Hvort á stefna Trumps að ráða, eða stefna nýs varaforsetaefnis Trumps?

Þannig séð er málið ekki það að Mike Pence ríkisstjóri í Indiana sé það óskaplega áhugaverður. Heldur, það sem gerir þetta val áhugavert - er þegar maður gerir samanburð á yfirlýstum skoðunum Mike Pence - og yfirlýstum skoðunum Donalds Trump.

http://www.rawstory.com/wp-content/uploads/2016/07/MIKE-PENCE-800x430.jpg

Skoðanir Mike Pence sem passa ekki við yfirlýsingar Trumps

  1. "Mr. Pence has endorsed free trade agreements, including the Trans-Pacific Partnership, an Asian trade deal that Mr. Trump has described as a “rape” of the American economy."
  2. "He voted for the Iraq war, which Trump has condemned..."
  3. "...last winter he denounced Mr. Trump’s call to ban all Muslim immigration into the United States."
  4. "Pence is to the right of Trump on social issues, having signed restrictive abortion legislation and pushed to defund the Planned Parenthood women's healthcare organization, whose services include providing abortions." -- > "Trump has said he opposes abortion, but his views have been inconsistent, and he has said Planned Parenthood provides some valuable services."
  5. "Pence sometimes describes himself as "a Christian, a conservative and a Republican, in that order." --> Fátt bendir til þess að Trump sé tiltakanlega trúaður.

Valið á Pence virðist fljótt á litið -- einkum þjóna þeim tilgangi, að auka líkur á því að kjósendur Repúblikana, kjósi - Trump.
--Í stað þess að hugsanlega sitja heima!

Með því að velja herra Pence, þá að auki -- stígur Trump skref til móts við hans gagnrýnendur innan Repúblikana flokksins, sbr:

"“It’s no secret I’m a big fan of Mike Pence’s,” said Paul Ryan, the speaker of the House from Wisconsin. “We’re very good friends. I have very high regard for him. I hope that he picks a good movement conservative. Clearly Mike is one of those.”"

http://www.slate.com/content/dam/slate/blogs/moneybox/2015/08/16/donald_trump_on_immigration_build_border_fence_make_mexico_pay_for_it/483208412-real-estate-tycoon-donald-trump-flashes-the-thumbs-up.jpg.CROP.promo-xlarge2.jpg

Það verður þó forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á yfirlýsingar Trumps í framhaldinu

  1. Gagnrýni á viðskiptasamninga Bandaríkjanna gagnvart útlöndum -- hefur verið mjög miðlæg í málflutningi Trumps.
    --Spurning hvernig það gengur upp, að velja sem varaforsetaefni -- pólitíkus sem er stuðningsmaður einmitt þeirra samninga, sem Trump hefur einna helst gagnrýnt og verið þar um, afar harðorður.
  2. Eða, þegar Trump hefur margsinnis líst því yfir að Íraksstríðið hafi verið hræðileg ákvörðun, og haft mjög alvarlegar afleiðingar -- og notað það gegn Hillary Clinton að hafa verið einn af þeim Öldungardeildarþingmönnum er greiddu með því atkvæði --> Þá velur Trump varaforsetaefni, sem var stuðningsmaður Íraksstríðsins.
  3. Síðan hafa yfirlýsingar Trumps - þ.s. hann hefur ítrekað sagt að banna ætti Múslimum að setjast að í Bandaríkjunum; þá velur hann varaforsetaefni sem hefur gagnrýnt þau ummæli.
  4. Það hefur reyndar verið erfitt að ráða í skoðanir Trumps um félagslegan stuðning -- en hann hefur t.d. virst vilja samt sem áður mun meiri slíkan; en flestir innan Repúblikanaflokksins --> Og velur þá sem varaforsetaefni, einn þann allra íhaldsamasta innan Repúblikanaflokksins, í þeim málaflokkum.
  5. Farið hefur lítið fyrir kristilegum áherslum Trumps --> Það er samt áhugavert, að hann velur einstakling, sem í samanburðinum lætur George Bush líta út sem frjálslyndan um sína kristni.
  • Framboð Trumps hefur oft verið sakað um tvískinnung, hvernig verður það nú?

---Hann hefur ítrekað gagnrýnt Clinton fyrir ósannsögli og að haga stefnu eftir vindi.
---En hvaða stefna á nú að ráða í hans framboði?

 

Niðurstaða

Annað hvort hefur Mike Pence selt sig - til Trumps, svo hann fái að vera varaforseti.
Eða, að Trump hefur selt sig til þeirra sem ráða innan Repúblikanaflokksins, gegnt því að kosningavél Repúblikana -- komi og styðja hann.

Ef það síðara væri rétt -- þá fer að verða erfitt fyrir Trump að ásaka Clinton fyrir að gera hvað sem er til að verða forseti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband