Rússland sakað um tilraun til þess að veikja framboð Clintons í von um sigur Trumps

Áhugaverðar ásakanir -- ég felli engan dóm á sannleiksgildi þeirra.
--En segi þó eitt, að ég get mögulega trúað þeim!
Því ég get alveg trúað því upp á stjórnvöld í Kreml, að vilja stuðla að sigri Trumps.

FBI investigates hacking of Democratic Party organization

Russia trail sees Moscow accused of wider aims

As Democrats Gather, a Russian Subplot Raises Intrigue

Released Emails Suggest the D.N.C. Derided the Sanders Campaign

 

Það virðist a.m.k. staðfest að e-mail vefur Demókrata flokksins var hakkaður af rússneskum aðilum

"Claire McCaskill, a Democratic senator from Missouri: “In the metadata you see that it’s been through Russian computers. The experts are saying this was Russia,” - “And it’s no question they’re doing this to try to impact our elections.”"

Það sem sérfræðingarnir eru að segja -- er að aðilinn sé rússneskur.

"But researchers have concluded that the national committee was breached by two Russian intelligence agencies, which were the same attackers behind previous Russian cyberoperations at the White House, the State Department and the Joint Chiefs of Staff last year."

Fyrst að aðilinn er talinn sá sami og hakkaði sig inn í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og vef Hvíta hússins -- en þær tölvuárásir voru taldar framkvæmdar undir handarjaðri rússnesku leyniþjónustunnar.

 

Af hverju eru rússnesk stjórnvöld að gera tilraun til að skaða framboð Clintons?

Ástæðurnar eru augljósar -- en nýlega þá sagði Trump að hann mundi ekki verja bandamenn Bandaríkjanna, ef þeir hefðu ekki greitt til Bandaríkjanna uppsetta kröfu um kostnað Bandaríkjanna af þátttöku Bandaríkjanna í vörnum viðkomandi lands -- sem Trump á enn eftir að nákvæmlega skilgreina.

Sjá texta viðtals: Donald Trump on NATO, Turkey’s Coup Attempt and the World.

  • Það auðvitað líklega veldur hruni NATO.

Sem Pútín hefur lengi dreymt um!

Að auki hefur Trump -- sagt, að hann muni líklega taka Bandaríkin út úr Heimsviðskiptastofnuninni.

 

Niðurstaða

Það ætti ekki að koma nokkrum á óvart, að Pútín vilji sigur Trumps -- þannig að fram að kosningum verða sennilega stjórnvöld Rússlands, með leyniþjónustuna í fullu starfi við að brjótast inn í vefþjóna Demókrata og annarra tengdum framboði Clintons.
Að auki virðist sennilegt að leyniþjónusta Rússlands, muni taka fullan þátt í þeirri ófræingarherferð gegn Clinton sem hefur um nokkurt skeið verið í gangi innan netheima.

En ef Trump eyðileggur NATO - og að auki neitar að verja fjölda NATO meðlima.
Þá færir hann Rússlandi þar með risa gjafir á silfurfati.

  • Mér virðist algerlega hugsanlegt, að Pútín geti endurreist a.m.k. að einhverjum hluta -- járntjaldið, í kjölfar gjafar Trumps.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband