Fljótt á litið má sjá bæði kosti og galla í ferlum Theresu May og Andreu Leadsom.
Theresa hefur verið "Home secretary" eða Innanríkisráðherra í 6-ár, þ.e. sá ráðherra sem hefur með málefni nýbúa og aðstreymi flóttamanna -- henni virðist hafa tekist að vinna sér álit, sem mjög ákveðinn ráðherra og samtímis, sem telst gott þessa stundina; mjög hörð gagnvart aðflutningi nýbúa.
--Hún hefur langan feril sem embættismaður, og er dóttir prests, eins og Angela Merkel.--Hún er ekki þekkt fyrir að berast mikið á, eða pópúlisma.
Andrea Leadsom, er þegar að kljást við -hneyksli, sbr: Was Andrea Leadsom really such a City hotshot? - en hún virðist hafa fært lýsingu á eigin starfsferli í stílinn; kemur fram í umfjölluninni, að hún hefur sent inn lagfæringu á ferilskrá sem hún hafði áður birt - þ.s. hún dregur nokkuð í land - en ef marka má þessa umfjöllun þarf hún að draga frekar í land.
--Þetta getur augljóslega skaðað hana nokkuð, en annars samanborið við fröken May, þá hefur hún minna mikilvægan ráðherratitil - aðstoðarráðherra, og hefur verið slíkur í skemmri tíma - hefur ekki a.m.k. enn unnið sér inn sambærilegan orðstír innan stjórnarinnar; sem sennilega útskýri af hverju hún leitast við að gera sem mest úr sínum störfum innan einka-fjármálageirans.
--Það sem hún sennilega hafi einna helst framyfir May, sé að hún hafi stutt -Brexit- og meðan að May hafi talað fyrir áframhaldandi veru Bretlands í ESB, en þó skv. umfjöllun pressunnar - með sjáanlega hálfum huga!
Á móti kemur að það geti þítt að May - hafi betri möguleika á að sameina flokkinn.
En foringi sem hafi farið fyrir - Brexit - fylkingunni.
En May hefur sagt ákveðið eftir Brexit kosninguna - að Bretland sé á leið út.
--Ekki tekið undir raddir, sem halda því á lofti að útkoman hafi verið mistök, eða, að það ætti að kjósa aftur.
- Íhaldsmenn ætla að hafa -- alvöru leiðtogakjör milli þeirra!
--Þ.e. meðal almennra félagsmanna í flokknum, ekki bara þingmanna eins og venja hefur verið. - Stuðningur fyrir Brexit sé víðtækari -skilst mér- meðal félaganna fyrir Brexit, en meðal þingmannanna.
- Sem geti þítt, að möguleikar Leadsom séu meiri en virðist við fyrstu sýn.
Á hinn bóginn - geti skelegg vörn May í hlutverki ráðherra innflytjendamála, gegn aðflutningi fólks -- dugað til þess að hún hafi betur; sérstaklega í ljósi þess - að innflytjendamál virðast einna helst hafa brunnið á breskum kjósendum í aðdraganda Brexti kjörsins.
"Theresa May, left, the home secretary, and Andrea Leadsom, an energy minister, are the remaining Conservative Party candidates in Britain."
Race for Britains Prime Minister Down to Theresa May and Andrea Leadsom
Andrea Leadsom and Theresa May face off in Downing St race
Eins og Theresu May er líst -- held ég að ég kunni betur við hana!
En Leadsom - fyrir utan þann galla að hafa logið í CV-inu sínu - virðist leitast við að höfða til félagslega íhaldsamra afla innan Bretlands.
--Sbr. að vera andvíg giftingum samkynhneigðra, og vilja innleiða að nýju - refaveiðar.
Þ.s. mér líkar mjög vel við í tilviki May - er hvernig hún hefur tekið á lögreglumálum, en þar virðist hún hafa lagt áherslu á -- baráttu gegn spillingu og óskilvirkni.
--Hún hefur orðstír fyrir áherslu á skilvirkni og umbætur.
May er þó ekki þekkt fyrir -- útgeislun eða "charisma."
Hvorug kvennanna er af auðugu bergi -- fóru báðar í almennan skóla, en May tókst að fá styrk til að ganga í Oxford háskóla, meðan að Leadsom fór í háskólann í Warwick.
Báðar hafa talað um þörf á að viðhalda fríverslun við ESB -- þó leiðtogar sambandsins hafi hafnað því að Bretland geti fengið -- aðild að "Innra markaðinum" og samtímis samið um skerðingar á rétti fólks til að flytja milli landa.
- Það getur verið að fyrri stuðningur May við áframhald aðildar, bæti möguleika hennar til að semja við aðildarríkin -- og hún er ekki þekkt sem -gólfmotta.
Þó það þurfi ekki að vera að það atriði skipti miklu máli.
Niðurstaða
Að minnsta kosti virðist það öruggt að næsti forsætisráðherra Bretlands verður kona. En hvor þeirra nær kjöri - virðist fullkomlega óljóst. Þó fljótt á litið virðist Theresa May hafa augljóst forskot -- sem mun þekktari einstaklingur; og sérstaklega í ljósi áherslunnar á að draga út flóttamannastraumi til Bretlands, að May hafi unnið sér einmitt orðstír í því ráðuneyti sem fer mað málefni flóttamanna og innflytjenda.
Á móti skaðar það hana að hafa fyrir Brexit kjörið stutt áframhald aðildar, í augum félagsmanna Íhaldsflokksins sem virðast líklega meirihluta til styðja Brexit.
Á hinn bóginn, er það ekki traustvekjandi að Leadsom hafi þurft að leiðrétta sína ferilsskrá, og enn sé hennar ferilsskrá gagnrýnd fyrir ónákvæmar upplýsingar eða jafnvel - rangar.
Það geti verið að May verði fyrirgefið í ljósi þess, að hún segist styðja í dag Brexit útkomuna, sem - vilja kjósenda, muni virða þann vilja.
--Í ljósi orðstírs hennar sem harður nagli sem Innanríkisáðherra, og umbætur í löggæslumálum sem hún virðist hafa staðið fyrir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 863665
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning