10.7.2016 | 14:16
Ég held að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi
Að sjálfsögðu getur Skotland alveg virkað sem sjálfstætt ríki - eins og Noregur eða Danmörk.
Á hinn bóginn þá hefur Skotland verið í sambandi við England og Wales í 300 ár, meðan að Bretland sem heild hefur verið meðlimur að ESB í liðlega 40 ár.
Þessi lönd hafa því mjög langa sögu í dag af því að vera ein heild.
- Meðan að um helmingur viðskipta Bretlandseyja sem heildar er við ESB aðildarlönd önnur.
- Þá er um 80% viðskipta Skota við restina af Bretlandi -- auk þess þiggja þeir ár hvert um 9,7% af heildarfjárlögum í styrk frá restinni af Bretlandi.
Augljóslega yrði það hlutfallslega enn stærri röskun fyrir Skotland að segja skilið við restina af Bretlandi -- en þ.e. fyrir Bretlandseyjar sem heild að segja skilið við ESB.
Neikvæð efnahagskleg áhrif fyrir Skotland a.m.k. til skamms tíma, líklega umtalsvert stærri.
--Það fyrir utan útgjalda niðurskurð sbr. "austerity" sem Skotland þyrfti að grípa til, svo hallarekstri væri náð úr 9,7% í 3%.
Sá niðurskurður yrði sennilega umtalsvert meiri en við blasir við fyrstu sín, þ.s. kreppa mundi draga út tekjum skoska ríkissjóðsins.
--Skotland mundi m.ö.o. sennilega ganga í gegnum töluvert dýpri kreppu en líkur eru á að Bretland sem heild lendi í --> Gengið út frá svartsýnustu spám þar um.
Það tæki örugglega í besta falli fjölda ára að vinna það til baka -- sem má vel vera að Skotum takist fyrir einhverja rest!
Þetta eru eiginlega þeir þættir sem fá mig til að búast við því að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi
- Aðildarlönd ESB t.d. geta algerlega ef þau vilja -- lágmarkað verulega það efnahagstjón sem við blasir ella, fyrir bæði Bretland og aðildarlöndin.
- Ef þau mundu gefa það út, að þau væru til í að semja við Bretland um fríverslun -- þó það mundi ekki fela í sér það sama ástand og vera meðlimur að -innra markaðnum.-
- En það virðist að innan Bretlands sé nú veruleg andstaða við fulla þátttöku í ferðafrelsisþætti - innra markaðarins.
- Ef tilboð aðildarlandanna virtist trúverðugt <--> og nýr leiðtogi Bretlands tæki því vel; þá gæti með slíkum hætti - löngu áður en samningar þar um væru til lykta leiddir, markaðir róast mikið, og það efnahagstjón sem nú við blasi - mikið til horfið.
Eins og staðan er nú, þá er óvissan um viðskiptakjör milli Bretlands og aðildarlandanna, að framkalla ca. 13% gengislækkun punds miðað við dollar.
Það blasi við grunn kreppa í Bretlandi, líklega í haust og a.m.k. eitthvað fram eftir nk. ári.
--Möguleiki er að ESB sjálft einnig lendi í grunnri kreppu --> Ef ekki er stuðlað að því fljótt, að draga úr óvissunni.
**Þá er ég ekki að horfa til sér-vandamála Ítalíu --> Sem geta verið við það að hellast yfir, en tengjast ekki - Brexit: Bankakreppa yfirvofandi á Ítalíu?
_______Eitruð pólitík gæti þvælst fyrir skynsamri niðurstöðu.
London gæti einnig boðið Skotum meira "devaluation" þ.e. t.d. að halda eftir stærri hluta af skattfé - minna væri sent til London.
- Rétt að benda fólki á að Skotland mundi þurfa að taka á sig -- hlutfall af skuldum Bretlands alls; sem Skotland líklega er ekki í dag að greiða af með beinum hætti.
- Þannig, að þeir sem segja 9,7% hallann á Skotlandi hverfa mikið til, ef skattar hættu að streyma frá Skotlandi til London -- þurfa að muna eftir þessu atriði.
Svo þarf að muna eftir þeim vandamálum sem mundu myndast, við það ef það verða til landamæri milli Skotlands og N-Englands; sem væru landamæri milli tollsvæðis og lands þar fyrir utan.
- Muna eftir að um 80% viðsk. Skota eru við restina af Bretlandi.
- Ef restin af Bretlandi væri án viðskiptasamnings við ESB aðildarlönd, væri þá tollur þarna á milli.
- Auk þess, ef restin af Bretlandi er ekki með í frjálsum ferðalögum fólks, þá þyrfti vegabréfs áritun -- þarna væru því líklega biðraðir í tollhliðum.
--Röskun í viðskiptum Skota væri augljóst hlutfallslega stærri, vegna hás hlutfalls viðsk. þeirra við restina af Bretlandi.
Að sjálfsögðu minnka þessi vandamál -- því hagstæðari viðskiptakjör við ESB aðildarlönd, restin af Bretlandi héldi. En varningur frá Skotlandi þarf líklega áfram að ferðast í gegnum England til Evrópu.
Í dag eru olíuverð enn lág miðað við þegar síðast Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði frá Bretlandi -- þ.e. ekki rúmlega 100 dollarar fatið af olíu, heldur kringum 50.
- Muna að Skotland er með svipaða olíuvinnslu og Noregur, þ.e. borað undir sjávarbotn með borpöllum, og óskaplegum tilkostnaði.
- En ekki með uppsafnaðan olíusjóð eins og Norðmenn.
- Olíuvinnslan er líklega í sama vanda og vinnsla í Noregi þessi misseri --> Tapresktur.
Líklega fær því vinnslan fjárstuðning - til þess að halda henni í gangi, í von um betri tíð síðar.
--Skotland sé ekki að græða a.m.k. á næstu misserum á olíuvinnslu.
Að einhverju verulegu leiti er þá Skotland í svipuðum bás og Írland, sennileg skásta leið væri að bjóða Skotland fram sem --> Lág-skattasvæði.
- Á hinn bóginn, gæti restin af Bretlandi það einnig.
- Að auki, gæti restin af Bretlandi -- boðið einfaldari reglur og minni eftirlitskostnað.
--Þ.e. ef restin af Bretlandi mundi kæra sig um að fylgja þannig stefnu. - Svo er auðvitað Skotland í keppni við Írland.
Skotland er samt ekkert verra staðsett fyrir fyrirtæki er mundu vilja eiga viðskipti við ESB lönd, en Írland -- ætti tæknilega því svipuð tækifæri.
- Hinn bóginn tæki slík uppbygging alltaf töluverðan tíma.
- Og Skotland slyppi ekki við kreppuna -- sem fylgdi röskuninni að yfirgefa Bretland.
- Sem og niðurskurðarkröfunni á útgjöldum, sem Skotland þyrfti að uppfylla -- ef Skotland mundi vilja komast inn í evruna sem fyrst.
--Svo getur vel verið, að ef Skotland -hætti við að hætta- þá taki Bretlandseyjar sem heild, upp lág skatta atvinnustefnu - til að laða að sér fyrirtæki, eða, forða því að þau fari.
--Það þarf ekki nema það, að Bretlandeyjar fái -- fríverslun við ESB aðildarlönd --> Án þess að það teljist vera -meðlimur í innra markaði ESB- --> þ.e. fríverslunarsamningur t.d. af því tagi sem ESB lönd vilja gera við Bandaríkin t.d.
--Að neikvæð efnahagsáhrif af Brexi - bæði fyrir Skotland, og restina af Bretlandseyjum -- hyrfi að mestu, eða jafnvel - alfarið.
- Þá væri a.m.k. erfitt að teikna upp sviðsmynd fyrir Skotland, að meintur efnahagslegur gróði mundi til langs tíma vera af því að Skotland mundi segja skilið við Bretlandseyjar --> Sem gæti komið á móti þeirri kreppu sem Skotland mundi þurfa að ganga í gegnum, meðan að þeirra hagkerfi væri að aðlagast nýju ástandi utan sambandsins við Bretlandeyjar og undirgangast þá erfiðu efnahagslegu aðlögun sem það fylgdi fyrir Skotland að taka upp evruna á skömmum tíma.
- Sem þíðir ekki að Skotar megi ekki segja - bless, ef þeir vilja.
Niðurstaða
Ég er alls ekki að segja að Skotland til langs tíma geti ekki orðið efnahagslega velheppnað ríki. Á hinn bóginn virðist blasa við að fyrst eftir sjálfstæði gangi Skotland í gegnum djúpa kreppu -- sérstaklega ef stefnan væri inn í evruna sem fyrst.
Bendi á að Eystland framkvæmdi þess konar aðlögun, og innganga í evruna tókst -- á hinn bóginn er langt langt í það í dag, að efnahagur þess lands hafi rétt úr sér eftir þá djúpu verðhjöðnunar aðlögun sem Eystland tók þegar haldið var stíft í skilyrðin fyrir evru-upptöku í gegnum kreppu ástand sem barst inn að utan.
--Atvinnuleysi er enn mikið - og margir ungir Eystlendingar fluttu annað.
Það gæti alveg farið þannig að ef Skotland tæki sambærilega hraða aðlögun -- að árin á eftir fylgdi erfitt atvinnuástand, og það mundi taka mörg ár að vinna það niður.
Þá í stað þess að laða að sér fjölda fólks, sennilegar mundi fjöldi ungs fólks flytja annað - ekki endilega til Bretlands, en t.d. til Norðurlanda eða annarra ESB aðildarlanda.
En atvinnuástand virðist mestu ráða um slíkar ákvarðanir fólks.
- En kannski eftir ca. eina kynslóð -- væri alveg tæknilega mögulegt að Skotland hefði snúið alveg við, og næsta kynslóð Skota á eftir uppskæri góða framtíð í sjálfstæðu Skotlandi.
Ef Skotar eru tilbúnir í að færa fórnir fyrir sjálfstæði -- í von um betra eftir einhvern árafjöld -- sem væri að sjálfsögðu ekki neitt fullvíst.
- Síðast völdu skoskir kjósendur að velja með buddunni sinni!
- Þ.e. velja öryggið fram yfir óvissuna.
- Mig grunar að skoskir kjósendur velji með sama hætti aftur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar Björn, en EF skoskur almenningur kýs aðskilnað frá UK - hvað verður þá um N-Írland?
Kolbrún Hilmars, 10.7.2016 kl. 16:43
Af hverju ættu þau mál endilega að tengjast?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.7.2016 kl. 21:29
Það voru uppi vangaveltur eftir kosningarnar þar sem N-írar voru í takt við skota. Amk svo að forystumenn írskra og N-írskra lýstu því yfir að írsku ríkin hygðu ekki á sameiningu. Þá er bara Skotland eftir til sameiningar eða samstarfs.
Kolbrún Hilmars, 11.7.2016 kl. 12:47
Þeir þurfa þá a.m.k. að bíða með það þangað til hvort tvegja er í garð gengið - þ.e. af af verður; Brexit + að Skotland verður sjálfstætt; þá þyrfti N-Írland að taka upp sínar sjálfstæðiskröfu með sambærilegum hætti.
En meðan að Bretar eru önnum kafnir við að semja við ESB -- gefa þeir sér vart tíma að ræða við Skota.
Og Skotar geta engu lofað, fyrr en þeir sjálfir hafa einhverja lausn sinna mála.
M.ö.o. að það gæti tekið mjög mörg ár í heild.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.7.2016 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning