrúarmenn eða gengna af trúnni.
--En það er vörn þeirra fyrir því að beita sínum frægu - afhöfðunum.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að sjá hvort að írafár helgarinnar hafi haft áhrif á fylgi frambjóðenda - en skv. erlendum miðlum er þetta mesta fjölmiðlafár út af ummælum Trumps, síðan hann réðst að dómara af mexíkóskum ættum - með hætti sem margir Repúblikanar tóku undir að hefðu verið óásættanlega "rasísk."

Eins og ég sagði - herinn, látnir herinn, foreldrar látinna hermanna!
Eru heilög vé innan bandarísks samfélags!

  • Trump þarf að vara sig á því - að láta ekki spila þetta auðveldlega með sig.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sérð þú Einar virkilega ekki örvæntinguna sem komin er í framboð Hillary nú á síðustu dögum?

Þú hefur örugglega veitt því eftirtekt að gervöll gyðinga fjölmiðlaflóran vestanhafs stendur hreinlega á öndinni í skítkastinu.

Ég þarf varla að telja upp nú síðast birtingu gamalla nektarmynda af eiginkonu andstæðingsins, né heldur hlægilegra ásakana um ímyndað samstarf Trumps við KGB og Pútin

.

Bandaríkjamenn eru einfaldlega búnir að fá upp í kok af þessu eins og skoðanakannanir sýna og hvernig heldur þú annars að Hillary gangi í fyrirsjáanlegum kappræðum við andstæðinginn?

Sanders hefði örugglega unnið Trump á lokasprettinum, en nú getur aðeins kúla stöðvað Trump.

Jónatan Karlsson, 1.8.2016 kl. 12:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Örvæntingu? Þú ert þá að lesa einhverja Trump partísan miðla.

Mér virðist Trump nú eiga töluvert á högg að sækja eftir mjög klaufaleg ummæli helgarinnar.

Síðan eru margir Bandaríkjamenn áhyggjufullir vegna - vægt sagt, hættulegrar utanríkisstefnu Trumps. Og ég meina virkilega, hættulega!

    • En í alvöru, ef hann einhliða setur háa verndartolla á innflutning frá Asíulöndum til Bandaríkjanna --> Þá startar Trump heimskreppu.
      --Þegar bylgja atvinnuleysis færi um heimsbyggðina, þá mundi virkilega hefjast stóra anti amerísk bylgja.

    • Svo ef honum er virkilega alvara með fjárkúgunar hugmyndir á NATO -- samtímis og hann virðist ætla að krefjast þess að viðskipti við bandalagsríki verði alltaf Bandar. í hag --> Þá virðist mér virkilega blasa við yfirvofandi hrun bandalagskerfis Bandar. ef slíkri stefnu væri framfylgt.

    Þanni að þ.e. eðlileg gagnrýni á Trump -- að stefna hans mundi gagnast óvinum Bandaríkjanna, að hún sé alvarleg ógn við öryggishagsmuni Bandar.
    ________

    Ég held þvert á móti að veikleikar Trump séu að koma upp á yfirborðið í dag svo við blasir!

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 2.8.2016 kl. 00:51

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband