Tyrkneski herinn fremur valdarán í Tyrklandi?

Fréttir benda til þess að um alvöru valdarán sé að ræða - þ.e. herinn hafi tekið yfir helstu opinberar byggingar í Ankara og helstu sjónvarpsstöðvar.
En á sama tíma, segist ríkisstjórnin enn hafa völdin í landinu, að byltingartilraunin verði kveðin niður, og valdaránsmenn sóttir til saka.
Erdogan á meðan hefur óskað eftir því að almenningur fari út á götur og torg til að mótmæla.

Turkey army says it seizes power; Erdogan says: "We will overcome this"

Istanbul, Taksim Square live

Einhver hópur stuðningsmanna Erdogans var að hrópa slagorð gegn hernum.

REUTERS PICTURES

Það sem maður óttast - samtímis vonast að gerist ekki; er að það verði fjölmenn átök

Það má vera að stuðningur við Erdogan og AKB flokkinn sé minni en áður.
En samt er rétt að muna - að AKB flokkurinn hefur alltaf fengið mestan stuðning einstakra flokka -- svokallaðir kosningaósigrar hafa ekki breytt því.

Annaðhvort var AKB flokkurinn með hreinan þingmeirihluta.
Eða stærsti flokkurinn, og varð að styðjast við einn annan flokk.

Hafandi þetta í huga - þá geti ástandið hæglega orðið hættulegt.
--En auðvitað, til að breyta ástandinu -- þarf ríkisstjórnin að halda það greinilegum fjöldastuðningi, að hernum verði ómögulegt að stjórna landinu.

Mæling á því geti komið fram í víðtækum kyrrstöðu mótmælum.
Að landið nemi staðar -- það verði mjög fjölmennar mótmælastöður, sem einfaldlega hætta ekki.

 

Á þessari stundu er allt of snemmt að spá hvað gerist!

Hinn möguleikinn er einnig sá, að þetta verði eins og síðast -- þ.e. á 9. áratugnum, að herinn nái fljótt að tryggja völd sín.
--Og þau verði ekki í neinni hættu!

  • Á hinn bóginn, er sennilega AKB flokkurinn mun líklega betur skipulagður en nokkur sú hreyfing, sem fyrri herstjórar reyndu að glíma við.
  • Og að auki -- hefur mun meira og útbreiddara fjöldafylgi.

----------
Ein hættan er því sú -- að fljótlega byrtist klofningur Tyrkja sjálfra.
Í því að það verði samtímis -- mikil fjöldamótmæli gegn hernum.
En einnig -- að herinn fái töluverðan fjöldastuðning.

  1. Þá er til staðar sá möguleiki, að mál gætu farið að líkjast ástandinu í Sýrklandi vorið 2011, en áður en átök brutust út.
  2. Þ.e. loft læfi blandið, víðtæk fjöldamótmæli, en einnig til staðar stuðningur við þá sem hafa völdin þá stundina.

--Ef herinn færi að skjóta á mótmælendur andstæðinga.
--Væri alveg möguleiki að klofningur gæti orðið innan sjálfs hersins.

En eins og innan Sýrlands - eru margir óbreyttir hermenn frá fátækari hluta landsmanna, einmitt frá hópum sem líklegir eru til að styðja AKB flokkinn.

Ef blóður átök færu af stað á götum -- gæti herinn lent í þeim vanda að einstakir hermenn gætu lent í vanda með það að ákveða - hverjum þeir ættu að fylgja.

-Conflicted loyalties- eins og þ.e. kallað á ensku.

  • Ég þarf varla að nefna að alvarleg átök innan Tyrklands, eru miklu mun alvarlegri hlutur en átök innan Sýrlands.

 

Niðurstaða

Ég hvet fólk til að fylgjast með fréttum. En það blasa við 3-möguleikar: 1. Herinn nái fljótt völdum. 2. Stjórnin nái þeim aftur af hernum, og herforingjar flýi land. 3. Hvorki herinn né stjórnin hafi völdin algerlega í sínum höndum, þannig að það skapist ástand vaxandi spennu og hættu. Meðan að stjórnin og herinn, haldi áfram að -- safna stuðningi innan Tyrklands hvor við sinn málstað.

Hætta gæti þá verið á alvarlegum þjóðfélagsátökum, jafnvel borgaraátökum.

------------------
Skv. nýjustu fréttum, virðist valdaránstilraunin vera að fjara út!
Einhverjir þátttakenda í valdaránstilrauninni þegar verið handteknir, eitthvað mannfall hafi einnig orðið, og stjórnin sé að smám saman að ná aftur fullri stjórn.

Ps: Þá vitum við það, valdaránstilraun hluta tyrkneska hersins fór út um þúfur, Erdogan og forsætisráðherra hans, hafa að nýju öll völd í landinu.
--Skv. fréttum virðist Erdogan hafa beitt flughernum gegn valdaránstilrauninni, F16 vélar beitt loftárás t.d. á skriðdreka við forsetahöllina. Einnig hafi þyrla verið skotin niður.
--Mannfall 104 þeirra sem þátt tóku í valdaránstilrauninni hafi látið lífið - 90 aðrir þar á meðal 47 almennir borgarar, rest meðal lögreglusveita - hafi látið lífið.
--1.100 hafi særst og 1.560 hermenn sú í varðhaldi grunaðir um þátttöku í ólöglegri valdaránstilraun.

  • Má sennilega reikna með því, að það verði ekkert elsku mamma, þegar réttarhöldin fara af stað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það sem geris ástandið enn ískyggilegra er að það virðist sem herinn sé klofinn ,það er æðstu yfirmenn hans virðast ekki standa að uppreisninni.

Ef uppreisnarmenn halda þessu til streytu gætu orðið mikil átök milli fylkinga úr hernum þar sem báðar fylkingar yrðu þungvopnaðar.

Blóðbaðið í slíkum átökum gæti orðið ógnvænlegt.

Mér finnst samt einhvern veginn að þessi valdaránstilraun muni fjara út á mjög stuttum tíma,án þess að ég hafi nokkur sérstök rök fyrir því.

Það er eins og valdaránstilraunin hafi ekki verið nógu vel undirbúin ,til dæmis tók langann tíma að taka fjölmiðlana sem er þó eitt það mikilvægasta í slíkum aðgerðum.

Það er eins og það skorti mannafla til að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að sinna í valdaráni.

Borgþór Jónsson, 16.7.2016 kl. 00:21

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gæti líka verið að æðstu yfirmönnum hersins væri haldið til hlés uppá framtíðina ef uppreisnin mistekst núna.

Kolbrún Hilmars, 16.7.2016 kl. 00:50

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá er þetta búið.
Tilraunin virðist hafa verið og fáliðuð eins og Boggi stakk upp á.
Verið einungis innan lítils hluta hersins.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.7.2016 kl. 11:17

4 identicon

Búið?

Alltaf ertu jafn einfaldur.

Nei, ég myndi segja að valdaránið tókst ... nú er Erdógan einræðisherra.  Allri mótstöðu, og stjórnarandstöðu rutt úr vegi.

Ætli það hafi ekki verið áætlunin allan tíman.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.7.2016 kl. 18:27

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er sagt að þessi "bylting" hafi verið sett á svið af Erdogan.  Hvort sem eitthvað er til í því eða ekki þá er enginn vafi á því að hann hefur STYRKT stöðu sína verulega, bæði utan og innan Tyrklands.

Jóhann Elíasson, 16.7.2016 kl. 22:45

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mun sennilegra að þetta hafi verið valdaránstilraun - þeir sem stóðu fyrir henni hafi ekki verið nægilega vitir bornir.

Erdogan hlaut alltaf að græða á slíkri tilraun, ef hún heppnaðist ekki.
__Það var auðvitað áhættan sem valdaránsmenn tóku.

Fyrir utan hættuna á að farast, eða enda í fangelsi æfina á enda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2016 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband